Umhverfismat vindorkuvers austan Baulu hafið

Fyrirtækið Qair Iceland ehf. áformar að reisa 13-17 vindmyllur í Norðurárdal, austan við fjallið Baulu. Fyrstu skref í umhverfismati orkuversins hafa verið tekin.

Qair Iceland áformar nokkur vindorkuver á Íslandi.
Qair Iceland áformar nokkur vindorkuver á Íslandi.
Auglýsing

Fyr­ir­tækið Qair Iceland ehf. áformar að reisa um 78-95 MW vind­orku­ver innan 3.528 hekt­ara svæðis að Hvammi í Borg­ar­byggð á Vest­ur­landi. Verk­efnið kall­ast Múli og liggur Þjóð­vegur 1 með­fram jaðri hins fyr­ir­hug­aða fram­kvæmda­svæð­is. Nokkur bónda­býli og sum­ar­hús eru einnig í jaðri þess, og fáein býli eru innan þess. Næsti þétt­býl­is­staður er Borg­ar­nes, í um 39 kíló­metra fjar­lægð til suð­vest­urs og Háskól­inn á Bif­röst er 10,5 kíló­metra til vest­urs af þró­un­ar­svæð­inu.

­Gert er ráð fyrir að reistar verði í kringum 13-17 vind­myllur í einum áfanga. Í mats­á­ætlun fram­kvæmd­ar­inn­ar, sem lögð hefur verið fram til Skipu­lags­stofn­un­ar, kemur fram að vind­myll­urnar verði um 200 metra háar. Hæst nær fram­kvæmda­svæðið upp í um 750 metra hæð yfir sjáv­ar­máli en lægst er það í 150 metra hæð. Í mats­á­ætl­un­inni, sem er eitt fyrsta skrefið í umhverf­is­mati fram­kvæmda, kemur fram að fjar­lægð vind­mylla frá manna­bú­stöðum verði að lág­marki 500 metr­ar.

Ekk­ert vind­orku­ver hefur verið reist á Íslandi ef frá eru taldar tvær vind­myllur sem reistar voru í Þykkvabæ árið 2014. Þær skemmd­ust báðar í eldi nýver­ið. Þá reisti Lands­virkjun tvær vind­myllur í Haf­inu, hraun­sléttu norðan við Búr­fell, í rann­sókn­ar­skyni árið 2013.

Auglýsing

Fjöl­mörg vind­orku­verk­efni eru á teikni­borð­inu um allt land en ágrein­ingur hefur verið um hvort að þau eigi að fara í ferli ramma­á­ætl­unar eður ei. Verk­efn­is­stjórn 4. áfanga áætl­un­ar­innar bár­ust 34 vind­orku­kostir til mats og var verk­efnið Múli í Borg­ar­byggð eitt þeirra. Stjórnin taldi hins vegar nægj­an­leg gögn aðeins hafa fylgt fimm þeirra og Múli var ekki þar á með­al.

Vindorkuverið Múli. Staðsetning fyrirhugaðs framkvæmdasvæðis. Uppröðun og staðsetning vindmylla hefur ekki verið ákveðin.

„Þótt vind­ur­inn sé óþrjót­andi er land undir vind­orku­ver það ekki,“ skrif­aði Guð­rún Pét­urs­dótt­ir, for­maður verk­efn­is­stjórn­ar­inn­ar, í inn­gangi skýrslu stjórn­ar­innar síð­asta vor. „Landið er hin tak­mark­aða auð­lind í þessu til­felli. Vind­myllur eru nú um 150 m háar og fara hækk­andi. Þær eru því afar áber­andi í lands­lagi og sjást víða að. Vind­orku­ver munu valda miklum breyt­ingum á ásýnd lands­ins ef ekki verður var­lega far­ið.“

Verk­efn­is­stjórnin taldi brýnt að sett yrði heild­ar­stefna um virkjun vind­orku og að ígrunduð ákvörðun yrði tekin um hvort afmarka eigi fá skil­greind svæði fyrir vind­myllur eða setja því litlar skorður hvar vind­orku­ver fái að rísa. „Nú er ein­stakt tæki­færi að setja slíka stefnu áður en fram­kvæmdir hefj­ast víða um land,” skrif­aði Guð­rún.

