„Þú getur ekki verið femínisti ef þú hristir rassinn á þér svona“

Auglýsing

VÍST.

Fyrir þrettán árum síðan gerð­ist það einn dag­inn að bakið á mér, tví­tugri kon­unni var eins og það væri stein­steypt. Ég fór til læknis því að bakeymsli eru algeng í móð­ur­ætt­inni og ég var á nál­um. Hann ráð­lagði mér að fara í sjúkra­þjálfun en ég sagði að það þætti mér aga­lega leið­in­legt. „En maga­dans? Ég hef heyrt að það liðki og styrki…” Ónei, and­skot­inn, nei. Mér fannst þetta svo nið­ur­lægj­andi fyrir konur og átti erfitt með að sjá mig fyrir mér sveiflandi bumbunni (sem var ekki til stað­ar, bara bjöguð sjálfs­mynd eftir ára­tug í ball­et)… svo ég fór í sjúkra­þjálf­un. Það fannst mér svo leið­in­legt að ég ákvað að prófa maga­dans.

Í Kram­hús­inu tók á móti mér arab­ískur kvikur mað­ur, um höfð­inu lægri en ég, sem tal­aði bara arab­ísku og dönsku. Full­kom­ið. Eftir eitt lag hafði ég fundið mig. Ég mátti og átti að hrist­ast og gat æft dönsk­una í leið­inni. Maga­dans var ekki það sem ég hélt – að ein kona dansi í reyk­fylltu bak­her­bergi fyrir hóp karla er nið­ur­lægj­andi. En maga­dans er kvenna­hobbí – og teng­ist hand­verki og munn­legri geymd og það er borin mikil virð­ing fyrir honum þaðan sem hann kem­ur. Hann er not­aður til að gera grín að því að minn lík­ami sé öðru­vísi en þinn, konur dansa sig í gegnum túr­verki og jafn­vel fæð­ingar og í þessum tíma burt frá mögu­legu snemm­brjósklosi.

Maga­dans er frjó­sem­is­dans og líka til að treysta vin­kvenna­bönd. Dans­inn er eld­gam­all, upp­haf­lega dans­aður af körlum og konum í tengslum við upp­skeru og árs­tíðir en eftir að trú­ar­brögð komust í fast­ara form þar sem konur fengu lítil völd var dans bann­að­ur. Kon­urnar héldu þó áfram að dansa, einar og leyni­lega og lifði dans­inn í kven­legri munn­legri geymd, eins og sög­urnar okk­ar. Maga­dans sem fer fram í reyk­mett­uðum bak­her­bergjum fyrir karl­manns­á­horf­endur er meiri nekt­ar­dans en maga­dans, og eins öfugt og það hljóm­ar: Mik­il­vægur liður í sjálf­stæði kvenna í Mið-Aust­ur­löndum á ákveðnum tíma, þar sem konur með tak­mörkuð atvinnu­tæki­færi gátu hlaup­ist á brott og unnið fyrir sér án þess að vera vænd­is­konur (svipað eins og Burlesque-ið í Banda­ríkj­un­um). Dans­inn er í dag leið þeirra út úr feðra­veld­inu og blómstrar nú víðar í heim­in­um. Fær­ustu dans­ar­arnir hafa komið sér í burtu og dansa utan Mið-Aust­ur­landa, t.d. í New York, Los Ang­el­es, Berlín, Prag og Stokk­hólmi, vest­rænum konum til mik­illar gleð­i.
Margir tengja mag­and­ans­inn við kvenna­búr­in. Þar þró­að­ist dans­inn og strúktúr komst á spor og fleira. Fær­ustu maga­dans­meyj­arnar ferð­uð­ust á milli og kenndu stúlk­unum þar, og innan skamms fóru þessir far­and­kenn­arar að stunda njósn­ir. Svo má ekki gleyma þeirri stað­reynd að kvenna­búr voru á tíma­bili eina tæki­færi kvenna á þessum stöðum til nokk­urs konar mennt­un­ar.

Eftir að hafa vakið á mér mjaðmirnr í maga­dansi var næsta stopp Bollywood. Bollywood kemur með kvik­mynd­unum og þar er að finna sterkar og marglaga kven­per­són­ur. Lengi vel styrktu mynd­irnar hefð­bundin gildi, en síð­ustu tutt­ugu árin hafa komið fram sjálf­stæðar per­sónur sem fara ekki eftir norm­inu og það eru mynd­irnar sem raka mest inn: Konur sem stofna sinn eigin biss­ness, vilja ekki gifta sig bara ein­hverjum og svo fram­veg­is. Stjörnufakt­or­inn þar hefur ljáð fjölda ind­verskra kvenna áhrifa­hrödd, til dæmis í verk­efn­inu „Bollywood Act­ors Stand Up Aga­inst Violence.“

Ég reyndi og reyndi að klára háskóla­próf, en svo fór sem fór að mennt­uð­ust varð ég í maga­dansi og Bollywood. Án þess að gera lítið úr lækna­vís­indum hef ég hjálpað fjölda kvenna úr prís­und bak­verkja, á yfir 15 dans­börn (sumar komu með frjó­sem­is­vanda­mál, ekki all­ar), og það sem er mik­il­vægast: Hjálpað alls konar lík­ömum að skilja að þeir séu fal­leg­ir, þokka­fullir og að það sé pláss fyrir þá í dans­sölum og á sviðum heims­ins.

Auglýsing

Og blessað twerkið

Eftir að hafa staðið að rassa­hristum í nokkur ár í Kram­hús­inu kom ósk um það að kenna hinn óljósa dans­stíl „Beyoncé-d­ansa.“ Jú, ég gæti það með minn bak­grunn. Við byrj­uðum á einu nám­skeiði, sem fyllt­ist … og svo fram­vegis svo í fyrsta sinn sem þetta var kennt voru kennd sex nám­skeið.

Áður en lengra er haldið minni ég á að það sem Miley Cyrus gerði á VMA fyrir nokkrum árum er ekki twerk. Það var eitt­hvað aga­lega ómenntað skak, og virt­ist mitt á milli þess að tvista og gera shim­my. En nóg um það.

Prófið að setja gott danslag á nálægt barn sem er nýfarið að standa upp­rétt. Hvernig hreyfir barnið sig? Jú, það beygir sig í hnjánum svo mjaðma­grindin hreyf­ist til og frá. Þetta er twerk. Eðli­leg og nátt­úru­leg gleði­hreyf­ing sem ein­hvers staðar á leið­inni við förum að merkja sem „dóna­lega“ og „ekki fyrir mig.“ Að skaka til mjöðmunum er auð­veldasta leiðin til að losa um end­or­fín (ok, mögu­lega eru „dóna­leg­ar” aðstæður þar að baki). Hvaða leik­hús­rotta kann­ast ekki við hina stór­kost­legu æfingu „fuck the wall“ eða „fuck the floor“ sem gengur út á nákvæm­lega það að hífa upp móral­inn með því end­or­fín­inn­spít­ingu?

Ég hef lesið komment um mig á vef­miðlum að ég megi hreint ekki kalla mig femínista því að ég sé maga­dans­mær og sé að kenna konum ein­hvern klám­d­ans ofan á það. Ég er 100% viss um að þeir sem þetta skrifa hafa aldrei mætt í tíma til mín, né þekkja til fólks sem hefur mætt. Ég get alla­vega stað­fest að rassa­köst í anda Beyoncé, hrist­ingar ýmis­konar í maga­dansi og Bollywood og þokka­leik­fimin í burlesque eru vald­efl­andi fyrir þær konur sem flotið hafa í gegnum sal­inn hjá mér. Dans­inn sem ég kenni og stunda snýst um að fagna lík­am­anum sín­um, fyrir sig, á sínum for­sendum og ekki fyrir neinn ann­an. Tím­arnir snú­ast ekki um að grenna sig, telja kalor­íur eða móta lík­amann á einn eða neinn hátt. 
Spor Beyoncé spretta ekki upp úr nýlegum klám­popp­kúlt­úr, heldur úr götu­dansi, afrískum dansi, social dönsum og fleiru. 
Að segja að rassa­köst séu nið­ur­lægj­andi er fárán­legt og sýnir lít­inn skiln­ing á hvaðan sporin koma, og jafn­vel finnst mér léttur hvítra­konu­femín­ismi að for­dæma þau blákalt ein­göngu því þau eru þokka­full. Þau eru þokka­full því þau eru fram­kvæmd í sjálfs­ör­yggi. Prófið að syngja lag og twerka á meðan og segið mér svo að það sé eitt­hvað easy way out til að fela hæfi­leika­leysi á tónsvið­inu.

Femínistar eru alls kon­ar. Ef Beyoncé telst ekki femínisti vegna þess hvernig hún klæðir sig eða dans­ar, hver telst það þá? Ef ég má ekki hrista á mér app­el­sínu­húð­ina eins og mér nákvæm­lega sýn­ist án þess að missa ein­hver femínista­stig þá finnst mér þetta asna­legur leik­ur. Þetta minnir mig nú bara á kommentið fræga sem María Lilja fékk einu sinni: „Bíddu, hún er sko með vara­lit á mynd­inn­i... er hún þá femínist­i?“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði