Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Bibbi bloggar úr Evróputúr Skálmaldar - Brottför

bibbi.jpg
Auglýsing

Skálmöld er nú á tæp­lega 7 vikna túr um Evr­ópu. Dag­arnir eru afskap­lega við­burða­ríkir og aðstæður oft afskap­lega skemmti­leg­ar. Snæ­björn, bassa­leik­ari og texta­höf­undur sveit­ar­inn­ar, heldur úti dag­legu bloggi á vef Kjarn­ans þar sem hann lýsir hinu goð­sagna­kennda rokk­ara­lífi. Táfýla, blóð, sviti, tár og auð­vitað rokk & ról beint í æð.

Brott­för



Ég á von á barni. Það voru frétt­irnar sem ég tók með mér á túr­inn. Ég á ekk­ert svo­leiðis fyr­ir. Ég er him­in­lif­andi og dauð­skelk­að­ur.

Við lögðum í hann um fjögur að morgni. Eins og venju­lega voru menn ýmist mjög lítið eða ósofn­ir. Á Leifs­stöð tók svo við þetta venju­lega streð, að tékka inn heila þung­arokks­hljóm­sveit. Tals­verðum til­fær­ingum og 385 kílóum af far­angri síðar sett­umst við svo upp í flug­vél­ina. Sumir sváfu, þar á meðal ég sem náði því í svona 40 mín­út­ur. Þá var ég þó búinn að horfa á kvik­mynd­ina Hross í oss. Ég er enn að melta hvort mér fannst hún full­komið kjaftæði eða full­komin meist­ara­snilld. Í það minnsta kemur ekk­ert annað en þetta tvennt til greina. Ég mynda mér betri skoðun á þessu fljót­lega. Við flugum til München og lentum þar um hádeg­is­bil. Þar sótti bíl­stjór­inn okk­ur.

DSCF3093 copyRobert bíl­stjóri er vinur okk­ar. Hann keyrði okkur allan Evr­ópu-t­úr­inn í fyrra og þannig kynnt­umst við hon­um. Robert er Tékki, á okkar reki í aldri og eitt það almesta ljúf­menni sem hægt er að hugsa sér. Hann hafði ekki hugsað sér að taka þennan túr með okk­ur, hann er orð­inn svo­lítið þreyttur á djobb­inu. Þegar nær dró höfðum við sam­band við hann og þá féllst hann á að taka hálfan túr­inn. Þegar enn nær dró lét hann okkur vita að hann skyldi keyra hann allan, fyrst þetta værum nú við. Auð­vitað eru það örugg­lega svo­lítið upp­færð sann­indi, en þó er það svo að okkur er óskap­lega vel til vina, og að vera fastur á svona túr með fólki sem þér líkar ekki við er ekk­ert grín. Að hafa þennan snill­ing við stýrið er alger­lega ómet­an­legt því hann er ekki aðeins skemmti­legur og vel gef­inn, hann er líka besti bíl­stjóri í vetr­ar­braut­inni. Við verðum á ferð­inni í tæp­lega 50 daga og slík ferð með bíl­stjóra sem þú treystir ekki er hreint ógeð, sér í lagi þar sem við sofum í kojum í bílnum og ferð­umst á með­an. Á ferðum sínum hittir maður oft svefn­vana þung­arokk­ara sem hvíl­ast ekki vegna þess að bíl­stjór­inn er fáviti, keyrir harka­lega og illa, og eins er erfitt að festa svefn á fleygi­ferð eftir mis­jöfnum vegum ef maður finnur til van­traust. Ég gæti skrifað rit­gerð um Robert. Kannski geri ég það bara. Seinna.

