Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Bibbi bloggar úr Evróputúr Skálmaldar: Antwerpen

DSCF3760-copy.jpg
Auglýsing

Skálmöld er nú á tæp­lega 7 vikna túr um Evr­ópu. Dag­arnir eru afskap­lega við­burða­ríkir og aðstæður oft afskap­lega skemmti­leg­ar. Snæ­björn, bassa­leik­ari og texta­höf­undur sveit­ar­inn­ar, heldur úti dag­legu bloggi á vef Kjarn­ans þar sem hann lýsir hinu goð­sagna­kennda rokk­ara­lífi. Táfýla, blóð, sviti, tár og auð­vitað rokk & ról beint í æð.

Klukkan er 22.55 og ég er bak­sviðs. Ætli Elu­veitie séu ekki sirka hálfn­uð.

Flexi. Flex­i.

Auglýsing

Ég lifði lengst í nótt og við Robert spjöll­uðum um allt milli him­ins og jarð­ar. Við þekkj­umst orðið ansi vel og eigum gott skap sam­an. Við þok­uðum okkur rólega inn í Belgíu og lentum fyrir utan tón­leika­stað­inn Trix kannski um klukkan sex. Þá var vel farið úr viskíflösk­unni hans Bald­urs. Flexi hélt okkur reyndar sel­skap síð­ustu kíló­metrana en þegar við komum á leið­ar­enda fórum við að sofa. Ég svaf svo eitt­hvað fram­yfir hádegi og valt síð­astur á lapp­ir. Ég komst ekki að því fyrr en ég steig inn­fyrir að við höfum spilað hér áður, senni­lega var það 2011. Og hér er gott að vera. Öll aðstaða til fyr­ir­mynd­ar, sturtur og alls­konar her­bergi og fín­erí, sviðið stórt og mat­ur­inn alger­lega stór­brot­inn. Þetta var kær­komið eftir mis­jafnan kost síð­ustu daga. Ég heyrði stutt­lega í vini mínum Aðal­birni Tryggva­syni en hann er á svip­uðum túr og við með sveit sinni Sól­stöf­um. Þeir spil­uðu víst í Köln í gær en verða svo nákvæm­lega hér á þessum stað á morg­un. Skemmti­leg til­vilj­un.

Ég tók það rólega fram­eftir degi, sýsl­aði á ágætis inter­neti og svar­aði eins og einu blaða­við­tali. Sánd­tékk dróst á lang­inn. Bæði byrj­uðum við seint vegna þess að Rúss­arn­ir, sem tékka á undan okk­ur, voru ekki alveg á tán­um. Þannig var trommar­inn þeirra, Andre, týndur þegar að þeim var kom­ið. Tím­inn var svo sem nægur og við hinkruðum bara. Tékkið okkar var svo ekki alveg áfalla­laust heldur því hljóð­kerfið var í ein­hverju lama­sessi. Það tafði fyrir pirruðum Flex­anum og raunar komst þetta ekki lag á þetta fyrr en eftir að tón­leik­arnir okkar voru byrj­að­ir. Þá loks­ins hafði ein­hver lókall­úð­inn fyrir því að ýta á ein­hvern takka sem þurfti að vörka. Eða eitt­hvað svo­leiðs. Eitt­hvað fasa­mál. Eitt­hvað tækn.

Við fengum svo liðs­auka í dag. Chrig­el, söngv­ari Elu­veitie spilar líka á alls­kon­ar, þar á meðal flaut­ur. Hann og Nicole , sem spilar á fiðlu í bandin ...

(Klukkan er 00.29. Ég var rif­inn frá blogg­inu til að mingla við pöp­ul­inn. Við reynum að gera það á hverju kvöldi, bæði vegna þess að það er alls ekki leið­in­legt, en kannski líka vegna þess að það selur varn­ing. Mynda­tök­ur, árit­anir og svo­leiðis nokk­uð. Gam­an, en líka þreyt­andi. En hey, við seldum vel í dag.)

... u, stigu með okkur á svið og spil­uðu aðal­stefið í Kvaðn­ingu. Það var gam­an. Það var mjög gaman og þau bros­andi allan hring­inn. Ég er alveg til í að gera þetta oftar á túrn­um. Elu­veitie. Þetta er fal­legt fólk.

