Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Bibbi bloggar úr Evróputúr Skálmaldar: Bristol

DSCF3903-copy.jpg
Auglýsing

Skálmöld er nú á tæp­lega 7 vikna túr um Evr­ópu. Dag­arnir eru afskap­lega við­burða­ríkir og aðstæður oft afskap­lega skemmti­leg­ar. Snæ­björn, bassa­leik­ari og texta­höf­undur sveit­ar­inn­ar, heldur úti dag­legu bloggi á vef Kjarn­ans þar sem hann lýsir hinu goð­sagna­kennda rokk­ara­lífi. Táfýla, blóð, sviti, tár og auð­vitað rokk & ról beint í æð.

Mér finnst eins og síð­asta blogg hafi verið fyrir þremur tímum síð­an. Þetta var hinn týpíski túr­dagur þar sem ekk­ert ger­ist og allt er eins. Senni­lega hefur nú alls­konar ger­st, en í svip­inn ekki neitt. Ég ætla að prófa að rekja atburða­rás­ina.

Ég man að þegar ég stóð upp frá tölv­unni í gær var ég mun hell­aðri en mér fannst. Í það minnsta las ég bloggskrifin frá því þá ein­hvern tím­ann áðan og var hrein­lega ekki viss um að ég hefði skrifað allt saman sjálf­ur. En það er svona, það sem stendur skal standa. Rit­skoðun er ekki leyfð í þessum bálki. Ég sofn­aði stuttu eftir þetta allt saman og svaf þangað til Robert ræsti okkur í ferju. Þá var klukkan að verða átta. Vit­andi að við ættum eftir tals­verða keyrslu eftir ferj­una lagði ég á ráðin og afréð að halda mér vak­andi meðan við sigld­um. Stímið tók tæpa fjóra tíma (eða þrjá kannski?) sem ég eyddi að mestu við spjall heim yfir alnet­ið. Það var alveg sér­lega ánægju­legt. Ég var svo kom­inn í koj­una áður en bíll­inn keyrði upp úr ferj­unni. Og þar var ég mestan hluta úr deg­in­um. Undir það síð­asta hef ég verið hálf­vak­andi því ég heyrði hvernig sjón­varps­þátt­ur­inn Fóst­bræður mall­aði hér frammí. Ég veit ekki hverjir voru að horfa eða hvern­ig. Í það minnsta var eng­inn í koju nema ég. Skömmu seinna nam rútan stað­ar.

Auglýsing

Bibbi, þungur á brún Bibbi, þungur á brún­.

Tón­leik­arnir í kvöld hóf­ustu klukkan átta. Við upp­setn­ingu dag hvern hvílir aðal­á­byrgðin á tækniliði Elu­veitie, þetta er jú þeirra túr og hverf­ist kringum þau. Yfir­leitt reyna þau að kom­ast inn á tón­leika­stað­ina um hádegi og þannig er nokkuð tryggt að allt hafi náðst á settum tíma. Oft má þó engu muna eins og áður hefur komið fram í þessu bloggi. Þar sem keyrslan eftir ferj­una var áætluð kannski fimm til sex tímar í dag höfðu þau bókað sitt far yfir sundið klukkan tvö í nótt. Við Skálmeld­ingar þurfum yfir­leitt alls ekki að mæta jafn­snemma og þau og létum okkur nægja brott­för­ina klukkan átta. Þó fór svo að ferjan sem átti að fara klukkan tvö var biluð og sat í slipp í alla nótt. Við þessu var ekk­ert að gera og þannig kom stóra rútan með okkur í átta-­ferj­una, sem síðan orsak­aði að hers­ingin skil­aði sér ekki til Bristol fyrr en milli fimm og sex. Aug­lýstur opn­un­ar­tími á staðnum var hálf8, við áætl­aðir á svið klukkan átta. Við þennan túr vinnur sjóað fólk og um leið réð­ust allir í að rusla dót­inu upp. Þrátt fyrir allt þetta stress vorum við eig­in­lega óþarfir því við komumst ekki að dag hvern fyrr en allt hefur verið sett upp. Við röltum því af bæ í súr­r­eal­ískum róleg­heitum miðað við allt stress­ið. Eftir skamma göngu fundum við þýskt jóla­þorp sem Bristol-­búar hafa ákveðið að stað­setja þarna mið­svæð­is. Þýskur Johnny King með alpa­húfu mund­aði skemmt­arann, jólaglögg, ristaðar hnetur og syk­ur­púð­ar, bekkir, borð og Weinachtenschwein. Og risa­stórar pylsur af grill­inu. Við átum þær, fengum okkur svo kaffi í baka­leið­inni og kíktum upp á venju. Hálf­tími í gigg og alls ekki komið að okk­ur.

