Auglýsing

Ein­staka sinn­um, við ákveðnar veð­ur­fræði­legar aðstæð­ur, fæ ég und­ar­lega til­finn­ingu. Yfir­leitt ger­ist þetta við akstur á vissum slóð­um, á Bústað­ar­veg­inum svo nánar sé til­tek­ið. Erfitt er að segja til um hvað veldur og úti­loka ég ekki að um skamm­hlaup í heila sé að ræða, óháð tíma og rúmi. Ein­hver óraun­veru­leika­til­finn­ing hel­tekur mig, grunur um að ekki sé allt sem sýn­ist. Umhverfið breyt­ist í leik­svið um stund og ég sé í gegnum allt. Trén verða grun­sam­lega græn, veg­far­endur í strætó­skýlum vél­rænir og hund­arnir ósann­fær­andi ham­ingju­sam­ir. Síðan líður þetta hjá, mat­rixið lok­ast mér aftur og ég held mína leið rétt eins og ekk­ert hafi gerst. Enda gerð­ist ekk­ert, eða hvað?

Mögu­lega er hér um að ræða áhrif hins alsjá­andi eft­ir­lits­sam­fé­lags á sál­ar­líf hinnar hefð­bundnu hús­móður í Smá­í­búð­ar­hverf­inu. Trú­lega ýtir hún því frá sér, eins og flest­ir, í hvers­deg­in­um. Hún hvílir róleg í þeirri sann­fær­ingu að hún per­sónu­lega sé ekki nógu merki­leg mann­eskja til að öfl henni ofviða hafi raun­veru­legan áhuga á að fylgj­ast með henni og reynir að láta þar við sitja. Hún þakkar þæg fyrir eft­ir­lits­mynda­vélar í hrað­bönkum og versl­un­um, segir sjálfri sér að hennar eigið öryggi sé þar í fyr­ir­rúmi en gætir þess þó að upp­ljóstra hvorki pin-­núm­er­inu sínu né bora í nefið við slíkar aðstæð­ur. Hún lætur sem augns­kann­inn í World Class krípi hana ekk­ert út, enda er kona hvort eð er búin að sam­þykkja alls­herjar skönnun um leið og hún stígur fæti inn á slíkan stað. Hún ját­ast auð­mjúk face­book, snapchat og öllu hinu orða­laust, hakar í við­eig­andi kassa og sam­þykkir jafn­vel óheftan aðgang ýmissa njósn­a­for­rita fyrir það eitt að vita hvaða Dis­ney-prinsessa hún væri eða hvernig hún liti út sem karl­mað­ur. Á þeim vett­vangi sættir hún sig við að vera allra en huggar sig þó við að þau sjái samt bara það sem hún leyfir þeim að sjá, það sem sam­ræm­ist þeirri ímynd sem hún reynir að skapa sér á opin­berum vett­vangi. Gramari verður hún hins vegar þegar leit­ar­skömmin hún Google stingur upp á öllum mögu­legum óskunda og þyk­ist lesa dýpstu hugs­anir hennar og lang­an­ir, bara vegna þess að einu sinni gúgglaði hún Beyoncé á bik­ini í von um að finna smá app­el­sínu­húð eða pinter­estaði leiðir til að láta íbúð­ina sína minna meira á íbúð Mon­icu í Fri­ends (stundum eiga menn bara erf­iða daga). Algjör óþarfi að muna frík­ing allt.

Ein­hvern veg­inn svona gæti umræddri hús­móður lið­ið, þótt ég hafi auð­vitað enga stað­fest­ingu þess efn­is. Sjálf gúggla ég bara lærðar greinar um mis­skipt­ingu auðs og ástandið í Sýr­landi. En hvernig má skilja hegðun hennar og hugs­un­ar­hátt? Sem and­vara­leysi og hreina upp­gjöf gagn­vart því ofbeldi sem í raun felst í þeirri aðför að einka­lífi hennar sem mark­viss upp­lýs­inga­öflun er? Mann­veran reynir jú að aðlaga sig hverjum þeim aðstæðum sem henni eru úthlut­aðar svo ef til vill eru eðli­leg við­brögð við óeðli­legu ástandi að reyna að láta sem ekk­ert sé, svona flesta daga. Að hunsa hinn óþægi­lega ugg, láta eins og allt sé með felldu.

Auglýsing

Sumir láta þó ekki blekkj­ast. Pabbi minn hefur í mörg ár haft sjón­varpið sitt grunað um að njósna um sig. Tímunum saman situr hann í Lazy­boy-stólnum sínum og starir þrjósku­lega á móti, býður óhræddur hinu alsjá­andi auga birg­inn. Hann vinnur störu­keppn­ina á hverju kvöldi og fer sáttur að sofa. Tengda­faðir minn teipar sam­visku­sam­lega fyrir skjá­mynda­vél­ina í tölv­unni sinni áður en hann tekur skák dags­ins. Hug­hreyst­ing­ar­orð okkar afkvæ­manna þess efnis að trú­lega nenni fáir að fylgj­ast grannt með aðgerð­ar­lausum eldri borg­urum heima í stofu láta þeir sem vind um eyru þjóta, sann­færðir um að betra sé að hafa vaðið fyrir neðan sig.

Upp­ljóstr­anir síð­ustu vikna, kenndar við Cambridge Ana­lyt­ica skandal­inn, hafa síðan nojað upp fleiri en feður okk­ar. Grun­ur­inn er stað­fest­ur. Almátt­ugur Mark Zucker­berg, sem sjálfur virð­ist vera að umbreyt­ast í ein­hvers konar lík­amn­aðan algórit­hma ef marka má útlit hans í rétt­ar­sal nýver­ið, hefur líf okkar í hendi sér og stendur sig lítt í að varð­veita það. Allt er skráð í eilífan eter sem engu gleym­ir. Áhrifin eru óum­deil­an­leg, kata­st­rófísk jafn­vel á hnatt­rænum skala þar sem fasískir þjóð­ar­leið­togar fiska nú til sín fylgi á nýjan og ófor­skammaðan hátt, beygja þannig og sveigja hið póli­tíska lands­lag með ófyr­ir­séðum afleið­ing­um.

Hinn stað­festi grunur um stöðugt áhorf hefur síðan óneit­an­lega áhrif á vit­und og hegðun ein­stak­lings­ins. Skammta­fræð­in, eðl­is­fræði­lega lýs­ingin á hegðun smæstu einda sem við þekkj­um, hefur sýnt fram á að eind­irnar hagar sér af ein­hverjum ill­skilj­an­legum ástæðum á ólíkan hátt eftir því hvort með þeim er fylgst eða ekki. Okkar innsti kjarni, efnið sem við öll erum mótuð úr, dansar öðru­vísi ef ein­hver er að horfa. Í til­búnum aðstæðum undir smá­sjá setja bylgjur sig í stell­ingar og fara að hegða sér eins og agn­ir. Og hús­móð­ir­in? Hún reynir að dansa í takti undir hinni dag­legu smá­sjá. Hún sættir sig við að liggja í augum uppi, skapar sér ímynd sem sam­ræm­ist þeim sam­fé­lags­normum sem að henni er haldið og tjáir skoð­anir sem hún telur vera sínar eigin án þess að gera sér fulla grein fyrir því að hún lifir, rétt eins og aðr­ir, við skammt­aða skynjun í algórit­hmískum berg­máls­helli. Hún er kerf­is­bundið skönnuð og greind svo auð­veld­ara sé að stýra henni í heppi­legar átt­ir, svo skynjun hennar flökti nú ekki inn í önnur hólf, eins og raun­veru­leik­ann. Það er líka örsjaldan sem það ger­ist, bara ein­stöku sinnum þegar mal­bikið er grun­sam­lega slétt á Bústað­ar­veg­inum og hund­arnir aðeins of hlakk­andi yfir öllu sam­an.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði