Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Sjáið tindinn, þarna fór ég!

OfeigurSugursdsson2014JPV-lit.1.jpg
Auglýsing

Þor­geir Tryggva­son, Toggi, mun sinna bókaum­fjöllun fyrir Kjarn­ann fram að jólum en margar bækur eru að koma út þessa dag­ana. Jóla­bóka­flóðið nær svo hámarki í des­em­ber.

Höf­undur: Ófeigur Sig­urðs­son

Öræfi

Auglýsing

Útgef­andi: Mál og menn­ing

„Maður verður svo syfj­aður og þreyttur í höfð­inu að vera sífellt upp­num­inn af feg­urð­inni“

Ef Guð­bergur Bergs­son og Bene­dikt Grön­dal hefðu eign­ast son og komið honum í fóstur til Rabelais er ekk­ert ólík­legt að hann hefði á end­anum skrifað eitt­hvað eins og Öræfi. Svona óstýr­láta bók þar sem ekki má á milli sjá hvort hug­mynd­irn­ar, skrif­nautnin eða erindi höf­und­ar­ins ræður för í flóð­inu.

Oraefi (1)Upp­lifunin er sú að ekk­ert ráði för. Þegar brestur á með (fjöldi) blað­síðna upp­taln­ingu á sjálfs­vígum á íslandi frá 16 til 18 hund­ruð þá sættir maður sig bara við það eins og hverja aðra ótíð. Sem auð­vitað býður upp á sína nautn eins og allir sem hafa verið veð­ur­tepptir eða búið við þriggja daga raf­magns­leysi geta vitnað um.

Í Öræfum er sagt frá hrapal­legri rann­sókn­ar­ferð aust­ur­rísks örnefna­fræð­ings í Öræfasveit­ina, sem að hætti slíkra ferða í skáld­skap er jöfnum höndum fræði­leg og per­sónu­leg. Af henni er sagt í flóknu end­ur­liti í gegnum mis­áreið­an­lega milli­liði. Eins og horft sé gegnum pris­ma, eða reynt að átta sig í spegla­sal í Tívolí.

Mann­lífið í Öræf­um, nátt­úran og hug­myndir okkar um hana, nöfnin sem við veljum henni, með­ferðin sem hún sætir af okkar hendi og við af henn­ar. Allt er þetta undir þar sem Bern­harður Fing­ur­björg (já, hann heitir það) heldur í óbyggð­irnar með koff­ort fullt af þjóð­legum fróð­leik sem, drykkju­svolar og bar­fl­ugur úr 101 hafa hlaðið á hann í bóka­búð Braga, aðeins til að skjögra niður í Skafta­fell, illa bit­inn af villifé og sæta aflimun (já ég sagði það) af hendi hins kröft­uga dýra­læknis dr. Lassa (já hún heitir það), sem síðan skrá­setur sög­una, eða alla­vega ein­hverja gerð henn­ar. Varð­veislu­saga Fing­ur­bjarg­ar­sögu er flókn­ari en Land­námu, sem kemur reyndar líka við sögu. Í Land­námu er samt held ég engin atviks­saga sem jafn­ast á við þessa:

„Ein­hverju sinni á fjöllum beit tófa Flosa í þum­al­inn og vildi ekki sleppa, kyrkti þá Flosi tóf­una með hinni hend­inni og gekk í heilan dag með tóf­una dauða dinglandi á þuml­in­um, hann gerð­ist þreyttur á hræ­inu um kvöldið og skar haus­inn af tóf­unni og svaf þannig um nótt­ina, dag­inn eftir gafst hann loks upp á hausnum líka og skar af sér þum­al­inn með vasa­hnífnum yfir morg­un­verð­ar­borð­in­u.“

Í Land­námu er heldur ekk­ert sagt frá Mor­bid Ang­el, dauðarokks­hljóm­sveit frá Tampa í Florida­ríki. En hafið ekki áhyggj­ur, það er allt hér.

Já og Flosi þessi býr alltsvo á Svína­felli. Á einum stað er gefið laus­lega í skyn að hann sé mögu­lega ekki til. Svo hristir sögu­mað­ur­inn (hver sem það er) sig eins og blautur hundur og ævin­týra­ferðin heldur bara áfram.

Nú hef ég lesið þrjár bækur eftir Ófeig þenn­an. Hann er stór­kost­lega skemmti­legur á ein­hvern máta sem eng­inn leikur eftir hon­um. Varla einu sinni Guð­berg­ur, Bene­dikt eða Franço­is. Hvort sem hann er að lýsa sál­ar­lífi sr. Jóns Stein­gríms­son­ar, inn­rás pepp­er­on­i-pyls­unnar í bragð­heim Íslend­inga eins og í Land­vættum eða með þess­ari ótrú­legu sveita­ferð og óreglu­sögu úr sam­býli manna og nátt­úru.

Eina ástæðan fyrir því að þessi bók sætir ekki meiri tíð­indum er að bækur sæta ekki lengur tíð­ind­um.

Öræfi er eins og Öræf­in. Ekki eins og neitt. Besta bók flóðs­ins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None