Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Karolina Fund: Furðurlegur félagsskapur duldýra

a017332426e697bcfa575bee38b7ca1a.jpg
Auglýsing

Duldýrasafnið er listaverkabók um íslenskar hulduverur með málverkum eftir Arngrím Sigurðsson. Verkefnið náði að safna 100 prósent af sínu takmarki á einungis 24 klukkustundum.

Bókin inniheldur 34 myndir af íslenskum hulduverum. Myndunum fylgja textar úr þjóðsögum og fornritum sem lýsa útliti, hegðun og helstu einkennum duldýranna og því hvernig samskiptum þeirra er háttað við mennska nágranna sína.Myndirnar í bókinni eru olíumálverk og er þeim ætlað að varpa nýju ljósi á sérstæða veröld íslenskra furðufyrirbæra.

 Veröld sem fáir hafa litið


Í Duldýrasafninu skyggnumst við inn í veröld sem fæstir hafa augum litið.Þar tekur á móti okkur furðulegur félagsskapur duldýranna. Finngálknið, blendingur manns og dýrs, öllum vargi skaðlegri. Krákinn; hinn risavaxni kolkrabbi sem nærist á frystitogurum og flutningaskipum. Lyngbakurinn; ódauðlegt klækjahveli sem flotið hefur um heimsins höf í gervi eylands frá upphafi tímans. Trygglynd dagtröll og mannskæð nátttröll sem þvælast um fáfarna vegi og fjarlæga fjallasali. Dvergarnir og álfarnir sem búa í holtum og hæðum. Tilberar, galdrasendingar, mórar og huldulandið Tröllbotnaland.Öll þessi furðufyrirbæri og fleiri til, efnisgerast á síðum Duldýrasafnins.

Með hverri mynd fylgir texti sem er tekin beint úr sögnum og sjónlýsingum og gefa þau innsýn inn í óravíddir ímyndunaraflsins á liðnum öldum. Lýsingarnar bregða upp mynd af menningunni og mannlífinu sem framkallaði verurnar, fóstraði þær og hélt í þeim lífinu fram á okkar daga.

Auglýsing

Það tókst að safna fyrir útgáfu Duldýrasafnsins á 24 klukkustundum. Það tókst að safna fyrir útgáfu Duldýrasafnsins á 24 klukkustundum.

 

Byrjaði sem litil hugdetta


Við tókum Arngrím tali og skyggndumst aðeins inn í hugarheim listamanns sem ákveður að gefa verkið sitt út sjálfur.

Getur þú sagt okkur frá Duldýrasafninu, hvaðan kom þessi hugmynd og hvernig þróaðist hún?

„Duldýrasafnið byrjaði sem lítil hugdetta sumarið 2013.Ég var þá staddur í Vínarborg, og hafði eytt frekar miklum tíma á náttúrugripasafninu; Naturhistorisches Museum, við að teikna uppstoppuð dýr. Ég hafði líka verið að kynna mér hóp myndlistarmanna sem kenndu sig við draumaraunsæi; ,, Phantastischen Realismus" en þeir voru uppá sitt besta á 6. og 7. áratugnum. Þeir skilgreindu sig sem súrrealista, en lögðu sérstaka áherslu á tæknilega útfærslu málverkanna sinna og sóttu efnivið í goðsögulegt myndmál, drauma og þjóðsagnaverur.Hugdettan hlóð svo utaná sig með tímanum.

Ég gramsaði í þjóðsagnasöfnum og sögum og eftir því sem ég las meira, því betur áttaði ég mig á hversu flottur fantasíuheimur þetta er sem hefur orðið til á Íslandi í gegnum aldirnar.Ég vann svo útskriftarverkefnið mitt frá Listaháskólanum í kringum furðuverurnar, og kallaði það Duldýrasafnið, en það var sería af 24 málverkum, nokkrum teikningum og einu líkani af tilbera. Ég hafði frá byrjun hugsað mér að setja verkin í bók og eftir útskrift fór ég að pæla í því hvernig væri best að koma því í kring. Ég vissi af Karolina Fund og hafði fylgst með nokkrum verkefnum þar, og ákvað að láta reyna á að hópfjarmagna útgáfuna, sem svo gekk vonum framar."

8749377ccf95ef4dea54cb83b3a18923

Þú náðir að fjármagna bókina á einungis 24 tímum á Karolina Fund og ert núna kominn með meira en tvöfalda þá upphæð sem þú stefndir að upphaflega. Hvers vegna gengur þetta svona vel?

„Ég er ennþá að klóra mér í hausnum yfir því. Verkefnið hefur fengið mjög góðar viðtökur, og ég held að það sé vegna samspils margra þátta. Fólk er forvitið um áhugaverðan heim sem hefur fallið í gleymsku og í öðru lagi tengir það við myndirnar og túlkun mína á efninu. Svo skemmir heldur ekki fyrir að bókin er á góðu verði."

a63697d42638ba4d08dc6b37539a3053

Mælir þú með því að fólk sem hefur í hyggju að gefa út bók, að það geri það sjálft frekar en að leita til útgefanda?

„Ég held að það fari mikið eftir því hverskonar bók er verið að gefa út, hvort að það henti í sjálfútgáfu. Almennt held ég að það sé mjög góð leið, og ég mæli hiklaust með því. Sérstaklega fyrir listaverkabækur. Þetta hefur verið mjög skemmtilegt og lærdómsríkt ferli.Mig grunar að með tilkomu hópfjármögnunar þá munu fleiri höfundar gefa út bækurnar sínar sjálfir.  Það er meiri vinna sem felst í þannig útgáfu, bæði þarf höfundur að sjá um prentun, dreifingu, bókhald og svo alla kynningarvinnu sjálfur, en ef að útgáfan gengur vel, þá fær höfundurinn meira fyrir sinn snúð."

Hér er hægt að sjá verkefnið á Karolina Fund .

Sagt verður frá völdu verkefni sem leitað hefur að fjármögnun í gegnum Karolina Fund á hverjum laugardegi á Kjarnanum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None