Auglýsing

Nú hef ég verið búsett í Aust­ur-­Evr­ópu í bráðum fjögur ár. Hér hef ég marga fjör­una sopið skal ég segja þér. Borðað skrít­inn mat, drukkið mikið af köldu og dísætu rauð­víni og farið á mis­heppnuð deit. Séð mikið af vondu hári. Gengið á ósýni­lega veggi og grun­laus sví­virt óskráðar regl­ur. Fengið síðan ómak­legar sektir frá karma­lögg­unn­i. 

Ótengt því eða ekki þá hefur ást mín og aðdáun á Íslandi og Íslend­ingum farið ört vax­andi með hverju ári. Föð­ur­lands­heil­kenni þetta er eins og hálf­gerð geð­hvörf, en það lýsir sér í óbeit á heima­land­inu í upp­hafi ferða­lags sem snýst síðan hægt en bít­andi alveg við og verður að ofsa­feng­inni ást á heima­land­inu þannig að allt annað í heim­inum bliknar í sam­an­burð­in­um. Fjar­lægðin gerir fjöllin vissu­lega blá en svo hafa áfanga­stað­irnir auð­vitað áhrif á rela­tí­við. Þannig er tíðnin örugg­lega miklu lægri meðal Íslend­inga sem ferð­ast til Sví­þjóðar en t.d. Rúm­eníu eða Kasakst­an.

Auglýsing

Íslenska vatn­ið, rok­ið, bingó­kúl­urn­ar, spill­ing­in, mamma og pabbi, Vín­búð­in, frænd­hygl­in, húmor­inn, 680 króna kaffi­boll­inn, Gísli Mart­einn, nátt­úran, að skafa bíl­inn, vin­irn­ir, túrist­arn­ir, sund, Korpu­torg, hjarð­hegð­un­in, sá sem þjá­ist af heil­kenn­inu elskar þetta allt saman skil­yrð­is­laust, hvort sem það er gott, hlut­laust eða hand­ó­nýtt. Ekki það að hann sjái ekki hlut­ina í skýru ljósi, hann sér raunar betur eftir ferða­lag­ið, en í þetta skiptið sam­þykkir hann hlut­ina eins og þeir eru og sýnir á köflum óverð­skuldað umburð­ar­lyndi. Hefur húmor fyrir rugl­inu. Örugg­lega svipað því að gifta sig. Maður veit alveg að til­von­andi maki kemur alltaf of seint og hrýtur en sam­þykkir það og myndi jafn­vel ekki vilja breyta því.

Eitt er það sér í lagi sem ein­kennir okkur Íslend­inga. Ég hafði svosem heyrt af því áður en sé það svart á hvítu horft héðan frá aust­ur-­evr­ópsku bæj­ar­dyr­un­um. Það eru rak­ett­urnar í rass­gat­inu á okkur Íslend­ing­um. Mér finnst þetta ekki ein­kenna jafn­aldra mína hér í austr­inu. Hér finnst mér mun hóf­stillt­ari mark­mið sett per mannsævi. Á Íslandi geta allir verið aðal. Haslað sér völl, hver á sínu sviði. Það ætlar eng­inn að vera „bara ein­hver”, allir fá sitt hlut­verk og það er svo dásam­leg­t. 

Allt sem þarf er bara að velja rétta hlut­verkið og það getur verið hvað sem er eins og dæmin sýna: Sigga Kling, Stjörn­u-­Sæv­ar, Hjarta-Tómas og Taln­inga-Tómas, Maggi Texas og Maggi Mix, Marta smarta, Gaui lit­li, Almar í kass­an­um, Gunnar í Kross­in­um, Gillzenegger, Gísli á Upp­söl­um, Solla á Gló, Lækn­ir­inn í eld­hús­inu, Vil­borg pólfari, Kína-Unn­ur, RAX, Berg­lind Festi­val, Fjall­ið, Geiri á Gold­finger, Kolla í Jurta­apó­tek­inu, Kári, Bogi, Suð­u-­Sig­fús og Fröken Reykja­vík. 

Kost­ur­inn við að búa í svona litlu sam­fé­lagi er hve stutt er á topp­inn, svo stutt að allir sem vilja geta tekið sunnu­dags­bíltúr upp­eftir og skoðað sig um. Það er lík­lega eng­inn staður í ver­öld­inni sem orða­til­tækið „að vera stór fiskur í lít­illi tjörn” á betur við en Ísland. Við fæð­umst stór­laxar en ekki loðna. Eng­inn skilur hvernig eilífð­arsmá­blómin röt­uðu í þjóð­söng­inn því erum dug­legt og sjálf­stætt fólk, þrátt fyrir að fíló­sófía Bjarts í Sum­ar­húsum varð­andi skulda­söfnun hafi ekki náð fót­festu. Allir með mik­il­mennsku­brjál­æði eða er það með­al­mennsku­brjál­æði? Stundum hittum við beint í mark eins og á EM 2016. Stundum skorum við sjálfs­mark og fáum rautt og leik­bann eins í hrun­inu. You win some, you lose some. Og þótt þú tap­ir, það gerir ekk­ert til. Og þótt þú tapir skaltu ekki dirfast að draga í land. 

Nú erum við rak­ettu­rass­götin að und­ir­búa ein­hverja rosa­lega flug­elda­sýn­ingu, byggj­andi hótel í mið­bænum eins og við eigum lífið að leysa og svo springur hún kviss bamm búmm og eftir standa rjúk­andi rústir en ég meina þá rífum við okkur bara upp aft­ur. Svona er Ísland og Ísland er land þitt. Love it or leave it. Ég finn fyrir skil­yrð­is­lausri ást og umburð­ar­lyndi. Ég stend og fell með rugl­inu. En ég er með föð­ur­lands­heil­kenn­ið. Ef þú ertu ekki þar ætt­irðu kannski að kíkja til Mold­avíu og koma til baka, það er örugg­lega ein­hver rak­ettan að byrja með beint flug.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None