En þá fór vélin af stað fyrir alvöru. Öllum mögu­legum óþarfa var sleppt, Rúss­arnir tóku enga hljóðprufu en unnu með okkur að því að koma draslinu okkar fyr­ir, þó með því skipu­lagi að þau gætu auð­veld­lega tekið við að því loknu. Okkar bein­harði tækni­maður Flex vann á við fjóra og sá til þess að allt skil­aði sér. Þarna kom hin íslenska vinnu­skorpu­geð­veiki sér vel. Senni­lega var neðri hæðin opnuð hálf8. Klukkan 19.58 höfðum við náð að tengja allt, tókum svo sem ekk­ert eig­in­legt sánd­tékk, létum okkur hverfa og fólki streymdi í sal­inn. Mín­útu seinna kom Tibor til okkar að sagði að tón­leik­unum skyldi seinka um 20 mín­út­ur. Það var næstum því svekkj­andi eftir að hafa náð að sigr­ast á þessum ótrú­legu tíma­mörk­um. En senni­lega hjálp­aði það til því við spil­uðum fyrir ansi marga sem ann­ars hefðu mögu­lega ekki verið komn­ir.

Böbbi söngvari. Hann er ekki svona rólegur þegar hann er að öskra. Ó nei. Böbbi söngv­ari. Hann er ekki svona rólegur þegar hann er að öskra. Ó nei.

Giggið gekk svo sem brösu­lega. Strax í fyrsta lagi lið­að­ist sprak­ar­inn hans Jóns Geirs í sundur en hann náði að bjarga því strax að því lagi loknu. Um mið­bikið sleit Baldur streng en var vit­an­lega með varagítar til­tæk­an. Það sem var kannski und­ar­leg­ast var hljóðið á svið­inu því við höfðum jú ekki haft neinn tíma til að skoða þau mál. Ég heyrði eig­in­lega ekk­ert nema bassa og óbó (ekki alvöru óbó, heldur hljóm­borð­sóbóið hans Gunna). Það hljóm­aði ekk­ert eins og þung­arokk, en þetta dugði okkur alger­lega til að kom­ast gegnum gigg­ið. Og þetta líka stór­skemmti­lega gigg. Þarna sann­að­ist kannski hversu sjóað þetta band er orð­ið. Við þurfum lítið sem ekk­ert til að gera okkar hluti, við tökum því sem að höndum ber og afgreiðum hlut­ina full­kom­lega. Þetta var eitt skrýtn­asta gigg sem ég hef spil­að, fullt af hlutum í lama­sessi, en þessu rúll­uðum við upp. Og mik­ill fjöldi fólks skemmti sér alveg kon­ung­lega, þar á meðal eðal­fólkið Christine og Guð­brand­ur, sem ég ákvað grein­lega að end­ur­nefna í bloggi í um dag­inn og kall­aði hann Hösk­uld. Það leið­rétt­ist hér með. Ég hvet þó alla sem hann þekkja til þess að líma Hösk­uld­ar­-­nafnið á hann. Það fer honum ágæt­lega. Í það minnsta var þetta síð­asta giggið af fjórum sem þau sáu með okkur hér á Bret­landseyj­um, þau hafa fylgt okkur svo að segja alla vik­una og kryddað til­ver­una. Eðal­fólk sem við hittum svo aftur heima.

Rútan gat ekki lagt við tón­leika­stað­inn og því kom Robert aðvíf­andi um klukkan ell­efu. Þá hafði hann náð að leggja sig í klukku­tíma. Elu­veitie voru þá nýbyrjuð að spila en við smygl­uðum dót­inu okkar út í bíl fram­hjá tón­leika­gest­um. Flexi náði að skjóta inn örstuttri heim­sókn til systur sinnar sem býr í Bristol, en mig grunar að það hafi varla verið meira en hæ og bæ. Við vildum leggja strax af stað því við eigum pant­aða ferju yfir á meg­in­landið klukkan fjög­ur. Við brun­uðum því af stað. Klukkan er 0.58, eitt sjoppu­stopp búið og allir farnir í koju nema ég og Flexi. Hann er að píska Napoli-­menn áfram en ég er vissu­lega að blogga. Ég finn á akstr­inum að Robert er alveg til í að kom­ast til Dover. Á morgun er svo frí en við vitum ekki alveg hvernig það end­ar. Ein­hver hafði stungið upp á að eyða deg­inum í Brugge en það hentar ferða­plön­unum ekki nema ákveðið vel og yrði aldrei almenni­legt stopp. Ég er að spá í að ræða þetta við Robert þegar ég loka tölv­unni. Minn sól­ar­hringur er kol­rang­ur, ég sofna örugg­lega ekki aftur fyrr en hinum megin við sund­ið.

Meist­ara­legt dags­ins: Christine og „Hösk­uld­ur“.

Sköll dags­ins: Tímafokk.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None