Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Karolina Fund: Bætir lífsgæði þeirra sem glíma við einhverfu

b0f26412632afb7b3d21b7602a831339.jpg
Auglýsing

Aðalheiður Sigurðardóttir stendur nú fyrir söfnun fyrir vefsíðunni Ég er Unik sem hefur það markmið að bæta lífsgæði þeirra sem glíma við einhverfu. En á síðunni verður hægt að búa til einstaklingsmiðað fræðsluefni sem einhverfir eða aðstandendur einhverfra geta búið til sjálfir á auðveldan og aðgengilegan hátt. Útkomuna er meðal annars hægt að láta prenta í bók sem hjálpar aðstandendum að skilja einstakling með einhverfu betur.

Við tókum Aðalheiði tali til þess að fræðast aðeins um þetta fallega hugsjónarverkefni.

https://vimeo.com/112810615

Auglýsing

 

Stolt mamma einhverfrar stúlku


Getur þú sagt okkur frá verkefninu þínu Ég er Unik. Hvers vegna ákvaðstu að hefja söfnun fyrir vefsíðu sem hjálpar fólki að skilja einhverfu?

„Ég er stolt mamma 10 ára einhverfrar stúlku sem fékk sína greiningu átta ára gömul.  Eftir að hafa hellt mér út í hafsjó upplýsinga um einhverfurófið komst ég fljótlega að því lykilatriði að flokka ekki alla einhverfa undir sama hatti; ef þú þekkir einn, þá þekkir þú einn! Það varð hvatinn að því að ég skrifaði okkar persónulegu fræðslubók um dóttur mina, þar sem hún segir frá sínum áskorunum og styrkleikum í þeim tilgangi að fræða fólkið í kringum okkur, bæði skóla, fjölskyldu og vini.

Aðalheiður Sigurðardóttir og Malín, dóttir hennar. Aðalheiður Sigurðardóttir og Malín, dóttir hennar.

Þessi fræðsla reyndist okkur bæði markviss og árangursrík, því hún var sögð á hnitmiðaðan og jákvæðan hátt. Mér datt því í hug að opna vettvang fyrir fleiri að búa sér til sitt eigið fræðsluefni og lýsa sínum eigin áskorunum og styrkleikum fyrir þeim sem þau óska skilnings frá.  Því skilningur og viðurkenning er lífsnauðsynleg öllum, sérstaklega þeim sem glíma við ósýnilegar fatlanir og eiga í ofanálag erfitt með að útskýra sig. Að búa til slíka heimasíðu er kostnaðarsamt og hef ég því miður ekki bolmagn til þess að standa undir þeim kostnaði sjálf.  Ég hef því bæði verið að sækja um styrkveitingar hjá fyrirtækjum og ákvað einnig að leita til fólksins um styrk í gegnum söfnun á Karolinafund.  Hingað til hef ég fengið yndisleg viðbrögð og fólk hefur verið ótrúlega örlátt og það snertir mig virkilega að aðrir deili þeirri sýn minni að þetta verkfæri gæti hjálpað og hvatt okkur til þess að útskýra og opna umræðuna um einhverfu.  Þetta er heillandi heimur sem vissulega getur verið erfiður á stundum, en það er líka svo margt sem við getum tekið lærdóm af, ef við bara opnum hugann og hlustum."

 

Stefnir hátt með verkefnið


Hvað er á döfinni næst hjá þér? Hvert stefnir þú næst með verkefnið?

„Ég stefni hátt í markmiðum mínum með Ég er Unik! Nái ég að safna nægilegu fjármagni til þess að láta af þessu verða er ætlunin að opna einnig fyrir fleiri hópum sem þurfa á skilning og viðurkenningu að halda í samfélaginu okkar. Ég stefni einnig á að þýða vefsíðuna yfir á fleiri tungumál og hef ég nú þegar hafið jarðvegsvinnuna að því.  Samhliða þessu verkefni er ég líka að þróa námsefni fyrir grunn- og framhaldsskóla um hvernig kynna mætti einhverfugreiningu og sambærilegar ósýnilegar fatlanir fyrir bekkjarfélögum.  Það er því mikið sem er á dagskránni, en fyrsta skref er að láta Ég er Unik vefsíðuna verða að veruleika og vonandi verða vitni að því þegar einhverfir einstaklingar víðsvegar um þjóðfélagið segja sína einstöku sögu með stolti.  Það er draumurinn!  Þannig að núna sit ég og horfi á grænu línuna á Karolinafund silast uppá við í von að ég nái markmiðum mínum svo vinnsla heimasíðunnar geti hafist strax á nýju ári."

Nánari upplýsingar og leið til þess að styrkja verkefnið má nálgast hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Einkarekstur í forgrunni – Umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins
Kjarninn 19. september 2021
Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Segir gæði vísindastarfs á Landspítala hafa hrakað á síðustu árum
Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir að öfugþróun hafi átt sér stað í vísindastarfi á Landspítala eftir að hann var gerður að háskólasjúkrahúsi árið 2000, og að ekkert skilgreint fjármagn hafi fengist til að sinna því.
Kjarninn 19. september 2021
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdraganda alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None