Skora á íslensk stjórnvöld að gera meira fyrir Afgana á flótta

Boðað hefur verið til samstöðufundar þar sem skorað er á íslensk stjórnvöld að beita sér tafarlaust og eindregið fyrir flutningi afganskra borgara á flótta undan því hættuástandi sem ríkir í heimalandi þeirra eftir valdarán Talíbana.

Afganir og aðstandendur þeirra mættu á Austurvöll í vikunni.
Afganir og aðstandendur þeirra mættu á Austurvöll í vikunni.
Auglýsing

Boðað hefur verið til alþjóð­legs sam­stöðu­fundar með afgönsku þjóð­inni klukkan 14:30 á morg­un. Sol­aris - hjálp­ar­sam­tök fyrir hæl­is­leit­endur og flótta­fólk á Íslandi, No Borders og Refu­gees in Iceland boða til fund­ar­ins og hefst hann á Hlemmi og þaðan verður gengið niður á Aust­ur­völl.

Sam­stöðu­fund­ur­inn skorar á íslensk stjórn­völd að beita sér taf­ar­laust og ein­dregið fyrir flutn­ingi afganskra borg­ara á flótta undan því hættu­á­standi sem ríkir í heima­landi þeirra eftir valda­rán Talí­bana.

Til við­bótar við það sem sem stjórn­völd hafa ákveðið að gera er skorað á íslensk stjórn­völd í fyrsta lagi að tryggja að Afg­anir búsettir á Íslandi og sem sótt hafa um vernd á Íslandi en ekki hlotið jákvæða nið­ur­stöðu fái póli­tískt hæli skil­yrð­is­laust. Umsóknir þess­ara ein­stak­linga verði settar í for­gang og afgreiðslu þeirra hrað­að.

Í öðru lagi að reglur um fjöl­skyldu­sam­ein­ingu verði rýmkaðar þannig að sem flestir land­flótta Afg­anir með fjöl­skyldu­teng­ingu við Ísland fái hér vernd. Íslensk yfir­völd beiti sér fyrir flutn­ingi þeirra til lands­ins. Sett hefur verið af stað und­ir­skrifta­söfnun með sömu kröfum til íslenskra stjórn­valda.

Sams­konar sam­stöðu­fundir með afgönsku þjóð­inni verða um allan heim á morg­un, til dæmis í Amster­dam, Helsinki, London, San Francisco, Montr­eal og Mel­bo­ur­ne.

Auglýsing

Féllust á til­lögur flótta­manna­nefndar

Íslensk stjórn­völd greindu frá því síð­ast­lið­inn þriðju­dag að þau hefðu fall­ist á til­lögur flótta­manna­nefndar að taka á móti „allt að 120 manns“ frá Afganist­an. Sam­kvæmt til­lögum nefnd­ar­innar á í fyrsta lagi að taka á móti starfs­fólki sem vann með og fyrir Atl­ants­hafs­banda­lag­ið, ásamt mökum þeirra og börn­um. Horft verður sér­stak­lega til þeirra sem störf­uðu með íslensku frið­ar­gæsl­unni.

Í öðru lagi verður fyrr­ver­andi nem­endum frá Afganistan við jafn­rétt­is­skóla Sam­ein­uðu þjóð­anna á Íslandi, ásamt mökum og börn­um, boðið til lands­ins. Í þriðja lagi munu íslensk stjórn­völd aðstoða þá Afgana sem eiga rétt á fjöl­skyldu­sam­ein­ingu eða eru komnir nú þegar með dval­ar­leyfi hér á landi en geta ekki ferð­ast á eigin vegum að kom­ast til lands­ins. Um er að ræða ein­stak­linga sem hafa fjöl­skyldu­tengsl hér, sem og ein­stak­linga sem hyggj­ast hefja hér nám.

Í fjórða lagi verða umsóknir um fjöl­skyldu­sam­ein­ingu, sam­kvæmt lögum um útlend­inga, við Afgana búsetta hér landi settar í for­gang og aukið við fjár­veit­ingar til þess að hraða umsókn­un­um. Nán­ustu aðstand­endur í skiln­ingi útlend­inga­laga eru makar, sam­búð­ar­makar, börn yngri en 18 ára í for­sjá og á fram­færi við­kom­andi, for­eldrar 67 ára eða eldri, og for­eldrar barn yngri en 18 ára.

Fjöl­skyldu­sam­ein­ing þarf að ná til fleiri aðila

Benja­mín Juli­an, Elín­borg Harpa Önund­ar­dótt­ir, Sema Erla Serdar og Eyrún Ólöf Sig­urð­ar­dóttir útskýra kröfur sam­stöðu­fund­ar­ins nánar í aðsendri grein á Vísi í dag.

Í grein­inni segir að ef íslenskum yfir­völdum sé alvara með yfir­lýs­ingum um vilja til að „leggja sitt af mörkum nú þeg­ar“ væri eðli­legt að þær aðgerðir hæfust strax hér á landi og þeim Afgönum sem þegar eru staddir á Íslandi, og bíða úrlausnar sinna mála hjá Útlend­inga­stofn­un, væri veitt alþjóð­leg vernd án taf­ar.

„Fjöl­skyldu­sam­ein­ing þarf svo að ná til fleiri aðila, til þess að sem flestir land­flótta Afg­anir með fjöl­skyldu­teng­ingu við Ísland geti sam­ein­ast fjöl­skyldu­með­limum sínum hér á landi og lifað í örygg­i,“ segir í grein­inni.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB
„Hlutverk hins opinbera er að tryggja öllum húsnæðisöryggi“
Formaður BSRB segir að margt sé til bóta í tillögunum starfshóps um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði – og gefi ástæðu til hóflegrar bjartsýni um betri tíma.
Kjarninn 19. maí 2022
Árni Guðmundsson
Af þreyttasta frumvarpi Íslandssögunnar
Kjarninn 19. maí 2022
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Húsnæðisstuðningur skuli fyrst og fremst nýtast þeim sem á þurfa að halda
Ljóst er að staða leigjenda út frá húsnæðisöryggi og byrði húsnæðiskostnaðar er lakari en þeirra sem eiga eigin íbúð. Aðgerða er þörf sem miða m.a. að því að lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá efnaminni leigjendum, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 19. maí 2022
Margar kvartanir byggðar „á misskilningi“
UN Women lýsa yfir þungum áhyggjum af aðstæðum einstaklinga sem hingað hafa leitað að skjóli og eru hluti af búsetuúrræði ÚTL á Ásbrú. Samkvæmt ÚTL hefur aðstaðan verið í stöðugri endurskoðun undanfarna rúma tvo mánuði.
Kjarninn 19. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að vinna þegar maður tapar
Kjarninn 19. maí 2022
Claudia Ashanie Wilson, Eiríkur Rögnvaldsson, Eliza Reid, Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, Gísli Pálsson og Sema Erla Serdaroglu
Kynþáttamörkun
Kjarninn 19. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent