Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Karolina Fund: Furðurlegur félagsskapur duldýra

a017332426e697bcfa575bee38b7ca1a.jpg
Auglýsing

Dul­dýra­safnið er lista­verka­bók um íslenskar huldu­verur með mál­verkum eftir Arn­grím Sig­urðs­son. Verk­efnið náði að safna 100 pró­sent af sínu tak­marki á ein­ungis 24 klukku­stund­um.

Bók­in inni­heldur 34 myndir af íslenskum huldu­ver­um. Mynd­unum fylgja textar úr þjóð­sögum og forn­ritum sem lýsa útliti, hegðun og helstu ein­kennum dul­dýr­anna og því hvernig sam­skiptum þeirra er háttað við mennska nágranna sína.­Mynd­irnar í bók­inni eru olíu­mál­verk og er þeim ætlað að varpa nýju ljósi á sér­stæða ver­öld íslenskra furðu­fyr­ir­bæra.

 Ver­öld sem fáir hafa litið



Í Dul­dýra­safn­inu skyggn­umst við inn í ver­öld sem fæstir hafa augum lit­ið.Þar tekur á móti okkur furðu­legur félags­skapur dul­dýr­anna. Finn­gálkn­ið, blend­ingur manns og dýrs, öllum vargi skað­legri. Krák­inn; hinn risa­vaxni kol­krabbi sem nær­ist á frysti­tog­urum og flutn­inga­skip­um. Lyng­bak­ur­inn; ódauð­legt klækja­hveli sem flotið hefur um heims­ins höf í gervi eylands frá upp­hafi tím­ans. Trygg­lynd dag­tröll og mann­skæð nátt­tröll sem þvæl­ast um fáfarna vegi og fjar­læga fjalla­sali. Dverg­arnir og álfarnir sem búa í holtum og hæð­um. Til­ber­ar, galdra­send­ing­ar, mórar og huldu­landið Tröll­botna­land.Öll þessi furðu­fyr­ir­bæri og fleiri til, efn­is­ger­ast á síðum Dul­dýra­safn­ins.

Með hverri mynd fylgir texti sem er tekin beint úr sögnum og sjón­lýs­ingum og gefa þau inn­sýn inn í óra­víddir ímynd­un­araflsins á liðnum öld­um. Lýs­ing­arnar bregða upp mynd af menn­ing­unni og mann­líf­inu sem fram­kall­aði ver­urn­ar, fóstr­aði þær og hélt í þeim líf­inu fram á okkar daga.

Auglýsing

Það tókst að safna fyrir útgáfu Duldýrasafnsins á 24 klukkustundum. Það tókst að safna fyrir útgáfu Dul­dýra­safns­ins á 24 klukku­stund­um.

 

Byrj­aði sem litil hug­detta



Við tókum Arn­grím tali og skyggnd­umst aðeins inn í hug­ar­heim lista­manns sem ákveður að gefa verkið sitt út sjálf­ur.

Getur þú sagt okkur frá Dul­dýra­safn­inu, hvaðan kom þessi hug­mynd og hvernig þró­að­ist hún?

„Dul­dýra­safnið byrj­aði sem lítil hug­detta sum­arið 2013.Ég var þá staddur í Vín­ar­borg, og hafði eytt frekar miklum tíma á nátt­úru­gripa­safn­inu; Nat­ur­hi­stor­isches Museum, við að teikna upp­stoppuð dýr. Ég hafði líka verið að kynna mér hóp mynd­list­ar­manna sem kenndu sig við draumaraun­sæi; ,, Phantastischen Real­ismus" en þeir voru uppá sitt besta á 6. og 7. ára­tugn­um. Þeir skil­greindu sig sem súr­r­ea­lista, en lögðu sér­staka áherslu á tækni­lega útfærslu mál­verk­anna sinna og sóttu efni­við í goð­sögu­legt mynd­mál, drauma og þjóð­sagna­ver­ur.Hug­dettan hlóð svo utaná sig með tím­an­um.

Ég grams­aði í þjóð­sagna­söfnum og sögum og eftir því sem ég las meira, því betur átt­aði ég mig á hversu flottur fantasíu­heimur þetta er sem hefur orðið til á Íslandi í gegnum ald­irn­ar.Ég vann svo útskrift­ar­verk­efnið mitt frá Lista­há­skól­anum í kringum furðu­ver­urn­ar, og kall­aði það Dul­dýra­safn­ið, en það var sería af 24 mál­verk­um, nokkrum teikn­ingum og einu lík­ani af til­bera. Ég hafði frá byrjun hugsað mér að setja verkin í bók og eftir útskrift fór ég að pæla í því hvernig væri best að koma því í kring. Ég vissi af Karol­ina Fund og hafði fylgst með nokkrum verk­efnum þar, og ákvað að láta reyna á að hóp­fjar­magna útgáf­una, sem svo gekk vonum fram­ar."

8749377ccf95ef4dea54cb83b3a18923

Þú náðir að fjár­magna bók­ina á ein­ungis 24 tímum á Karol­ina Fund og ert núna kom­inn með meira en tvö­falda þá upp­hæð sem þú stefndir að upp­haf­lega. Hvers vegna gengur þetta svona vel?

„Ég er ennþá að klóra mér í hausnum yfir því. Verk­efnið hefur fengið mjög góðar við­tök­ur, og ég held að það sé vegna sam­spils margra þátta. Fólk er for­vitið um áhuga­verðan heim sem hefur fallið í gleymsku og í öðru lagi tengir það við mynd­irnar og túlkun mína á efn­inu. Svo skemmir heldur ekki fyrir að bókin er á góðu verð­i."

a63697d42638ba4d08dc6b37539a3053

Mælir þú með því að fólk sem hefur í hyggju að gefa út bók, að það geri það sjálft frekar en að leita til útgef­anda?

„Ég held að það fari mikið eftir því hvers­konar bók er verið að gefa út, hvort að það henti í sjálf­út­gáfu. Almennt held ég að það sé mjög góð leið, og ég mæli hik­laust með því. Sér­stak­lega fyrir lista­verka­bæk­ur. Þetta hefur verið mjög skemmti­legt og lær­dóms­ríkt ferli.Mig grunar að með til­komu hóp­fjár­mögn­unar þá munu fleiri höf­undar gefa út bæk­urnar sínar sjálf­ir.  Það er meiri vinna sem felst í þannig útgáfu, bæði þarf höf­undur að sjá um prent­un, dreif­ingu, bók­hald og svo alla kynn­ing­ar­vinnu sjálf­ur, en ef að útgáfan gengur vel, þá fær höf­und­ur­inn meira fyrir sinn snúð."

Hér er hægt að sjá verk­efnið á Karol­ina Fund .

Sagt verður frá völdu verk­efni sem leitað hefur að fjár­mögnun í gegnum Karol­ina Fund á hverjum laug­ar­degi á Kjarn­an­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None