Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Erlendur og atómstöðin

IMG-0745.1.jpg
Auglýsing

Þor­geir Tryggva­son, Toggi, mun sinna bókaum­fjöllun fyrir Kjarn­ann fram að jólum en margar bækur eru að koma út þessa dag­ana. Jóla­bóka­flóðið nær svo hámarki í des­em­ber.

Höf­und­ur: Arn­aldur Ind­riða­son

Kamp Knox

Auglýsing

Útgef­andi: Vaka-Helga­fell

KampKnoxEinn stærsti styrkur Arn­aldar Ind­riða­sonar hefur mér sýnst vera fund­vísi hans á sögu­svið og snertifleti sam­fé­lags­ins og Íslands­sög­unnar við bjástur lög­reglu­kvar­tetts­ins Erlend­ar, Elín­borg­ar, Sig­urðar Óla og Marion. Á þessum flötum verður oft til orka sem drífur vagn­inn þegar glæpa­málin sjálf og spennan í kringum þau eru í dauf­ara lagi, eins og færst hefur heldur í aukanna eftir því sem liðið hefur á sagna­bálk­inn. Sem engan skyldi undra.

Íslensk erfða­grein­ing. Ein­vígi ald­ar­inn­ar. Kalda­stríðsnjó­sn­ir. Her­námið og bygg­ing Þjóð­leik­húss­ins. Lífs­kjör úti­gangs­manna í Reykja­vík. Allt hefur þetta dýpkað og breikkað bækur Arn­ald­ar.

Og nú er það her­stöðin á Mið­nes­heiði og kjarn­orkuógn­in. Bragga­líf­ið. Já og upp­runi Bláa lóns­ins.

Sviðið er Reykja­vík og Reykja­nesskagi 1979. Erlendur er kom­inn í rann­sókn­ar­lög­regl­una og fæst undir hand­leiðslu Marion Briem við morð á flug­virkj­anum Krist­vini sem psori­as­is­sjúk­lingur finnur í lón­inu við Svarts­engi. Jafn­framt er hann að graf­ast fyrir um orsakir manns­hvarfs frá eft­ir­stríðs­ár­unum sem teng­ist, eða ekki, hinu sögu­fræga/ill­ræmda bragga­hverfi sem bókin dregur nafn sitt af.

Kunn­ug­legt, ekki satt?

Þetta er að mestu aldeilis dæmi­gerður Erlend­ar- og Arn­ald­ar­krimmi. Hinn grámyglu­legi og félags­fælni spæj­ari með næma eyrað er eins og hann á að sér. Atburða­rásin rót­föst í raun­veru­leik­anum þó tengsl hennar og rann­sókn­ar­innar við kjarn­orku­bröltið gefi henni smá lyft­ingu.

Ég held samt að les­endur þurfi að vera ein­beittir aðdá­endur til að njóta Kamp Knox að veru­legu ráði. Það eru þreytu­merki í fléttu­smíð­inni, finnst mér. Lopa­teygjur í frá­sögn­inni. Þó það séu vita­skuld örlög fram­halds­sögu­smiða að þurfa sífellt að end­ur­taka sig til að full­nægja þeim sem eru að koma nýir að sög­unni þá er manns­hvarfa­þrá­hyggju Erlendar gerð full-ít­ar­leg skil hér fyrir minn smekk.

Og eru ekki skoð­ana­skiptin um her­stöðv­ar­mál­ið, sem eru þónokkur í bók­inni, óþarf­lega inni­halds­rýr? Já og myndin af kön­unum dauf. AC/DC-plakatið á vegg eins rauð­háls­ins gladdi mig reynd­ar, þó strand­högg þeirra Ástr­ala í Vest­ur­heimi hafi verið á byrj­un­ar­reit ‘79. Hefði giskað á Lynyrd Skynyrd eða Creed­ance frek­ar. Skrítið smá­at­riði sem kætir mann frekar en pirr­ar.

Stíll­inn er að vanda áreynslu- og stæla­laus, en ég hef nú séð höf­unda skammaða fyrir bók­máls­legt mál­snið á sam­tölum fyrir minni sakir en Arn­aldur lætur eftir sér hér.

Og hvað er þetta með kynið á Marion Briem? Reyndar skilst mér að í ein­hverri fyrstu bókanna þar sem Marion kemur við sögu missi Arn­aldur út úr sér kyn­grein­andi beyg­ingu eða per­sónu­for­nafn, en það er til marks um hvað mér er mikið sama að ég nenni ekki fyrir mitt litla líf að leita það uppi.

Kamp Knox er ágætis inn­legg í fram­halds­sög­una um Erlend. Bætir engu við og er ein og sér heldur rislágur krimmi. Ekki byrja á þess­ari ef þið eruð ókunnug Arn­aldi. En, kæru aðdá­end­ur, þetta er alveg eftir upp­skrift­inni. Örugg­lega nóg til frammi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None