Auglýsing

Reglu­lega fæ ég tölvu­pósta og fyr­ir­spurnir frá fólki víðs vegar að þar sem ég er beðin um að veita holl­ráð og aðstoð, enda er ég yfir­gnæf­an­lega mik­il­væg og hæfi­leik­a­rík og er með svör við öllu. Ekk­ert af þessu er satt. En ég er góður hlust­andi og dug­leg að hugsa í lausn­um. Það er líka bara ákveð­inn léttir sem felst í því að játa fyrir öðrum syndir sínar og fá til baka: „Oh já, svo­leið­is, já ég hef lent í þessu lík­a.“ Því langar mig að deila nokkrum ráðum með ykk­ur, kæru les­end­ur, svo þið getið verið jafn frá­bær og ég.

  • Geymdu ilm­kerti og eld­spýtu­stokk inn á baði. Það er fátt minna heill­andi en að dúndra úr sér einum hnull­ung og hafa svo húsið ang­andi langt fram eftir degi, sér­stak­lega ef þú býrð í oggu poggu stúd­íó­í­búð. En jafn­vel verra er að þurfa að fara fram, ná í kveikjara eða eld­spýtur og fara svo aftur inn á bað. Ef gestir eru við­staddir vita allir nákvæm­lega hvað þú varst að gera.

  • Jóla­ljósa­ser­íur skulu settar upp í lok sept­em­ber og ekki teknar niður fyrr en þú getur vaknað með sól­inni. Jólin hafa í raun sára­lítið með þetta að gera, það er bara svo fjandi dimmt á þess­ari mold­ar­hrúgu sem skagar upp úr haf­inu að eitt­hvað verða menn til bragðs að taka til að draga úr skamm­deg­is­þung­lynd­inu. Ég er með eina hlýgula seríu í svala­dyr­unum mín­um. Þú veist, svo ég opni þær ekki og fleygi mér fram af.

  • Hafðu ávallt til eins­konar sjúkra­kassa við tumbur­mönnum til­bú­inn áður en þú ferð að djamma. Settu fullan brúsa af vatni á nátt­borð­ið, fylltu ísskáp­inn af bláum Gatorade og taktu soja nagg­ana úr fryst­inum því þú ert ekki að fara að „elda“ neitt á morg­un. Ann­ars lend­irðu í því að þurfa að labba alla hund­rað metrana í háskóla­búð­ina á horn­inu með blóð­hlaupin augu og lík­amann að spila rúl­lettu milli nið­ur­gangs og upp­kasta. Svo skaltu hugsa til baka og velta þér uppúr öllum mis­tökum gær­kvölds­ins. En þú getur alla­vega huggað þig við þá stað­reynd að þú átt þetta allt saman gjör­sam­lega skilið.

  • Vertu dug­leg að líta á björtu hlið­arn­ar. Ef þú verður ógeðs­lega þunn og manst svo allt í einu eftir pistl­inum sem þú átt að skila inn sam­dæg­urs hef­urðu alla­vega nógu góða ástæðu til að skrópa í skól­anum og sleppa því að fara í spinn­ing. „Æi, ég kemst ekki í dag. Ég er sko að skrifa pistil fyrir Mann­líf.“ Nei, Rut. Þú kemst ekki í spinn­ing í dag vegna þess að þú slátraðir hálfri vod­kaflösku og þambaðir rauð­vín í kringum þrjúleytið í nótt.

  • Aldrei þamba rauð­vín.

  • Hættu að drekka. Ég var edrú í rúmt ár fyrir gær­kvöldið en eins og sannur vís­inda­maður varð ég að taka A-B-A-B rann­sókn­ar­sniðið á þetta. Ég man ekki alveg hvernig það gengur fyrir sig en það er svona sirka svona: A: drekka mik­ið, fá djamm­visku­bit og þynnku. B: hætta að drekka. A: byrja aftur að drekka – fá djamm­visku­bit og þynnku. B: ákveða að hætta aftur að drekka. Mér sýn­ist nið­ur­stöð­urnar nokkuð aug­ljós­ar.

Auglýsing

Þetta þarf ekki að vera flókn­ara, partur af því að verða full­orð­inn er ein­fald­lega að læra að drekka af ábyrgð og öryggi. Að læra að vera félags­lyndur og í stuði án þess að verða haus­laus, fá sér hvítvín með mat eða einn bjór eftir vinnu. Go big or go home á ekki alltaf við. Sér­stak­lega þegar þú leitar sökum þynnku í svaða­lega subbu­legan mat en vegna óþols fyrir glút­eni, laktósa og almennri ham­ingju verð­urðu bara ennþá veik­ari. Því ætla ég að afneita áfengi, flytj­ast til Tíbet og hug­leiða mig inn í innri frið. Eða þúst, bara taka því rólega og gera betur næst.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði