Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Fjöldi Íslendinga sér Gunnar berjast í Globen

Gunnar-Nelson.jpg
Auglýsing

Bara­daga­kapp­inn Gunnar Nel­son mætir Banda­ríkja­mann­inum Rick Story í Glo­ben-­í­þrótta­höll­inni í Stokk­hólmi í kvöld. Verður bar­dagi þeirra loka­viður­eign kvölds­ins og þar af leið­andi aðal­bar­dag­inn sem allt snýst um í þess­ari umferð UFC-­mótar­að­ar­inn­ar. Gunnar er enn ósigr­aður í blönd­uðum bar­daga­í­þróttum eftir fjórtán bar­daga. Þrettán bar­daga hefur hann unnið en einusinni gert jafn­tefli.

Gunnar hefur barist í UFC-­móta­röð­inni síðan í sept­em­ber 2012 þegar hann mætti DaMarques John­son í Bret­landi. Bar­dag­inn setti sann­ar­lega tón­inn fyrir næstu bar­daga Gunn­ars enda þótti æstum slags­mála­að­dá­endum furðu­legt að sjá íslenska glímu­kapp­ann ganga inn við íslenskt reggí, sall­ar­ó­leg­ur, ólíkt öðrum kepp­endum sem ganga flestir inn við þrum­andi læti, hopp­andi og skopp­andi til að halda hita í vövð­unum fyrir kom­andi bara­daga.

Eftir fjóra bar­daga á tvemur árum í UFC hef­ur G­unnar áunnið sér nokkra frægð meðal unn­enda bar­daga­í­þrótta. Nálgun hans að bar­daga ­þykir áhuga­verð og sterkir sigrar hans í búr­inu hafa orðið til þess að hann situr nú í tólfta sæti styrk­leika­lista UFC-­deild­ar­innar í velti­vigt.

Auglýsing

https://www.youtu­be.com/watch?v=cc1Da­K­bj-Zg

And­stæð­ingur Gunn­ars í bar­daga kvölds­ins er reyndur kappi með 25 bar­daga undir belt­inu (17 sigra og átta töp). Hann þykir mjög her­skár og hefur hlotið við­ur­nefnið „The Hor­r­or“ eða „Hrott­inn“ fyrir vik­ið. Hann hefur meðal ann­ars barist við og sigrað nokkra af bestu bar­daga­köppum heims. Gunnar seg­ist í sam­tali við MMA CrazyTV (sjá mynd­band að ofan) ekki velta sér mikið upp úr því hvað and­stæð­ing­ur­inn sé að gera. Hann ein­beiti sér að sjálfum sér og þeim hæfi­leikum sem hann býr yfir og telur vera nógu góð vopn gegn hvaða and­stæð­ingi sem er.

Kjarn­inn spurði áhuga­mann­inn Hall­dór Hall­dórs­son, betur þekktan sem Dóra DNA, á Twitter um hvernig hann metur mögu­leika Gunn­ars í bar­daga kvölds­ins. Dóri er sann­færður um sigur Gunn­ars en minnir á að allt getur gerst í bara­daga.

Tölu­verður fjöldi Íslend­inga ferð­að­ist til Stokk­hólms til að vera vitni af bar­dag­anum í Glo­ben. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans hófst partí­ið snemma í dag og mun að öllum lík­indum standa nokkuð fram­eft­ir. Búið er að skipu­leggja Íslend­ingap­artí á stórum skemmti­stað þar sem ráð­lagt er að horfa á bar­daga Gunn­ars og Story. Stuðn­ingur við Gunnar virð­ist jafn­framt liggja víðar en hjá Íslend­ingum í Sví­þjóð því treyjur merktar Gunn­ari Nel­son og æfinga­stöð­inni Mjölni eru mest áber­andi meðal áhan­genda.

Gunnar stillti sér upp með Story eftir að báðir höfðu verið vigtaðir fyrir bar­dag­ann í kvöld.

For­eldrar bera ábyrgðÍ kjöl­far bar­dag­anna í UFC, sem allir hafa verið sjón­varp­aðir hér á landi, hefur sprottið upp umræða um áhrif vin­sælda og vel­gengni Gunn­ars á börn. Mar­grét Júlía Rafns­dótt­ir, verk­efna­stjóri hjá Barna­heill­um, lýsti Gunn­ari sem stór­hættu­legri fyr­ir­mynd fyrir börn í sam­tali við Bylgj­una eftir þriðja bar­dag­ann í UFC fyrr á þessu ári. Hún sagði börn eiga rétt á vernd gegn hvers kyns ofbeldi. „Of­beld­is­myndir eru bann­aðar börnum þannig að í raun og veru er þetta ekki efni sem börn eiga að hafa fyrir augum sér,“ sagði Mar­grét Júlía meðal ann­ars. Þá hefur jafnan spunn­ist hávær umræða á sam­fé­lags­miðlum um eðli íþrótt­ar­innar og for­dæm­is­gildi fyrir börn í kjöl­far bar­daga.

Gunnar er í við­tali við helg­ar­blað DV sem kom út í gær. Þar er hann spurður út í sjálfan sig og hlut­verk sitt sem fyr­ir­mynd, enda sé hann vin­sæll íþrótta­mað­ur. „Ég geri mér grein fyrir að sportið er harka­legt og ekki fyrir alla,“ segir hann og bendir á að sjálfur líti hann á sportið sem sjálfs­varn­ar­sport. „Ef ein­hver fer út í þetta með það fyrir augum að meiða fólk þá er sá hinn sami ein­fald­lega á rangri leið - og þú getur verið á rangri leið hvort sem þú ert í þess­ari íþrótt eða ein­hverri annarri.“

Um hlut­verk sitt sem fyr­ir­mynd barna bendir Gunnar á að það sé á ábyrgð for­eldra hvað sé haft fyrir börnum þeirra. Sjálfur ætlar hann að bíða með að kynna sportið fyrir syni sínum þar til sá stutti hefur náð þroska til.

Bar­dagi Gunn­ars og Rick Story verður sýndur í beinni útsend­ingu á Stöð 2 Sport í kvöld og hefst útsend­ing klukkan 19.

[di­vide style="dots" color="#404040"]

Fylgist með þessum á TwitterKjarn­inn mælir með að fylgj­ast með umræðum á Twitter á meðan íþrótta­við­burðum stend­ur. Það á auð­vitað við um bland­aðar bar­daga­í­þróttir eins og hvað ann­að. Hér eru til­lögur að fólki og merkjum til að fylgj­ast með á meðan bar­dag­anum í Stokk­hólmi stend­ur.

Dóri DNATweets by @DNA­DORI#ufc­stock­holm#ufc­stock­holm Tweets

Dana White - eig­andi UFC-­mótar­að­ar­innarTweets by @danawhite

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Alls segjast 55 prósent svarenda í könnun Maskínu fremur eða mjög andvíg gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Andstaða við gjaldtöku í jarðgöngum mismikil eftir því hvaða flokk fólk kýs
Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að styðja gjaldtöku í jarðgöngum en kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að vera andvígir gjaldtöku, samkvæmt niðurstöðum úr könnun Maskínu á afstöðu til gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Hið sænska velferðarríki í faðmi nýfrjálshyggju
Á síðustu þrjátíu árum hafa átt sér stað talsverðar breytingar í bæði heilbrigðis- og menntakerfi Svíþjóðar. Ef til vill má rekja þau samfélagsvandamál sem nú tekist er á um í aðdraganda þingkosninga til þessara breytinga.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Örn Bárður Jónsson
Víða leynist viðurstyggðin
Kjarninn 6. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None