Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.
gydamynd3WEB.jpg
Auglýsing

Í næstu viku, nánar til­tekið þann 8. ágúst, er ­síð­asti dag­ur­inn sem hægt er að heita á verk­efnið The ­In­fertility App á Karol­ina Fund. Á bak við IVF Coaching-verk­efnið standa Gyða Eyj­ólfs­dóttir ­sál­fræð­ingur og Berg­lind Ósk Birg­is­dóttir hjúkr­un­ar­fræð­ingur en þær hafa spáð í ófrjó­semi í mörg ár. Berg­lind hefur per­sónu­lega reynslu af ófrjó­semi, glasameð­ferðum og rann­sóknum í nokkrum lönd­um, auk þess sem hún er í stjórn Til­veru - sam­taka um ófrjó­semi og hefur stutt við konur í glasameð­ferðum með ýmiss konar upp­lýs­inga­ráð­gjöf í nokkur ár. Hægt er að lesa allt um söfnun verk­efn­is­ins á vef Karol­ina Fund hér.

Gyða hefur starfað með Til­veru und­an­farin níu ár. Hún heldur fyr­ir­­­lestra fyrir félagið um ýmis­legt tengt ófrjó­semi en auk þess hittir hún um 20% af þeim konum og pörum sem fara í glasameð­ferðir á hverju ári hjá Art Med­ica, sem er eina glasameð­ferð­ar­stöð Íslands.

Gyða hefur tekið eftir því að konur sem þjást af ófrjó­semi þarfn­ast oft frek­ari upp­lýs­inga um áhrif ófrjó­semi á líð­an, sam­skipti og sam­band við maka, auk fræðslu um með­ferðir og önnur úrræði sem skipta máli varð­andi ófrjó­semi. Hún ein­setti sér í dokt­ors­námi sínu að mæta þess­ari þörf en komst fljótt að því að konur og pör þora oft ekki að mæta á fyr­ir­lestrana þar sem ófrjó­semin er mikið feimn­is­mál. Þessi hópur fólks vill oft ekki að aðrir viti af ófrjó­sem­inni og þjá­ist því í ein­rúmi.

Auglýsing

Leið­bein­ingar og til­lögurFyrir um þremur árum fékk Gyða þá hug­mynd að útbúa app með fræðslu um ófrjó­semi og upp­lýs­ingum um það hvernig auka megi líkur á þung­un. Appið er auk þess ein­hvers konar leið­bein­ing í gegnum glasa­ferlið þar sem not­and­inn getur fengið nýjar upp­lýs­ingar dag­lega um hvað hann getur gert til að bæta líðan sína í glasameð­ferð­inni og aukið líkur á þung­un. Gyða fann að sig vant­aði sam­starfs­að­ila sem hefði betri þekk­ingu á líf­fræði­lega hluta með­ferð­anna og þekkti betur inn á mis­mun­andi teg­undir með­ferða og rann­sókna sem eru í boði. Hún fékk því Berg­lindi í lið með sér og saman mynda þær teymið á bak­við IVF Coaching-app­ið.

Smá­forritið er hannað fyrir ensku­mæl­andi mark­að. Þær stöllur hafa reiknað út að árlega séu um 2.000.000 glasameð­ferðir fram­kvæmdar á konum eða pörum sem tala ensku. Á Íslandi eru fram­kvæmdar um 600 með­ferðir á ári og gætu flestar af þeim kon­um/pörum nýtt sér app­ið, sér til stuðn­ings í með­ferð­inni. Talið er að eitt af hverjum sex pörum eigi í erf­ið­leikum með að eign­ast barn, ekki bara á Íslandi heldur í öllum heim­in­um. Því er ljóst að stór hópur fólks glímir við ófrjó­semi og upp­lýs­inga­þörfin er mik­il. Það sést einnig af því að orðin infertility og IVF (gla­sameð­ferð) eru gúggluð um 2.500-2.800 sinnum á sól­ar­hring á Goog­le-­leit­ar­vél­inni. Þá eru aðrar leit­ar­vélar ekki inni í þessum töl­um.

[em­bed]htt­p://issu­u.com/kjarn­inn/docs/2014_07_31/54[/em­bed]Nyt­sam­legar upp­lýs­ingarÍ IVF Coaching-app­inu hefur kon­an, eða parið, aðgang að vís­inda­lega studdum upp­lýs­ingum um hvernig hægt er að und­ir­búa sig sem allra best undir glasameð­ferð­ina. Þannig fær not­and­inn upp­lýs­ingar um ýmiss konar spurn­ingar sem not­and­anum er ráð­lagt að spyrja lækn­inn sinn að, upp­lýs­ingar um hvað sé gott að hafa í huga þegar glasameð­ferð­ar­stöð er val­in, hvaða próf er hægt að fara í og hvaða vítamín hafa sýnt bestu þung­un­ar­tíðn­ina. Þá eru slök­un­ar­upp­tökur í app­inu en þær konur sem stunda djúp­slökun eru lík­legri til að verða barns­haf­andi en þær sem ekki stunda slök­un­ina. Þá hefur djúp­slökun góð áhrif á sæð­is­frumur og í óform­legri athugun Gyðu á þung­un­ar­tíðni hjá sínum skjól­stæð­ingum kom fram að hún var um 52%, í sam­an­burði við 30-35% aug­lýstan árangur hjá Art Med­ica. Ýmis­legt fleira má finna í smá­forrit­inu. Meðal ann­ars má nefna að not­and­inn fær „upp­lýs­ingamola“ í sím­ann sinn á hverjum degi meðan á með­ferð­ar­ferl­inu stend­ur, en það getur tekið allt að sex vik­ur.

Upp­lifa meiri vellíðanFræðsla eins og appið veitir hefur sýnt að kon­urnar og pörin upp­lifa meiri stjórn, vellíðan og slökun og lík­urnar á að verða barns­haf­andi eftir glasameð­ferð aukast. Þar sem hver með­ferð getur kostað allt frá nokkur ­hund­ruð þús­und krónum og upp í millj­ónir (fer eftir lönd­um) skiptir miklu máli að und­ir­búa sig vel og hámarka líkur á þungun í hvert sinn. Með­ferð­irnar taka mjög svo á til­finn­inga­lega og eftir um tvö ár af árang­urs­lausum barn­eign­ar­til­raunum þjá­ist ríf­lega helm­ingur kvenna af klínísku þung­lyndi og kvíða, og um þriðj­ungur karl­manna. Upp­lýs­ing­arnar sem koma fram í app­inu hafa hins vegar aldrei áður verið teknar saman og gerðar aðgengi­legar þeim sem á þurfa að halda. Appið er því nýtt á sínu sviði og hefur hlotið styrk frá Nýsköp­un­ar­mið­stöð Íslands - Átaki til atvinnu­sköp­un­ar.

Eins og kom fram í upp­hafi grein­ar­innar er síð­asti dagur til að styrkja verk­efnið 8. ágúst. Þeim sem vilja kynna sér verk­efnið nánar er bent á síðu verk­efn­is­ins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Málsmeðferð kærunefndar fær falleinkunn hjá Héraðsdómi Reykjavíkur
Kærunefnd útboðsmála er sögð hafa farið á svig við lög og stuðst við vafasama útreikninga er hún komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að óvirkja samning Orku náttúrunnar við Reykjavíkurborg um hraðhleðslustöðvar.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Síðasta kórónuveiruverk Svandísar að bregðast við „Ómíkrón“
Á sunnudag tekur gildi reglugerð sem felur í sér að þeir sem koma til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum þurfa að fara í tvö PCR-próf með sóttkví á milli. Ómíkrón-afbrigðið veldur áhyggjum víða um heim og líka hjá sóttvarnalækni.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Vinstri græn fá sjávarútvegsmálin og Framsókn sest í heilbrigðisráðuneytið
Miklar breytingar verða gerðar á stjórnarráði Íslands, ný ráðuneyti verða til og málaflokkar færðir. Ráðherrarnir verða tólf og sá sem bætist við fellur Framsóknarflokknum í skaut. Vinstri græn stýra sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Hjalti Hrafn Hafþórsson
Það sem ekki var talað um á COP26
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Útlán til heimila hafa aukist en útlán til fyrirtækja dregist saman það sem af er ári
Bankarnir nýttu svigrúm sem var gefið til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar til að stórauka útlán til íbúðarkaupa. Útlán til fyrirtækja hafa hins vegar dregist saman.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None