Auglýsing

Ég stóð í eldhúsinu í gær og var að þrífa nýja eldfasta mótið mitt þegar ég heyrði lag í útvarpinu. Glowie kallar listamaðurinn sig og er rétt að komast á bílprófsaldur. Hæfileikarík íslensk stúlka sem var að skrifa undir stóran útgáfusamning við erlent plötufyrirtæki um daginn. Ég hafði heyrt þetta lag nokkrum sinnum áður og haft temmilega gaman af, en í gær stóð ég mig að því að hugsa „þetta er frábært lag“.

Spólum til baka.

Auglýsing

Í kringum aldamótin síðustu sat ég ásamt vini mínum í herberginu hans á föstudagskvöldi þar sem við drukkum bjór af tegundinni Faxe og hlustuðum á rapp. Á sama tíma sat fimmtugur faðir vinar míns í stofunni með vini sínum að drekka bjór, mjög sennilega af gerðinni Löwenbräu, og alveg örugglega að hlusta á Creedence eða ELO. Þegar vinurinn (ekki minn heldur pabbans) var búinn að fá sér nokkra kom hann inn í herbergi og heilsaði upp á okkur strákana.

„Hvað segiði strákar, eruð þið að hlusta á rapp? Já, ég hlusta stundum á rapp í bílnum. Ég er mjög hrifinn af Enemy. Hlustið þið ekkert á Enemy? Hann er flottur sko.“

Æ, æ, æ … elsku kallinn. Hann var reyndar örugglega ekkert að ljúga því þegar hann sagðist hlusta á téðan Enemy í bílnum, jafnvel þó hann vissi ekki alveg upp á hár hvað hann héti. Okkur fannst hann bara eiga að vera frammi að hlusta á Eagles eins og eðlilegur maður um fimmtugt, enda við eðlilegir og hrokafullir drengir um tvítugt.

Spólum áfram til gærdagsins.

Þarna stóð ég næstum fertugur í eldhúsinu, skrúbbandi eldfast mót að hugsa um það hvað Glowie væri nú flottur listamaður. Hvað ég væri nú með puttann á púlsinum að vita hver hún væri. „Ætli hún sé búin að gefa út plötu? Ég verð nú að tékka á fleiri lögum með henni. Heitir hún annars ekki örugglega Glowie?“

Úff.

Var ég raunverulega hrifinn af þessu, eða var ég örvæntingarfulli gamli maðurinn að reyna að vera með? Þegar maður er kominn á minn aldur er nefnilega í raun aðeins tvennt í stöðunni:

a) Að fussa og sveia yfir lögum unga fólksins

b) Að reyna að fylgjast með, en vera pínu glataður fyrir vikið

Ef við förum síðan aðeins í hinn vinsæla samkvæmisleik sem gengur út á að finna eitthvað sem manni þótti frábært þegar maður var ungur, taka árafjöldann sem hefur liðið síðan þá, nema bakka um jafnmörg ár frá þessu sem manni þótti frábært, þá kemur ýmislegt í ljós. Metallica eru Stones, Soundgarden eru Genesis og Green Day eru Slade. Að hlusta á nýjar plötur með þessum hljómsveitum í dag er bæði tónlistarleg og tilvistarleg uppgjöf. En ef fertugur maður setur Aron Can á fóninn — þá breytist hann í gif.

Bara það að ég sé að skrifa orðið gif gerir mig að þessu sama gifi. Þið vitið öll hvaða gif ég er að tala um. Steve Buscemi í skopparafötum með hjólabretti að reyna að falla inn í hópinn. „Sælir krakkar!“ Ef þú ert um tvítugt veistu auðvitað ekkert hvað skopparaföt eru og nafnið Steve Buscemi segir þér álíka mikið og nafnið Bessi Bjarnason. En þú þekkir gifið.

Já, það er ömurlegt að eldast. Þú og vinir þínir munið eiga innihaldsríkar og grafalvarlegar samræður um ykkar eigin hægðir, þú munt hræðast unglinga fyrir utan búðir, þú verður pínu rasisti, þú verður reiður ef einhver endurgerir bíómynd sem þú sást í gamla daga … og hvaða hryllilega skrumskæling er þetta á Fröken Reykjavík? Er ekkert heilagt lengur? Ef þú rambar síðan á frosinn kjúkling á tilboði muntu verða raunverulega spenntur og kaupa jafnmarga og frystirinn þinn ber. Troða þeim í fjölnota pokann þinn og keyra heim í dauðans ofboði. „Allir frá! Ég er með frystivöru hérna!“ Að lokum ert þú dæmdur til að vera hallærislegur, hvað sem þú hlustar á.

Og þess vegna ætla ég að hætta að reyna. Það skiptir hvort eð er engu máli hvað ég geri. Það er örugglega ný plata með einhverjum næntíshetjum rétt handan við hornið. Þið unga fólk megið eiga ykkar Young Thug og GKR. Ég er farinn að þrífa eldfasta mótið mitt og hlusta á gömlu dansana.

Höfundur biðst velvirðingar á poppkúltúrtilvísunum í pistlinum sem kunna að vera úreltar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Boðuð útgjaldaaukning Pírata er ekki fullfjármögnuð
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Halldóru Mogensen um að kosningaloforð Pírata séu fullfjármögnuð með nýjum tekjuöflunarleiðum.
Kjarninn 16. september 2021
Jón Steindór Valdimarsson
Drifkraftur nýrra lausna í loftslagsmálum
Kjarninn 16. september 2021
Mikil skekkja er í útreikningum Pírata á helstu tekjuöflunarleiðinni sem flokkurinn sá fyrir að fjármagna kosningaloforð sín með.
Tugmilljarða skekkja í útreikningum Pírata á helstu tekjuöflunaraðgerð þeirra
Þingmaður Pírata segir að flokkurinn sé að endurskoða útreikninga sína á áhrifum 3,75 prósentustiga hækkunar efsta þreps tekjuskattskerfisins, eftir að bent var á að þar skeikaði tugmilljörðum.
Kjarninn 16. september 2021
Jóhann S. Bogason
Vesalings Færeyingarnir
Kjarninn 16. september 2021
Kolefnisgjald leggst meðal annars á bensín og dísil olíu.
Meirihluti stjórnmálaflokka vill hækka kolefnisgjald
Passa verður að kolefnisgjald leggist ekki þyngst á þau sem minnst hafa á milli handanna að mati þeirra flokka sem vilja hækka kolefnisgjald. Útblástur frá vegasamgöngum er helsta uppspretta losunar sem er á beinni ábyrgð Íslands.
Kjarninn 16. september 2021
Liðin tíð að Bandaríkin veiti Íslandi aðstoð „vegna góðvildar“
Íslendingar þurfa tromp á hendi til að vekja áhuga Bandaríkjanna til að styðja landið diplómatísk í alþjóðasamfélaginu og veita viðskiptalegar eða efnahagslegar ívilnanir, að því er fram kemur í þættinum Völundarhús utanríkismála Íslands.
Kjarninn 16. september 2021
Völunarhús utanríksmála Íslands
Völunarhús utanríksmála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 3: Áhugi Bandaríkjanna á Íslandi
Kjarninn 16. september 2021
Svona eru líkur frambjóðenda á að komast á þing
Sitjandi þingmenn, og einn flokksformaður, eru í mikilli hættu á að missa þingsæti sitt í komandi kosningum. Mikil endurnýjun er í kortunum en alls 27 frambjóðendur sem sitja ekki á þingi eru líklegir til að ná þingsæti.
Kjarninn 16. september 2021
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None