Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Karolina Fund: Einleiksfantasíur og þörfin fyrir að skapa

0616bf98450389ce6ad4c54b11a730c9.jpg
Auglýsing

Mel­korka Ólafs­dóttir lærði á flautu í Tón­skóla Sig­ur­sveins, Tón­list­ar­skóla Reykja­víkur og Lista­há­skóla Íslands, þar sem aðal­kenn­ari hennar var Bern­harður S. Wilk­in­son. Síðar nam hún við Konservator­íin í Amster­dam og í Haag, Guild­hall School of Music and Drama í London og í École Nationale de Musique et Dans í Par­ís, þar sem hún kláraði Premier Prix og Prix Per­fect­ion­mente með hæstu ein­kunn.

Mel­korka er að safna fyrir útgáfu geisla­disks með­ ein­leiks­fantasíum Georgs Phil­ipp Tel­em­ann. Hún, og verk­efnið hennar, eru Karol­ina Fund-verk­efni vik­unnar hér á Kjarn­an­um.

Melkorka Ólafsdóttir lærði meðal annars á flautu við Konservatoríin í Amsterdam og í Haag, Guildhall School of Music and Drama í London og í École Nationale de Musique et Dans í París, þar sem hún kláraði Premier Prix og Prix Perfectionmente með hæstu einkunn. Mel­korka Ólafs­dóttir lærði meðal ann­ars á flautu við Konservator­íin í Amster­dam og í Haag, Guild­hall School of Music and Drama í London og í École Nationale de Musique et Dans í Par­ís, þar sem hún kláraði Premier Prix og Prix Per­fect­ion­mente með hæstu ein­kunn.

Auglýsing

Ótelj­andi leiðir til að skapa



Getur þú sagt okkur frá tón­list­inni þinni. Hvað drífur þig áfram í tón­list­ar­sköpun hvernig þró­að­ist hún?

„Já, ég held að það hafi allir þörf fyrir að skapa. Hvort sem það er eitt­hvað sem fólk er með­vitað um eða ekki. Það er hægt að fara svo ótelj­andi margar leiðir í því, sumir leggja eitt­hvað list­form fyrir sig, aðrir nostra við áhuga­mál, enn aðrir eru mjög skap­andi í störfum sem telj­ast kannski ekki aug­ljós­lega bjóða upp á slíka hugs­un.

Í raun­inni skiptir kannski ekki rosa­lega miklu máli hvaða miðil fólk velur sér fyrir hana eða að hvaða marki maður skil­greinir sjálfan sig eftir henni. Það er frekar að það snú­ist, með­vitað eða ómeð­vit­að, um val, um það hvort maður ákveði að leita að ein­hvers­konar stærra sam­hengi í líf­inu en því sem liggur beint fyrir framan mann. Hvort maður leiti hugs­an­lega að ein­hverju and­legu ríki­dæmi frekar en ver­ald­legu. Þá er list og sköpun leið til að kom­ast þang­að, en það eru líka ótelj­andi aðrar leið­ir.

Melkorka Ólafsdóttir. Mel­korka Ólafs­dótt­ir.

 

Þetta er aðal­lega spurn­ing um að vera opinn fyrir því að undrast, að sjá hlut­ina á annan veg en þann aug­ljósa og að fest­ast ekki í ein­verri einni leið. Þegar maður fest­ist er sjón­deild­ar­hring­ur­inn of tak­mark­að­ur, það tekur frá manni svo stóran hluta af því sem lífið hefur upp á að bjóða. Fyrir mér er sköp­un­ar­þörfin ein­hver algjör grunn­þörf og ef ég næri hana ekki þá finn ég fyrir því. Tón­list­in, eða hvaða lista­form sem er, er leið til þess að opna. Til að opna augu og huga og hjörtu fólks. Líka til að minna á hvað við erum tengd.

Þar af leið­andi er listin líka óum­ræð­an­lega mann­bæt­andi. Kannski finnst þér ég ekki alveg vera að svara spurn­ing­unn­i......en samt er þetta svar­ið; það er þessi þörf sem drífur mig áfram, og þessi sama þörf hefur líka leitt til þess að tón­list­ar­sköp­unin þró­ast. Því ef maður er alltaf að setja sig í stell­ingar til að spyrja og sjá hlut­ina í nýju ljósi, þá er maður líka alltaf að ýta sjálfum sér út í óviss­una og leita á ný mið. Þannig vex mað­ur, með því að prófa sig áfram og gera til­raunir og skora sjálfan sig á hólm. Það krefst þess að taka áhætt­ur, en maður kemst líka ekk­ert áfram nema að taka áhætt­ur. Ég var mús­íkalskt barn, en mér fannst líka gaman að teikna og skrifa ljóð. Kannski var það ein­hvers­konar til­viljun að ég lagði tón­list­ina fyrir mér en ekki eitt­hvað ann­að. En tón­listin hefur verið minn besti vinur og styrk­ur. Það getur vel verið að sköp­un­ar­þörfin leiði mig eitt­hvað annað ein­hvern­tíma, þá er líka bara að vera opin fyrir því."

 Fantasí­urnar eiga sér­stakan stað



Hvað er á döf­inni næst hjá þér? Mun verk­efnið lifa áfram eða tekur næsta við?

„Disk­ur­inn sem ég er að gefa út núna er frekar mik­il­vægur og stórt skref fyrir mig. Ég er svaka­lega feimin í svona hlut­um, að koma mér á fram­færi, meira en þú gætir ímyndað þér. Ég lærði hjá kenn­ara í París sem var algjör gúru fyrir mér, við fórum í gegnum allar Tel­em­ann Fantasí­urnar sam­an. Fantasí­urnar eiga alveg sér­stakan stað hjá mér og ég veit eig­in­lega ekki um betri tón­list fyrir flautu.

Ég tók frekar stóra ákvörðun á síð­asta ári, að flytja heim til Íslands þrátt fyrir að vita að hér myndi verða erfitt fyrir mig að lifa á því að spila tón­list.

Ég tók frekar stóra ákvörðun á síð­asta ári, að flytja heim til Íslands þrátt fyrir að vita að hér myndi verða erfitt fyrir mig að lifa á því að spila tón­list. Ísland er mjög lítið land, en ég var komin á stað þar sem mig lang­aði hvergi ann­ars staðar að vera. Svo ég ákvað að taka að mér ann­ars konar vinnu, verk­efna­stjórn í Hörpu. Starfið er mjög tengt mínu sér­sviði en þó ólíkt. Þess vegna fannst mér að ég yrði að skilja eitt­hvað eftir mig, eftir þessi rúmu 20 ár sem ég hef varið í sér­hæf­ing­una. Svo að vissu leiti er Tel­em­ann disk­ur­inn kveðju­söngur fyrir ákveðið tíma­bil, án þess þó að það þurfi að vera of dramat­ískt. Ég held áfram að spila, eða a.m.k. að skapa, þörfin stjórnar mér en ég ekki henni. Ég er alveg búin að átta mig á því að ég ræð minnstu um þetta sjálf. Því ber að fagna, þannig vil ég lifa líf­in­u."

Útgáfu­hóf plöt­unnar verður haldið í Mengi 16. des­em­ber kl 17:00

Hér er hægt að skoða verk­efnið og styðja Mel­korku í hennar veg­ferð.



Sagt verður frá völdu verk­efni sem leitað hefur að fjár­mögnun í gegnum Karol­ina Fund á hverjum laug­ar­degi á Kjarn­an­um.

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None