Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Bibbi bloggar úr Evróputúr Skálmaldar: Vín

DSCF3973-copy.jpg
Auglýsing

Skálmöld er nú á tæp­lega 7 vikna túr um Evr­ópu. Dag­arnir eru afskap­lega við­burða­ríkir og aðstæður oft afskap­lega skemmti­leg­ar. Snæ­björn, bassa­leik­ari og texta­höf­undur sveit­ar­inn­ar, heldur úti dag­legu bloggi á vef Kjarn­ans þar sem hann lýsir hinu goð­sagna­kennda rokk­ara­lífi. Táfýla, blóð, sviti, tár og auð­vitað rokk & ról beint í æð.

Ég fór bara að sofa í gær. Ég var senni­lega í pínu fýlu. Ég horfði á hálfa bíó­mynd, bíll­inn fór af stað, ég meik­aði ekki meira, tók af mér hedd­fón­ana og fór að sofa. Það síð­asta sem ég heyrði var að Flexi sagði „Kan­i!“ með þjósti. Ég fékk svo að vita í dag að hann hefði fallið með einum slag. Halli greyið fékk óverð­skuldað á daskinn.

Ég vakn­aði við umrót rétt um tíu í morg­un. Ég hafði heyrt ávæn­ing af því að Halli ætl­aði að leiða þá sem vildu í borg­ar­kirkju­garð­inn. Ég vakn­aði fyrir slysni, búinn að sofa nógu lengi og reif mig upp. Því bet­ur. Við héldum fimm á vit ævin­týranna, ég, Halli, Jón, Þrá­inn og Bald­ur. Við höfum spilað hér áður og þekktum því leið­ina niður í sið­menn­ing­una. Svo sem ekki mið­bæ­inn en nánastu versl­un­ar­göt­una í það minnsta. Það var það eina sem ég hafði séð af Vín­ar­borg. Þangað til í dag.

Auglýsing

Við fengum okkur kaffi á lókal konditorí. Það var alveg ljóm­andi og ég enn að vakna. Eftir það fundum við út úr sam­göngum og tókum spor­vagn­inn til kirkju­garðs­ins. Þar röltum við svo inn til að hitta meist­ar­ana. Við þurftum ekki að labba lengi. Þarna lágu þeir í hnapp, Strauss, Brahms og auð­vitað meist­ari Beet­hoven. Og mitt á milli þeirra minn­is­varði um Moz­art sem var graf­inn í fjölda­gröf og öllum týnd­ur. Fyr­ir­fram hefði ég ekki talið að þetta yrði svona áhrifa­mikið en þetta var eig­in­lega alveg osom. Senni­lega hefur það eitt­hvað með upp­eldið að gera því á æsku­heiml­inu var heil­mikið gert með þessa kalla, og þetta varð heil­mikil andakt. Ekki skemmdi fyrir að Halli er útlærður í þessu öllu saman og gat sagt okkur svona upp og ofan. Skammt frá voru allir hinir Strauss­arnir og svo alls­konar menn sem ég get ekki nefnt núna en leið­ang­urs­stjóri fræddi okkur um jafn­óð­um. Vissu­lega bara risa­stórir steinar á gras­bölum en í senn yfir­þyrm­andi hluti af sög­unni. Þetta var gam­an.

Og svo heim­sóttum við Falco. Aust­ur­ríska popp­stirnið sem lét lífið svip­lega rétt fyrir alda­mót. Rock Me Ama­deus og Der Kommisar eru kannski svona fljótt á litið ekki á pari við níundu sin­fón­í­una en heima­menn eru ekk­ert endi­lega sam­mála. Afskap­lega stíliserað leiði sem senni­lega kemur ekki til með að stand­ast tím­ans tönn, en engu að síður gam­an. Ég not­aði tæki­færið og klæddi mig í sokka sem ég hafði keypt skammt frá bak­arí­inu. Ég er full­bú­inn fyrir þessa fáu daga sem eftir eru.

Jón Geir trommari, kominn upp við vegg. Jón Geir trommari, kom­inn upp við vegg.

Eftir þessa stór­kost­legu menn­ing­ar­ferð tókum við spor­vagn­inn til baka og síðan neð­an­jarð­ar­lest­ina niður í bæ. Við stigum upp hjá voða­legri kirkju sem við skoð­uðum í svip, bæði að innan og utan. Og þá vorum við orðnir svang­ir. Halli átti þennan dag skuld­lausan og leit­aði uppi mat á Trip Advis­or. Rif. Aftur rif. Og núna bestu rif í heimi. Við fórum á rifja­stað­inn í Vín og þar voru rif. Ég pant­aði mér metra af rifj­um. Jájá, það var á mat­seðl­in­um. Metri. Og ég át hann all­an. Strák­arnir fóru aðeins flókn­ari leið að þessu sama en við höfum senni­lega étið fimm metra í heild­ina. Og almátt­ugur hversu gott þetta var. Rifin í gær voru djók miðað við þessa meist­ara­snilld. Ég væri alveg til í að koma aftur hingað bara vegna rifj­anna. Við bræður héldum svo upp á venjú og hinir komu í humátt.

Þegar við spil­uðum hér í fyrra fóru tíma­setn­ingar út um þúf­ur. Tón­leik­arnir voru sum sé aug­lýstir hálf­tíma eftir að við byrj­uðum að spila. Og svo ég drepi á bloggi síð­asta árs:

„Á gigg­inu sjálfu voru nokkur vin­veitt and­lit, þar á meðal Stefán nokkur Jóns­son, Jabbar blaks­ins eins og hann hefur verið kall­að­ur. Stefán er Aðal­dæl­ingur og er á flakki um álf­una einn síns liðs, frétti af ferðum okkar og tíma­setti dvöl sína hér í sam­hengi við það. Afbragðs­menni og gaman að hitta hann. Að því sögðu voru ekki mikið fleiri í salnum þegar við hófum leika, kannski á að giska 7 manns. Það heldur skán­aði þegar á leið og örugg­lega um 100 manns þegar giggi lauk, en lang­fá­mennastu tón­leikar okkar til þessa. Þetta kom mönnum á óvart því for­sala hafði gengið ágæt­lega og von á hús­fylli. Þetta skýrð­ist þó áðan þegar í ljós kom að tón­leik­arn­ir, sem við byrj­uðum klukkan 19.30, voru aug­lýstir klukkan 20.00. Við hittum ansi marga sársvekkta sem misstu af okkur vegna þessa.“

Þetta var ekki vanda­mál núna. Við klárðum þetta gigg með stór­heitum frammi fyrir fullum sal. Við vorum grað­ir, spil­uðum af festu og svo­lítið hratt. Það var alls ekk­ert verra því við vorum í stuði. Flautug­arg­ans­maður Arkona, hann Vla­dimir, óskaði eftir að fá að lýsa giggið okkar og gerði það alveg ljóm­andi vel held ég. Þetta var allt saman ljóm­andi vel heppn­að.

Eftir giggið drakk ég meira. Ég bland­aði geði við gull­fal­legan pöp­ul­inn, drakk og skál­aði. Eftir að öllu lauk varð svo svona mini-partý hjá túr­með­lim­um. Baldur bauð upp á rest­ina af hákarl­inum sem fór mis­vel í fólk. Við drukkum eins lengi og við gátum en svo héldu rútur af stað.

Klukkan er núna 2.48 og við vorum rétt í þessu að stoppa á bens­ín­stöð. Böbbi, Jón og Flexi eru í koju en við hinir erum þéttir hér frammí. Ég veit ekki hversu lengi ég end­ist en þeir hinir þrír eru í stuði og hlusta á þung­arokk. Stað­reyndin er að við eigum ekki nema eitt gigg eft­ir, annað kvöld í Salz­burg. Þangað eru skilst mér sirka 300 kíló­metrar sem Robert afgreiðir örugg­lega á sirka fjórum tím­um. Nú stytt­ist, nú stytt­ist heldur bet­ur. Eins gott að við klárum þetta með offorsi á morg­un. Ég fékk af því fregnir að Elu­veiti­e-parið hafi beðið um að fá að spila aftur með okkur á morgun og svo gæti einni farið að Baldur öskri eins og eitt við­lag með Arkona. Hefðin segir að maður eigi að flippa á loka­degi túrs­ins. Loka­blogg síð­asta túrs segir til dæm­is:

„Að þessu sögðu ein­kennd­ist dag­ur­inn af fífla­skap eins og verða vill í loka­sýn­ingap­artýj­um. Þegar við stigum á svið var til að mynda búið að þekja helstu mónitora og græjur með síðum úr gróf­um, og heldur óhefð­bundn­um, klám­rit­um. „Gamla klám­trikk­ið“ eins og ég kýs að kalla það. Eftir því sem á kvöldið leið dund­uðu menn sér við álíka fífla­skap, ein­hverjir ber­uðu kyn­færi sín hlið­ar­sviðs, þeir sem spila með In Ear (mónitora­kerfi sem stungið er í eyrun líkt og hedd­fón­um) fengu alls­konar skila­boð og trufl­andi hljóð til sín frá tæknilið­inu og svona er hægt að telja áfram. Það var galsi í öll­um, svo mikið er víst.“

Sjáum til hvað ger­ist á morg­un. Þetta var í það minnsta góður dag­ur.

Meist­ara­legt dags­ins: Grafir og rif.

Sköll dags­ins: Stað­ur­inn var afskap­lega illa tækjum búinn. Ég fékk ekki minn eigin mónitór og heyrði því afskap­lega tak­markað í mér á svið­inu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None