Auglýsing

Um dag­inn sló ég gamlar launa­tölur inn í verð­lags­reikni­vél og url­að­ist yfir nið­ur­stöð­un­um. Ástæð­an? Jú, þar fékk ég nefni­lega eft­ir­far­andi stað­fest: Ég var með alveg jafn glötuð laun í öll þessi ár og mig minnti. Skyndi­lega bloss­aði upp ein­hvers konar reiði­kergja sem ég hef burð­ast með í rúm fimmtán ár og ég sprakk. 

Ég vissi alveg að ég var með léleg laun þegar ég var nýskriðin út úr háskól­an­um. En að fá það stað­fest á þennan hátt í boði verð­lags­reikni­vél­ar­inn­ar, að sjá svart á hvítu hversu djöf­ul­lega lélegt og lágt þetta rétti­lega var gerði mig gjör­sam­lega brjál­aða. Og rús­ínan í rembu­end­anum var síðan það að gaur­inn á næsta borði, gjarnan með styttri starfs­aldur og minni menntun en ég, var með hærri laun. Mhm. Þessi „gaur” var þarna á hverjum ein­asta vinnu­stað þar sem ég vann næstu árin. Og jú, jú, ég „þorði” svo sann­ar­lega að láta í mér heyra. Ég krafð­ist ítrekað hærri launa í launa­við­töl­um. Var full­kom­lega óhrædd að biðja um hærri laun hvenær sem mér fannst ég eiga það skil­ið. Og þegar ég fékk þau ekki þá sagði ég upp og fór ann­að. En ég er samt ennþá reið. 

Og vit­iði hvað? Mér er kúka­sama þó allur heim­ur­inn viti það. Ég nenni ekki að afsaka það leng­ur, að þykj­ast bara hafa verið sátt við þessi „tæki­færi” sem ég fékk í „eft­ir­sókn­ar­verðum bransa” og bíða svo og von­ast eftir því að hálfur hluti lag­ist af sjálfu sér. Með tím­an­um. Því gott fólk, það tekur ekki bara nokkur miss­eri heldur margar aldir að vinda ofan af 2000 ára gömlu feðra­veld­is­rugli. Ég meina, það er ennþá verið að kalla ákveðin störf „kvenna­störf” í umræð­unni í dag. Karlar stjórna öllum skráðum fyr­ir­tækjum hér á landi og meiri­hluti kvenna, sem ég þekki, hefur upp­lifað kyn­bund­inn launa­mun á eigin skinn­i. 

Auglýsing

Reiðin sjálf er bara svo elegant fyr­ir­bæri og getur verið hel­víti praktísk líka. Fyrir kul­víst og úrvinda fólk eins og mig þá er hún eins og inn­vortis hita­poki og kókaín í nös. Gleymum því heldur ekki að reiði er afl til rétt­lætis því þegar manni er algjör­lega mis­boðið gefur hún manni orku til að breyta því sem er ósann­gjarnt. 

Hér kemur hug­ljúf æskuminn­ing og rétt upp hönd hver ein­asta kona í alheim­inum sem kann­ast við þetta: Frá því ég fór að hækka róm­inn yfir því að hafa vera mis­munað vegna þess að ég er kona, hefur mér verið sagt að hafa róa mig, að vera ekki svona æst og vera ekki. Svona. Reið. Sem barn var ég það feimin að ég faldi mig undir borði á leik­skól­an­um. Feimnin bráði af mér á ung­lings­ár­un­um, guði sé lof (en þó ekki fyrir suma) og þá tók ég eftir einu merki­legu: Mér og vin­konum mínum var stöðugt sagt að róa okk­ur, hætta að hafa hátt og vera ekki svona fyr­ir­ferð­ar­mikl­ar. 

Ég veit ekki betur en karlar séu búnir að vera reiðir síð­ustu tíu þús­und árin. Frá því þeir skriðu út úr hell­inum og börðu hver annan með lurkum og stört­uðu hverri ein­ustu styrj­öld sem herjað hefur á jarð­ar­kringl­unni okk­ar, hafa þeir verið í alveg brjál­uðu skapi. Band­vit­lausir og reið­ir. En það heitir auð­vitað eitt­hvað ann­að: Lífs­bar­átta, grjót­harka, að vera meist­arar upp til hópa og fleira aðdá­un­ar­vert. 

En þegar kemur að konum virð­ist reiðin bara stundum vera sam­fé­lags­lega sam­þykkt. Ég hef til dæmis margoft reiðst þegar ég berst fyrir sjálf­sögðum rétt­indum barn­anna minna. Í þeim til­fellum þykir reiði mín og ákveðni alveg svaka­lega vönduð og ég er sögð dug­leg og góð móð­ir. En þegar ég reið­ist vegna kynja­mis­rétt­is? Þá er ég í ójafn­vægi, æst og stjórn­laus. Þá hefði heim­inum þótt þægi­legra að fá eitt­hvað rólegt, heima­bakað og ein­hverja óræða fimm­tíu ára gamla kven­lega stemmn­ing­u. 

Og svo ég vaði nú úr einu yfir í ann­að, eins og stjórn­lausir reiðir öfga­fem­inistir gera nú gjarn­an: „Fokk ofbeldi” her­ferð UN Women ein­hver? Ég hef heyrt fleiri en einn og fleiri en tvo karla segja: „Var ekki hægt að nota eitt­hvert annað orð en fokk?” Þetta er svo reiði­legt og dóna­legt. Uh...­fokk nei! Ætli þeim myndi líða betur með slógan­ið: „Að­eins minna ofbeldi takk” eða „hæ, væruði til í að hætta að beita okkur ofbeldi ef það hent­ar?” Hefur það mögu­lega hvarflað að ein­hverjum að við séum bara komnar á fokk­ans enda­stöð­ina með þetta og að ekk­ert annað en „fokk” dugi til? Hætt­iði frekar að lemja okkur og/eða byrjið á að hvetja kyn­bræður ykkar til að hætta að lemja okkur ef her­ferð­irnar okkar gegn ofbeldi fara svona fyrir þan­inn brjóst­kass­ann á ykk­ur. 

Já, ég er reið. Og vit­iði hvað? Ég ætla bara að halda áfram að vera fokk­ing reið þangað til hlut­irnir fara að breyt­ast hérna á þessu heim­ili sem við köllum sam­fé­lagið okk­ar. Ég hef ekki tíma til að sitja þæg og bíða næstu 500 árin. Og ekki þið held­ur. #team­reiði

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None