Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Bibbi bloggar úr Evróputúr Skálmaldar: Lindau

skalm.jpg
Auglýsing

Skálmöld er nú á tæp­lega 7 vikna túr um Evr­ópu. Dag­arnir eru afskap­lega við­burða­ríkir og aðstæður oft afskap­lega skemmti­leg­ar. Snæ­björn, bassa­leik­ari og texta­höf­undur sveit­ar­inn­ar, heldur úti dag­legu bloggi á vef Kjarn­ans þar sem hann lýsir hinu goð­sagna­kennda rokk­ara­lífi. Táfýla, blóð, sviti, tár og auð­vitað rokk & ról beint í æð.

Síð­asta Þýska­lands­giggið á enda, frí­dagur á morgun og svo Lju­blj­ana á þriðju­dag­inn. Nákvæm­lega núna er vika í að við löbbum út úr Leifs­stöð. Ég hlakka til.

Ég át tvo ost­borg­ara af McDon­alds-­gerð í gær. Það var í sjálfs­vörn og reyndar voru þeir gjöf. Sam­ferða­menn mínir átu flestir meira, og sumir jafn­vel mun. Í þung­arokk­skreð­s­unni tíðkast græn­met­isát og margir sem túra með okkur kenna sig við þá stefnu. Einn af þeim er Evo, annar gít­ar­leik­ari Elu­veitie. Ég veit ekki hvernig þetta stuð­grín kom upp en mér skilst að ein­hver úr band­inu hafi skorað á hann að borða tíu svona ost­borg­ara. Hann svar­aði því til að hann skyldi gera svo ef þau myndu kaupa 100. Og það gerðu þau. Strax eftir gigg voru 100 ost­borg­arar frá McDon­alds flæð­andi um allt og allir fengu meira en nóg vit­an­lega. Þegar ég kvaddi aum­ingja Evo í gær var hann búinn með átta og var alveg að drep­ast. Sam­ferða­fólk hans sá þó til þess að þessir tveir sem út af stóðu væru ávallt í aug­sýn. Það var létt yfir hópn­um, hlátur og fífla­skapur sem gladdi mig. Gær­kvöldið hjá okkur fór svo bara á þá leið að við spil­uðum Kana í erg og gríð. Ég hljóp í sjopp­una áður en við lögðum af stað og keypti þrjár rauð­vín. Þær virð­ista allar hafa verið vond­ar, en þessi gríska númer tvö var lang­verst. Tvær þeirra drukkum sum sé yfir spil­un­um, ég, Böbbi, Baldur og Flex. Hinir voru í koju. Sirka hálf5 var Böbbi orð­inn aðfram­kom­inn af þreytu svo við létum gott heita. Hálf­tíma síðar stopp­aði Robert fyrir þvag­lát og svo fór ég að sofa.

Auglýsing

Þegar ég vakn­aði klukkan tvö höfðu nokkir okkar farið í bæj­ar­ferð. Ég, Baldur og Þrási sváfum það af okk­ur. Ég skoða þessa borg síð­ar. Núna er klukkan 22.54, við Flexi einir í rútu, jú og Robert sem er sof­andi. Ég er að drekka síð­ustu rauð­víns­flösk­una en Axel er að búa til ofurstafla af sam­lokum með hnetu­smjöri og sultu. Það verður veisla á eft­ir. Sultan er gervi­lega rauð og úr plast­dós, smjörið alveg hnausað og gróft og þessi tvö sam­loku­brauð eru væg­ast sagt grun­sam­lega hvít. Já og hafa síð­asta sölu­dag þann 17. des­em­ber. Við getum þá tekið þau með heim ef við náum ekki að klára. Strák­arnir eru inni að drekka bjór og spjalla við fólk, sumir eru á ágætis inter­neti og hafa nýtt tím­ann til að hafa sam­band heim. Við erum nú almennt frekar rólegir sýn­ist mér.

Þarna er blogg að verða til. Þetta eru aðstæðurnar! Þarna er blogg að verða til. Þetta eru aðstæð­urn­ar!

Giggið var ósköp ágætt. Það voru svo sem ekki margir mættir og miða­salan senni­lega dræm. Við spil­uðum hér á þessum sama stað árið 2011 og þá voru mun færri mætt­ir. Kannski er þetta bara ekki góður staður til að halda tón­leika á. Ég á þó bágt með að trúa því því hér uppi um alla veggi hanga plaköt sem segja sögu síð­ustu ára. Flest aug­lýsa þau reyndar amer­ískar pönk­sveitir og starfs­fólkið bæði hlustar á slíka tón­list og klæð­ist bolum í þær átt­ir. Kannski ég ætti frekar að koma hingað með Inn­vortis bara. Giggið var alveg sjóð­andi heitt og ég var við­bjóðs­lega ógeðs­legur þegar það var búið. Mig logsveið í svita­hlaupin augun strax í fyrsta lagi og sull­að­ist þetta eftir strengj­un­um. Sem minnir mig á, það er best að ég skipti um strengi fyrir giggið á þriðju­dag­inn. Síð­ustu vik­una hef ég bara notað annan bass­ann minn, hinn er orð­inn eitt­hvað örlítið tæpur og strengir farnir að slást í bönd. Senni­lega er það kuld­inn í kerrunni sem orsakar það. Hann dugar þó ágæt­lega sem vara­bassi ef eitt­hvað kemur upp á svo ég geymi við­gerð­ar­að­gerðir þar til heim kem­ur. Ég treysti Gunna og Guðna bara betur en öðrum í þessum efn­um. En já, sveitt­ur.

Ég fór í sturtu og skipti um föt. Það er orðið alveg skammar­lega langt síðan síð­ast svo langt að ég man ekki hvenær það var. Ég er betri svona og senni­lega allir í kringum mig líka. Ég átti örstutt spjall við gesti og gang­andi áður en ég flúði hingað upp í rútu. Ég er þreyttur og hugsi að ég sofi bara slatta í nótt.

Og svo er frí á morg­un. Stóra rútan verður hér þar til annað kvöld en mér skilst að bæði við og Rúss­arnir keyri klukkan þrjú í nótt. Ég væri alveg til í að kom­ast sem fyrst til Lju­blj­ana og jafn­vel ná að eyða hluta af frídeg­inum þar því það er fal­leg borg. En þangað er djöf­ull langt, kannski sirka tíu tíma akst­ur. Sjáum til, ég tek öllu sem kem­ur.

Hafi það verið óljóst langar mig aðeins að fara yfir hvernig hóp­ur­inn á þessu ferða­lagi er sam­sett­ur. Þetta eru fjórir bílar, þar af einn sendi­bíll sem skutl­ast með trommu­pall­inn hans Merlin og fullt af öðru drasli. Sá er keyrður af gömlum þýsku­mæl­andi meist­ara sem ég bara get ekki í augna­blik­inu munað hvað heit­ir. Við erum svo í einum bíl, sex Skálmeld­ing­ar, Flexi og Robert bíl­stjóri. Rúss­arnir eru á afskap­lega litlum bíl og þar eru þau 8, fimm með­limir bands­ins, Anton mix­ermaður og manga­ger, bíl­stjóri og svo stelpan sem sér um að selja boli fyrir okkur og þau. Þau eru nýlega komin með nýja bíl­stýru, sú er þýsk og alveg óskap­lega hress og heill­andi. Varð­andi bola­sölu­mál erum við á þriðju mann­eskju þar, Cat skildi við okkur rétt á eftir Gunna senni­lega, við af henni tók Gabor sem er vina­legur og hávax­inn strák­ur. Hann er í smá fríi og núna leysir píslin hún Sandra hann af. Og svo eru það allir hinir í stóru rút­unni. Látum okkur nú sjá. Þau eru átta í band­inu. Tækni­menn á sviði eru þrír, Chris trommutekk, Tibor gít­artekk, sem einnig er túrmana­ger og meist­ari Marci sem er mónitor­mað­ur. Konan hans Merlin trommara, Kate, er hljóð­meist­ari fyrir sal­inn og Kris er ljósamað­ur. Jojo selur svo bol­ina fyrir þau og Angry Mike keyr­ir. Ef ég er ekki að gleyma neinum þá erum við 31 stykki. Ætli ég stefni ekki að því að verða búinn að læra öll nöfnin áður en við höldum heim.

Staðan er sú sama núna og áðan utan þess að Flexi er búinn að smyrja og er að skera blý­þungar sam­lok­urnar horn í horn. Þetta er girni­legra svona segir hann. Þetta verður rosa­leg veisla sýn­ist mér.

Meist­ara­legt dags­ins: Hnetu­smjör.

Sköll dags­ins: Augns­viði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None