Auglýsing

Þegar geim­farar Apollo 8 slitu sig frá spor­baug jarðar var fók­us­inn allur á stjörn­u­rnar – á tunglið sem þeir nálg­uð­ust eins óðfluga og stál­hylki sem ferð­ast á 40.000 kíló­metra hraða leyfði. Það hafði eng­inn velt fyrir sér hvaða áhrif það hefði að líta til baka á jörð­ina rísa úr sjón­deild­ar­hring tungls­ins; lítla bláa kúlu hang­andi í tóm­inu – svo litla að það er hægt að fela hana á bak við þum­al. Ekk­ert nema næf­ur­þunnt lag af and­rúms­lofti sem heldur í henni líf­inu. Tugir geim­fara hafa lýst sömu upp­lifun­inni – full­kominni sam­kennd. Skiln­ingur á að við séum öll agn­arsmá, klesst saman í einu líf­kerfi. Stríð, póli­tík, menn­ing, meira að segja sjálfið – allt sé þetta mark­laust í heild­ar­mynd­inni. Þeir köll­uðu þetta yfir­sýn.

47 árum síðar og 400.000 kíló­metrum neð­ar, undir þykkri skýja­hulu, ligg ég tíma­bundið örkumla á bíla­stæð­inu fyrir utan hús­næði Söng­skóla Reykja­víkur við Snorra­braut. Það var stormur og ég hafði haldið á tveimur inn­kaupa­pokum fullum af gosi og morg­un­korni. Í þessu varn­ar­lausa ástandi gat ég ekki stöðvað eigin gler­augu frá því að fjúka af nefi mínu og út í móð­una. Ég féll á fjóra fæt­ur, lög­blindur og örvænt­ing­ar­full­ur, fálm­andi í ökkla­djúpum drullu­polli eins og ster­eótýpískur nörd í eitís gam­an­mynd. Weeto­s­pakk­inn gegn­sósa af drullu. Á meðan löbbuðu sál­ar­lausir sam­borg­arar mínir fram hjá mér og létu eins og ég væri jafn ósýni­legur og Ást­þór Magn­ús­son með tóman með­mæla­lista fyrir utan Rúm­fatalager­inn. 

Er ég píri gríð­ar­lega fötluð augu mín út í tómið sé ég drapp­lit­aðan Volkswagen Polo keyra hægt fram hjá mér. Inni í honum situr kona á miðjum aldri í hnýttum ryk­frakka. Hún reynir að bægja sér frá því að horfa í augun á mér en þau læs­ast samt eitt and­ar­tak og það er eins og þau segi við mig: „Þinn sárs­auki varðar mig ekki“. Svo keyrir hún í burtu. Ég er einn eftir í móð­unni. Það eina sem ég heyri er ómur falskra barna sem berst til mín með gnauð­andi vind­in­um.

Auglýsing

Þegar athuga­semda­kerfi við fréttir af inn­flytj­enda­málum fyll­ast af ótta­mar­ineruðu, rang­hug­mynda­fylltu hatri er vin­sæl klisja að tala um nettröll­in. Sama með hómó­fó­b­í­una, kven­hat­rið og aðra fáfræði sem felur á sig á bak við mis­skilda túlkun á mál­frelsi. Nettröllið er til í tómi – ómennsk óværa: „Fólk mundi aldei segja þetta í raun­heim­um.“ Inter­netið hámarkar þá ímynd sem við viljum spegla af okkur – þar höfum við tóm til að móta okk­ur. Sterk­ari skoð­anir sem óma í aðeins straum­línu­lag­aðri berg­máls­klefa. Það sem inter­netið gerir ekki er að gera þig að annarri mann­eskju. Ástæðan fyrir því að fólk segir þessa hluti ekki í „raun­heim­um“ er ekki sú að það hætti skyndi­lega að hugsa þá þegar við förum út úr húsi, heldur af því að við sem þjóð erum svo komp­lexuð og full af nag­andi sjálfs­efa að við segjum eig­in­lega aldrei neitt upp­hátt. Muldrum bara ofan í úlp­urnar okkar og þykj­umst ekki sjá Hrafn Jóns­son þegar hann liggur á fjórum fótum ofan í drullu­polli að leita að gler­aug­unum sín­um.

Þetta er ástæðan fyrir því að við leggjum svona mikla fæð á Sig­mund Dav­íð, langt umfram aðra spillta stjórn­mála­menn og skít­hæla. Það er ekki af því að hann er millj­arða­mær­ing­ur. Það er ekki vegna þess að allur hans stjórn­mála­fer­ill er grund­vall­aður á popúl­ísku kjaftæði. Ekki öll lyga­sýk­in. Ekki einu sinni út af norð­ur­-kóreska ein­ræð­is­brjál­æð­inu sem fær hann til að vilja soga til sín stofn­anir og emb­ætti eins og bólu­grafni strák­ur­inn sem stal af mér öllum Jor­dan-körfu­bolta­mynd­unum mínum í Granda­skóla í skiptum fyrir nokkra John Pax­sona.

Við speglum Sig­mund Davíð nefni­lega í öllu því versta sem við sjáum í okkur sjálf­um. Við notum hann sem frum­mynd sjálfs­á­nægju og hroka – en líka lam­andi ótta og minni­mátt­ar­kennd­ar. Í hvert skipti sem ein­hver mót­mælir hon­um, bendir á mis­brest, afhjúpar ósann­indi þá grefur hann niður hæl­ana, setur upp falskt glott og geltir til baka. Hann getur ekki stillt sig um að svara fyrir sig. Sjálfs­myndin er svo við­kvæm að hún þolir ómögu­lega að opna á þann mögu­leika að eitt­hvað sem hann hafi gert eða sagt sé mögu­lega rangt. Fjöl­miðlar eru á eftir hon­um, mis­skilja vilj­andi allt sem hann seg­ir, gera lítið úr góðum verkum hans. Reyna að láta smá­vægi­legar eignir í skatta­skjóli líta glæp­sam­lega út.

Það er engin auð­mýkt – bara ótti. Hver ein­asti dagur hlýtur að vera eins og prótótýpíska martröðin þar sem hann er í skól­an­um, lítur niður og fattar að hann er ekki í bux­um, og hann þarf að fara með munn­legt algebru­próf - á frönsku - og hvert sem hann snýr sér eru ban­ana­hýði fyrir hann að renna á og teikni­bólur að setj­ast á. Og hann getur aldrei nokkurn tím­ann vakn­að.

Hann, eins og okkur flest, skortir get­una að sjá sjálfan sig í víð­ara sam­hengi - sem part af ein­hverri heild. Það eina sem hann sér er risa­vaxið tunglið nálg­ast á 40.000 kíló­metra hraða í formi eigin rass­gats.

Í sam­an­burði hefur Bjarni Bene­dikts­son litið út eins og nokkuð rök­fast­ur, en þó þreytu­legur og nið­ur­bar­inn með­spil­ari; Mús­sól­íní þessa hern­að­ar­banda­lags (sorrí God­win). Á meðan fjöl­miðlar voru í Benny Hill-elt­inga­leik við for­sæt­is­ráð­erra um alla Reykja­vík að reyna að fá hann til að tjá sig um alla pen­ing­ana sem voru geymdir í skatta­skjóli (ekki af því var ein­hver skatta­legur ávinn­ingur af því, heldur af því að banka­þjón­usta á að vera flókið og kostn­að­ar­samt alþjóð­legt ævin­týri) hefur ein­hver hluti Bjarna kannski trúað því að hann væri slopp­inn.

Að sjálf­sögðu var Bjarni sjálfur með félag í skatta­skjóli. Hann hefur aldrei hitt það sið­ferð­is­lega vafa­sama við­skipta­tæki­færi sem hann hefur ekki flækt sig í, bæði vand­ræða­lega og opin­ber­lega.

Er það bara ég eða eru afsak­an­irnar byrj­aðar að vera eitt­hvað lélegri og and­laus­ari með árun­um? Þegar maður er fjár­mála­ráð­herra gengur eig­in­lega ekki upp að rokka á milli þess að segja „Ég skil eig­in­lega ekki fjár­mál“ og „Ég á svo mikið af pen­ingum að það er gjör­sam­lega ómögu­legt fyrir mig að vita hvar þeir eru allir hverju sinn­i“.

Mesta letin liggur í því að ljúga ein­hverju sem svo aug­ljós­lega og auð­sann­an­lega er ósatt. Hálf­tíma eftir að fjár­mála­ráð­herra til­kynnti okkur frá Key Largo í Flór­ída að hann hafi ekki haft hug­mynd um að þetta ágæta félag væri skráð á ein­hverri geggj­aðri hita­belt­is­eyju steig sér­fræð­ingur hjá Deloitte fram og sagði að sú skýr­ing væri álíka senni­leg og að greind­ar­s­kerti Hol­lend­ing­ur­inn væri að púlla Edward Norton í Primal Fear á okkur öll. Ætli sann­leik­ur­inn liggi ekki ein­hvers­staðar á milli spill­ingar og van­hæfni, eins og oft­ast.

Þeir sem hafa drukkið Aya­hu­asca, sem inni­heldur skyn­breyt­andi efnið DMT, lýsa upp­lifun sem ekki er ósvipuð þeirri sem geim­far­arnir lýstu – hug­ur­inn opnast, hug­myndir um landa­mæri hverfa. Ótti hverfur og í stað­inn opn­ast nýjar leiðir í átt að óhlut­bundnum hug­mynd­um. Sam­kennd, yfir­sýn, nema inn á við. Ein­hverjir skítugir hippar hafa predikað að þessi upp­lifun sé besta tæki­færið til að bjarga heim­inum frá yfir­vof­andi glöt­un. Þegar ég ligg í rúm­inu, halla aftur augum og hugsa til stjarn­anna – til þeirra 536 geim­fara sem hafa horft niður á okkur með raun­veru­legri yfir­sýn, verður allt skýrt. Til þess að öðl­ast ein­hvers konar æðru­laust, sjálfs­með­vitað sam­fé­lag þurfum við sem heild að smala saman öllum ráð­herrum Fram­sóknar og Sjálf­stæð­is­flokks, Ásmundi Frið­riks­syni, Arn­þrúði Karls­dótt­ur, eigna­stýr­ing­ar­deild Lands­bank­ans og öllum íbúum Kjal­ar­ness, moka í þau skyn­breyt­andi efn­um, þakka þeim fyrir sam­ver­una, gefa þeim langt og inni­legt faðm­lag og skjóta þeim svo út í geim.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None