Í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórnar Vinstri grænna, Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks kemur fram að setja eigi sér­stök lög um nýt­ingu vind­orku með það að mark­miði að „ein­falda upp­bygg­ingu vind­orku­vera til fram­leiðslu á grænni orku“. Leggja á áherslu á að vind­orku­ver bygg­ist upp á afmörk­uðum svæðum nærri tengi­virkjum og flutn­ings­línum þar sem unnt verði að tryggja afhend­ingar­ör­yggi. „Mik­il­vægt er að breið sátt ríki um upp­bygg­ingu slíkra vind­orku­vera og til­lit sé tekið til sjón­rænna áhrifa, dýra­lífs og nátt­úru. Í því sam­hengi verður tekin afstaða til gjald­töku fyrir slíka nýt­ingu. Stefna verður mótuð um vind­orku­ver á hafi.“

Frumathugun á fræðilegum sýnileika vindmyllanna í 45 km fjarlægð m.t.t. bráðabirgðastaðsetningar vindmylla innan framkvæmdasvæðis vindorkuversins Múla. Gert er ráð fyrir að hámarkshæð spaðaenda í efstu stöðu sé 200 metrar fyrir ofan jörðu.

Í mats­á­ætlun Qair um vind­orku­verið Múla segir að við val á stað­setn­ingu hafi ekki ein­ungis verið horft til þátta er varða rekstur vind­orku­garðs, s.s. nægs vinds, nálægðar við flutn­ings­kerfi og góðs aðgengis að svæð­inu, heldur var einnig áhersla lögð á þætti eins og fjar­lægðir frá mik­il­vægum nátt­úru- og menn­ing­arminj­um, fjar­lægðir frá þétt­býlum og mik­il­vægum við­komu­stöðum tengdum ferða­þjón­ustu. „Múli er tal­inn upp­fylla þessi skil­yrði, en fyr­ir­hug­aður vind­orku­garður þykir vera í hæfi­legri fjar­lægð frá þétt­býli og eft­ir­tekt­ar­verðum áning­ar­stöðum en á sama tíma hæfi­lega nálægt tengi­virki Lands­nets sem stað­sett er í bæði Hrúta­tungu og Vatns­hömr­um.“ Þá kemur fram að gott aðgengi sé að svæð­inu sem sé mik­ill kostur á rann­sókn­ar-, fram­kvæmd­ar- og rekstr­ar­tíma.

Í gild­andi aðal­skipu­lag Borg­ar­byggðar 2010-2022 er ekki gert grein fyrir fram­kvæmdum við vind­orku­garð­inn Múla. Þró­un­ar­svæðið er að stærstum hluta skil­greint sem land­bún­að­ar­svæði en einnig að hluta til sem frí­stunda­byggð og óbyggt land. Á svæð­inu er einnig skóg­lendi í eigu og umsjón Skóg­ræktar rík­is­ins.

Ekk­ert deiliskipu­lag er í gildi fyrir fyr­ir­hugað fram­kvæmda­svæði og vinna við slíkt þarf því að fara fram þar sem gerð yrði grein fyrir vind­myllum og öðrum mann­virkj­um, svo sem vegum og teng­ingum við flutn­ings­kerfi.

Óvíst hvenær fram­kvæmdir myndu hefj­ast

Áætlað er að umhverf­is­mats­skýrsla verði send til athug­unar Skipu­lags­stofn­unar í lok árs 2023 og að álit Skipu­lags­stofn­unar geti legið fyrir á vor­mán­uðum 2024. Á þessu stigi er óvíst hvenær fram­kvæmdir myndu hefj­ast. Hins vegar má gera ráð fyrir að fram­kvæmda­tími verði um 12 mán­uðir sem lík­lega muni dreifast yfir tveggja ára tíma­bil. Að því loknu er áætlað að rekstur vind­orku­garðs­ins geti haf­ist og standi yfir í að minnsta kosti 25 ár. Eftir þann tíma verður rekstri ann­að­hvort haldið áfram eða hætt og vind­orku­garð­ur­inn þá tek­inn nið­ur, vind­myll­urnar teknar í sundur og fluttar á brott.

Auglýsing

Almenn­ingur getur skilað inn athuga­semdum við mats­á­ætl­un­ina og sam­hliða kynn­ing­unni mun Skipu­lags­stofnun einnig leita umsagna ýmissa stofn­anna. Fram­kvæmd­ar­að­ili mun kynna fram­kvæmd­ina á opnum streym­is­fundi 10. febr­úar kl. 20:00. Vef­slóðin á fund­inn er: www.efla.is/­streymi.

Qair Iceland ehf (áður Quadran Iceland Develop­ment ehf.) er dótt­ur­fé­lag franska fyr­ir­tæk­is­ins Qair SA sem sér­hæfir sig í þró­un, fjár­mögn­un, bygg­ingu og rekstri raf­orku­vera um heim all­an. Qair SA er með aðstöðu í 16 löndum og er um þessar mundir að þróa eða byggja orku­ver í Suð­ur­-Am­er­íku, Aust­ur-­Evr­ópu, Norð­ur­-­Evr­ópu, Afr­íku og Aust­ur-Asíu.

Eins og er stendur Qair Iceland ehf. að þróun nokk­urra vind­orku­garða á Íslandi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent