Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Veisla fyrir þá sem vilja dvelja í fortíð

Ritrovato1_Kjarninn-1.jpeg
Auglýsing

The gates to hea­ven are about to open for cinema lover­s,“ sagði finnski leik­stjór­inn Peter von Bagh við setn­ingu Il Cinema Rit­rovato kvik­mynda­há­tíð­ar­inn­ar. Hann hefur verið list­rænn stjórn­andi hátíð­ar­innar frá árinu 2001 en hátíðin var haldin í 28. sinn í Bologna á Ítalíu fyrir skemmstu. Il Cinema Rit­rovato er átta daga hátíð gam­alla end­ur­gerðra ­kvik­mynda. Þangað mæta full­trúar allra helstu kvik­mynda­safna og ­stúd­íóa heims, fram­leið­end­ur, for­verð­ir, kvik­mynda­fræð­ingar og ekki síst áhuga­fólk, til þess að sjá gamlar mynd­ir, bestu sýn­ing­ar­ein­tök­in, og staf­rænar (digital) og hlið­rænar (ana­log) end­ur­bætur á ein­stökum mynd­um. Andrea Krä­mer, kvik­mynda­for­vörður í Berlín, sem vinnur náið með þýska leik­stjór­anum Wim Wend­ers að við­gerðum á myndum hans, segir að á hátíð­ina komi allir þeir sem koma að varð­veislu, við­gerð­um, söfnum og sýn­ingum kvik­mynda og að hátíðin sé án efa stærsti við­burður árs­ins í filmu­heim­in­um. Hátíðin skapi vett­vang og tæki­færi fyrir fag­fólk og áhuga­fólk til að hittast, horfa á myndir og ræða strauma og stefnur for­tíðar og fram­tíðar í kvik­mynda­gerð, og þar með fram­tíð kvik­mynda sem menn­ing­ar­arfs.

Dag­skrá hátíð­ar­innar sam­an­stóð af 360 mynd­um, sú elsta frá 1895, og opnum fyr­ir­lestrum um verk­efni kvik­mynda­safna og stúd­íóa. Dag­skránni var skipt í nokkur þemu. Eitt þemað í ár var um stríð og frið og frið­ar­myndir sem voru gerðar stuttu áður en fyrri heims­styrj­öldin braust út fyrir 100 árum voru sýnd­ar. Á efn­is­skránni voru einnig m.a. pólska ­ný­bylgjan frá 1960 (leik­stjórar eins og Wadja og Has), jap­anskar myndir frá fjórða ára­tugnum (leik­stjórar eins og Mazog­uchi og Ozu) og ítalskar stutt­myndir frá 1960. Ákveðnir leik­stjórar eða leik­arar eru alltaf teknir fyrir og í ár voru það m.a. Werner Hochbaum, Germanie Dulac, William Well­man, Riccardo Freda og gam­an­leik­konan Rosa Por­t­en.

Auglýsing


[em­bed]htt­p://issu­u.com/kjarn­inn/docs/2014_07_24/47[/em­bed]

Meist­ari Chaplin mik­ill áhrifa­valdur

Þá var sér­stök hátíð­ar­dag­skrá í til­efni af 100 ára afmæli Tramps, hins ógleym­an­lega karakt­ers Charlie Chaplins. Kvik­mynda­verk­stæðið í Bologna sá um við­gerðir á Chaplin-safn­inu og sýndi afrakstur þess á hátíð­inni. Einn af gestum ­há­tíð­ar­innar var banda­ríski leik­stjór­inn Alex­ander Pay­ne, sem m.a. leik­stýrði mynd­unum Sideways og The ­Descend­ants. Alex­ander Payne sagði gestum hátíð­ar­innar af ein­lægni frá því hvernig Chaplin hefði haft áhrif á sig sem ungur mað­ur, jafn­vel orðið til þess að hann fór út í kvik­mynda­gerð, og end­aði á að segja: „Það að tala um Chaplin er eins og að tala um trú­ar­brögð. Nema ég trúi á Chaplin.“

Gamlar bíó­myndir öðl­ast „nýtt“ líf

Mark­mið hátíð­ar­innar er öðrum þræði að sýna afrakstur vinnu kvik­mynda­safna og verk­stæða við end­ur­bætur á kvik­myndum og miðla því sem felst í því að búa til og varð­veita kvik­mynd­ir. Banda­ríski leik­stjór­inn Martin Scor­sese, sem er tíður gestur á hátíð­inni, hefur beitt sér fyrir varð­veislu á gömlum kvik­myndum sem veitt hafa honum inn­blástur í sinni sköpun í gegnum sam­tökin The Film Founda­tion. Scor­sese kom að end­ur­gerð­inni á öllum þremur myndum James Dean: Rebel Wit­hout a Cause í leik­stjórn Nicholas Ray, Giant í leik­stjórn George Stevens og East of Eden í leik­stjórn Elia Kazen, en mynd­irnar er búið að skanna í hárri upp­lausn og gera við staf­rænt hjá Warner Bros með stuðn­ingi Film Founda­tion. Þær voru ­sýndar með við­höfn á hátíð­inni í nýju end­ur­bættu ­út­gáf­unum og eru nú eins nálægt upp­runa­legu mynd­unum og hægt er með nútíma tækni.Ned Price, yfir­maður for­vörslu hjá Warner Bros, kynnti end­ur­gerð­ina á mynd­unum þrem­ur, sem fram­leiddar voru á árunum 1955 til 1956. Út frá kvik­mynda­tækni er fer­ill James Dean sér­stak­ur, þótt stuttur hafi verið og bara um þrjár myndir að ræða. Á þessum árum var umbylt­ing í filmu- og linsu­tækni þar sem lit­film­ur, breið­tjalds­tækni (CinemaScope) og fjöl­rása stereo voru að ryðja sér til rúms, en tæknin enn ófull­kom­in. Price fór yfir spurn­ingar og álita­mál sem verk­stæðin og stúd­íóin þurfa að skoða í við­gerð­ar­ferl­inu, tækni­legar og ekki síður sið­ferði­legar spurn­ingar - hversu mikið á að fylgja upp­runa­legu filmunni, hvaða tækni var til staðar á þeim tíma sem myndin var gerð, hversu langt á að ganga þar sem skemmdir og lita­skekkjur eru o.s.frv. Svörin geta verið mjög mis­jöfn eftir verk­stæð­um, þjálfun þeirra sem koma að við­gerð­inni, og auð­vitað spilar fjár­magn inn í. Sam­kvæmt full­trúa Ciner­ic, eft­ir­vinnslu­fyrirtækis sem stað­sett er í New York og var á hátíð­inni, er hægt að miða við að við­gerð á hverri mín­útu af mynd kosti um 2000 doll­ara.Þá var ný útgáfa þýsku stór­mynd­ar­innar Das Cabinet des Dr. Calig­ari kynnt og sýnd, en þetta er fjórða end­ur­gerðin af mynd­inni. Hátíðin hefur sýnt allar end­ur­gerð­irnar í gegnum tíð­ina, þá síð­ustu fyrir 20 árum, en þessi nýja ku vera sú sem kemst næst upp­runa­legu útgáf­unni miðað við það efni sem til er í dag. Þegar ákveðið er að laga kvik­mynd, eins og í til­felli Dr. Calig­ari, er reynt að finna frum­ein­tökin eða ein­tök sem eru eins nálægt þeim og mögu­legt er. Anke Wil­ken­ing, kvik­mynda­for­vörður hjá Mur­nau Stiftung, sagði frá ævin­týra­legu ferða­lagi mynd­ar­innar frá því hún var frum­sýnd í Berlín árið 1920. Frum­filman var í nokkur ár varð­veitt í Rík­is­kvik­mynda­safni Þriðja Rík­is­ins en eftir síð­ari heims­styrj­öld­ina voru þær fluttar til Moskvu. Þar lágu þær fram á  átt­unda ára­tug­inn þegar þeim var skilað til Aust­ur-Berlínar og end­uðu svo eftir sam­ein­ingu Þýska­lands í skjala­safni lýð­veld­is­ins. Á flakkinu týnd­ist hins vegar fyrsta rúllan af sex og er nú talin glöt­uð. Í ljós kom að engar eft­ir­prent­anir höfðu verið gerðar af upp­runa­legu filmunni síðan fyrir síð­ari heims­styrj­öld­ina og við fyrri end­ur­gerðir höfðu verið notuð ófull­komin sýn­ing­ar­ein­tök, sem voru þá afrit af afrit­um. Til að fylla upp í göt og skemmdir þurfti að finna dreif­ing­ar­ein­tök sem afrituð voru af filmunni eins nálægt upp­tökum og hægt var, og rakti Wil­ken­ing elstu ein­tökin m.a. til Suð­ur­-Am­er­íku og Museum of Modern Art í New York. Var not­ast við þau við end­ur­gerð fyrsta hluta mynd­ar­inn­ar. Film­urnar voru skann­aðar og myndin hreinsuð og lita­leið­rétt á verk­stæð­inu í Bologna, og fullir eft­ir­vænt­ingar sáu gestir hátíð­ar­innar nýju staf­rænu end­ur­gerð­ina af Dr. Calig­ari.

