Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Fjöldi Íslendinga sér Gunnar berjast í Globen

Gunnar-Nelson.jpg
Auglýsing

Bara­daga­kapp­inn Gunnar Nel­son mætir Banda­ríkja­mann­inum Rick Story í Glo­ben-­í­þrótta­höll­inni í Stokk­hólmi í kvöld. Verður bar­dagi þeirra loka­viður­eign kvölds­ins og þar af leið­andi aðal­bar­dag­inn sem allt snýst um í þess­ari umferð UFC-­mótar­að­ar­inn­ar. Gunnar er enn ósigr­aður í blönd­uðum bar­daga­í­þróttum eftir fjórtán bar­daga. Þrettán bar­daga hefur hann unnið en einusinni gert jafn­tefli.

Gunnar hefur barist í UFC-­móta­röð­inni síðan í sept­em­ber 2012 þegar hann mætti DaMarques John­son í Bret­landi. Bar­dag­inn setti sann­ar­lega tón­inn fyrir næstu bar­daga Gunn­ars enda þótti æstum slags­mála­að­dá­endum furðu­legt að sjá íslenska glímu­kapp­ann ganga inn við íslenskt reggí, sall­ar­ó­leg­ur, ólíkt öðrum kepp­endum sem ganga flestir inn við þrum­andi læti, hopp­andi og skopp­andi til að halda hita í vövð­unum fyrir kom­andi bara­daga.

Eftir fjóra bar­daga á tvemur árum í UFC hef­ur G­unnar áunnið sér nokkra frægð meðal unn­enda bar­daga­í­þrótta. Nálgun hans að bar­daga ­þykir áhuga­verð og sterkir sigrar hans í búr­inu hafa orðið til þess að hann situr nú í tólfta sæti styrk­leika­lista UFC-­deild­ar­innar í velti­vigt.

Auglýsing

https://www.youtu­be.com/watch?v=cc1Da­K­bj-Zg

And­stæð­ingur Gunn­ars í bar­daga kvölds­ins er reyndur kappi með 25 bar­daga undir belt­inu (17 sigra og átta töp). Hann þykir mjög her­skár og hefur hlotið við­ur­nefnið „The Hor­r­or“ eða „Hrott­inn“ fyrir vik­ið. Hann hefur meðal ann­ars barist við og sigrað nokkra af bestu bar­daga­köppum heims. Gunnar seg­ist í sam­tali við MMA CrazyTV (sjá mynd­band að ofan) ekki velta sér mikið upp úr því hvað and­stæð­ing­ur­inn sé að gera. Hann ein­beiti sér að sjálfum sér og þeim hæfi­leikum sem hann býr yfir og telur vera nógu góð vopn gegn hvaða and­stæð­ingi sem er.

Kjarn­inn spurði áhuga­mann­inn Hall­dór Hall­dórs­son, betur þekktan sem Dóra DNA, á Twitter um hvernig hann metur mögu­leika Gunn­ars í bar­daga kvölds­ins. Dóri er sann­færður um sigur Gunn­ars en minnir á að allt getur gerst í bara­daga.

Tölu­verður fjöldi Íslend­inga ferð­að­ist til Stokk­hólms til að vera vitni af bar­dag­anum í Glo­ben. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans hófst partí­ið snemma í dag og mun að öllum lík­indum standa nokkuð fram­eft­ir. Búið er að skipu­leggja Íslend­ingap­artí á stórum skemmti­stað þar sem ráð­lagt er að horfa á bar­daga Gunn­ars og Story. Stuðn­ingur við Gunnar virð­ist jafn­framt liggja víðar en hjá Íslend­ingum í Sví­þjóð því treyjur merktar Gunn­ari Nel­son og æfinga­stöð­inni Mjölni eru mest áber­andi meðal áhan­genda.

Gunnar stillti sér upp með Story eftir að báðir höfðu verið vigtaðir fyrir bar­dag­ann í kvöld.

For­eldrar bera ábyrgð



Í kjöl­far bar­dag­anna í UFC, sem allir hafa verið sjón­varp­aðir hér á landi, hefur sprottið upp umræða um áhrif vin­sælda og vel­gengni Gunn­ars á börn. Mar­grét Júlía Rafns­dótt­ir, verk­efna­stjóri hjá Barna­heill­um, lýsti Gunn­ari sem stór­hættu­legri fyr­ir­mynd fyrir börn í sam­tali við Bylgj­una eftir þriðja bar­dag­ann í UFC fyrr á þessu ári. Hún sagði börn eiga rétt á vernd gegn hvers kyns ofbeldi. „Of­beld­is­myndir eru bann­aðar börnum þannig að í raun og veru er þetta ekki efni sem börn eiga að hafa fyrir augum sér,“ sagði Mar­grét Júlía meðal ann­ars. Þá hefur jafnan spunn­ist hávær umræða á sam­fé­lags­miðlum um eðli íþrótt­ar­innar og for­dæm­is­gildi fyrir börn í kjöl­far bar­daga.

Gunnar er í við­tali við helg­ar­blað DV sem kom út í gær. Þar er hann spurður út í sjálfan sig og hlut­verk sitt sem fyr­ir­mynd, enda sé hann vin­sæll íþrótta­mað­ur. „Ég geri mér grein fyrir að sportið er harka­legt og ekki fyrir alla,“ segir hann og bendir á að sjálfur líti hann á sportið sem sjálfs­varn­ar­sport. „Ef ein­hver fer út í þetta með það fyrir augum að meiða fólk þá er sá hinn sami ein­fald­lega á rangri leið - og þú getur verið á rangri leið hvort sem þú ert í þess­ari íþrótt eða ein­hverri annarri.“

Um hlut­verk sitt sem fyr­ir­mynd barna bendir Gunnar á að það sé á ábyrgð for­eldra hvað sé haft fyrir börnum þeirra. Sjálfur ætlar hann að bíða með að kynna sportið fyrir syni sínum þar til sá stutti hefur náð þroska til.

Bar­dagi Gunn­ars og Rick Story verður sýndur í beinni útsend­ingu á Stöð 2 Sport í kvöld og hefst útsend­ing klukkan 19.

[di­vide style="dots" color="#404040"]

Fylgist með þessum á Twitter



Kjarn­inn mælir með að fylgj­ast með umræðum á Twitter á meðan íþrótta­við­burðum stend­ur. Það á auð­vitað við um bland­aðar bar­daga­í­þróttir eins og hvað ann­að. Hér eru til­lögur að fólki og merkjum til að fylgj­ast með á meðan bar­dag­anum í Stokk­hólmi stend­ur.

Dóri DNA



Tweets by @DNA­DORI



#ufc­stock­holm



#ufc­stock­holm Tweets

Dana White - eig­andi UFC-­mótar­að­ar­innar



Tweets by @danawhite

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None