„Þeir eru að eyðileggja eyjuna okkar“

Deilum um byggingu átta 150 metra háa vindmylla á norskri eyju er ekki lokið þó að andstæðingar vindorkuversins hafi tapað enn einu dómsmálinu. Þeir segja ekki í boði að gefast upp. Deilurnar hafa klofið fámennt samfélagið.

Tölvuteiknuð mynd af vindorkuvirkjuninni á Harams-fjalli.
Tölvuteiknuð mynd af vindorkuvirkjuninni á Harams-fjalli.
Auglýsing

Norð­menn eru þekktir fyrir að taka þjóð­há­tíð­ar­dag sinn alvar­lega, klæð­ast þjóð­bún­ing­um, koma saman og síð­ast en ekki síst: Flagga. Á þjóð­há­tíð­ar­deg­inum þetta árið, hinn 17. maí, var hins vegar ekki flaggað við hvert hús á Hara­ms­eyju og á nálægum eyjum úti fyrir Álasundi. Hluti eyja­skeggja var ein­fald­lega ekki í hátíða­skapi heldur miklu frekar sorg­mædd­ur. Sorg­ina má rekja til þess að nýverið tap­aði hópur þeirra máli sem höfðað var til að reyna að koma í veg fyrir að vind­orku­virkjun með átta 150 metra háum vind­myllum verði reist á eyj­unni. Á föstu­dag féll dómur sem stað­festi gild­is­töku leyfis til að reisa vind­orku­ver­ið. Því geta fram­kvæmdir nú haf­ist af fullum krafti.

And­stæð­ingar hins fyr­ir­hug­aða vers höfð­uðu mál gegn bæði norska rík­inu og fram­kvæmda­að­il­an­um, Zephyr (áður Haram Kraft AS). „Öllum þykir vænt um landið sitt, þetta snýst ekki um það,“ hefur norska rík­is­sjón­varpið eftir Lis­beth Marie Aust­nes, íbúa á eyju skammt frá sem leiðir bar­átt­una gegn virkj­un­inni. Hún var ein þeirra sem flagg­aði ekki í til­efni þjóð­há­tíð­ar­dags­ins líkt og hún er vön. Hún segir marga sorg­mædda og að þeir hafi með þessu viljað tjá þær til­finn­ingar sín­ar.

Auglýsing

Deil­urnar um vind­orku­verið hafa klofið sam­fé­lagið á Hara­ms­eyju sem telur um 350 manns. And­staðan er ekki minni á eyj­unni Longva þar sem nokkru fleiri búa, m.a. Aust­nes. Þaðan yrði beint útsýni yfir vind­orku­garð­inn.

Það var þó ekki þannig að allir þeir sem eru á móti ver­inu hafi sleppt því að flagga. Sumir gerðu það. Aðrir ekki. Fyrir utan von­brigðin sem fylgja því að hafa tapað dóms­mál­inu situr bar­áttu­hóp­ur­inn uppi með máls­kostn­að, um 1 milljón norskra króna. Þetta er í þriðja sinn sem málið ratar fyrir dóm. Enn geta and­stæð­ingar vers­ins áfrýjað en engin ákvörðun hefur verið tekin um slíkt. Það tekur bæði orku og fjár­magn að standa í mála­rekstr­inum og nú þarf að sögn Aust­nes að vega og meta þá þætti. Hins vegar segir hún ekki koma til greina að gef­ast upp.

„Órétt­lætið er of mik­ið,“ segir hún við norska rík­is­sjón­varp­ið. „Við munum halda áfram að reyna að finna leiðir út úr þessu.“

Þeir eyja­skeggjar sem hafa barist gegn bygg­ingu virkj­un­ar­innar segja að deil­urnar hafi tekið toll af heilsu sumra þeirra. Fram­kvæmd­ir, m.a. vega­lagn­ing upp á fram­kvæmda­svæðið á Hara­ms­fjalli eru þegar hafn­ar. „Nei, ég er ekki farin að sætta mig við líf hér á eyj­unni með vind­myll­u­m,“ segir Aust­nes. Hún leyfi sér ekki að hugsa þannig – þá fyrst myndi van­líð­anin hell­ast yfir.

