Um dag­inn sló ég gamlar launa­tölur inn í verð­lags­reikni­vél og url­að­ist yfir nið­ur­stöð­un­um. Ástæð­an? Jú, þar fékk ég nefni­lega eft­ir­far­andi stað­fest: Ég var með alveg jafn glötuð laun í öll þessi ár og mig minnti. Skyndi­lega bloss­aði upp ein­hvers konar reiði­kergja sem ég hef burð­ast með í rúm fimmtán ár og ég sprakk. 

Ég vissi alveg að ég var með léleg laun þegar ég var nýskriðin út úr háskól­an­um. En að fá það stað­fest á þennan hátt í boði verð­lags­reikni­vél­ar­inn­ar, að sjá svart á hvítu hversu djöf­ul­lega lélegt og lágt þetta rétti­lega var gerði mig gjör­sam­lega brjál­aða. Og rús­ínan í rembu­end­anum var síðan það að gaur­inn á næsta borði, gjarnan með styttri starfs­aldur og minni menntun en ég, var með hærri laun. Mhm. Þessi „gaur” var þarna á hverjum ein­asta vinnu­stað þar sem ég vann næstu árin. Og jú, jú, ég „þorði” svo sann­ar­lega að láta í mér heyra. Ég krafð­ist ítrekað hærri launa í launa­við­töl­um. Var full­kom­lega óhrædd að biðja um hærri laun hvenær sem mér fannst ég eiga það skil­ið. Og þegar ég fékk þau ekki þá sagði ég upp og fór ann­að. En ég er samt ennþá reið. 

Og vit­iði hvað? Mér er kúka­sama þó allur heim­ur­inn viti það. Ég nenni ekki að afsaka það leng­ur, að þykj­ast bara hafa verið sátt við þessi „tæki­færi” sem ég fékk í „eft­ir­sókn­ar­verðum bransa” og bíða svo og von­ast eftir því að hálfur hluti lag­ist af sjálfu sér. Með tím­an­um. Því gott fólk, það tekur ekki bara nokkur miss­eri heldur margar aldir að vinda ofan af 2000 ára gömlu feðra­veld­is­rugli. Ég meina, það er ennþá verið að kalla ákveðin störf „kvenna­störf” í umræð­unni í dag. Karlar stjórna öllum skráðum fyr­ir­tækjum hér á landi og meiri­hluti kvenna, sem ég þekki, hefur upp­lifað kyn­bund­inn launa­mun á eigin skinn­i. 

Auglýsing

Reiðin sjálf er bara svo elegant fyr­ir­bæri og getur verið hel­víti praktísk líka. Fyrir kul­víst og úrvinda fólk eins og mig þá er hún eins og inn­vortis hita­poki og kókaín í nös. Gleymum því heldur ekki að reiði er afl til rétt­lætis því þegar manni er algjör­lega mis­boðið gefur hún manni orku til að breyta því sem er ósann­gjarnt. 

Hér kemur hug­ljúf æskuminn­ing og rétt upp hönd hver ein­asta kona í alheim­inum sem kann­ast við þetta: Frá því ég fór að hækka róm­inn yfir því að hafa vera mis­munað vegna þess að ég er kona, hefur mér verið sagt að hafa róa mig, að vera ekki svona æst og vera ekki. Svona. Reið. Sem barn var ég það feimin að ég faldi mig undir borði á leik­skól­an­um. Feimnin bráði af mér á ung­lings­ár­un­um, guði sé lof (en þó ekki fyrir suma) og þá tók ég eftir einu merki­legu: Mér og vin­konum mínum var stöðugt sagt að róa okk­ur, hætta að hafa hátt og vera ekki svona fyr­ir­ferð­ar­mikl­ar. 

Ég veit ekki betur en karlar séu búnir að vera reiðir síð­ustu tíu þús­und árin. Frá því þeir skriðu út úr hell­inum og börðu hver annan með lurkum og stört­uðu hverri ein­ustu styrj­öld sem herjað hefur á jarð­ar­kringl­unni okk­ar, hafa þeir verið í alveg brjál­uðu skapi. Band­vit­lausir og reið­ir. En það heitir auð­vitað eitt­hvað ann­að: Lífs­bar­átta, grjót­harka, að vera meist­arar upp til hópa og fleira aðdá­un­ar­vert. 

En þegar kemur að konum virð­ist reiðin bara stundum vera sam­fé­lags­lega sam­þykkt. Ég hef til dæmis margoft reiðst þegar ég berst fyrir sjálf­sögðum rétt­indum barn­anna minna. Í þeim til­fellum þykir reiði mín og ákveðni alveg svaka­lega vönduð og ég er sögð dug­leg og góð móð­ir. En þegar ég reið­ist vegna kynja­mis­rétt­is? Þá er ég í ójafn­vægi, æst og stjórn­laus. Þá hefði heim­inum þótt þægi­legra að fá eitt­hvað rólegt, heima­bakað og ein­hverja óræða fimm­tíu ára gamla kven­lega stemmn­ing­u. 

Og svo ég vaði nú úr einu yfir í ann­að, eins og stjórn­lausir reiðir öfga­fem­inistir gera nú gjarn­an: „Fokk ofbeldi” her­ferð UN Women ein­hver? Ég hef heyrt fleiri en einn og fleiri en tvo karla segja: „Var ekki hægt að nota eitt­hvert annað orð en fokk?” Þetta er svo reiði­legt og dóna­legt. Uh...­fokk nei! Ætli þeim myndi líða betur með slógan­ið: „Að­eins minna ofbeldi takk” eða „hæ, væruði til í að hætta að beita okkur ofbeldi ef það hent­ar?” Hefur það mögu­lega hvarflað að ein­hverjum að við séum bara komnar á fokk­ans enda­stöð­ina með þetta og að ekk­ert annað en „fokk” dugi til? Hætt­iði frekar að lemja okkur og/eða byrjið á að hvetja kyn­bræður ykkar til að hætta að lemja okkur ef her­ferð­irnar okkar gegn ofbeldi fara svona fyrir þan­inn brjóst­kass­ann á ykk­ur. 

Já, ég er reið. Og vit­iði hvað? Ég ætla bara að halda áfram að vera fokk­ing reið þangað til hlut­irnir fara að breyt­ast hérna á þessu heim­ili sem við köllum sam­fé­lagið okk­ar. Ég hef ekki tíma til að sitja þæg og bíða næstu 500 árin. Og ekki þið held­ur. #team­reiði

Viltu styrkja sjálfstæða íslenska fjölmiðlun?
Lesendur Kjarnans geta kosið að greiða fast mánaðarlegt framlag til fjölmiðilsins til að efla starfsemi hans enn frekar. Markmiðið er upplýstari, gagnrýnni og málefnalegri umræða. Hjálpið okkur við að ná því markmiði með því að ganga til liðs við Kjarnasamfélagið.
Þingmenn Sjálfstæðisflokks vilja ekki hafa fund með Ólafi opinn
Brynjar Níelsson víkur úr stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins í Búnaðarbankamálinu, en tjáir sig um það við Fréttablaðið í dag. Hann er þeirrar skoðunar að fundur með Ólafi Ólafssyni ætti ekki að vera opinn almenningi og fjölmiðlum.
28. apríl 2017 kl. 15:01
Gunnar Smári Egilsson
Ingi Freyr: Gunnar Smári gaf starfsfólki ranga mynd af stöðu Fréttatímans
Gunnar Smári Egilsson sannfærði starfsfólk um það í febrúar síðastliðnum að rekstur Fréttatímans væri tryggður, og talaði fólk ofan af því að taka öðrum starfstilboðum. Á þeim tíma hafði ekki verið greitt í lífeyrissjóði fyrir starfsfólk í nokkra mánuði.
28. apríl 2017 kl. 13:45
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Manndráp í beinni á Facebook Live
28. apríl 2017 kl. 13:00
Óttarr Proppé er heilbrigðisráðherra.
Þyrftum að útskrifa tvöfalt fleiri heimilislækna
Síðustu ár hafa að meðaltali átta heimilislæknar útskrifast á Íslandi. Þeir þyrftu að vera tæplega tvöfalt fleiri. Stjórnvöld þurfa að grípa inn í til að ekki verði skortur á næstu árum. Skortur er í fleiri sérgreinum, til dæmis geðlæknisfræðum.
28. apríl 2017 kl. 11:37
Ari Trausti Guðmundsson
Ríkisfjármálaáætlun fellur á loftslagsprófi
28. apríl 2017 kl. 10:07
Hópur íslenskra fjárfesta hefur keypt hlut Glitnis í Stoðum.
Ekkert gefið upp um sölu á hlut Glitnis í Stoðum
Forstjóri Glitnis HoldCo var ekki tilbúinn að svara spurningum um sölu á hlut félagsins í Stoðum.
28. apríl 2017 kl. 9:00
Verðmiðinn á stoðtækjafyrirtækinu Össuri er nú tæplega 220 milljarðar króna. Össur er, ásamt Marel, langsamlega vinsælasta fyrirtækið á íslenska markaðinum.
Rekstur Össurar heldur áfram að vaxa og dafna
Forstjóri Össurar segir reksturinn á fyrstu þremur mánuðum ársins hafa gengið vel.
28. apríl 2017 kl. 8:00
Ármann Þorvaldsson tekur við af Sigurði Atla Jónssyni sem forstjóri Kviku.
Ármann sagður taka við stjórnartaumunum hjá Kviku
Sigurður Atli Jónsson er hættur störfum hjá Kviku banka og Ármann Þorvaldsson, hefur verið stjórnandi hjá Virðingu, er sagður vera að taka við sem forstjóri, samkvæmt fréttum Vísis og Viðskiptablaðsins.
27. apríl 2017 kl. 23:04
Meira úr sama flokkiKjaftæði