Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Ekki hætta, enn skal ort!

ThorarinnEldjarn2012cJPV-a.jpg
Auglýsing

Þor­geir Tryggva­son, Toggi, mun sinna bókaum­fjöllun fyrir Kjarn­ann fram að jólum en margar bækur eru að koma út þessa dag­ana. Jóla­bóka­flóðið nær svo hámarki í des­em­ber.

Höf­und­ur: Þór­ar­inn Eld­járn



Fugla­þrugl og naflakrafl
(Með Sig­rúnu Eld­járn)

FuglathruglÞað gleður þennan áfergju­les­ara ljóð­skálds­ins Þór­ar­ins Eld­járns alltaf þegar það rennur upp fyrir honum að hann er þrátt fyrir allt ekki þrjú skáld heldur eitt. Það verður ákaf­lega skýrt þegar hann lætur sér ekki nægja að senda frá sér eina bók, heldur sýnir á sér tvær hliðar í einu. Sem reyn­ist svo ein.

Auglýsing

Ó- og lítt­bundnu ljóð­in, hátt­bundnu kvæðin og barna­vís­urnar eru þegar að er gáð sama marki brennd­ar.

Hvert er þá það mark?

Hvað skal segja? Nákvæmni. Hóf­stilltur húmor. En kannski fyrst og síð­ast við­horf hins leit­andi og fróða sæl­kera til tungu­máls­ins. Skoðun á mögu­leikum ein­stakra orða. Oft leit að földum mögu­leikum eða notk­un­ar­kost­um. Þór­ar­inn er skáld orð­nautn­ar­inn­ar.

Hann fer oft þá leið að taka hvers­dags­legt fyr­ir­bæri - ýmist i raun­heimum eða mál­heim­um. Tuggur og klisjur - og skoða þær með tækjum ljóð­skálds­ins. Sýður þær niður – kveður þær nið­ur.

Og mikið er gaman þegar frum­leg hugsun og snjöll mynd rúm­ast í full­kominni fer­skeytlu. Þannig lagað gerir eng­inn betur en Þór­ar­inn:

Bruna hratt með barða­hví

bílar svartan dreg­il.

Kókett Esjan kíkir í

Kolla­fjarð­ar­spegil

(Tautar og raul­ar)

og

Rjúpan fer í fötin senn,

fína hvíta dress­ið.

Bráðum koma byssu­menn,

byrjar jólastress­ið.

(Fugla­þrugl og naflaskrafl)

Nýju bæk­urnar tvær eru ortar á þessum heima­velli skálds­ins. Fugla­þrugl og naflakrafl, að minn­nsta kosti sú sjö­unda í röð hinna vin­sælu barna­ljóða­bóka Þór­ar­ins og Sig­rúnar systur hans. Kannski er ein­hver þreyta farin að segja til sín í þessum yrk­ing­um, alla­vega þykir mér hún ekki rísa í sömu hæðir og það besta sem áður hefur birst. Of mörg ljóðin ein­kenni­lega enda­slepp, t.d. ljóðið um sjó­ræn­ingj­ann sem á tvennt af öllu sem til stétt­ar­innar heyrir (páfa­gauk­um. krókum og staur­fót­um) en ekk­ert skip. Af hverju ekki?

Önnur eru snjöll á þennan sér­-þór­ar­inska hátt (þó mögu­lega gangi brös­ug­lega að útskýra snilld­ina fyrir mark­hópn­um). Hér er afi að kenna börn­unum að stauta með gamla lag­inu:

Hann er bráðum búið spil

en býsna seigur enn:

Með ban­prjóns­að­ferð býr hann til

bók­stafs­trú­ar­menn.

Tautar og raular - full­orð­ins­bókin - skipt­ist síðan í fjóra hluta: Einn lítt- eða óbund­inn, annan með vísum í mis­-stífu sam­bandi við hefð­ina, prósa­ljóð og þýð­ing­ar.

Allt er þar gott, sumt ágætt og ein­staka leiftur af snilld. Prósa­ljóðin vekja hjá þessum les­anda ljúf hug­renn­inga­tengsl við sund­ur­gerð­arsmá­sagna­safnið Marg­saga. Aðeins þýð­ing­ar­hlut­inn gefur til­finn­ingu fyrir því að verið sé að tína samaan og sópa upp. Aðal­lega vegna söng­texta sem þar eru og njóta sín ekk­ert endi­lega mjög vel í lestri, hvorki Þökk sé þessu lífi né hin und­urfagra Haust­vísa Tove Jans­son.

Á hinn bóg­inn er ekki hægt annað en að kíma og kæt­ast yfir sokka­ljóði Garri­son Keill­or:

...

Rann­sóknir stað­festa sjálfsleit hvers sokks,

að sæki þeir flestir í ein­veru loks.

Í sumum er beiskja eftir sam­band við fót,

sumir í klaustri þrá mein­anna bót.

Í sumum er ólg­andi athafna­þrá

en öðrum þeim finnst bara traðkað sér á. ...

Í frumortu hlut­unum eru yrk­is­efnin af ýmsu tagi. Smá heimsósómi, örlítil mæða og slatti af sjálfs­háði. Allt mat­reitt að hætti húss­ins. Eins og við fasta­gest­irnir viljum hafa það. Hvað sem tautar og raul­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None