Harams-vindorkuverið mun einnig sjást vel frá nærliggjandi eyju. Mynd: Zephyr

Sveit­ar­stjórnin í Álasundi hefur beðið fram­kvæmda­að­il­ann Zephyr að meta áhrif vind­orku­vers­ins á heilsu fólks. Slík rann­sókn er talin kosta um 1 milljón norskra króna sem Zephyr skal að mati stjórn­valda greiða. Þessu fagnar Aust­nes og segir gott að vita að stjórn­völd taki áhyggjur íbú­anna alvar­lega.

Leyfi fékkst til bygg­ingar vind­orku­garðs­ins á Hara­ms­eyju árið 2009 en það var þó ekki fyrr en tíu árum síð­ar, árið 2019, sem áformin komust í hámæli og áformunum var ýtt úr vör. Sú ákvörðun kom and­stæð­ingum virkj­un­ar­innar að óvör­um. Þeir héldu að horfið hefði verið frá hug­mynd­inni. Fyrstu hug­myndir gerðu ráð fyrir sextán vind­myllum en síðar kom í ljós að á hluta hins fyr­ir­hug­aða fram­kvæmda­svæðis var of vinda­samur og því ákveðið að fækka myll­unum í átta. And­stæð­ingar vers­ins höfð­uðu mál á þessum grunni, að fram­kvæmda­leyfið væri ekki í takti við þá fram­kvæmd sem nú standi fyrir dyr­um. Orkan sem verið á að fram­leiða er t.d. umtals­vert minni en til stóð.

Fram­kvæmda­stjóri Zephyr í Nor­egi, Olav Rommet­veit, segir fram­kvæmd­irnar hafa verið á teikni­borð­inu í yfir tvo ára­tugi. Hann hefur vísað því alfarið á bug að fram­kvæmda­leyfið nái ekki yfir hin breyttu áform um stærð virkj­un­ar­inn­ar.

And­stæð­ingar virkj­un­ar­innar segj­ast hins vegar litlar sem engar upp­lýs­ingar hafa fengið á þessum tveimur ára­tugum fyrr en bréf kom inn um lúg­una hjá þeim sem næst búa fjall­inu þar sem verið á að rísa. Leyndin er mik­il, segja þeir, og svo virð­ist sem allt hafi verið ákveðið og íbú­arnir lítið haft að segja um fram­hald­ið.

Auglýsing

„Þeir eru að eyði­leggja eyj­una okk­ar,“ segir Lorgen Giske. Margir íbúar hafa að hennar sögn misst traust á yfir­völdum vegna máls­ins. Hún er meðal kvenna sem mót­mæltu komu stór­tækra vinnu­véla á bryggj­unni og reyndu, með frið­sömum hætti, að koma í veg fyrir að þær kæmu í land. Kon­urnar ganga nær dag­lega upp á fram­kvæmda­svæðið og fylgj­ast með gangi mála. Taka myndir og skrifa hjá sér. Sam­skipti þeirra við verka­menn­ina er kurt­eis­is­leg.

„Þótt við höfum meiri­hluta eyja­skeggja með okkur í liði eru nokkrir land­eig­endur sem hafa sam­þykkt fram­kvæmd­ina,“ segir Aust­nes. „Þetta er lítið sam­fé­lag sem deil­urnar hafa klof­ið. Við verðum að halda áfram að búa hér saman eftir þetta og við verðum að gæta þess að deil­urnar verði ekki of ákaf­ar, passa hvað við segjum og gerum því hér tengj­ast allir með ein­hverjum hætti. Þetta er flók­ið.“

Í nýbirtri umfjöllun Teknisk Ukeblad segir að leitað hafi verið eftir við­brögð land­eig­enda. Þeir hafi hins vegar ekki viljað koma í við­tal. Segj­ast hafa orðið fyrir áreiti vegna afstöðu sinn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent