Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Bibbi bloggar úr Evróputúr Skálmaldar: Eindhoven

DSCF3969-copy.jpg
Auglýsing

Skálmöld er nú á tæp­lega 7 vikna túr um Evr­ópu. Dag­arnir eru afskap­lega við­burða­ríkir og aðstæður oft afskap­lega skemmti­leg­ar. Snæ­björn, bassa­leik­ari og texta­höf­undur sveit­ar­inn­ar, heldur úti dag­legu bloggi á vef Kjarn­ans þar sem hann lýsir hinu goð­sagna­kennda rokk­ara­lífi. Táfýla, blóð, sviti, tár og auð­vitað rokk & ról beint í æð.

Við tókum auð­vitað bara svoldið dug­lega á því í gær. Ég man ekki nákvæm­lega hver koju­röðin var en við Böbbi gerðum þetta best og fórum í kodd­ann um hálf7. Þá vorum við búnir að hluta á alls­konar tón­list og almennt leysa lífs­gát­urnar all­ar. Við vorum ekki á bíl, svo mikið er víst. Við vorum vissu­lega í bíl en alls ekki við stýr­ið. Þetta var gott kvöld.

Og svo vakn­aði ég bara hérna í Eind­hoven seinni­part­inn í dag. Eins og venju­lega dratt­að­ist ég bara út á plan og tók miðið á eitt­hvað sem gæti verið tón­leika­stað­ur­inn. Sem það reyndar var. En hví­líkur tón­leika­stað­ur. Hús á 6 hæðum og alls­konar alls­konar um allt. Ég reyndar fann Böbba strax í andyr­inu þar sem hann var sam­visku­sam­lega í við­tali. Ég fékk vit­an­lega smá móral, búinn að sofa allt af mér meðan æsku­vinur minn og drykkju­fé­lagi sinnti skyld­un­um. En svo voru bara fleiri við­töl, við Böbbi tókum tvö til við­bótar og Jón og Baldur alla­vega eitt. Skemmti­legt fólk Hol­lend­ing­arn­ir. Það er eitt­hvað við þá sem maður tengir við.

Auglýsing

Halló! Við sjáum þig! Halló! Við sjáum þig!

Ég held að hel­vítið hann Þrási hafi farið út að hlaupa í dag. Það lætur okkur hina líta verr út. Baldur vill reyndar meina að hlaupa­dótið hans skili sér til hans í Köln. Það verður gaman að sjá hvort þeir halda eitt­hvað í við ofur­mennið Robert. Og Halli, hann er strax búinn að lýsa því yfir að hann muni hlaupa líka. Gott að menn eru brattir svona í upp­hafi. Sjáum til.

Við fengum fréttir frá Belg­anum sem hvarf. Eftir giggið í Bochum var hann á bak og burt og bíll­inn hans líka. Sá hafði sam­band við Baldur í gær eða dag og gekkst við því að hafa keyrt af stað heim. En svo varð hann bens­ín­lít­ill og keyrði, ofurölvi, inn á bens­ín­stöð. Og þar tók löggan hann. Það var nú gott. Og auð­vitað pínu fynd­ið. En samt meira gott. Maður á ekki að keyra full­ur.

Eftir við­tölin hófst leitin mikla. Þetta er glæsi­legt tón­leika­hús en það var ekki við­lit að vita hvar maður átti að fara til að kom­ast þangað sem maður vildi. Mat­salur á fjórðu hæð, bún­ings­her­bergi á fimmtu og tón­leika­sal­ur­inn að ég held á þriðju. Allt saman alger­lega glæsi­legt og til fyr­ir­myndar vissu­lega en þetta var svo­lítið eins og að vera skil­inn einn eftir fjög­urra ára gam­all í Borg­ar­kringl­unni. En já, hér var allt gott. Sal­ur­inn sá glæsi­leg­asti sem við höfum spilað í á túrn­um, starfs­fólkið ekki bara starfi sínu vaxið heldur líka jákvætt og dríf­andi, mat­ur­inn góður og bún­ings­her­bergið okkar alveg frá­bært. Ég drakk, not­aði inter­net, kúkaði og fór í sturtu, allt í þessu sama her­bergi. Og allt ofan­greint gekk sér­lega vel.

Þetta var fyrsti dag­ur­inn hans Halla. Hann vakn­aði merki­lega hress eftir Rússa-út­reið­ina og bar sig frekar vel í dag. Sánd­tékkið var ótrú­lega tíð­inda­laust, sér­stak­lega miðað við að vera með nýjan með­lim inn­an­borðs, og allir gengu til sinna verka. Og svo þetta venju­lega við, í grút­skítugan gigggall­ann, setja í sig tvo­þrjá bjóra og koma sér í gír­inn. Ég veit ekki fyrir hversu marga við spil­uðum en ég ætla að giska á þús­und manns. Þetta var rooosa­legt gigg. Strax frá fyrsta lagi negldum við hvert ein­asta manns­barn í salnum og slepptum þeim ekki lausum fyrr en eftir þrjú kort­er. Hedd­bang, sam­söng­ur, hnefa­barn­ingur og grjót­harður pytt­ur. Svona á þetta að vera.

Við vorum með nýjan mann á svið­inu. Ég var mest hissa á hversu litlu það mun­aði en það segir vænt­an­lega meira um Halla en okkur hina. Þetta heitir pró­fes­sjóna­l­ismi. Og þetta eru stórir skór að fylla. Magnað að gera leyst hlut­ina svona og þurfa ekki að leita lengra frá sér.

Og þannig var það. Giggið frá­bært og allt saman til fyr­ir­mynd­ar. Við þrifum okkur og gerðum það sem maður gerir eftir gigg, hlóðum draslinu í kerruna með dyggri hjálp frá frá­bæru fólki á venjúinu. Klukkan er 22.32 og við sitjum allir á rútu á leið til Köln. Þangað er ekki langur akst­ur, kannski tveir tímar á að giska, og það gleður mig meira en venju­lega. Þar bíða okkar kon­ur. Ekki bara hvað konur sem er, og reyndar bíða þær meira eftir sumum en hin­um. Vera hans Bald­urs og Agnes mín flugu út í morgun til að heim­sækja okk­ur. Við eigum frí­dag á morgun og ég sé fram á tvær nætur á hót­el­her­bergi. Það ætla ég að sinna hlut­um. Alls­konar hlut­um.

Og núna sitjum við bara allir hér frammi í rút­unni, pass­lega góð­glaðir og allir bros­andi. Þetta heldur bara áfram og við förum fram úr okkar eigin vonum á hverjum degi. Sölu­varn­ing­ur­inn sem við tókum með okkur er allur búinn og túr­inn rétt rúm­lega hálfn­að­ur. Við erum þó með bak­plön í þeim efnum og fáum meira strax á þriðju­dag­inn. Mót­tök­urnar eru frá­bær­ar, mórall­inn enn betri og allt sér­lega gott.

Ég get líka lekið fréttum fyrst ég er byrj­aður á þessu. Elu­veitie halda á Suð­ur­-­Evr­óputúr núna í febr­úar sem mun taka tvær vik­ur. Og þar verður Skálmöld líka. Við fengum fyr­ir­spurn um þetta tæpum tveimur vikum eftir að þessi túr hóf­st, að vera aðal­upp­hit­un­ar­bandið fyrir þau á þessum túr. Og við sögðum já. Auð­vitað sögðum við já. Þetta er bæði upp­hefð og skref upp á við fyrir okk­ur. En ein­hverju verður að fórna og við finnum út úr því jafn­óð­um. Fyrir mína parta er nokkuð ljóst að Agnes verður ekk­ert minna ólétt í febr­ú­ar. Þetta verður ekki mjög löng með­ganga hjá mér. Á hverjum degi þakka ég fyrir að hafa náð að raða svona góðu fólki kringum mig í líf­inu.

Og nú bíðum við bara eftir að kom­ast til Köln­ar. Ég er hreinn og strok­inn, tann­bur­staður með kókósol­í­una hans Jóns í skegg­inu. Þetta ilmar skemmti­lega. Ég er ekki viss um að ég verði til mik­illa verka þegar til Kölnar kemur en við því býst svo sem eng­inn af mér. Sofa kjurr, það verður sér­stakt.

Nú ætla ég að opna einn belgískan bjór enn og spjalla við sam­ferða­menn mína. And­inn er góður og veg­ur­inn breið­ur. Við hugsum hlý­lega heim til Gunna sem lenti í sínu rúmi í dag. Þetta breytir ýmsu en þó ekki nokkrum sköp­uðum hlut í stóra sam­heng­inu.

Meist­ara­legt dags­ins: Frá­bært venjú og gott gigg.

Sköll dags­ins: Flexi tók við Juventus í dag. Liðið er í hengl­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None