Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Bibbi bloggar úr Evróputúr Skálmaldar: Geiselwind

DSCF3827-1.jpg
Auglýsing

Skálmöld er nú á tæp­lega 7 vikna túr um Evr­ópu. Dag­arnir eru afskap­lega við­burða­ríkir og aðstæður oft afskap­lega skemmti­leg­ar. Snæ­björn, bassa­leik­ari og texta­höf­undur sveit­ar­inn­ar, heldur úti dag­legu bloggi á vef Kjarn­ans þar sem hann lýsir hinu goð­sagna­kennda rokk­ara­lífi. Táfýla, blóð, sviti, tár og auð­vitað rokk & ról beint í æð.

Ég er orð­inn þreytt­ur. Mig langar heim. Dag­arnir eru tíð­inda­litlir fyrir utan tón­leika hvert skiptið og allt skítugt, rakt og ómögu­legt. Ég er auð­vitað að mála þetta of svart, hvern dag ger­ist alls­konar sem gaman er að taka þátt í. Svín­sökklinn í boði Hjartar í gær var til dæmis alveg sér­lega ánægju­leg­ur, bæði mat­ur­inn sjálfur sem og félags­skap­ur­inn og skrepp­ið. Hjörtur er afskap­lega góður mað­ur. Hann hélt okkur sel­skap alveg þar til rútan fór í nótt og hann gerði það ein­stak­lega skemmti­lega. Svona menn er gaman að þekkja.

En já. Klukkan er 23.23 og ég sit í ein­hverjum hlið­ar­sal við tón­leika­sal­inn en hér er aðeins þunnt tjald sem skilur á milli. Ég er með eyrnatappa því Elu­veitie eru á fullu. Ég horfi hér gegnum glufu á tjald­inu niður á sviðið sem er í kannski tíu metra fjar­lægð frá mér. Við þekkj­umst ansi vel orðið og þó svo að þau gefi allt í sviðs­fram­kom­una sé ég á þeim að þau eru orðin þreytt. Þau túra enda­laust og stans­laust en eygja núna sex vikna frí fram að túrnum sem við tökum með þeim í febr­ú­ar. Þetta er orðið svaka­legt úthald og ég get ekki beðið eftir að faðma sófann minn, Agn­esi og bumb­una eftir rúma viku. Svo verða þetta bestu jól í heimi heima hjá mömmu með öllum hennar afkvæmum og við­hengjum þeirra. Og eins og það sé ekki nógu stór­kost­leg höldum við ára­mótin með tengda­for­eldrum Bald­urs ein­hver­staðar nálægt Akra­nesi held ég. Þar verður öll hers­ingin og fleira fólk að auki. Ég ætti ekki að kvarta, lífið sem ég lifi er full­kom­ið. Það er bara svo­lítið lýj­andi akkúrat núna.

Auglýsing

Ég vakn­aði svona tvö. Þá var ég að pissa á mig. Ég komst hjá því undir hús­vegg rétt við rút­una. Og ég var í Geiselwind. Þessi staður markar svo­lítið merki­lega stund í sögu Skálmald­ar. Hér spil­uðum við fyrsta giggið á fyrsta túrnum okkar árið 2011. Það kvöld kynnt­umst við Gazz og Alestorm-­strák­un­um, Finn­tröll­unum öllum og auð­vitað Arkona sem nú túra með okkur á ný. Já, hér byrj­aði þetta eig­in­lega allt sam­an, þetta útlanda­vesen á okk­ur.

Að því sögðu er þetta nú ekki merki­legur stað­ur. Þetta er eig­in­lega eitt risa­stórt trökk­stopp. Hér er bíla­stæði fyrir flutn­inga­bíla, elds­neyt­is­að­staða, KFC, Burger King, Subway, McDon­alds, klám­búlla og svo þessi tón­leika­stað­ur. Ég hef ekki enn fengið botn í hvers vegna þessi staður er hér. Ég er soddan sauður að ég veit í raun ekk­ert hvar ég er, nema að jú, ég er í Þýska­landi. Mig grunar að við séum mið­svæð­is, á milli ein­hverra borga sem svo hóp­ast hing­að. Svona eins og Hús­vík­ing­ar, Lauga­menn og Akur­eyr­ingar á Ýdala­ball. Og þetta varð hörku­ball og engin slags­mál.

Dag­ur­inn var svo auð­vitað tíð­inda­laus. Ég sá mig reyndar knú­inn til þess að skrifa eins og einn pistil um þær ótrú­legu árásir sem Rík­is­út­varpið okkar verður nú fyrir ef ruglið nær fram að ganga. Þar liggja önnur þús­und orð sem hægt er að lesa hér.

Baldur Ragnarsson. Þetta er hann. Baldur Ragn­ars­son. Þetta er hann.

Eftir það var þetta hefð­bundna sánd­tékk. Það gekk vel, lókall­inn með á nót­unum og Flexi eins og hann ger­ist best­ur. Djöf­ull óskap­lega er gott að hafa þennan mann með sér á svona túr. Hann er ekki bara besti hljóð­maður í heimi, hann er líka vanda­mála­leysir og svo auð­vitað stór­skemmti­leg­ur. Okkur lenti reyndar aðeins saman í gær­kvöldi rétt þegar rútan var að fara. Við Baldur eigum svo­lítið af hákarli í rút­unni, eitt­hvað sem stelp­urnar komu með til Köln fyrir sirka 70 vikum síð­an. Okkur þótti til­valið að opna seinni dós­ina í gær og gefa með okkur því allt saman leyst­ist upp í svo­lítið partý eftir gigg­ið. Hjörtur þurfti líka hákarl. Upp úr sauð svo þegar Baldur fór með hálfa doll­una aftur inn í rútu. Böbbi og Axel voru ekk­ert ánægðir með það. Böbbi er dipló, Flex alls ekki. Ég er ekki viss um að neinn hafi haft rétt fyrir sér en Kana-­plönin fóru alger­lega út um þúfur og sumir fóru reiðir að sofa. Það var svo vit­an­lega bara leyst í dag og engir eft­ir­mál­ar. Já, nú er þetta farið að taka í. Litlu vanda­málin geta orðið stór þegar allir eru þreyttir og alla langar heim.

Eftir sánd­tékk fórum við hér yfir göt­una hvar við fengum að borða. Og það var svona ljóm­andi. Þar rak ég augun í plakat frá tón­leikum gær­dags­ins. Í gær spil­aði amer­íska dauðarokks­sveitin Deicide á þessum sama stað. Ég hef hlustað á Glen Benton og félaga frá því snemma á tíunda ára­tugnum og tel mig mik­inn aðdá­anda. Og sama svið­inu stóðum við nú, bara með kannski 21 tíma milli­bili. Já, mér finnst þetta gam­an.

Og svo gigg. Það var þýskt. Allir stóðu upp á end­ann og létu skemmta sér. Að því sögðu spil­uðum við alveg sér­lega vel og vorum í miklu stuði. Við erum orðnir alveg ein­stak­lega vel smurðir eftir þetta úthald og gerum hlut­ina blind­andi. 45 mín­útur liðu á nótæm og við ham­ingju­samir eftir allt sam­an. Ljóm­andi ljómi. Við fórum svo aðeins fram áðan eftir að Arkona klár­uðu og hittum fólk­ið. Þau eru skemmti­leg hér í Þýska­landi. Þýsk, en mjög skemmti­leg.

Elu­veitie eru rétt í þessu að hefja fyrra lag í upp­klappi. Mér sýn­ist að þetta klárist klukkan tólf. Brott­för klukkan tvö og mig grunar að stemmar­inn verði mjög rólegur fram að því. Og eitt­hvað segir mér að ein­hver reyni að draga mig á ein­hvern skyndi­bita­stað­inn. Ég reyni hvað ég get.

Meist­ara­legt dags­ins: Mjög skemmti­legt gigg.

Sköll dags­ins: Mig langar heim.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None