Auglýsing

Ég er algjört tveggja heima barn. Ensk í aðra rönd­ina, íslensk í hina, og með svo rönd­ótta menn­ing­ar­arf­leifð að suma daga finnst mér ég rosa­lega bresk en aðra ramm­ís­lensk og nán­ast talandi í rím­um.

Að vera svona „tvöföld í roð­inu” brýst út sem algjör og ólækn­andi ferða­bakt­ería (er ekki ein­hver að finna upp sýkla­lyf við þessu?) og mér líður eig­in­lega bara vel ef ég á flug­miða eitt­hvert, sama hversu langt gæti verið í næsta skrepp.

Ekki svo að skilja að ég sé fasta­gestur í Asíu­reisum eða búin að kort­leggja regn­skóga Suð­ur­-Am­er­íku. Nei, ég fer einkum á tvo staði.

Auglýsing

Á náms­ár­un­um, þessum mót­andi árum þar sem frelsið mætir allt í einu í fötu­vís og hálf­full­orðnar stúd­ínur sjá sér skyndi­lega fært að hleypa sínum innri nörd lausum í óvernd­uðu umhverfi, valdi ég mér heim­ili í Kaup­manna­höfn. Núorðið vil ég helst heim­sækja þessa borg á svona tveggja ára fresti, í það minnsta, og líður næstum því asna­lega ef eitt­hvað í borg­ar­mynd­inni hefur breyst í milli­tíð­inni að mér for­spurðri. En látum nú vera, ég á ekk­ert til­kall til Kóngs­ins Köben nema í ein­hverjum ímynd­uðum veru­leika þar sem ég drottna yfir Strik­inu.

En ég verð full­kom­lega við­þols­laus ef ég kemst ekki til London að minnsta kosti einu sinni á ári. Þar hef ég aldrei búið, en London hefur verið við­var­andi hálf­káks-æsku­stöð síðan ég var 9 mán­aða göm­ul. Í hvert sinn sem ég kem þangað finn ég hvernig líð­anin breyt­ist. Þykki BBC-hreim­ur­inn sem ég get ekki losað mig við sama hvað er allt í einu hættur að vera skrýt­inn og til­efni augn­gota íslenskra vina. Þessi til­finn­ing, að passa full­kom­lega inn á stað sem maður hefur aldrei búið á og kallar sinn án þess að eiga til þess neitt annað til­kall en í gegnum gena­mengi, er ákfa­lega sér­stök. Ég hef reynt mitt besta að útskýra hana fyrir vinum og vanda­mönnum en ekki tek­ist sér­stak­lega vel upp. Þrátt fyrir að líða svona heim­il­is­lega í London ramm­villist ég um götur og öng­stræti með reglu­legu milli­bili og hætti bara nýlega að treysta á neð­an­jarð­ar­lest­ar­kerfið fyrir allar mínar ferð­ir. Ég get þó ekki keyrt í London og veit ekk­ert hvert ég á að fara ef ég þarf að fara til lækn­is. En samt. Þarna er hinn helm­ing­ur­inn af mínu fólki og þjóð sem ég skil ekki afhverju ég skil svona vel.

Þetta er öfug heim­þrá.

Þá vaknar óhjá­kvæmi­lega spurn­ingin um hver ,,venju­leg” heim­þrá sé. Ver­andi nörd sá ég mig vita­skuld knúna til þess að slá umræddu orði upp í orða­bókum (í fleir­tölu) og þar virð­ist almennt ríkja sá sam­hljómur að ,,heim­þrá” sé að þrá að kom­ast heim. Nokkuð rök­rétt og aug­ljóst. Og ,,heim” er þar sem maður vill, ekki satt?

Nei. Það er nefni­lega síður en svo satt. Við Íslend­ingar (og blæ­brigði þeirra, ef svo má að orði kom­ast um fólk eins og sjálfa mig) erum nefni­lega ljón­hepp­in. Við getum fengið vega­bréf full­kom­lega laus við yfir­heyrslur eða með­mæla­bréf, finnst sjálf­sagt að geta alið mann­inn við nám í útlöndum nokkuð laus við for­dóma eða fáfræði ann­arra, skutl­umst mörg hver í helg­ar­ferðir út um hvipp­inn og hvapp­inn eða leggjum lönd undir fót í lengri tíma. Við getum alltaf komið til Íslands aft­ur. Það er nokkuð óhagg­an­leg staða. Landið okkar tekur á móti okk­ur, við trillum okkur í gegnum vega­bréfa­eft­ir­litið í Kefla­vík í ljúfum dansi við flug­freyju­tösk­urnar og getum svo nokkurn veg­inn gengið að því vísu að eng­inn sé búinn að rústa borg­inni, bænum eða íbúð­ar­blokk­inni okkar á með­an.

Vissu­lega er margt öfug­snúið á þess­ari veð­ur­börðu eyju en við megum alltaf kalla hana heim­ili okk­ar.

Mikið erum við hepp­in.

Heim­þrá er smá lúx­us­vanda­mál í þessu sam­hengi. Og kannski er öfug heim­þrá einmitt sú til­finn­ing að þrá og vilja passa inn á stað sem maður hefur aldrei búið á. Því það fæð­ast ekki allir í öryggi og síður en svo geta allir valið sér öruggan stað til þess að kalla heim­ili.

Það hefðu allir gott af því að upp­lifa öfuga heim­þrá stund­um, ekki síður til þess að skilja hvað það er sem lætur okkur líða vel á til­teknum stað. Því þannig getum við betur tekið á móti öðrum sem kjósa sér heim­ili á Íslandi af vilja – eða nauð­syn.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði