Meaningless ramblings of an upper-middle class twit

Auglýsing

Þegar ég var að alast upp var enda­laust verið að reyna að troða upp á mig Monty Python. Ég skildi ekk­ert. Fannst teikn­ing­arnar ljót­ar, stíll­inn gam­al­dags og þessir karlar aug­ljós­lega komnir yfir sitt blóm­leg­asta skeið. Ég hnuss­aði í hljóði þegar Bret­inn faðir minn, með önnur skyld­menni í sínu liði, dásam­aði þessa tíma­lausu dýrð þar sem kald­hæðni draup af hverju ein­asta orði eins og hnaus­þykkt og dísætt eðal­hun­ang fram­leitt af vand­lega gena­breyttum býflug­um.

Og mér var sama.

Horfði bara á mitt amer­íska rusl og pirraði Bret­ann enda­laust með því að tala með lélegum banda­rískum hreim (eða áströlskum, þegar Neig­h­bo­ur­s-­tíma­bilið mitt réði lögum og lof­um) í stað­inn fyrir þeim breska sem ég var alin upp við.

Auglýsing

En svo liðu árin og ég fór í mennta­skóla, hvar það var kúl að fylgja engum straumum (nema þeim straumi að vera sífellt öðru­vísi, en það er önnur saga) og rakst þar á kúrs um téða Monty Python-­menn. Af hverju ekki, hugs­aði ég, og skráði mig. Í versta falli væri þetta bara ein önn þar sem ég gæti falið mig á bak við orða­forða. Í besta falli myndi náms­efnið ljúka upp fyrir mér áður óopn­uðum dyrum orð­snilldar og kímni. Og verður heim­ur­inn ekki betri þegar maður hlær?

Það kom mér því skemmti­lega á óvart hvað þessir þættir slógu mikið í gegn hjá aðeins þroskaðri sál mennt­skæl­ings­ins. Ég skildi ekk­ert í æsku minnar þrjósku og teikn­ing­arnar voru bara nokkuð skemmti­legar eftir allt sam­an.

Og sjá: smekkur yðar á gríni mun breyt­ast með tím­an­um.

Það sem hitti helst í mark hjá mér var skamm­laust og óstöðv­andi grínið sem beint var að efri milli­stétt­inni og allri hennar ang­ist. Að það væri í alvör­unni vanda­mál að útskýra fyrir vesælum gælu­dýra­sala að páfa­gauk­ur­inn manns væri dáinn, á átján mis­mun­andi vegu. Að velta fyrir sér hvernig heim­spek­ingum myndi farn­ast í fót­bolta. Og gera heila bíó­mynd um Brian en ekki Jesús því efri milli­stéttin trúir bara á mark­aðslög­málin og þarf ekki á neinum Frels­ara að halda.

Því­lík upp­ljómun að fá að læra af for­rétt­inda­stétt­inni, lang­skóla­geng­inni í bestu skólum Bret­lands, og hlæja er þeir héldu spé­spegl­inum uppi fyrir framan nefið á þessum eymingjum sem voru skör lægra settir í sam­fé­lag­inu.

Ef maður hugsar um það þá var þetta kannski svo­lítið eins og að horfa á Kar­dashi­an-­fjöl­skyld­una gera grín að heim­il­is­lausum í sjón­varps­þáttum fyrir verka­fólk, svona til þess að setja þetta í nútíma­legan bún­ing. Smá óþægi­legt. Full­kom­lega sturlað reynd­ar.

En á gott grín ekki bara alltaf rétt á sér? Maður hlýtur að spyrja sig. Þessa dag­ana er grín alltaf skoðað með að minnsta kosti þrettán mis­mun­andi gler­aug­um, sem er í raun bara mjög gott mál. Við veltum fyrir okkur hvort grín megi bein­ast að þeim sem eru í jað­ar­hópi miðað við sjálfan grínar­ann. Eða hvort jað­ar­settir hópar megi gera grín að þeim sem eru í for­rétt­inda­stöðu. Það er ein­hvern veg­inn skárra. Grín hefur jú löngum verið helsta vopn lít­il­magn­ans í bar­átt­unni gegn auð­vald­inu.

Grín í dag er þó líka orðið að ein­hvers­konar jarð­sprengju­svæði. Ég aðhyllist að miklu leyti „polit­ical cor­rect­ness” (sem virð­ist vera „rétt­trún­að­ur” á íslensku, sem meikar bara engan sens) og finnst alveg rosa­lega skilj­an­legt að maður eigi ekki að nota góð og gild orð um lík­ams­parta, útlit eða kyn­hneigð til þess að nið­ur­lægja aðra. Bara algjör­lega. En mér finnst líka að við, sem stétt / þjóð [veljið við­eig­andi hópskil­grein­ingu hér] þurfum bara að kunna aðeins betur á grín.

Það er eftir allt saman bók­staf­lega lífs­nauð­syn­legt fyrir okkur að hlæja okkur í gegnum þessa síð­ustu og verstu. Það er ein­hvers konar hirð­fífl í Hvíta húsi þeirra Banda­ríkja­manna, öfgar vaða uppi í Evr­ópu og stríð­andi þjóðir búa yfir alveg grafal­var­legum kjarn­orku­vopn­um. Við verðum að geta hleg­ið. Því heim­ur­inn er í alvöru betri ef maður hlær.

Hátíð­legt lof­orð um meiri hlátur – hljómar það ekki bara vel?

Gerðu grín að þessum pistli. Ég skora á þig. Þú finnur mig á Instagram.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði