Auglýsing

Ég elska kaffi­hús. Allir góðir rit­höf­undar elska kaffi­hús, eða hvað? Það er alla­vega sam­kvæmt ákveð­inni staðalí­mynd af okk­ur. Mig langar að segja „okk­ur“. Ég vil vera með. Nú er búið að birta nokkra pistla eftir mig á víð og dreif, pistla sem ég hef meira að segja fengið borgað fyr­ir. Er þá ekki alveg leyfi­legt að segja að ég sé rit­höf­und­ur? Ætli það sé ein­hver sem fylgist með því? Kannski maður verði ekki full­gildur höf­undur fyrr en maður er búinn að ganga í Rit­höf­unda­sam­band Íslands. Ég geri ráð fyrir að þau séu með nafn­spjöld sem fylgja afslættir á bestu kaffi­húsin og hettu­peysur með lógó í stíl.

Þangað til held ég bara áfram að smakka latte með sírópi út um allan bæ. Akkúrat núna hef ég fundið eitt voða­lega nota­legt og krútt­legt kaffi­hús. En ég ætla ekki að segja ykkur hvar það er stað­sett. Ég er bara búin að fá þrjú klipp á frí­bolla­kortið mitt og vil ekki að aðrir finni þennan griða­stað og steli af mér borð­inu við glugg­ann (þar eru innstungur fyrir hleðslu­snúr­ur). Hér er þægi­legt að sitja og súpa af boll­an­um, velta fyrir sér mann­líf­inu í kringum sig og spá og spek­úlera almennt. Sér­stak­lega þegar maður á að vera að læra. Smá­vægi­leg upp­reisn gegn stunda­töflu dags­ins, ábyrgð og almennum raun­veru­leika. Til þess var kaffi­boll­inn lík­lega fund­inn upp. Sem fokk-jú við amstrið og skarkal­ann. Nei, nú leggjum við frá okkur lykla­borð, skófl­ur, stýri og önnur verk­færi vinn­unnar og fáum okkur einn sót­svart­an. Restin bíður á með­an.

Allt í kringum mig sitja aðrir í svip­aðri stöðu. Og saman munum við sitja um stund uns and­ar­takið er liðið hjá og verk­efna­list­inn kallar okkur aftur til sín. Hver ætli þeirra verk­efni séu? Við hvað vinna þau? Ætli þau geti sagt með full­vissu: „Ég er X“. Ég er arki­tekt. Ég er fram­kvæmda­stjóri. Ég er kenn­ari. Það hlýtur að fylgja því öryggi að vita svona nokkurn veg­inn hvað maður sé, eða að geta að minnsta kosti botnað þessa setn­ingu. Eins og staðan er á mér í dag er ég nem­andi. Það sama og ég er búin að vera í tæpa tvo ára­tugi. Þó svo að helm­ing­inn af þeim tíma hafi ég ekki skil­greint mig baun og verið drull um allt nema Dis­ney-­myndir og Playmo.

Auglýsing

En fyrst annarri háskóla­gráðu minni fer senn að ljúka þarf ég víst að fara að ákveða mig hvað ég vilji í raun og veru verða. Og hvað ég sé á meðan ég er ekki búin að gera upp hug minn. Ekki má maður vera eilífðar stúd­ent og safna háskóla­gráðum eins og maður safn­aði lím­miðum í denn. Þannig hvað ætla ég að verða? Og hvað ætlar ÞÚ, kæri les­andi, að verða? Ertu eitt­hvað í dag? Varstu eitt­hvað og ert núna hætt­ur? Finn­urðu til­vist­ar­krepp­una læð­ast aftan að þér? Gott. Þá sit ég ekki ein í súp­unni.

Mér finnst þetta áhuga­verð pæl­ing nefni­lega, þetta „Ég er X“. Sjálfs­skil­grein­ingar geta verið flókn­ar. Af hverju miðum við til dæmis alltaf við atvinnu sem nefnar­ann í gild­is­mati okk­ar. „Aha, hann er mark­aðs­fræð­ing­ur,“ er ein­hvern veg­inn merki­legra en „Aha, hann er sorp­hirðu­mað­ur.“ En hvar værum við án sorp­hirð­unn­ar? Í djúpum skít – bók­staf­lega.

Það er þessi hel­vítis mennta-el­íta (hér er gott að les­endur ímyndi sér mig í köfl­óttum trefli, með stór svört gler­augu að reykja jónu til að kór­óna staðalí­mynd­ina). Ég veit ekki með ykkur en ég er með alveg massífa komp­lexa yfir menntun minni og gildi henn­ar. Sál­fræðin var of erf­ið, en samt ekki nógu erfið til að flokk­ast sem „al­vöru“ heil­brigð­is­vís­indi. Rit­listin er list­nám og þar af leið­andi allt öðru­vísi. Fáum áföngum lýkur með tölu­legri ein­kunn sem pappa­kass­inn ég á erfitt með að melta. Fékk reyndar 8 í ljóða­á­fanga einu sinni og enga umsögn sem er gjör­sam­lega gagns­laust, svo það er varla skárra.

Málið með þessa pæl­ingu er að hún er ekk­ert merki­leg þannig séð. Létt­úðug heim­speki pökkuð saman í plebba­legan pistil skrifuð af sjálfselsku og hug­ar­angri. Minnir mig á línu eftir  uppi­standar­ann Simon Amstell: „I‘m on a jour­ney to overcome ego. Which would be great. Except it‘s such an egot­ist­ical jour­ney to be on.“

Ég tengi við margt sem Simon seg­ir, til að mynda byrjar hann eitt af uppi­stöndum sínum með orð­un­um: „I‘m quite lon­ely, let‘s start with that.“ Engin kett­linga­tök þar á ferð. – Já, mér hefur verið til­kynnt að orðið er tækni­lega séð vett­linga­tök en mér finnst kett­linga­tök mun betra svo ég kýs að nota það í stað­inn. Þú ferð miklu var­legar með kett­linga en vett­linga. Ef þú gerir það ekki þarftu á hjálp að halda.

Þannig hver er nið­ur­staðan eig­in­lega? Hver ert þú? Hver er ég? Veit það ein­hver? Og hvers vegna þurfum við að vita það? Kannski er bara best að vera ekk­ert að pæla í svona spurn­ingum á sunnu­dags­kvöld­um, rétt þegar vinnu­vikan á að fara að hefj­ast. En ekki alveg strax, ég er ennþá í hinni heilögu kaffi­pásu. Það fá allir að njóta henn­ar. Nema nátt­úru­lega starfs­fólkið á kaffi­hús­unum sem fá ekki break fyrr en við lattel­epjandi lúð­arnir drullum okkur heim með ókláruð klippikort og til­vist­ar­kreppu í fartesk­inu.

Þú færð 8 í ein­kunn fyrir að lesa þennan pistil.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði