Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Karolina Fund: Bætir lífsgæði þeirra sem glíma við einhverfu

b0f26412632afb7b3d21b7602a831339.jpg
Auglýsing

Aðal­heiður Sig­urð­ar­dóttir stendur nú fyrir söfnun fyrir vef­síð­unni Ég er Unik sem hefur það mark­mið að bæta lífs­gæði þeirra sem glíma við ein­hverfu. En á síð­unni verður hægt að búa til ein­stak­lings­miðað fræðslu­efni sem ein­hverfir eða aðstand­endur ein­hverfra geta búið til sjálfir á auð­veldan og aðgengi­legan hátt. Útkom­una er meðal ann­ars hægt að láta prenta í bók sem hjálpar aðstand­endum að skilja ein­stak­ling með ein­hverfu bet­ur.

Við tókum Aðal­heiði tali til þess að fræð­ast aðeins um þetta fal­lega hug­sjón­ar­verk­efni.

https://vi­meo.com/112810615

Auglýsing

 

Stolt mamma ein­hverfrar stúlkuGetur þú sagt okkur frá verk­efn­inu þínu Ég er Unik. Hvers vegna ákvaðstu að hefja söfnun fyrir vef­síðu sem hjálpar fólki að skilja ein­hverfu?

„Ég er stolt mamma 10 ára ein­hverfrar stúlku sem fékk sína grein­ingu átta ára göm­ul.  Eftir að hafa hellt mér út í haf­sjó upp­lýs­inga um ein­hverfu­rófið komst ég fljót­lega að því lyk­il­at­riði að flokka ekki alla ein­hverfa undir sama hatti; ef þú þekkir einn, þá þekkir þú einn! Það varð hvat­inn að því að ég skrif­aði okkar per­sónu­legu fræðslu­bók um dóttur mina, þar sem hún segir frá sínum áskor­unum og styrk­leikum í þeim til­gangi að fræða fólkið í kringum okk­ur, bæði skóla, fjöl­skyldu og vini.

Aðalheiður Sigurðardóttir og Malín, dóttir hennar. Aðal­heiður Sig­urð­ar­dóttir og Malín, dóttir henn­ar.

Þessi fræðsla reynd­ist okkur bæði mark­viss og árang­urs­rík, því hún var sögð á hnit­mið­aðan og jákvæðan hátt. Mér datt því í hug að opna vett­vang fyrir fleiri að búa sér til sitt eigið fræðslu­efni og lýsa sínum eigin áskor­unum og styrk­leikum fyrir þeim sem þau óska skiln­ings frá.  Því skiln­ingur og við­ur­kenn­ing er lífs­nauð­syn­leg öll­um, sér­stak­lega þeim sem glíma við ósýni­legar fatl­anir og eiga í ofaná­lag erfitt með að útskýra sig. Að búa til slíka heima­síðu er kostn­að­ar­samt og hef ég því miður ekki bol­magn til þess að standa undir þeim kostn­aði sjálf.  Ég hef því bæði verið að sækja um styrk­veit­ingar hjá fyr­ir­tækjum og ákvað einnig að leita til fólks­ins um styrk í gegnum söfnun á Karolina­fund.  Hingað til hef ég fengið ynd­is­leg við­brögð og fólk hefur verið ótrú­lega örlátt og það snertir mig virki­lega að aðrir deili þeirri sýn minni að þetta verk­færi gæti hjálpað og hvatt okkur til þess að útskýra og opna umræð­una um ein­hverfu.  Þetta er heill­andi heimur sem vissu­lega getur verið erf­iður á stund­um, en það er líka svo margt sem við getum tekið lær­dóm af, ef við bara opnum hug­ann og hlust­u­m."

 

Stefnir hátt með verk­efniðHvað er á döf­inni næst hjá þér? Hvert stefnir þú næst með verk­efn­ið?

„Ég stefni hátt í mark­miðum mínum með Ég er Unik! Nái ég að safna nægi­legu fjár­magni til þess að láta af þessu verða er ætl­unin að opna einnig fyrir fleiri hópum sem þurfa á skiln­ing og við­ur­kenn­ingu að halda í sam­fé­lag­inu okk­ar. Ég stefni einnig á að þýða vef­síð­una yfir á fleiri tungu­mál og hef ég nú þegar hafið jarð­vegs­vinn­una að því.  Sam­hliða þessu verk­efni er ég líka að þróa náms­efni fyrir grunn- og fram­halds­skóla um hvernig kynna mætti ein­hverfu­grein­ingu og sam­bæri­legar ósýni­legar fatl­anir fyrir bekkj­ar­fé­lög­um.  Það er því mikið sem er á dag­skránni, en fyrsta skref er að láta Ég er Unik vef­síð­una verða að veru­leika og von­andi verða vitni að því þegar ein­hverfir ein­stak­lingar víðs­vegar um þjóð­fé­lagið segja sína ein­stöku sögu með stolt­i.  Það er draum­ur­inn!  Þannig að núna sit ég og horfi á grænu lín­una á Karolina­fund sil­ast uppá við í von að ég nái mark­miðum mínum svo vinnsla heima­síð­unnar geti haf­ist strax á nýju ári."

Nán­ari upp­lýs­ingar og leið til þess að styrkja verk­efnið má nálg­ast hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Ólafur Ísberg
Nýr þjóðhátíðardagur
Kjarninn 1. desember 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - „Það er enginn að fara hakka mig”
Kjarninn 1. desember 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Sýndu þakklæti í verki 感恩图报
Kjarninn 1. desember 2022
Kísilverksmiðjan í Helguvík verður líklega flutt, eða fundið nýtt hlutverk, samkvæmt tilkynningu Arion banka.
„Allt útlit fyrir“ að kísilverið í Helguvík verði ekki gangsett á ný
Arion banki og PCC hafa slitið viðræðum um möguleg kaup PCC á kísilverksmiðjunni í Helguvík. Einnig hefur Arion sagt upp raforkusamningi við Landsvirkjun, þar sem framleiðsla kísils var forsenda samningsins.
Kjarninn 1. desember 2022
Dagur B. Eggertsson er sem stendur borgarstjóri í Reykjavík. Einar Þorsteinsson mun taka við því embætti síðar á kjörtímabilinu.
Sá hluti Reykjavíkurborgar sem rekinn er fyrir skattfé tapaði 11,1 milljarði á níu mánuðum
Vaxtakostnaður samstæðu Reykjavíkurborgar var 12,1 milljarði króna hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir á fyrstu níu mánuðum ársins. Samstæðan skilar hagnaði, en einungis vegna þess að matsvirði félagslegs húsnæðis hækkaði um 20,5 milljarða króna.
Kjarninn 1. desember 2022
Nafnlausi tindurinn til hægri á myndinni. Efst eru Geirvörtur.
Vilja að nafnlausi tindurinn heiti Helgatindur
Nafnlaus tindur sem stendur um 60 metra upp úr ísbreiðu Vatnajökuls ætti að heita Helgatindur til heiðurs Helga Björnssyni jöklafræðingi, segir í tillögu sem sveitarstjórn Skafárhrepps hefur samþykkt fyrir sitt leyti.
Kjarninn 1. desember 2022
Íslandsbanki segir ekki hversu margir fengu flokkun sem hæfir fjárfestar á meðan að á útboðinu stóð
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um söluferli Íslandsbanka kemur fram að fjárfestar sem voru ekki í viðskiptum við Íslandsbanka gátu sótt um og fengið flokkun sem „hæfir fjárfestar“ á þeim klukkutímum sem útboðið stóð yfir.
Kjarninn 1. desember 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra.
Ríkisstjórnin samþykkti áframhaldandi styrkjagreiðslur til fjölmiðla en til eins árs
Áfram sem áður er ágreiningur innan ríkisstjórnar Íslands um styrki til einkarekinna fjölmiðla. Styrkjakerfið verður framlengt til eins árs í stað tveggja. Um er að ræða málamiðlun til að ná frumvarpinu úr ríkisstjórn.
Kjarninn 1. desember 2022
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None