Auglýsing

Það hefur ef til vill ekki farið fram­hjá land­anum að hol­skefla ferða­manna flæðir yfir fjörur og fjöll um þessar mund­ir. Og í raun­inni er þetta svo aug­ljóst ástand að það er nær ómögu­legt að telja pistla sem byrja á gíf­ur­yrðum um ferða­manna­straum­inn*. Þessi straumur er sumum jafn kær og Golfstraum­ur­inn, en jafn fúll og for­arpyttur fyrir öðr­um. Sitt sýn­ist svo sem hverjum eins og eðli­legt er í sam­fé­lagi manna en því er ekki að neita að margt skondið getur komið upp á í dags­ins önn þegar gestir eru svona marg­ir.

Eins og þetta.

Ég var að keyra frá Kefla­vík­ur­flug­velli á bíl for­eldra minna – hlað­bak sem var kom­inn nokkuð til ára sinna og var aug­ljós­lega ekki gerður út af neinni bíla­leigu. Þegar ég keyri fram­hjá Ásbrú sé ég konu standa við veg­inn, með alþjóð­legt merki stranda­glópa – þum­al­inn – hátt og skýrt á lofti. Ég ákveð að núna sé einmitt kom­inn tími til þess að stoppa fyrir puttal­ingi í allra fyrsta sinn á ævinni. Ég lækka í útvarp­inu – úrval stöðva í umræddum bíl er ein­skorðað við Guf­una og Rondó – og, ver­andi dóttir Breta, spyr á klingj­andi ensku hvert frúin sé að fara.

Auglýsing

“To downtown Reykja­vik,” svarar hún. Hún er klædd í harembux­ur, svo­lítið upp­lit­að­ar, ein­hvers konar hlífð­ar­jakka, göngu­skó og með hár­band í ætt við Sur­vi­vor-buffin frægu. Fyrir mér er hún aug­ljós­lega bak­poka­ferða­langur (Fjäll­räven bak­poki: tékk), búin að tölta frá flug­stöð­inni og á leið­inni á hostel í Reykja­vík.

“Gr­eat,” segi ég. “I’m act­u­ally hea­ded downtown.”

Við höldum svo uppi sam­ræð­um, ég og puttal­ing­ur­inn, og breskan mín ómar um bíl­inn á sinn ein­staka yfir­þyrm­andi hátt (og örlítið hroka­full­an, það verður að segjast). Ég spyr hana hvað hún sé að vilja hér (leið­sögu­manna­skóli), hvort hún hafi ferð­ast mikið (Kanada kemur upp) og hversu næs veðrið sé nú í dag (Ís­lend­ing­ur­inn í mér varð að fá að koma fram, að minnsta kosti í smá stund). Að lokum spyr ég milljón króna spurn­ing­ar­inn­ar.

“So, where are you from?”

Það stendur ekki á svar­inu. “Oh. I’m from Iceland, act­u­ally.”

Það hefði mátt heyra saum­nál detta á eftir þessu svari, ef ekki hefði verið fyrir átök kúp­ling­ur­innar og hvin sum­ar­dekkj­anna á nýlagðri Reykja­nes­braut­inni.

Ég neita því ekki að mér kross­brá innra með mér. Víð­sýni blend­ing­ur­inn ég, sem kalla ekki allt ömmu mína í ferða­lögum og sjálf­stæði, hafði svo hróp­lega rangt fyrir mér að ég hugsa að ég hefði roðnað ef það væri mér lík­am­lega mögu­legt.

,,Ó,” segi ég. ,,Ég líka. “

Eftir á að hyggja hefði ég átt að hafa vit á því að stein­þegja þarna eða halda leik­rit­inu um Bret­ann á bláa For­dinum áfram. Það hefði eflaust gert aðstæð­urnar aðeins bæri­legri. Því það var ekki hægt að horfa fram­hjá því að í yfir­læti mínu var ég búin að stimpla frú Harem sem blankan bak­poka­ferða­lang og ætl­aði svo sann­ar­lega að sjá aumur á henni til þess að geta krossað við góð­verk dags­ins.

Gott á mig.

Eftir þessa upp­ljóstrun varð and­rúms­loftið í bílnum væg­ast sagt þrúg­andi. Við vorum rétt komnar fram­hjá Bláa­lónsaf­leggjar­anum og góðar 40 mín­útur eftir í bæinn. Hvernig gæti ég mögu­lega bjargað þessum aðstæð­um? Á meðan mos­inn þaut fram­hjá í grænni móðu og flugu­líkin hrönn­uð­ust upp á fram­rúð­unni var aug­ljóst að ekk­ert var að fara að redda þessum vand­ræða­gangi.

Við fundum það báð­ar.

Hálf­bret­inn á skrjóðnum og ekki­bak­poka­ferða­lang­ur­inn.

Hvað gerir fólk í svona aðstæð­um?

Þið vitið – aðstæðum þar sem lífið (eða egóið öllu held­ur) liggur við.

Ef maður gengur fram á svangan skóg­ar­björn á maður að þykj­ast vera dauð­ur. Fú Harem end­aði á næsta bæ. Hún kom sér fyrir í sæt­inu þannig að hún sneri eins langt frá mér og hægt var í ann­ars oggu­litlu hús­næði og lok­aði svo aug­un­um. Þótt­ist sofa. Á tíma­bili komu frá henni ansi hreint sann­fær­andi ör-hrot­ur.

Þegar við komum loks­ins í Þing­holtin eftir lengstu 40 mín­útur ævi minnar galopn­aði nýja vin­kona mín aug­un, henti sér á hurð­ar­hún­inn og var flúin úr For­dinum á nýju Ólymp­íu­meti, slík var þrá­in, nei – sjálfs­bjarg­ar­hvöt­in. Áður en ég gat svo mikið sem kvatt hana var hún rokin niður ein­hverja göt­una, Fjäll­räven-bak­pok­inn rétt lafandi á annarri öxl­inni sem hún leit ekki einu sinni yfir til að þakka fyrir far­ið.

Gott á mig.

Og þá fór ég að hlæja.

Blessi þig ferða­manna­straumur – en við Íslend­ingar mát­umst ekk­ert sér­stak­lega vel við heims­borgar­ann sem kemur puttal­ingum til bjargar á gróð­ur­snauðum þjóð­vegum lands­ins.

Boð­skapur þess­arar sögu er morg­un­ljós. Alltaf að spyrja “so where are you from?” áður en þú býður eft­ir­hermu­bak­poka­ferða­löngum upp í bíl­inn þinn.

*Smáa letrið: Pistla­höf­undur vinnur á aug­lýs­inga­stofu og hefur margoft fengið borgað fyrir að fara fögrum orðum um áfanga­stað­inn Ísland í mis­mun­andi sam­hengi. Pistla­höf­undur tekur því smá ábyrgð á ástand­inu. Smá.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði