Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Bibbi bloggar úr Evróputúr Skálmaldar: London

DSCF3801-copy.jpg
Auglýsing

Skálmöld er nú á tæp­lega 7 vikna túr um Evr­ópu. Dag­arnir eru afskap­lega við­burða­ríkir og aðstæður oft afskap­lega skemmti­leg­ar. Snæ­björn, bassa­leik­ari og texta­höf­undur sveit­ar­inn­ar, heldur úti dag­legu bloggi á vef Kjarn­ans þar sem hann lýsir hinu goð­sagna­kennda rokk­ara­lífi. Táfýla, blóð, sviti, tár og auð­vitað rokk & ról beint í æð.

Gunni og Þrábi voru aðeins að fá sér þegar ég lagði mig rétt fyrir ferju­ferð. Þetta var í fyrra­dag, því við áttum frí­dag í gær. Þeir sváfu líka í ferj­unni, ekki mjög tign­ar­lega, með höf­uð­tól báðir og hang­andi fram á bring­una á sjálfum sér. Baldur svaf heila tvo tíma í sófa, mun tign­ar­legri, en þó alls ekki. Ég borð­aði Full Eng­lish Break­fast þarna um borð og kláraði. Óskilj­an­legt með öllu auð­vitað klukkan fimm að nóttu. Ég skreið svo í koju þegar við höfðum stigið á hina hvítu en myrkv­uðu Dover-­kletta.

Fuck yeah!!! Ísinn.

Auglýsing

Ég held að Robert hafi stoppað einu sinni á leið sinni til London og sof­ið. Ég rumskaði í það minnsta þegar rútan var sett í gang aftur en svo ekki fyrr en sím­inn minn hringdi við eyrað á mér í koj­unni. Ég svar­aði þessu mjög svo fram­andi núm­eri en heyrði ekki nema eitt­hvað ógreini­legt og sund­ur­slitið muld­ur. Ég skellti auð­vitað bara á og setti sím­ann á sælent. Senni­lega ekki mjög ábyrgð­ar­fullt fyrir mann sem á von á barni í öðru landi. Svo hélt ég áfram að sofa. Böbbi og Flexi voru ekki par ánægðir með það.

Ég vissi ekk­ert fyrr en ég vakn­aði á áfanga­stað, í ein­hverju úthverf­inu hvar við eyddum nótt­inn eft­ir, í kyrr­stöðu. Um leið og ég reis úr koju stigu þeir svil­arnir inn í rút­una, bæði kaldir og pirrað­ir. Þannig hafði það gerst að þeir tve­menn­ingar höfðu vaknað tals­vert löngu á undan mér til þess eins að finna Robert í flá­gellu. Hann hafði ætlað að troða rút­unni eftir götu­slóða sem hafði verið skipt tíma­bundið með þartil­gerðu skamm­tíma­hliði. Robert bað þá að stökkva út til að rífa til hliðið sem þeir og gerðu. Að því loknu reif umferðin í Robert og hann neydd­ist til að keyra á undan þeim. Mér skilst að í svip­inn hafi þetta ekki virst sem stór­kost­legt vanda­mál, en veskis-, síma- og yfir­hafna­lausir svil­arn­ir, tveimur tímum seinna, voru ekki alveg á sama máli. Sím­talið sem ég fékk þarna um morg­un­inn var sum sé úr ein­hverjum síma­klef­anum sem engu skil­aði, en eftir alls­konar streð náðu þeir loks á inter­net­kaffi sem skaff­aði þeim sam­band við Veru, kær­ustu Bald­urs, sem síðan hringdi í hann. Hann gat gefið upp götu­heiti sem þeir síðan römbuðu á. Sá er ritar vill minna á nýtil­komin klaufa­bárða­húð­flúr þeirra svil­anna. Robert er frá Tékk­landi líkt og þeir bræð­ur. Kald­hæðnin á holdið teikn­að.

Gunni átti afmæli í gær og hann réð því ferð­inni. Hér í Lund­úna­borg bjó hann fyrir nokkru síð­an, eyddi tveimur og hálfu ári og var mikið í mun að sýna okkur hvar hann hafði alið mann­inn. Það var væg­ast sagt gam­an. Þeir sem ekki hafa notið þess að hlusta á bíspertan Mývetn­ing lýsa því sem skiptir máli eiga afskap­lega mikið eft­ir. Þannig gekk hann um göt­ur, benti á hús og sagði frá, með brjóst­kass­ann út í loftið og skimandi eftir því hvort við værum ekki örugg­lega allir að hlusta. Sem við vor­um. Þetta var frá­bært. Hápunkt­ur­inn var senni­lega hinn amer­íski dæner sem afmæl­is­barnið hafði eytt mýmörgum pundum á, og grætt önn­ur. Við borð­uðum ein­hver ósköp, og ég senni­lega mest. Ham­borg­ari á fjórum hæðum er eitt­hvað sem ég álít nú sem sigr­aða þraut, þraut sem þarf ekki að þreyta aft­ur.

