Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Karolina Fund: Bætir lífsgæði þeirra sem glíma við einhverfu

b0f26412632afb7b3d21b7602a831339.jpg
Auglýsing

Aðal­heiður Sig­urð­ar­dóttir stendur nú fyrir söfnun fyrir vef­síð­unni Ég er Unik sem hefur það mark­mið að bæta lífs­gæði þeirra sem glíma við ein­hverfu. En á síð­unni verður hægt að búa til ein­stak­lings­miðað fræðslu­efni sem ein­hverfir eða aðstand­endur ein­hverfra geta búið til sjálfir á auð­veldan og aðgengi­legan hátt. Útkom­una er meðal ann­ars hægt að láta prenta í bók sem hjálpar aðstand­endum að skilja ein­stak­ling með ein­hverfu bet­ur.

Við tókum Aðal­heiði tali til þess að fræð­ast aðeins um þetta fal­lega hug­sjón­ar­verk­efni.

https://vi­meo.com/112810615

Auglýsing

 

Stolt mamma ein­hverfrar stúlkuGetur þú sagt okkur frá verk­efn­inu þínu Ég er Unik. Hvers vegna ákvaðstu að hefja söfnun fyrir vef­síðu sem hjálpar fólki að skilja ein­hverfu?

„Ég er stolt mamma 10 ára ein­hverfrar stúlku sem fékk sína grein­ingu átta ára göm­ul.  Eftir að hafa hellt mér út í haf­sjó upp­lýs­inga um ein­hverfu­rófið komst ég fljót­lega að því lyk­il­at­riði að flokka ekki alla ein­hverfa undir sama hatti; ef þú þekkir einn, þá þekkir þú einn! Það varð hvat­inn að því að ég skrif­aði okkar per­sónu­legu fræðslu­bók um dóttur mina, þar sem hún segir frá sínum áskor­unum og styrk­leikum í þeim til­gangi að fræða fólkið í kringum okk­ur, bæði skóla, fjöl­skyldu og vini.

Aðalheiður Sigurðardóttir og Malín, dóttir hennar. Aðal­heiður Sig­urð­ar­dóttir og Malín, dóttir henn­ar.

Þessi fræðsla reynd­ist okkur bæði mark­viss og árang­urs­rík, því hún var sögð á hnit­mið­aðan og jákvæðan hátt. Mér datt því í hug að opna vett­vang fyrir fleiri að búa sér til sitt eigið fræðslu­efni og lýsa sínum eigin áskor­unum og styrk­leikum fyrir þeim sem þau óska skiln­ings frá.  Því skiln­ingur og við­ur­kenn­ing er lífs­nauð­syn­leg öll­um, sér­stak­lega þeim sem glíma við ósýni­legar fatl­anir og eiga í ofaná­lag erfitt með að útskýra sig. Að búa til slíka heima­síðu er kostn­að­ar­samt og hef ég því miður ekki bol­magn til þess að standa undir þeim kostn­aði sjálf.  Ég hef því bæði verið að sækja um styrk­veit­ingar hjá fyr­ir­tækjum og ákvað einnig að leita til fólks­ins um styrk í gegnum söfnun á Karolina­fund.  Hingað til hef ég fengið ynd­is­leg við­brögð og fólk hefur verið ótrú­lega örlátt og það snertir mig virki­lega að aðrir deili þeirri sýn minni að þetta verk­færi gæti hjálpað og hvatt okkur til þess að útskýra og opna umræð­una um ein­hverfu.  Þetta er heill­andi heimur sem vissu­lega getur verið erf­iður á stund­um, en það er líka svo margt sem við getum tekið lær­dóm af, ef við bara opnum hug­ann og hlust­u­m."

 

Stefnir hátt með verk­efniðHvað er á döf­inni næst hjá þér? Hvert stefnir þú næst með verk­efn­ið?

„Ég stefni hátt í mark­miðum mínum með Ég er Unik! Nái ég að safna nægi­legu fjár­magni til þess að láta af þessu verða er ætl­unin að opna einnig fyrir fleiri hópum sem þurfa á skiln­ing og við­ur­kenn­ingu að halda í sam­fé­lag­inu okk­ar. Ég stefni einnig á að þýða vef­síð­una yfir á fleiri tungu­mál og hef ég nú þegar hafið jarð­vegs­vinn­una að því.  Sam­hliða þessu verk­efni er ég líka að þróa náms­efni fyrir grunn- og fram­halds­skóla um hvernig kynna mætti ein­hverfu­grein­ingu og sam­bæri­legar ósýni­legar fatl­anir fyrir bekkj­ar­fé­lög­um.  Það er því mikið sem er á dag­skránni, en fyrsta skref er að láta Ég er Unik vef­síð­una verða að veru­leika og von­andi verða vitni að því þegar ein­hverfir ein­stak­lingar víðs­vegar um þjóð­fé­lagið segja sína ein­stöku sögu með stolt­i.  Það er draum­ur­inn!  Þannig að núna sit ég og horfi á grænu lín­una á Karolina­fund sil­ast uppá við í von að ég nái mark­miðum mínum svo vinnsla heima­síð­unnar geti haf­ist strax á nýju ári."

Nán­ari upp­lýs­ingar og leið til þess að styrkja verk­efnið má nálg­ast hér.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Engin lagaleg skilgreining til á orðinu kona
Samkvæmt svari frá forsætisráðherra þarf menningar- og viðskiptaráðherra sem „fer með málefni íslenskunnar“ að svara því hverjar orðsifjar nafnorðsins kona séu og hver málfræðileg merking orðsins sé.
Kjarninn 30. júní 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram
Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 30. júní 2022
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None