Ruslan, bassa­leik­ari Arkona er 42 ára í dag. Við sungum reyndar bara fyrir hann þegar bíla­lestin stopp­aði á bens­ín­stöð í nótt. Við sungum á íslensku með rómi sem hvaða íslenski sauð­fjár­bóndi hefði verið stoltur af. Ruslan fór að gráta. Það var fal­legt.

Stijn er Belgi og hann er líka umboðs­mað­ur­inn okk­ar. Hann kom á tón­leik­ana í kvöld og var svona óskap­lega kát­ur. Hann dílar líka með Hot Sauce og gaf okkur líters­gímald af svo­leið­is. Hann var ánægður með allt sam­an, tón­leik­arnir voru góðir og hann finnur jákvæðan víbring kringum allt sem Skálmöld gerir þessa dag­ana. Og við auð­vitað líka, nýja platan er að fá frá­bæra dóma og hjólin snú­ast á fullu. Gott að hitta Sti­jn, hann er vinur okkar og meist­ara­snill­ing­ur.

Þráinn Árni Baldvinsson úr Torfunesi í Kinn (var það komið fram?) sé hér með skæri. Líklega manager að pirra. Þrá­inn Árni Bald­vins­son úr Torfu­nesi í Kinn (var það komið fram?) sést hér með skæri. Lík­lega mana­ger að pirra.

Giggið gekk ljóm­andi, en svo sem ekk­ert meira en það. Hljóðið var ekki alveg með okkur í liði og Belgarnir ekki svona óskap­lega til í stuðið eins og Frakk­arnir síð­ustu daga. Við þurftum að hafa meira fyrir hlut­unum og ég kom alveg dauð­upp­gef­inn af sviði. Um leið og giggi lauk fór ég í sturtu og var þar lengi. Svo skipti ég um föt, brók og bol og sokka og alls­kon­ar. Æi, þetta er svo mikil snilld. Litlu hlut­irn­ir, þeir eru alltaf best­ir.

Núna sitjum við í rútu og bíðum eftir því að leggja í hann. Á morgun er frí­dagur en eftir það spilum við í London. Þangað ætlum við núna og ætlum að taka ferj­una til Dover klukkan hálf5. Planið er að lenda í Lund­úna­borg sirka um miðjan dag á morgun og eyða því sem eftir lifir við partý­höld. Gunnar Ben á nefni­lega afmæli á morg­un, eða strangt til tekið í dag. Hann ætlar að leiða sam­kom­una og sjá til þess að okkur leið­ist ekki. Hann bjó um tíma í London og þetta á að verða eitt­hvað svona nostal­g­í­urunk held ég. Það verður örugg­lega osom. Nú fjölgar í rút­unni um einn því Cat, varn­ings­sölu­stelpan okkar og Arkona, ætlar að fljóta með. Rúss­arnir ætla ekki strax til London en hún ferð­ast venju­lega með þeim. Cat er vina­leg og þetta verður örugg­lega alveg ljóm­andi.

Ásgeir heitir maður og er búsettur hér í borg. Hann kom á tón­leik­ana með félaga sínum og skemmti sér vel. Við áttum við hann ágætis spjall um heima og geima og hann tal­aði mik­ið. Skemmti­legur gaur og vinnur á bar hér í borg sem svo aftur hefur snerti­flöt við áhuga hans á bjór. Og hann kom með svo­leið­is. Eftir tón­leik­ana vatt hann sér út í bíl­inn sinn og kom til baka með nokkrar flöskur af belgískum eðal­bjór handa okk­ur. Fal­leg gjöf frá fal­legum manni.

Klukkan er 00.49 og við erum ekki enn farnir af stað enda þótt planið hafi verið að fara klukkan hálf. Baldur er senni­lega úti að leita að Cat. Hálf5 já, þá fer ferj­an. Nú er spurn­ingin hvort maður leggur sig fyrir ferju eða ekki. Í það minnsta sagði Þrábi hér stund­ar­hátt að hann hlakki óskap­lega til að kaupa sér enskan morg­un­verð í ferj­unni, bara til þess að leifa rúm­lega helm­ingn­um. Morg­un­mat­ur­inn í ferj­unni er hrein­asta ógeð, en það er alltaf eitt­hvað við hann. Cat var að hlamma sér inn með far­ang­ur­inn sinn. Klukkan er 00.55 og við erum lögð af stað.

Það eru áður óþekkt hvolpa­læti í rút­unni. Sætt.

Meist­ara­legt dags­ins: Skálmöld ft. Elu­veitie.

Sköll dags­ins: Lókall­úð­inn.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None