Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Allt sem þig hefur alltaf langað að vita um alls konar - og bjór

bjor12.jpg
Auglýsing

Þor­geir Tryggva­son, Toggi, mun sinna bókaum­fjöllun fyrir Kjarn­ann fram að jólum en margar bækur eru að koma út þessa dag­ana. Jóla­bóka­flóðið nær svo hámarki í des­em­ber.

Höf­und­ar: Hösk­uldur Sæmunds­son, Stefán Páls­son og Rán Flygenring

Bjór

Auglýsing

Útgef­andi: Crymogea

Bjor kapa frontEf við myndum ákveða á morgun að hætta með krón­una og taka upp Tri­via - fánýtan fróð­leik - sem gjald­miðil yrði Stefán Páls­son rík­asti maður lands­ins. Eða eins og hann myndi vafa­laust orða það, Bill Gates sinnar kyn­slóð­ar.

Góðu heilli er það trívíunör­dinn en ekki bjór­gorm­ur­inn sem skrifar þessa fal­legu og massívu bók í félagi við félaga sinn úr Bjór­skól­an­um, Hösk­uld Sæmund­son. Lykt- og bragð­kjaftæði er afgreitt í einni línu yfir­leitt, af þeirri opnu sem helguð er hverri þeirra 120 bjór­teg­unda sem fjallað er um. Stundum er mælt með föstu fæði sem passar við við­kom­andi teg­und. Ann­ars er bara stuð í stað­reynda­landi með bjór sem miðju en ekki alfa og ómega.

Þannig fræð­ist maður um The Great­ful Dead (bls.45), blóð­berg (bls. 57), hina sígildu bíó­mynd Cool Runn­ings og tengsl hennar við ein­kenn­is­bjór Jamaíku­manna (bls. 137), Mídas kon­ung (bls. 69) og hin illu áhrif flökku­sagna (bls. 205).

Skemmti­leg­astur þykir mér text­inn á bls. 213 þar sem fléttað er saman fróð­leik um lista­mann­inn Prince og bjór­inn frá České Budějovice á snilld­ar­legan hátt, og senni­lega er þetta líka skemmti­legt fyrir það skrítna fólk sem ekki þekkir góða dát­ann Svejk.

Sú hrein­rækt­aða „bjór­stað­reynd“ sem situr fast­ast í mér er svo tví­mæla­laust sú að 40% af Guinness-­neyslu heims­ins fari fram í Afr­íku.

Á móti text­unum er stillt upp myndum Ránar Flygenring. Hún hefur skemmti­legan teiknistíl en því miður er þetta of sjaldan snjallt. Mynd­inar gera lítið annað en að „illústrera“ text­ann, oft með hjálp frá útskýr­inga­textum sem virkar alltaf eins og hálf­gerð þrauta­lend­ing.

Bók­inni er mjög skemmti­lega kafla­skipt, og bjór­teg­und­irnar flokk­aðar eftir heima­til­búnu þema­kerfi, stundum út frá nöfn­um, stundum út frá lit, stundum vel­gengni. Það hefði samt ekki verið úr vegi að splæsa í ein­hvers­konar milli­síður til að greina kafl­ana að, í stað þess að fela kafla­heitin með smáu letri á mynda­síð­un­um. Eitt­hvað er óhjá­kvæmi­lega um end­ur­tekn­ing­ar, sem og að sami hlut­ur­inn er útskýrður oft. Verra að það er stundum ítar­leg­ast þegar hann kemur síð­ast við sögu. Þannig er oft minnst á Trappista-munka­regl­una en upp­runi hennar loks­ins tíund­aður á blað­síðu 253.

Að vanda er hönnun og frá­gangur til sóma hjá Crymogeu. Því meira stinga í augun prent­villur sem leyn­ast þarna nokkr­ar. Já og svo er alveg bannað að fara rangt með til­vitn­anir í sjón­varps­þætt­ina Fame!

Heilt yfir er þetta samt fal­leg og eigu­leg bók, fjör­lega skrifuð og stút­full af nær­ing­ar­ríku stað­reyndasmælki um allt milli him­ins og jarð­ar. Og bjór. Örugg­lega samt betri til að dreypa á í hófi en að svolgra í sig í heilu lagi eins og óhjá­kvæmi­lega er hlut­skipti rýn­is. Þannig neytt trúi ég að hún gleðji manns­ins hjarta.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None