Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Portishead vinnur að nýrri plötu og spila á Íslandi

Portishead_cr_Eva-Vermandel_2008.jpg
Auglýsing

Portis­head var leið­andi afl í tón­list­ar­stefnu sem oft er nefnd trip hop, var ríkj­andi í Bret­landi snemma á tíunda ára­tug síð­ustu ald­ar­.ljóm­sveitin Portis­head á sér marga aðdá­endur hér á landi og hefur hún verið að með hléum í rúm tutt­ugu ár. Sveit­ina stofn­uðu þau Geoff Bar­row og Beth Gibbons í Bristol árið 1991 og nefndu hana eftir smábæ suður af borg­inni. Upp­töku­stjóri fyrstu breið­skífu sveit­ar­inn­ar, Dummy, sem kom út árið 1994, var gít­ar­leik­ar­inn Adrian Utley og gekk hann til liðs við sveit­ina í upp­töku­ferli henn­ar.

Kjarn­inn setti sig nýverið í sam­band við Adrian Utley, sem var staddur í hljóð­veri sínu í mið­borg Bristol, og spurði hann meðal ann­ars um vænt­an­lega tón­leika á tón­list­ar­há­tíð­inni All Tomor­row‘s Parties sem fram fer á Ásbrú dag­ana 10.–12. júlí næst­kom­andi. Þar kemur Portis­head fram ásamt tón­list­ar­­mönnum á borð við Mogwai, Shellac, Swans, Liars, Sól­eyju, Kurt Vile, Devendra Ban­hart, Slowdi­ve, HAM og Low.

[em­bed]htt­p://issu­u.com/kjarn­inn/docs/2014_06_19/54[/em­bed]

Auglýsing

Er þetta í fyrsta skiptið sem þú heim­sækir Ísland?

Já, ég hef aldrei áður komið til Íslands en mér hefur lengi þótt landið mjög heill­andi og við hlökkum mjög mikið til að koma þang­að. Ég hef séð tölu­vert af íslenskum kvik­myndum sem hafa gefið mér ein­hverja mynd af því hvernig landið er. Mynd­irnar sem ég hef séð af Íslandi minna mig tölu­vert á vest­ur­­hluta Skotlands, nema hvað Ísland minnir mig aðeins meira á lands­lagið á tungl­inu. Ég veit hins vegar ekki hvernig það er að spila á Íslandi en þar sem hátíðin er haldin af All Tomor­row‘s Parties getur þetta ekki verið neitt minna en frá­bært.

Verðið þið með stóra hljóm­sveit á tón­leik­unum á Ásbrú?

Við verðum með sömu hljóm­sveit og við höfum alltaf spilað með fyrir utan einn nýjan hljóm­borðs­leik­ara.

Hvernig er tón­leika­prógram­mið byggt upp hjá ykk­ur?

Við ætlum að spila lög af öllum plöt­unum okk­ar. Sum lög getum við þó ekki spilað á tón­leik­um, þar sem hljóð­vinnsla þeirra er of flókin fyrir lif­andi flutn­ing. Við spilum ekk­ert nýtt efni, því mið­ur, af því við erum ekki með neitt til­bú­ið.

Þið eruð að spila á nokkrum tón­list­ar­há­tíðum í sum­ar. Eruð þið vand­lát þegar kemur að því að velja hátíð­irnar sem þið spilið á?

Já, við erum vand­lát á allt sem við ger­um. Við gerum nán­ast ekk­ert án þess að vera sátt við það.

Vill hanga með Sigur RósÞið hafið verið tölu­vert mikið við­loð­andi All Tomor­row‘s Parties í gegnum tíð­ina. Hver er mun­ur­inn á hátíð­inni og öðrum hátíðum að þínu mati?

Þetta er svo frá­bær hátíð. Barry Hogan og Deborah Kee Higg­ins eru virki­lega gott fólk og and­rúms­loftið í kringum þau og hátíð­ina er svo gott og áhuga­vert. Tón­listin er alltaf góð og hátíðin er ekki rekin með gróða að leið­ar­ljósi. Við höfum þrisvar verið gest­gjafar og við völdum öll atriðin á hátíð­inni. Hátíðin á Íslandi er örlítið ólík þeim sem við höfum spilað á áður þar sem við erum bara að spila en ekki að velja bönd­in. Við vitum þó að and­rúms­loftið verður mjög ein­stakt og við hlökkum mjög mikið til þess að koma að spila.

Hvernig líst þér á hin tón­list­ar­at­riðin á hátíð­inni á Íslandi?

Ég þekki ekki öll böndin sem eru að spila og ég verð að segja að ég er ansi svekktur yfir því að missa af Neil Young & Crazy Hor­se, þar sem við verðum ekki komin þegar þeir spila. Ég er mjög spenntur fyrir því að sjá Mogwai, Shellac, Liars og Swans og svo hef ég aldrei séð The Haxan Cloak spila á tón­leik­um. Mér finnst hann vera frá­bær og hlakka mjög mikið til að sjá tón­leik­ana hans. Ég ætla að reyna að sjá allt sem ég get á meðan við verðum á land­inu og von­andi náum við að hitta með­limi Sigur Rósar og hanga aðeins með þeim.

Bristol hefur lengi verið suðu­pottur fyrir spenn­andi og áhuga­verða tón­list. Hvernig upp­lifir þú tón­list­ar­lífið þar?

Mér hefur alltaf fund­ist tón­listin héðan vera mjög fjöl­breytt og frá­bær en borg­ar­yf­ir­völd hafa aldrei sýnt sen­unni hérna neinn sér­stakan áhuga og hefur það oft vakið upp gremju í manni. Við höfum aldrei átt almenni­legt tón­list­ar­hús og tón­leika­staðir eru alltaf að loka. Borg­ar­yf­ir­völd reyndu lengi að góma mynd­list­ar­mann­inn Banksy sem er héðan og mála yfir verkin hans en þau eru aðeins farin að slaka á núna þar sem hann þénar mikið með list sinni. Það er frekar fúlt hvað það er lítið gert til þess að styðja við bakið á lista­líf­inu hér í borg­inni en engu að síður er það alltaf mjög frjótt og það er alltaf eitt­hvað spenn­andi í gangi. Ég flutti hingað vegna tón­list­ar­innar og sama má segja um Geoff, sem er ekki heldur frá Bristol. Burt­séð frá því hvort senan fær stuðn­ing eða ekki virð­ist hún lifa mjög heil­brigðu og góðu lífi.

Þetta er brot úr ítar­legu við­tali við Adrian Utley sem birt­ist í síð­asta Kjarna. Lestu hann í heild sinni hér.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Brynjar Níelsson
Villuljós
Kjarninn 30. maí 2020
Sigrún Guðmundsdóttir
Okkar SORPA
Kjarninn 30. maí 2020
Laugavegurinn er ein allra vinsælasta gönguleið landsins en gengið er frá Landmannalaugum.
Landinn óður í útivist
Uppselt er í margar ferðir Ferðafélags Íslands og félagið hefur þurft að bæta við ferðum. Níu af hverjum tíu ætla að ferðast innanlands í sumar samkvæmt könnun Ferðamálastofu.
Kjarninn 30. maí 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, er á meðal þeirra þingmanna sem skrifaðir eru á álitið.
Vilja viðurlög vegna brota sem varða verulega almannahagsmuni
Stjórnarandstöðuþingmenn vilja að aðstoðarmenn ráðherra þurfi að bíða í sex mánuði eftir að þeir ljúki störfum áður en þeir gerist hagsmunaverðir.
Kjarninn 30. maí 2020
Hoppuðu áfram eftir að heimsfaraldurinn skall á
Nýsköpunarfyrirtækið Kara Connect fékk óvæntan meðbyr þegar heimsfaraldurinn fór að geisa og ætlar að nýta sér aðstæðurnar til þess að vaxa hraðar en áætlað var. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir framkvæmdastjóri Köru Connect ræddi við Kjarnann.
Kjarninn 30. maí 2020
Leiðtogar ríkisstjórnar Íslands.
34 milljarðar króna í að viðhalda störfum en 27 milljarðar króna í að eyða þeim
Hlutabótaleiðin mun líkast til kosta 45 sinnum meira en upphaflega var lagt upp með. Hún hefur, að mati ríkisendurskoðunar, verið misnotuð á margan hátt til að ná út fé úr ríkissjóði. Nú býðst sömu fyrirtækjum sem hana nýttu ríkisstyrkir til að reka fólk.
Kjarninn 30. maí 2020
Stækkuð og lituð mynd af frumu (bleikur litur) sem er verulega sýkt af SARS-CoV-2 veirunni (grænn litur).
„Eins og líkaminn væri vígvöllur“
Það er varla annað hægt en að bera óttablandna virðingu fyrir lífveru sem hefur eignast tugmilljónir afkomenda um allan heim á nokkrum mánuðum, segir mannerfðafræðingurinn Agnar Helgason sem sjálfur smitaðist og hefur teiknað upp ættartré veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Yfir 4.000 manns hafa látist í Svíþjóð vegna COVID-19. Flest hafa smitin verið í höfuðborginni Stokkhólmi.
Skilja Svíþjóð út undan
Landamæri Danmerkur og Noregs að Svíþjóð verða ekki opnuð um miðjan júní. Þau verða hins vegar opnuð gagnvart Íslandi. Utanríkisráðherra Svíþjóðar segir ákvörðunina pólitíska – ekki vísindalega.
Kjarninn 29. maí 2020
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None