Auglýsing

Ég stóð í eld­hús­inu í gær og var að þrífa nýja eld­fasta mótið mitt þegar ég heyrði lag í útvarp­inu. Glowie kallar lista­mað­ur­inn sig og er rétt að kom­ast á bíl­prófs­ald­ur. Hæfi­leik­a­rík íslensk stúlka sem var að skrifa undir stóran útgáfu­samn­ing við erlent plötu­fyr­ir­tæki um dag­inn. Ég hafði heyrt þetta lag nokkrum sinnum áður og haft temmi­lega gaman af, en í gær stóð ég mig að því að hugsa „þetta er frá­bært lag“.

Spólum til baka.

Auglýsing

Í kringum alda­mótin síð­ustu sat ég ásamt vini mínum í her­berg­inu hans á föstu­dags­kvöldi þar sem við drukkum bjór af teg­und­inni Faxe og hlust­uðum á rapp. Á sama tíma sat fimm­tugur faðir vinar míns í stof­unni með vini sínum að drekka bjór, mjög senni­lega af gerð­inni Löwen­bräu, og alveg örugg­lega að hlusta á Creedence eða ELO. Þegar vin­ur­inn (ekki minn heldur pabbans) var búinn að fá sér nokkra kom hann inn í her­bergi og heils­aði upp á okkur strák­ana.

„Hvað seg­iði strák­ar, eruð þið að hlusta á rapp? Já, ég hlusta stundum á rapp í bíln­um. Ég er mjög hrif­inn af Enemy. Hlustið þið ekk­ert á Enemy? Hann er flottur sko.“

Æ, æ, æ … elsku kall­inn. Hann var reyndar örugg­lega ekk­ert að ljúga því þegar hann sagð­ist hlusta á téðan Enemy í bíln­um, jafn­vel þó hann vissi ekki alveg upp á hár hvað hann héti. Okkur fannst hann bara eiga að vera frammi að hlusta á Eag­les eins og eðli­legur maður um fimm­tugt, enda við eðli­legir og hroka­fullir drengir um tví­tugt.

Spólum áfram til gær­dags­ins.

Þarna stóð ég næstum fer­tugur í eld­hús­inu, skrúbbandi eld­fast mót að hugsa um það hvað Glowie væri nú flottur lista­mað­ur. Hvað ég væri nú með putt­ann á púls­inum að vita hver hún væri. „Ætli hún sé búin að gefa út plötu? Ég verð nú að tékka á fleiri lögum með henni. Heitir hún ann­ars ekki örugg­lega Glowi­e?“

Úff.

Var ég raun­veru­lega hrif­inn af þessu, eða var ég örvænt­ing­ar­fulli gamli mað­ur­inn að reyna að vera með? Þegar maður er kom­inn á minn aldur er nefni­lega í raun aðeins tvennt í stöð­unni:

a) Að fussa og sveia yfir lögum unga fólks­ins

b) Að reyna að fylgj­ast með, en vera pínu glat­aður fyrir vikið

Ef við förum síðan aðeins í hinn vin­sæla sam­kvæm­is­leik sem gengur út á að finna eitt­hvað sem manni þótti frá­bært þegar maður var ung­ur, taka ára­fjöld­ann sem hefur liðið síðan þá, nema bakka um jafn­mörg ár frá þessu sem manni þótti frá­bært, þá kemur ýmis­legt í ljós. Metall­ica eru Sto­nes, Sound­gar­den eru Genesis og Green Day eru Slade. Að hlusta á nýjar plötur með þessum hljóm­sveitum í dag er bæði tón­list­ar­leg og til­vist­ar­leg upp­gjöf. En ef fer­tugur maður setur Aron Can á fón­inn — þá breyt­ist hann í gif.

Bara það að ég sé að skrifa orðið gif gerir mig að þessu sama gifi. Þið vitið öll hvaða gif ég er að tala um. Steve Buscemi í skopp­ara­fötum með hjóla­bretti að reyna að falla inn í hóp­inn. „Sælir krakk­ar!“ Ef þú ert um tví­tugt veistu auð­vitað ekk­ert hvað skopp­ara­föt eru og nafnið Steve Buscemi segir þér álíka mikið og nafnið Bessi Bjarna­son. En þú þekkir gif­ið.

Já, það er ömur­legt að eld­ast. Þú og vinir þínir munið eiga inni­halds­ríkar og grafal­var­legar sam­ræður um ykkar eigin hægð­ir, þú munt hræð­ast ung­linga fyrir utan búð­ir, þú verður pínu ras­isti, þú verður reiður ef ein­hver end­ur­gerir bíó­mynd sem þú sást í gamla daga … og hvaða hrylli­lega skrum­skæl­ing er þetta á Fröken Reykja­vík? Er ekk­ert heil­agt leng­ur? Ef þú rambar síðan á fros­inn kjúkling á til­boði muntu verða raun­veru­lega spenntur og kaupa jafn­marga og frystir­inn þinn ber. Troða þeim í fjöl­nota pok­ann þinn og keyra heim í dauð­ans ofboði. „Allir frá! Ég er með frysti­vöru hérna!“ Að lokum ert þú dæmdur til að vera hall­æris­leg­ur, hvað sem þú hlustar á.

Og þess vegna ætla ég að hætta að reyna. Það skiptir hvort eð er engu máli hvað ég geri. Það er örugg­lega ný plata með ein­hverjum næntís­hetjum rétt handan við horn­ið. Þið unga fólk megið eiga ykkar Young Thug og GKR. Ég er far­inn að þrífa eld­fasta mótið mitt og hlusta á gömlu dansana.

Höf­undur biðst vel­virð­ingar á popp­kúlt­úrtil­vís­unum í pistl­inum sem kunna að vera úrelt­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None