Auglýsing

Bíll­inn sem við erum á er mjög áþekkur þeim sem við vorum á í fyrra. Fremst er bíl­stjór­inn (döh), þar fyrir aftan eru átta sæti, fjögur á hlið í hægra meg­in, og tvö og tvö með borði á milli vinstra meg­in. Þar fyrir aftan er örlítil eld­hús­að­staða, kaffima­sk­ína, örbylgju­öfn og kæl­ir. Beint á DSCF3031 copymóti er neyð­ar­kló­sett sem ber að nota sem minnst. Í fyrra var ekk­ert kló­sett. Þá pissuðum við í þartil­gerðar þvag­flöskur, nema reyndar ég og Þrási sem héldum bara í okk­ur. Aft­ast í bílnum eru svo koj­urn­ar, níu tals­ins, þrjár aft­ast sem liggja þvert og þrjár og þrjár með­fram sitt­hvorri hlið­inni. Aftan í bílnum hangir svo þokka­leg kerra sem geymir tæki og tól og boli og diska og far­angur og alls­kon­ar. Þessi lýs­ing hljómar auð­vitað eins og hér sé á ferð­inni risa­stór rúta en það nú ekk­ert þannig, því þetta er bara svona ferkar stór kálfur sem búið er að breyta. Það var gert í Tyrk­landi og Robert er ekk­ert nema pass­lega ánægður með þá aðgerð. Þetta er samt ágætis bíll og hér líður okkur vel. Sem er gott, því hér verðum við næstu 6-7 vik­urn­ar.

Ég fékk end­an­legar stað­fest­ingar um vænt­an­legt barn fljót­lega eftir að við lögðum af stað frá flug­vell­inum og var hylltur í kjöl­far­ið. Í München fórum við á veit­inga­stað hvar ég pant­aði mér steik og rauð­vín. Eftir það fékk ég mér vind­il. Og svo duttum við eig­in­lega bara í það. Við hlust­uðum á tón­list og stopp­uðum í vega­sjopp­um, keyptum okkur vistir og vín og héldum áfram. Stefnan var sett á Fen­eyj­ar. Klukkan sirka 11 að stað­ar­tíma (við erum klukku­tíma á undan Íslandi) logn­að­ist ég út af í koj­unni minni, sæll og glaður með á að giska 250 sam­ofnar hugs­anir í koll­in­um. Þá hafði ég reyndar þegar notað neyð­ar­kló­settið einu sinni, sem er baga­legt því ég var búinn að rífa svo mikið kjaft og berja mér á brjóst að ég gæti haldið í mér enda­laust. Ég piss­aði ekk­ert á síð­asta túr. Núna tók mig svona 5 tíma að gef­ast upp.

Robert stopp­aði í nótt til að leggja sig. Ég var sof­andi og man ekki nákvæm­lega hvenær, en ég rumskaði stuttu eftir að hann lagði i hann aft­ur. DSCF3071 copyÞá var klukkan kannski hálf8. Eins og fyrr segir settum við stefnu á Fen­eyj­ar, en þar spilum við reyndar alls ekki í kvöld. Fyrsta giggið er í Treviso núna á eft­ir, en þar sem Fen­eyjar eru ekki nema í 45 kíló­metra fjar­lægð tókum við þá ákvörðun að túrist­ast smá þar. Og það var alveg ljóm­andi. Við röltum og sigldum og átum og skoð­uðum svo vit­an­lega þessa fárán­legu borg. Það verður nú seint sagt að þetta sé praktískt. Ég er ekk­ert hissa á því að mal­bik sé vin­sælla til gatna­gerðar en vatn, en þetta er auð­vitað sér­stakt og skemmti­legt. Ég bjóst samt við meiru held ég. Túrism­inn er alger­lega að sliga borg­ina, líkt og heim­inn all­an. Ég sá engan syngj­andi gondóla­ræð­ara og skran­búð­irnar eru voða frá­hrind­andi. En jájá, þetta er mjög töff og göngut­úr­inn mjög hressandi.

Núna sitjum við í bílnum á leið til Treviso. Nú tekur við að hitta fólk, end­ur­nýja kynni við suma og kynn­ast öðr­um. Það er alltaf smá spenna svona í upp­hafi túrs en það er nú yfir­leitt skemmti­legt. Ég pant­aði fána fyrir ferð­ina, svo­kallað Back Drop, sem við hengjum fyrir aftan okkur meðan við spil­um. Ég var auð­vitað með allt niðrum mig tíma­lega og lét því fram­leið­and­ann senda fán­ann beint á tón­leika­stað­inn í Treviso. Af reynslu get ég sagt að Ítal­inn er ekki ábyggi­leg­asta skepna jarð­ar­inn­ar. Það er því aðeins fiðr­ingur í mér með þetta. Ef fán­inn finnst ekki erum við pínu fokkt.

Hólí kræst, ég er að verða pabbi.

Meist­ara­leg dags­ins: Barn

Sköll dags­ins: Flug­vellir og far­angur

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None