Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Karolina Fund: Rúnturinn, séríslensk jaðarmenning

6060b6bba30c8828665b2802099773d4.jpg
Auglýsing

Leik­stjór­inn Stein­grímur Dúi Más­son er að vinna að gerð sjón­varps­þátta sem bera nafnið Rún­t­ur­inn. Þar er fylgst með menn­ing­ar­fyr­ir­brigð­inu "rúnt­in­um" í bæjum vítt og breytt um land­ið. Þeir rúntar sem yrðu fyrir val­inu voru rún­t­ur­inn á Akra­nesi, Akur­eyri, Blöndu­ósi, Egils­stöð­um, Hólma­vík, Höfn, Ísa­firði, Kefla­vík, Reykja­vík and Vest­manna­eyj­um.

Það sem gerir þætt­ina mjög áhuga­verða eru hlut­verk umsjón­ar­mann­anna Ólafs Jóns­sonar og Hákonar Við­ars, þar sem þeir þótt­ust hafa mik­inn áhuga á bílum og rúnt­inum sem þeir höfðu í raun ekki.

Nostal­gía frá tíunda ára­tugnum



f3a7bf73980ac2abc339d7245c65c232

Stein­grímur sagði Kjarn­anum frá þessu nostal­gíu verk­efni frá tíunda ára­tugn­um, sem nú er að vakna til lífs­ins á ný. "Rún­t­ur­inn er 10 þátta sjón­varps­þátta­röð í fram­leiðslu Frið­riks Þórs Frið­riks­sona í ­leik­stjórn und­ir­rit­aðs. Verk­efnið fjallar um tvo unga menn þá Hákon Viðar og Ólaf Jóns­son sem ferð­ast um landið á ryðg­uðum amer­ískum van og kynna sér rúnt­inn með því að taka þátt í hon­um. Upp­haf­lega var um að ræða heim­ild­ar­mynd sem ­tekin var upp­ ­sum­arið 1999.

Auglýsing

Þar sem myndin var gerð í svoköll­uð­u­m observational stíl þá voru mynda­vél­arnar látnar ganga við­stöðu­laust en í verkið fóru fimm helgar í tíu bæjum á Íslandi. Þess vegna, er tökum lauk, vorum við með gríð­ar­legt magn af upp­teknu efni sem ég vissi að mik­ill hluti færi til spillis ef ég héldi fast í upp­runa­legu hug­mynd­ina að 90 mín heim­ild­ar­mynd. Þar með varð hug­mynd að sjón­varps­þátta­röð til. Síðan lagð­ist verk­efnið í dvala og önnur verk­efni tóku við en ég gat bara aldrei af­skrifað það í huga mér, það var alltaf ein­hver hugsun um að verk­efnið þyrfti að klára fyrst og fremst til að koma því frá mér sem menn­ing­ar­arfi og heim­ild um ­sér­ís­lenska jað­ar­menn­ing­u."

Við­mæl­end­urnir eiga sviðið



Stein­grímur Dúi segir að þætt­irnir verði ein­stakir að því leyti að nálgun á við­fangs­efnið sé algjör­lega á jafn­ingja­grund­velli. "Við leyfum við­mæl­end­unum að eiga sviðið og í raun stjórna atburða­rásinni sem er ein af grund­vall­ar­reglum observational heim­ild­ar­mynd­ar­inn­ar. Við gengum jafn­vel svo langt í því að reyna að sam­sama okkur þess­ari menn­ingu að umsjón­ar­menn­irnir drekka stundum í mynd­inni til að falla inn í fjöld­ann.

En aðal­at­riði þátt­anna er auð­vitað hið frá­bær­lega skemmti­lega unga fólk sem við hittum á rúnt­inum og sem í raun leiðir áhorf­and­ann um rúnt­menn­ingu bæj­anna í hverjum þætti fyrir sig. Hver þáttur verður 25 mín og bæjir sem koma við sögu eru: Akra­nes, Akur­eyri, Blöndu­ós, Egils­stað­ir, Hólma­vík, Höfn, Ísa­fjörð­ur, Kefla­vík, Reykja­vík and Vest­manna­eyj­ar."

https://vi­meo.com/116081287

 Hug­myndin kvikn­aði á Blöndu­ósi



Af hverju fóruð þið út í þetta?

"Upp­haf­lega þegar ég hitti Frið­rik Þór og viðr­aði hug­mynd­ina fyrir honum sagði hann „þetta er svona let´s make a movie dæmi, gerum þetta!“ Upp­runa hug­mynd­ar­innar má rekja til þess eitt sumar er ég var 17 ára gam­all og vann sem leið­sögu­maður í Víð­dalsá þá heill­aði rún­t­ur­inn mig á Blöndu­ósi, sér­stak­lega fannst mér hann á­huga­verð­ur­ ­vegna þess hversu lít­ill bær­inn var en rún­t­ur­inn á móti öfl­ugur og skemmti­leg­ur. Þannig tog­aði þessi hug­mynd í mig lengi að það yrði að gera heim­ild um þetta fyr­ir­bæri. Þegar Frið­rik Þór sagði já, var hægt að fram­kvæma hug­mynd­ina.

56fedffffb19eba08320bb9f0a05dc2f

16 ára ferli



Hvað er langt síðan þið hófuð verk­efnið og hvers vegna ákvaðstu að byrja eft­ir­vinnsl­una núna?

"Það eru komin 16 ár síð­an. Ég lauk MA námi í menn­ing­ar­stjórnun ekki alls fyrir löngu frá Háskól­anum á Bif­röst og fjall­aði um fyr­ir­bærið rúnt­inn og þetta verk­efni í loka­verk­efn­inu. Huti af því var að hefja klipp­ingu á Rúnt­inum auk þess að greina verk­efnið og menn­ing­una í kringum rúnt­inn.

f3a7bf73980ac2abc339d7245c65c232

Frið­rik Þór hefur auð­vitað alltaf viljað klára og ég finn fyrir þörf til að koma þessu af mínum herð­um, til að klippa á nafla­streng­inn á milli mín og Rúnts­ins. Helstu rökin fyrir því að leggja í þá vinnu að ljúka við 16 ára gam­alt verk­efni er marg­þætt en fyrst ber að nefna menn­ing­ar­legt gildi verk­efn­is­ins sem ég tel að sé ótví­rætt og eigi erindi við íslenskan almenn­ing. Í öðru lagi er heim­ildin mjög hrein­skiptin og hefur að vissu leyti engan afger­andi stíl þannig að efnið er að ­mörgu leyti tíma­laust og eld­ist vel, í þriðja lagi er þetta afar skemmti­legt efni og verður áhuga­vert í sjón­varpi og í fjórða lagi þá vil ég losna við verk­efnið af mínum herð­um, eins og áður hefur komið fram, og fram­leið­and­inn vill sjá verk­lok." 

Hægt er að skoða verk­efnið nánar og leggja því lið hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None