Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Fjöldi Íslendinga sér Gunnar berjast í Globen

Gunnar-Nelson.jpg
Auglýsing

Baradagakappinn Gunnar Nelson mætir Bandaríkjamanninum Rick Story í Globen-íþróttahöllinni í Stokkhólmi í kvöld. Verður bardagi þeirra lokaviðureign kvöldsins og þar af leiðandi aðalbardaginn sem allt snýst um í þessari umferð UFC-mótaraðarinnar. Gunnar er enn ósigraður í blönduðum bardagaíþróttum eftir fjórtán bardaga. Þrettán bardaga hefur hann unnið en einusinni gert jafntefli.

Gunnar hefur barist í UFC-mótaröðinni síðan í september 2012 þegar hann mætti DaMarques Johnson í Bretlandi. Bardaginn setti sannarlega tóninn fyrir næstu bardaga Gunnars enda þótti æstum slagsmálaaðdáendum furðulegt að sjá íslenska glímukappann ganga inn við íslenskt reggí, sallarólegur, ólíkt öðrum keppendum sem ganga flestir inn við þrumandi læti, hoppandi og skoppandi til að halda hita í vövðunum fyrir komandi baradaga.

Eftir fjóra bardaga á tvemur árum í UFC hefur Gunnar áunnið sér nokkra frægð meðal unnenda bardagaíþrótta. Nálgun hans að bardaga þykir áhugaverð og sterkir sigrar hans í búrinu hafa orðið til þess að hann situr nú í tólfta sæti styrkleikalista UFC-deildarinnar í veltivigt.

Auglýsing

https://www.youtube.com/watch?v=cc1DaKbj-Zg

Andstæðingur Gunnars í bardaga kvöldsins er reyndur kappi með 25 bardaga undir beltinu (17 sigra og átta töp). Hann þykir mjög herskár og hefur hlotið viðurnefnið „The Horror“ eða „Hrottinn“ fyrir vikið. Hann hefur meðal annars barist við og sigrað nokkra af bestu bardagaköppum heims. Gunnar segist í samtali við MMA CrazyTV (sjá myndband að ofan) ekki velta sér mikið upp úr því hvað andstæðingurinn sé að gera. Hann einbeiti sér að sjálfum sér og þeim hæfileikum sem hann býr yfir og telur vera nógu góð vopn gegn hvaða andstæðingi sem er.

Kjarninn spurði áhugamanninn Halldór Halldórsson, betur þekktan sem Dóra DNA, á Twitter um hvernig hann metur möguleika Gunnars í bardaga kvöldsins. Dóri er sannfærður um sigur Gunnars en minnir á að allt getur gerst í baradaga.

Töluverður fjöldi Íslendinga ferðaðist til Stokkhólms til að vera vitni af bardaganum í Globen. Samkvæmt heimildum Kjarnans hófst partíið snemma í dag og mun að öllum líkindum standa nokkuð frameftir. Búið er að skipuleggja Íslendingapartí á stórum skemmtistað þar sem ráðlagt er að horfa á bardaga Gunnars og Story. Stuðningur við Gunnar virðist jafnframt liggja víðar en hjá Íslendingum í Svíþjóð því treyjur merktar Gunnari Nelson og æfingastöðinni Mjölni eru mest áberandi meðal áhangenda.

Gunnar stillti sér upp með Story eftir að báðir höfðu verið vigtaðir fyrir bardagann í kvöld.

Foreldrar bera ábyrgð


Í kjölfar bardaganna í UFC, sem allir hafa verið sjónvarpaðir hér á landi, hefur sprottið upp umræða um áhrif vinsælda og velgengni Gunnars á börn. Margrét Júlía Rafnsdóttir, verkefnastjóri hjá Barnaheillum, lýsti Gunnari sem stórhættulegri fyrirmynd fyrir börn í samtali við Bylgjuna eftir þriðja bardagann í UFC fyrr á þessu ári. Hún sagði börn eiga rétt á vernd gegn hvers kyns ofbeldi. „Ofbeldismyndir eru bannaðar börnum þannig að í raun og veru er þetta ekki efni sem börn eiga að hafa fyrir augum sér,“ sagði Margrét Júlía meðal annars. Þá hefur jafnan spunnist hávær umræða á samfélagsmiðlum um eðli íþróttarinnar og fordæmisgildi fyrir börn í kjölfar bardaga.

Gunnar er í viðtali við helgarblað DV sem kom út í gær. Þar er hann spurður út í sjálfan sig og hlutverk sitt sem fyrirmynd, enda sé hann vinsæll íþróttamaður. „Ég geri mér grein fyrir að sportið er harkalegt og ekki fyrir alla,“ segir hann og bendir á að sjálfur líti hann á sportið sem sjálfsvarnarsport. „Ef einhver fer út í þetta með það fyrir augum að meiða fólk þá er sá hinn sami einfaldlega á rangri leið - og þú getur verið á rangri leið hvort sem þú ert í þessari íþrótt eða einhverri annarri.“

Um hlutverk sitt sem fyrirmynd barna bendir Gunnar á að það sé á ábyrgð foreldra hvað sé haft fyrir börnum þeirra. Sjálfur ætlar hann að bíða með að kynna sportið fyrir syni sínum þar til sá stutti hefur náð þroska til.

Bardagi Gunnars og Rick Story verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld og hefst útsending klukkan 19.

[divide style="dots" color="#404040"]

Fylgist með þessum á Twitter


Kjarninn mælir með að fylgjast með umræðum á Twitter á meðan íþróttaviðburðum stendur. Það á auðvitað við um blandaðar bardagaíþróttir eins og hvað annað. Hér eru tillögur að fólki og merkjum til að fylgjast með á meðan bardaganum í Stokkhólmi stendur.

Dóri DNA


Tweets by @DNADORI

#ufcstockholm


#ufcstockholm Tweets

Dana White - eigandi UFC-mótaraðarinnar


Tweets by @danawhite

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None