Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.
gydamynd3WEB.jpg
Auglýsing

Í næstu viku, nánar til­tekið þann 8. ágúst, er ­síð­asti dag­ur­inn sem hægt er að heita á verk­efnið The ­In­fertility App á Karol­ina Fund. Á bak við IVF Coaching-verk­efnið standa Gyða Eyj­ólfs­dóttir ­sál­fræð­ingur og Berg­lind Ósk Birg­is­dóttir hjúkr­un­ar­fræð­ingur en þær hafa spáð í ófrjó­semi í mörg ár. Berg­lind hefur per­sónu­lega reynslu af ófrjó­semi, glasameð­ferðum og rann­sóknum í nokkrum lönd­um, auk þess sem hún er í stjórn Til­veru - sam­taka um ófrjó­semi og hefur stutt við konur í glasameð­ferðum með ýmiss konar upp­lýs­inga­ráð­gjöf í nokkur ár. Hægt er að lesa allt um söfnun verk­efn­is­ins á vef Karol­ina Fund hér.

Gyða hefur starfað með Til­veru und­an­farin níu ár. Hún heldur fyr­ir­­­lestra fyrir félagið um ýmis­legt tengt ófrjó­semi en auk þess hittir hún um 20% af þeim konum og pörum sem fara í glasameð­ferðir á hverju ári hjá Art Med­ica, sem er eina glasameð­ferð­ar­stöð Íslands.

Gyða hefur tekið eftir því að konur sem þjást af ófrjó­semi þarfn­ast oft frek­ari upp­lýs­inga um áhrif ófrjó­semi á líð­an, sam­skipti og sam­band við maka, auk fræðslu um með­ferðir og önnur úrræði sem skipta máli varð­andi ófrjó­semi. Hún ein­setti sér í dokt­ors­námi sínu að mæta þess­ari þörf en komst fljótt að því að konur og pör þora oft ekki að mæta á fyr­ir­lestrana þar sem ófrjó­semin er mikið feimn­is­mál. Þessi hópur fólks vill oft ekki að aðrir viti af ófrjó­sem­inni og þjá­ist því í ein­rúmi.

Auglýsing

Leið­bein­ingar og til­lögurFyrir um þremur árum fékk Gyða þá hug­mynd að útbúa app með fræðslu um ófrjó­semi og upp­lýs­ingum um það hvernig auka megi líkur á þung­un. Appið er auk þess ein­hvers konar leið­bein­ing í gegnum glasa­ferlið þar sem not­and­inn getur fengið nýjar upp­lýs­ingar dag­lega um hvað hann getur gert til að bæta líðan sína í glasameð­ferð­inni og aukið líkur á þung­un. Gyða fann að sig vant­aði sam­starfs­að­ila sem hefði betri þekk­ingu á líf­fræði­lega hluta með­ferð­anna og þekkti betur inn á mis­mun­andi teg­undir með­ferða og rann­sókna sem eru í boði. Hún fékk því Berg­lindi í lið með sér og saman mynda þær teymið á bak­við IVF Coaching-app­ið.

Smá­forritið er hannað fyrir ensku­mæl­andi mark­að. Þær stöllur hafa reiknað út að árlega séu um 2.000.000 glasameð­ferðir fram­kvæmdar á konum eða pörum sem tala ensku. Á Íslandi eru fram­kvæmdar um 600 með­ferðir á ári og gætu flestar af þeim kon­um/pörum nýtt sér app­ið, sér til stuðn­ings í með­ferð­inni. Talið er að eitt af hverjum sex pörum eigi í erf­ið­leikum með að eign­ast barn, ekki bara á Íslandi heldur í öllum heim­in­um. Því er ljóst að stór hópur fólks glímir við ófrjó­semi og upp­lýs­inga­þörfin er mik­il. Það sést einnig af því að orðin infertility og IVF (gla­sameð­ferð) eru gúggluð um 2.500-2.800 sinnum á sól­ar­hring á Goog­le-­leit­ar­vél­inni. Þá eru aðrar leit­ar­vélar ekki inni í þessum töl­um.

[em­bed]htt­p://issu­u.com/kjarn­inn/docs/2014_07_31/54[/em­bed]Nyt­sam­legar upp­lýs­ingarÍ IVF Coaching-app­inu hefur kon­an, eða parið, aðgang að vís­inda­lega studdum upp­lýs­ingum um hvernig hægt er að und­ir­búa sig sem allra best undir glasameð­ferð­ina. Þannig fær not­and­inn upp­lýs­ingar um ýmiss konar spurn­ingar sem not­and­anum er ráð­lagt að spyrja lækn­inn sinn að, upp­lýs­ingar um hvað sé gott að hafa í huga þegar glasameð­ferð­ar­stöð er val­in, hvaða próf er hægt að fara í og hvaða vítamín hafa sýnt bestu þung­un­ar­tíðn­ina. Þá eru slök­un­ar­upp­tökur í app­inu en þær konur sem stunda djúp­slökun eru lík­legri til að verða barns­haf­andi en þær sem ekki stunda slök­un­ina. Þá hefur djúp­slökun góð áhrif á sæð­is­frumur og í óform­legri athugun Gyðu á þung­un­ar­tíðni hjá sínum skjól­stæð­ingum kom fram að hún var um 52%, í sam­an­burði við 30-35% aug­lýstan árangur hjá Art Med­ica. Ýmis­legt fleira má finna í smá­forrit­inu. Meðal ann­ars má nefna að not­and­inn fær „upp­lýs­ingamola“ í sím­ann sinn á hverjum degi meðan á með­ferð­ar­ferl­inu stend­ur, en það getur tekið allt að sex vik­ur.

Upp­lifa meiri vellíðanFræðsla eins og appið veitir hefur sýnt að kon­urnar og pörin upp­lifa meiri stjórn, vellíðan og slökun og lík­urnar á að verða barns­haf­andi eftir glasameð­ferð aukast. Þar sem hver með­ferð getur kostað allt frá nokkur ­hund­ruð þús­und krónum og upp í millj­ónir (fer eftir lönd­um) skiptir miklu máli að und­ir­búa sig vel og hámarka líkur á þungun í hvert sinn. Með­ferð­irnar taka mjög svo á til­finn­inga­lega og eftir um tvö ár af árang­urs­lausum barn­eign­ar­til­raunum þjá­ist ríf­lega helm­ingur kvenna af klínísku þung­lyndi og kvíða, og um þriðj­ungur karl­manna. Upp­lýs­ing­arnar sem koma fram í app­inu hafa hins vegar aldrei áður verið teknar saman og gerðar aðgengi­legar þeim sem á þurfa að halda. Appið er því nýtt á sínu sviði og hefur hlotið styrk frá Nýsköp­un­ar­mið­stöð Íslands - Átaki til atvinnu­sköp­un­ar.

Eins og kom fram í upp­hafi grein­ar­innar er síð­asti dagur til að styrkja verk­efnið 8. ágúst. Þeim sem vilja kynna sér verk­efnið nánar er bent á síðu verk­efn­is­ins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None