Síðar hittum við Helgu systur okkar Bald­urs, og Sam Pegg (Helga Pegg!) sem eru búsett hér í borg, og til við­bótar gamlan kenn­ara Gunna sem var algert glæsi­menni. Eftir pöbb­arölt og almenna skemmtun end­uðum við með því að borða meira. Það er eig­in­lega óskilj­an­legt. Síðan tókum við lest­ina í rút­una og sváf­um.

Jón Geir, sultuslakur. Jón Geir, sultu­slak­ur.

Ég svaf lengst. Ég held að allir hinir hafi farið í bæj­ar­ferð, utan Böbba sem gisti hjá Valla bróður sín­um, og Mar­ellu hans. Ég svaf og las á víxl þar til klukkan var að verða þrjú. Þá var Robert búinn að færa rút­una niður á tón­leika­stað­inn og var að ríf­ast við heima­menn. Þetta er reynslan, tón­leikar í Bret­landi eru mjög oft ves­en­is­mál. Eftir tals­vert karp náðum við að losa bíl­inn af græjum og þá um leið lét Robert sig hverfa. Strák­arnir komu beint niður á venjú með smekk­fulla poka af vín­yl­plötum og öðru góð­gæti. Eftir það tók við bið sem teygði sig óþægi­lega langt. Rúss­arnir voru óþarf­lega lengi að græja sín mál en það hafði svo sem engin úrslita­á­hrif. Í fyrsta skipti á túrnum lentum við á hús­mönnum sem höfðu ekki hug­mynd um hvernig lífið virk­ar. Þannig vorum við alls ekki til­búnir þegar húsið opn­aði 7 mín­útum of seint og þá eins og 23 mín­útur í gigg. Hafi það hafi ekki verið nógu knappt hafði plötu­út­gáfan okkar hér úti skipu­lagt 4 við­töl sem við þurftum að taka fyrir gigg. Við skiptum okkur í fjóra hópa og rusl­uðum þessu af með­fram því sem við klæddum okkur í tón­leikagall­ann. Ég hlakka svo­lítið til að sjá útkomu við­tal­anna. Aum­ingja svart­hærði stelpu­garm­ur­inn sem horfði á mig fara í svita­stork­inn svart­klæðn­að­inn átti þetta alls ekki skil­ið.

En svo tók við það sem við höfum svo oft séð. Þegar blæs á móti er Skálmöldin best. Við hófum leika fyrir kannski hálfan sal af fólki og drógum svo fólkið til okk­ar. Þegar upp var staðið var kom­inn mik­ill hiti í hóp­inn, pytt­ur­inn orð­inn grjót­harður og allt eins og við viljum hafa það. Þetta var móralskur sig­ur, senni­lega sá erf­ið­asti á túrnum hingað til og þess vegna sér­lega gef­andi. Fokkjá!

Helga, Pegg, Valli og Mar­ella sóttu tón­leik­ana, sem og Christ­ina og Guð­brandur (jú, það eðal­fólk sem gaf okkur kaffi­kvörn­ina, sjá fyrri færslur þessa bloggs), og ein­hverjir fleiri. Þetta var allt saman sér­lega ágætt og kvöldið end­aði á ein­hverjum pöbbnum þarna nálægt. Núna er klukkan 1.16 og við erum búnir að vera á ferð­inni í sirka hálf­tíma. Við sitjum allir í betri stof­unni, Robert er að keyra og Cat horfin til baka í Rússar­út­una. Við spilum í Manchester-­borg á morgun og þangað er 321 km. keyrsla að því að Böbbi segir mér. Hér er glatt á hjalla. Þrási fann sló­venska pressu af Dyna­sty-­plöt­unni með Kiss á flakki sínu í dag. Pressu sem hann á ekki. Nördarnir í búð­inni höfðu víst verð­lagt þennan fjár­sjóð sem venju­lega, amer­íska pressu. Ama­tör­ar. Ama­törar og vín­yl­kauð­ar. Ég er nýst­urt­aður og í þokka­lega hreinum föt­um. Þetta er allt saman svo ágætt.

Meist­ara­legt dags­ins: Helga, Pegg, Valli og Mar­ella.

Sköll dags­ins: Tíma­hrak af völdum þeirra sem vinna ekki vinn­una sína

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None