Filmu­sjúkir fjöl­menna á hátíð­ina

En það eru ekki bara staf­rænt end­ur­gerðar stór­myndir sem sýndar eru á hátíð­inni. Mikil áhersla er lögð á að sýna sjald­gæfar myndir af upp­runa­legum dreif­ing­arfilmum og þöglar myndir sýndar með und­ir­leik píanós eða sin­fón­íu­hljóm­­sveit­ar. Meiri­hluti dag­skrár­innar er sýndur af 35mm filmum og margir gestir hátíð­ar­inn­ar, sem eru um 2.000 tals­ins, koma einmitt ein­göngu á hátíð­ina til þess að upp­lifa það. Peter von Bagh hrós­aði sér­stak­lega full­trúum Sænsku kvik­mynda­stofn­un­ar­innar á hátíð­inni í ár fyrir hug­rekki, en á sænska kvik­mynda­safn­inu var nýlega opnað verk­stæði fyrir filmur á meðan verið er að loka mörgum af helstu verk­stæðum heims, og sam­hliða því sam­þykkti sænska ríkið að fjár­magna tíu ára verk­efni til að koma öllum sænskum kvik­mynda­arfi á staf­rænt form. Þá sagði Peter von Bagh aðstand­endur hátíð­ar­innar vera að venj­ast þeirri til­hugsun að sífellt fleiri gömlum myndum væri varpað með svokölluðum DCP (Digi­tal Cinema Packa­ge) og því að flestar kvik­mynda­há­tíðir í heimi sýndu ekki lengur neinar myndir af 35mm film­um, eða „real movies“, eins og hann kallar annað en staf­rænar útgáf­ur. Vissu­lega íhalds­söm við­horf, en það er sann­ar­lega hægt að taka undir orð Pet­ers von Bagh frá setn­ingu hátíð­ar­innar – á hátíð­inni opn­ast himn­arnir fyrir kvik­myndaunn­end­ur.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hlaðvarp, vísanir inn á Hringbraut og myndbönd grundvöllur milljarðakröfu Sýnar
Fyrrverandi eigendur þeirra miðla sem mynduðu einu sinni fjölmiðlasamsteypuna 365 hefur tekist að selja þá frá sér fyrir milljarða króna á síðustu árum. Nýir eigendur hafa lent í rekstrarerfiðleikum með miðlana.
Kjarninn 29. febrúar 2020
Aukning í byggingu dýrra íbúða átti sinn þátt í aukinni fjármunamyndun.
Fjármunamyndun í húsnæði ekki hærri síðan árið 2007
Alls jókst fjármunamyndun í íbúðarhúsnæði um 167 milljarða króna á árinu 2019 þrátt fyrir að dregið hafi verulega úr hækkun húsnæðisverðs. Nýjar íbúðir á markaði, margar hverjar í dýrari kantinum, og hagstæðari skilyrði til niðurgreiðslu lána skiptu máli.
Kjarninn 29. febrúar 2020
Eigið fé Landsvirkjunar aukist um 34 milljarða á þremur árum
Samanlagt eigið fé þriggja stærstu ríkisfyrirtækjanna nemur nú um 700,7 milljörðum króna.
Kjarninn 28. febrúar 2020
EVE Fanfest frestað vegna COVID-19 veirunnar
Hátíðin hefur verið lykilatburður í markaðsstarfi CCP undanfarin ár.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Stefán Jón Hafstein
Elliðaárdalur: Góð tillaga
Kjarninn 28. febrúar 2020
Þórður Snær og Magnús Halldórsson
Þórður Snær og Magnús tilnefndir til Blaðamannaverðlauna Íslands
Dómnefnd Blaðamannaverðlauna hefur ákveðið tilnefningar sínar í öllum fjórum flokkum verðlaunanna en þau verða afhent eftir viku.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Fyrsta tilfelli COVID-19 kórónuveiru greinist á Íslandi
Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýju kórónuveirunni, COVID-19.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Skipa sérstakan stýrihóp um samfélagsleg og hagræn viðbrögð við Covid-19 veirunni
Stýrihópurinn mun leggja mat á stöðuna og nauðsynleg samfélagsleg og efnahagsleg viðbrögð á hverjum tíma.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None