Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Portishead vinnur að nýrri plötu og spila á Íslandi

Portishead_cr_Eva-Vermandel_2008.jpg
Auglýsing

Portis­head var leið­andi afl í tón­list­ar­stefnu sem oft er nefnd trip hop, var ríkj­andi í Bret­landi snemma á tíunda ára­tug síð­ustu ald­ar­.ljóm­sveitin Portis­head á sér marga aðdá­endur hér á landi og hefur hún verið að með hléum í rúm tutt­ugu ár. Sveit­ina stofn­uðu þau Geoff Bar­row og Beth Gibbons í Bristol árið 1991 og nefndu hana eftir smábæ suður af borg­inni. Upp­töku­stjóri fyrstu breið­skífu sveit­ar­inn­ar, Dummy, sem kom út árið 1994, var gít­ar­leik­ar­inn Adrian Utley og gekk hann til liðs við sveit­ina í upp­töku­ferli henn­ar.

Kjarn­inn setti sig nýverið í sam­band við Adrian Utley, sem var staddur í hljóð­veri sínu í mið­borg Bristol, og spurði hann meðal ann­ars um vænt­an­lega tón­leika á tón­list­ar­há­tíð­inni All Tomor­row‘s Parties sem fram fer á Ásbrú dag­ana 10.–12. júlí næst­kom­andi. Þar kemur Portis­head fram ásamt tón­list­ar­­mönnum á borð við Mogwai, Shellac, Swans, Liars, Sól­eyju, Kurt Vile, Devendra Ban­hart, Slowdi­ve, HAM og Low.

[em­bed]htt­p://issu­u.com/kjarn­inn/docs/2014_06_19/54[/em­bed]

Auglýsing

Er þetta í fyrsta skiptið sem þú heim­sækir Ísland?

Já, ég hef aldrei áður komið til Íslands en mér hefur lengi þótt landið mjög heill­andi og við hlökkum mjög mikið til að koma þang­að. Ég hef séð tölu­vert af íslenskum kvik­myndum sem hafa gefið mér ein­hverja mynd af því hvernig landið er. Mynd­irnar sem ég hef séð af Íslandi minna mig tölu­vert á vest­ur­­hluta Skotlands, nema hvað Ísland minnir mig aðeins meira á lands­lagið á tungl­inu. Ég veit hins vegar ekki hvernig það er að spila á Íslandi en þar sem hátíðin er haldin af All Tomor­row‘s Parties getur þetta ekki verið neitt minna en frá­bært.

Verðið þið með stóra hljóm­sveit á tón­leik­unum á Ásbrú?

Við verðum með sömu hljóm­sveit og við höfum alltaf spilað með fyrir utan einn nýjan hljóm­borðs­leik­ara.

Hvernig er tón­leika­prógram­mið byggt upp hjá ykk­ur?

Við ætlum að spila lög af öllum plöt­unum okk­ar. Sum lög getum við þó ekki spilað á tón­leik­um, þar sem hljóð­vinnsla þeirra er of flókin fyrir lif­andi flutn­ing. Við spilum ekk­ert nýtt efni, því mið­ur, af því við erum ekki með neitt til­bú­ið.

Þið eruð að spila á nokkrum tón­list­ar­há­tíðum í sum­ar. Eruð þið vand­lát þegar kemur að því að velja hátíð­irnar sem þið spilið á?

Já, við erum vand­lát á allt sem við ger­um. Við gerum nán­ast ekk­ert án þess að vera sátt við það.

Vill hanga með Sigur Rós



Þið hafið verið tölu­vert mikið við­loð­andi All Tomor­row‘s Parties í gegnum tíð­ina. Hver er mun­ur­inn á hátíð­inni og öðrum hátíðum að þínu mati?

Þetta er svo frá­bær hátíð. Barry Hogan og Deborah Kee Higg­ins eru virki­lega gott fólk og and­rúms­loftið í kringum þau og hátíð­ina er svo gott og áhuga­vert. Tón­listin er alltaf góð og hátíðin er ekki rekin með gróða að leið­ar­ljósi. Við höfum þrisvar verið gest­gjafar og við völdum öll atriðin á hátíð­inni. Hátíðin á Íslandi er örlítið ólík þeim sem við höfum spilað á áður þar sem við erum bara að spila en ekki að velja bönd­in. Við vitum þó að and­rúms­loftið verður mjög ein­stakt og við hlökkum mjög mikið til þess að koma að spila.

Hvernig líst þér á hin tón­list­ar­at­riðin á hátíð­inni á Íslandi?

Ég þekki ekki öll böndin sem eru að spila og ég verð að segja að ég er ansi svekktur yfir því að missa af Neil Young & Crazy Hor­se, þar sem við verðum ekki komin þegar þeir spila. Ég er mjög spenntur fyrir því að sjá Mogwai, Shellac, Liars og Swans og svo hef ég aldrei séð The Haxan Cloak spila á tón­leik­um. Mér finnst hann vera frá­bær og hlakka mjög mikið til að sjá tón­leik­ana hans. Ég ætla að reyna að sjá allt sem ég get á meðan við verðum á land­inu og von­andi náum við að hitta með­limi Sigur Rósar og hanga aðeins með þeim.

Bristol hefur lengi verið suðu­pottur fyrir spenn­andi og áhuga­verða tón­list. Hvernig upp­lifir þú tón­list­ar­lífið þar?

Mér hefur alltaf fund­ist tón­listin héðan vera mjög fjöl­breytt og frá­bær en borg­ar­yf­ir­völd hafa aldrei sýnt sen­unni hérna neinn sér­stakan áhuga og hefur það oft vakið upp gremju í manni. Við höfum aldrei átt almenni­legt tón­list­ar­hús og tón­leika­staðir eru alltaf að loka. Borg­ar­yf­ir­völd reyndu lengi að góma mynd­list­ar­mann­inn Banksy sem er héðan og mála yfir verkin hans en þau eru aðeins farin að slaka á núna þar sem hann þénar mikið með list sinni. Það er frekar fúlt hvað það er lítið gert til þess að styðja við bakið á lista­líf­inu hér í borg­inni en engu að síður er það alltaf mjög frjótt og það er alltaf eitt­hvað spenn­andi í gangi. Ég flutti hingað vegna tón­list­ar­innar og sama má segja um Geoff, sem er ekki heldur frá Bristol. Burt­séð frá því hvort senan fær stuðn­ing eða ekki virð­ist hún lifa mjög heil­brigðu og góðu lífi.

Þetta er brot úr ítar­legu við­tali við Adrian Utley sem birt­ist í síð­asta Kjarna. Lestu hann í heild sinni hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None