Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Bibbi bloggar úr Evróputúr Skálmaldar: Kraká

DSCF3992-copy1.jpg
Auglýsing

Skálmöld er nú á tæp­lega 7 vikna túr um Evr­ópu. Dag­arnir eru afskap­lega við­burða­ríkir og aðstæður oft afskap­lega skemmti­leg­ar. Snæ­björn, bassa­leik­ari og texta­höf­undur sveit­ar­inn­ar, heldur úti dag­legu bloggi á vef Kjarn­ans þar sem hann lýsir hinu goð­sagna­kennda rokk­ara­lífi. Táfýla, blóð, sviti, tár og auð­vitað rokk & ról beint í æð.

Pól­land já. Við höfum spilað tvisvar áður hér í Kraká. Ég man ekki nákvæm­lega hvernig við­tökur við fengum þá en ég man að allt var frekar jákvætt. En það getur ekki verið að hlut­irnir hafi verið eins frá­bær­lega snilld­ar­legir og í dag. Hví­líkt gigg!

Ég kláraði Black Mir­ror í koj­unni í gærkveldi. Við náðum reyndar að verða svo­lítið fullir áður en að því kom en til­finn­ingin að skríða í krist­als­hreinu koj­una var jafn­vel yfir vænt­ing­um. Við vorum þá reyndar í miðju stríði (þegar ég segi við þá meina ég Robert) við að sigr­ast á hand­ó­nýtum vega­köfl­um. Á köflum eru veg­irnir hér byggðir úr stein­hellum sem lúkka ekk­ert svo illa þegar maður horfir út um fram­rúð­una. Stað­reyndin er hins­vegar sú að þessar hellur rísa og síga á víxl og yfir­reiðin er væg­ast sagt ógeð. Þrá­inn full­yrti að hann hefði náð full­komnu þyngd­ar­leysi á ein­hverjum tíma hvar hann skutl­að­ist upp af dýn­unni. Þá var ég senni­lega löngu sofn­að­ur. Ég sef af mér allt sem er. Það er mín gjöf frá guð­un­um.

Auglýsing

Ég vakn­aði klukkan þrjú. Þá voru allir á bak og burt utan við Robert sem var kom­inn í hvíld­ina og svo Flex sem slæst við ein­hvern flensu­skít. Ég rusl­aði mér inn á tón­leika­stað­inn og fann þar litla bróður sem sagði mér að restin hefði haldið í bæj­ar­ferð til að skoða Kraká. Þetta er sum sé okkar þriðja heim­sókn hingað og í öll skiptin hafa ein­hverjir okkar farið niður í bæ. En aldrei ég. Ég geymi þetta fyrir ell­ina, að skoða Kraká. Eða neinei. Böbbi situr hér og les yfir öxl­ina á mér og bendir mér á að einu sinni höfum við víst verið hér sem túrist­ar. Þá sáum við fyrstu útgáf­una af „The Big Four“ þar sem Metall­ica, Slayer, Mega­deth og Ant­hrax leiddu saman hesta sína í fyrsta skipti. Þetta var árið 2010 segir hann mér. Þetta er ljóm­andi fal­leg borg, ég man það núna. Ég eyði ell­inni þá bara í ann­að.

Ég opn­aði inter­netið og reyndi að sinna því sem hægt var. Svar­aði einu við­tali yfir netið og reyndi að ger­ast nyt­sam­leg­ur. Þónokkrir hafa spurt mig út í hverju þetta net­leysi sæti og svarið við því er ein­falt: Á tón­leika­stöð­unum sem við spilum á er svo að segja alltaf netteng­ing. Og hún er oft­ast ljóm­andi ágæt. En svo hrúg­ast allt tón­leika­ferða­lagið inn á stað­inn, allir tengja eitt til þrjú tæki við ráter­inn og þá hrynur draslið. Þannig er maður lukku­legur með eins og klukku­tíma sam­band við netheima á dag og blóta jan­fhart og hinir fjöru­tíu að ekk­ert virki. Mitt fyrsta verk er yfir­leitt að hlaða upp bloggi gær­dags­ins, en það er yfir­leitt fremur auð­velt. Baldur baslar meira við að koma mynd­unum frá sér. Að sumu leyti er þetta mjög hollt. Heim­ur­inn er meira en það sem ger­ist online. Maður fattar það ekk­ert endi­lega fyrr en manni er mein­aður aðgang­ur.

Ein­hver­staðar í dag hittum við bræður á úkra­ínskan blaða­mann sem hafði mik­inn áhuga á Skálmöld og vissi heil­mik­ið. Skemmti­legur hálf­tími á spjalli við afskap­lega vel­heppn­aðan mann.

Giggið í Kraká var sturlun, segir Bibbi. Giggið í Kraká var sturlun, segir Bibb­i.

Strák­arnir skil­uðu sér í hús og fljót­lega eftir það hófust tón­leik­arn­ir. Þetta var fyrsta Pól­lands-giggið af þremur í röð og með á þessum legg eru þrjú auka­bönd. Eitt af þeim er í það minnsta hér­lenskt, annað er frá Rúss­landi en ég hef ekki hug­mynd um hið þriðja. Þetta hefur þó í för með sér að við fáum ekk­ert eig­in­legt sánd­tékk. Eftir þriðja band rusl­uðum við okkur upp á svið fyrir framan fullan sal og tókum hið svo­kall­aða línu­tékk. Þá er allt sett í sam­band en lítið annað gert en athugað hvort allt virki ekki alveg örugg­lega. Eftir það skutl­uð­umst við aðeins bak­sviðs og biðum eftir að introið byrj­aði.

Ég þarf nú samt að játa eitt. Það var mikil mann­mergð í bak­her­berg­inu svo ég ákvað að klæða mig úti í rútu. Senni­lega hefur það eitt­hvað með líf­erni und­an­far­inna daga og vikna að gera, en ég var ekki nema pass­lega vel stemmdur fyrir átök­in. Og ég stóð ég einn í rút­unni hálf­ó­mögu­leg­ur. Ég brá á það ráð að sulla svo­lítið úr Jack Dani­els-flösk­unni hans Þrába í plast­glas, teygði mig í vítamín­glasið sem ég keypti á Leifs­stöð og not­aði þetta sem nesti. Ég veit ekki hvort af þessu tvennu virk­aði svona vel en ég varð alveg bæri­legur strax á eft­ir. En já, þetta fær mann aðeins til að hugsa. Umrætt tvennt á fastandi maga er ekki endi­lega til eft­ir­breytni. En já, virk­aði.

Og svo á svið. Þetta gigg var sturl­un. Hrein and­skot­ans sturl­un. Hér mætir fólk til að hafa gam­an, svo mikið er víst. Frá fyrsta lagi voru allir andar lausir og stapp­fullur sal­ur­inn ger­sam­lega snar­klikk­að­ur. Ég man ekki eftir svona klikkun nema mögu­lega á Eistna­flugi. Og jújú, heima á Íslandi svo sem almennt. Við ættum að gera okkur grein fyrir því að Ísland getur af sér bæði bestu lista­menn og áhan­gendur í heimi. Svo ég gæti nú allrar sann­girni. En að öllu gamni slepptu, þetta gigg var ótrú­legt. Pyttir af öllum mögu­legum gerð­um, gull­fal­legt fólk og heið­ar­leg gleði hvert sem litið var. Þetta var rooosa­legt.

Eftir gigg spjöll­uðum við hell­ing við pöp­ul­inn. Hér býr fal­legt fólk með fal­legar skoð­anir sem gaman er að ræða. Ég á þónokkra pólska vini á Íslandi og þetta menta­lítet rímar alger­lega við þá meist­ara­snill­inga. Þetta land getur af sér gott fólk. Við eigum eftir tvö gigg hér í landi á þessum túr, í dag og á morg­un, en ég vona svo sann­ar­lega að við komum hingað til Kraká strax á næsta ári.

Var­sjá á morg­un. Klukkan er 1.43 og við erum að leggja af stað. Allir í koju nema ég, litli skítur og Jón Geir. Og vit­an­lega Robert. Til Var­sjár eru sirka fimm tímar segir Robert mér. Og nú fær­ist rút­an. Ég ætla að sjá til hvort ég set í mig meira af vítamín­inu eða þruma mér í koju.

Meist­ar­legt dags­ins: Besta gigg heims­ins.

Sköll dags­ins. Ég fór inn á stað­ar­kló­settið til að pissa eftir að Elu­veitie voru búin að spila. Þar inni var drulla upp á miðjan skó­sóla en ég hugg­aði mig við þá stað­reynd að ég væri í nokkuð þéttum Con­ver­se-­skóm. Þegar ég ösl­aði út sá ég að vinstri skóreimin var laus.

 

Við­bót klukkan 1.50: Flexi er með flensu og kvart­aði undan kulda í koj­unni. Robert leysti það mál með að sækja lít­inn raf­magns­ofn í eitt­hvert leyni­hólf. Sá er nú stað­settur á miðjum gang­inum hvar við sof­um. Og núna rétt í þessu skreið Böbbi úr neðstu koju rétt til að bjarga lífi sínu sökum ofsa­hita. Okkur verður mis­heitt í nótt. Ég er heit­fengur og sef í efstu koju. Ætli ég setji ekki í mig svo­lítið af vítamínum og fresti koju­ferð aðeins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None