Auglýsing

Ég er algjört tveggja heima barn. Ensk í aðra röndina, íslensk í hina, og með svo röndótta menningararfleifð að suma daga finnst mér ég rosalega bresk en aðra rammíslensk og nánast talandi í rímum.

Að vera svona „tvöföld í roðinu” brýst út sem algjör og ólæknandi ferðabaktería (er ekki einhver að finna upp sýklalyf við þessu?) og mér líður eiginlega bara vel ef ég á flugmiða eitthvert, sama hversu langt gæti verið í næsta skrepp.

Ekki svo að skilja að ég sé fastagestur í Asíureisum eða búin að kortleggja regnskóga Suður-Ameríku. Nei, ég fer einkum á tvo staði.

Auglýsing

Á námsárunum, þessum mótandi árum þar sem frelsið mætir allt í einu í fötuvís og hálffullorðnar stúdínur sjá sér skyndilega fært að hleypa sínum innri nörd lausum í óvernduðu umhverfi, valdi ég mér heimili í Kaupmannahöfn. Núorðið vil ég helst heimsækja þessa borg á svona tveggja ára fresti, í það minnsta, og líður næstum því asnalega ef eitthvað í borgarmyndinni hefur breyst í millitíðinni að mér forspurðri. En látum nú vera, ég á ekkert tilkall til Kóngsins Köben nema í einhverjum ímynduðum veruleika þar sem ég drottna yfir Strikinu.

En ég verð fullkomlega viðþolslaus ef ég kemst ekki til London að minnsta kosti einu sinni á ári. Þar hef ég aldrei búið, en London hefur verið viðvarandi hálfkáks-æskustöð síðan ég var 9 mánaða gömul. Í hvert sinn sem ég kem þangað finn ég hvernig líðanin breytist. Þykki BBC-hreimurinn sem ég get ekki losað mig við sama hvað er allt í einu hættur að vera skrýtinn og tilefni augngota íslenskra vina. Þessi tilfinning, að passa fullkomlega inn á stað sem maður hefur aldrei búið á og kallar sinn án þess að eiga til þess neitt annað tilkall en í gegnum genamengi, er ákfalega sérstök. Ég hef reynt mitt besta að útskýra hana fyrir vinum og vandamönnum en ekki tekist sérstaklega vel upp. Þrátt fyrir að líða svona heimilislega í London rammvillist ég um götur og öngstræti með reglulegu millibili og hætti bara nýlega að treysta á neðanjarðarlestarkerfið fyrir allar mínar ferðir. Ég get þó ekki keyrt í London og veit ekkert hvert ég á að fara ef ég þarf að fara til læknis. En samt. Þarna er hinn helmingurinn af mínu fólki og þjóð sem ég skil ekki afhverju ég skil svona vel.

Þetta er öfug heimþrá.

Þá vaknar óhjákvæmilega spurningin um hver ,,venjuleg” heimþrá sé. Verandi nörd sá ég mig vitaskuld knúna til þess að slá umræddu orði upp í orðabókum (í fleirtölu) og þar virðist almennt ríkja sá samhljómur að ,,heimþrá” sé að þrá að komast heim. Nokkuð rökrétt og augljóst. Og ,,heim” er þar sem maður vill, ekki satt?

Nei. Það er nefnilega síður en svo satt. Við Íslendingar (og blæbrigði þeirra, ef svo má að orði komast um fólk eins og sjálfa mig) erum nefnilega ljónheppin. Við getum fengið vegabréf fullkomlega laus við yfirheyrslur eða meðmælabréf, finnst sjálfsagt að geta alið manninn við nám í útlöndum nokkuð laus við fordóma eða fáfræði annarra, skutlumst mörg hver í helgarferðir út um hvippinn og hvappinn eða leggjum lönd undir fót í lengri tíma. Við getum alltaf komið til Íslands aftur. Það er nokkuð óhagganleg staða. Landið okkar tekur á móti okkur, við trillum okkur í gegnum vegabréfaeftirlitið í Keflavík í ljúfum dansi við flugfreyjutöskurnar og getum svo nokkurn veginn gengið að því vísu að enginn sé búinn að rústa borginni, bænum eða íbúðarblokkinni okkar á meðan.

Vissulega er margt öfugsnúið á þessari veðurbörðu eyju en við megum alltaf kalla hana heimili okkar.

Mikið erum við heppin.

Heimþrá er smá lúxusvandamál í þessu samhengi. Og kannski er öfug heimþrá einmitt sú tilfinning að þrá og vilja passa inn á stað sem maður hefur aldrei búið á. Því það fæðast ekki allir í öryggi og síður en svo geta allir valið sér öruggan stað til þess að kalla heimili.

Það hefðu allir gott af því að upplifa öfuga heimþrá stundum, ekki síður til þess að skilja hvað það er sem lætur okkur líða vel á tilteknum stað. Því þannig getum við betur tekið á móti öðrum sem kjósa sér heimili á Íslandi af vilja – eða nauðsyn.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Hver er stefna stjórnmálaflokkanna í umhverfismálum?
Kjarninn 16. september 2021
Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Boðuð útgjaldaaukning Pírata er ekki fullfjármögnuð
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Halldóru Mogensen um að kosningaloforð Pírata séu fullfjármögnuð með nýjum tekjuöflunarleiðum.
Kjarninn 16. september 2021
Jón Steindór Valdimarsson
Drifkraftur nýrra lausna í loftslagsmálum
Kjarninn 16. september 2021
Mikil skekkja er í útreikningum Pírata á helstu tekjuöflunarleiðinni sem flokkurinn sá fyrir að fjármagna kosningaloforð sín með.
Tugmilljarða skekkja í útreikningum Pírata á helstu tekjuöflunaraðgerð þeirra
Þingmaður Pírata segir að flokkurinn sé að endurskoða útreikninga sína á áhrifum 3,75 prósentustiga hækkunar efsta þreps tekjuskattskerfisins, eftir að bent var á að þar skeikaði tugmilljörðum.
Kjarninn 16. september 2021
Jóhann S. Bogason
Vesalings Færeyingarnir
Kjarninn 16. september 2021
Kolefnisgjald leggst meðal annars á bensín og dísil olíu.
Meirihluti stjórnmálaflokka vill hækka kolefnisgjald
Passa verður að kolefnisgjald leggist ekki þyngst á þau sem minnst hafa á milli handanna að mati þeirra flokka sem vilja hækka kolefnisgjald. Útblástur frá vegasamgöngum er helsta uppspretta losunar sem er á beinni ábyrgð Íslands.
Kjarninn 16. september 2021
Liðin tíð að Bandaríkin veiti Íslandi aðstoð „vegna góðvildar“
Íslendingar þurfa tromp á hendi til að vekja áhuga Bandaríkjanna til að styðja landið diplómatísk í alþjóðasamfélaginu og veita viðskiptalegar eða efnahagslegar ívilnanir, að því er fram kemur í þættinum Völundarhús utanríkismála Íslands.
Kjarninn 16. september 2021
Völunarhús utanríksmála Íslands
Völunarhús utanríksmála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 3: Áhugi Bandaríkjanna á Íslandi
Kjarninn 16. september 2021
Meira úr sama flokkiKjaftæði