Auglýsing

Ég sný lykl­inum í skránni. Ein­hverra hluta vegna þarf að toga hún­inn upp í stað­inn fyrir niður um leið og lykl­inum er juggað til í skrá­argat­inu. Það tekur mig næstum hálfa mín­útu að opna dyrn­ar. Ég geng niður dimmar tröppur í gegnum hland­ský­ið. Stundum gleym­ist að læsa og þá kom­ast rón­arnir inn í and­dyr­ið. Á gang­inum eru allir veggir útkrot­að­ir. Ég skima í myrkr­inu eftir okkar hurð, sem ég finn að lokum með dyggri aðstoð kveikjar­ans. „Ætl­aði hel­vítis kall­inn ekki að vera búinn að redda þessum ljósum fyrir löng­u?“ hugs­aði ég, en ég gat ekki rekið á eftir honum því við skuld­uðum leigu.

Hljóm­sveita­ræf­ingin átti að hefj­ast fyrir 20 mín­út­um, en samt er ég fyrstur á stað­inn. Inni í her­berg­inu okkar er dauf kanna­bis­lykt, enda á bassa­leik­ar­inn í hinu band­inu það til að laum­ast inn eftir mið­nætti með vinum sínum til að reykja. Nokkrum mín­útum á eftir mér birt­ist trommu­leik­ar­inn í minni hljóm­sveit. Hann heldur á volgum Subwa­y–bræð­ingi í glærum plast­poka. Hann var bara að vakna, enda var hann lengi að í gær. „Hvert fórstu eftir Ell­ef­una?“ spyr ég og fæ alla sól­ar­sög­una, eða það af henni sem hann man. Gít­ar­leik­ar­inn er á leið­inni. Hann fékk lán­aðan bíl móður sinn­ar, en þurfti að skutla henni eitt­hvert fyrst. Söngv­ar­inn mætir ekki í dag því hann er að fara í próf á morg­un.

Auglýsing

Hljóð­færin eru eins og við skildum við þau í gær, þannig að við getum bara talið í um leið og trommar­inn kyngir síð­asta bit­an­um. Gít­ar­leik­ar­inn er mættur og gengur um gólf. Hann rýnir í ruslið á gólf­inu í von um að finna streng eins og þann sem slitn­aði í gær. Trommar­inn er sestur við settið og tekur sopa af orku­drykk. Hvað er málið með trommara og orku­drykki? Hvar finna þeir alla þessa drykki? Að lokum eru allir til­búnir og við byrj­um.

Eftir 45 mín­útur af stans­lausri keyrslu tökum við pásu. Við setj­umst í sófann með suð í eyr­unum og reykjum sígar­ett­ur. Það má reyndar ekki reykja inni, en við gerum það samt. Við erum rúm­lega tví­tugir og það segir okkur eng­inn fyrir verk­um. Ég segi strák­unum frá skila­boðum sem ég fékk á Myspace í gær. „Það er sem­sagt ein­hver gaur á Græn­höfða­eyjum sem vill endi­lega fá okkur til að hita upp fyrir bandið sitt.“ Þeir virka spennt­ir, en spyrja hvort ég hafi heyrt eitt­hvað frá Airwa­ves. „Nei, en það er búið að bjóða okkur að vera Off-Venue á Grand Rokk í hádeg­inu á mið­viku­deg­in­um. Við fáum tvo bjór­miða á mann.“

Við eyðum rest­inni af pás­unni í að tala um hvað hin og þessi bönd séu ömur­leg, rennum aftur í gegnum prógram­mið okkar og förum svo á Alien vs. Predator. „Æfa á morg­un?“ spyr trommar­inn, sem ætlar ekki með. Hann þarf að spila með hinu band­inu sínu í Kaffi Hljóma­lind kl. 20. „Já, verum í band­i.“

Ég sný lykl­inum í skránni. Ein­hverra hluta vegna þarf að toga hún­inn upp í stað­inn fyrir niður um leið og lykl­inum er juggað til í skrá­argat­inu. Það tekur mig næstum hálfa mín­útu að opna dyrn­ar. Hvað er málið með hurðir og æfinga­hús­næði? Stendur það ein­hvers staðar í lögum að þær verði að vera í ólagi? Ég kveiki ljósið og fer úr skónum til að spora teppið ekki út. Í upp­þvotta­grind­inni hjá vask­inum liggja þrír óþvegnir kaffi­boll­ar. „Voða­legir sóðar eru þetta,“ hugsa ég um leið og ég tek ljós­mynd sem ég set inn í Face­book–grúppu æfinga­rým­is­ins. „Hverjir skildu þessa bolla eftir án þess að vaska þá upp? Við þurfum allir að leggj­ast á eitt við að bæta umgengn­ina hér.“ Set þennan texta með mynd­inni og bæti að lokum við góð­leg­asta broskall­inum sem ég finn.

Hljóm­sveita­ræf­ingin átti að hefj­ast fyrir 5 mín­út­um, en bassa­leik­ar­inn er enn ekki kom­inn. Söngv­ar­inn mætir hins vegar ekki í dag. Hann er með börnin á ein­hverju fót­bolta­móti úti á landi. Við hinir notum tím­ann til að stilla upp dót­inu okkar og ákveða laga­list­ann á meðan við bíðum eftir bassa­leik­ar­an­um. Að lokum birt­ist hann, en honum hafði gengið illa að svæfa. „Sá litli er með eyrna­bólg­u,“ segir hann. Ég bendi honum á Einar í Mjódd­inni. „Já, við erum einmitt hjá hon­um. Hann er að fara í rör í næstu viku.“ Eftir 10 mín­útna umræður um eyrna­bólgur barn­anna okk­ar, þar sem allir leggja orð í belg, setjum við tapp­ana í okkar eigin eyru og teljum í.

Eftir 25 mín­útur erum við orðnir dauð­upp­gefnir og tökum því pásu. Einn okkar hellir upp á kaffi en við hinir setj­umst í sófann. Ég spyr gít­ar­leik­ar­ann út í end­ur­fjár­mögn­un­ina á hús­næð­is­lán­inu hans. Ég er nefni­lega að spá í að skipta yfir í óverð­tryggt lán, enda ótt­ast ég að verð­bólgan sé rétt að byrja. „Já, ég myndi alveg mæla með því,“ segir hann. „Ertu ekki líka örugg­lega að nýta þér það að leggja sér­eigna­sparn­að­inn inn á höf­uð­stól­inn?“ spyr hann á móti. Hvað heldur hann eig­in­lega að ég sé? Auð­vitað er ég að nýta mér það.

Hljóm­borðs­leik­ar­inn kemur með nýlagað kaffið og skenkir í boll­ana. Hjá öllum nema trommar­an­um, sem drekkur ekki kaffi út af bak­flæð­inu. Auð­vitað ætti eng­inn okkar að drekka kaffi eftir kvöld­mat, en við gerum það nú samt. Við erum tæp­lega fer­tugir og það segir okkur eng­inn fyrir verk­um.

Við förum um víðan völl í spjall­inu og að lokum hefur eng­inn neitt að segja. 40 mín­útur eru liðnar og við sitjum þarna í þögn­inni og dæs­um. „Eigum við kannski bara að segja þetta gott?“ spyr ég geispandi. „Æ já, ég er alveg til í að fara að koma mér,“ segir gít­ar­leik­ar­inn, enda klukkan orðin rúm­lega 22. Við vöskum upp, skellum í lás og kveðj­umst fyrir utan jepp­ling­ana okk­ar. „Sjá­umst í þarnæstu viku.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði