Af hverju vilja svona fáir kjósa stjórnarflokkana?

Auglýsing

Það er margt líkt með­ nú­ver­andi rík­is­stjórn og þeirri sem sat á síð­asta kjör­tíma­bili. For­víg­is­menn ­rík­is­stjórnar Jóhönnu Sig­urð­ar­dótt­ur, og ráð­gjafar þeirra, eyddu miklu púðri í að minna lands­menn á hversu mikið landið hefði risið undir þeirra stjórn. Hversu góðri efna­hags­legri fót­fest­u það hefði náð í kjöl­far þess svart­nættis sem blasti við eftir hrun­ið. 

Og þetta var rétt hjá þeim. Efna­hags­leg­ur ár­angur Íslands á síð­asta kjör­tíma­bili var um margt undra­verð­ur. Árið 2008 var ­tekju­halli rík­is­sjóðs 216 millj­arðar króna. Þegar rík­is­reikn­ingur 2013 var ­gerður upp, en hann byggði á síð­asta fjár­laga­frum­varpi þeirrar rík­is­stjórn­ar, kom í ljós að rík­is­sjóður var rek­inn nán­ast á pari.

Sú rík­is­stjórn sem hafði tekið til­ eftir góð­ær­is­veisl­una, og náð miklum árangri í þeirri til­tekt, beið samt sem áður afhroð í þing­kosn­ing­unum 2013. Og það kom í raun engum á óvart. Þar var nefni­lega ekki verið að refsa þeim fyrir til­tekt­ina eða hag­stjórn­ina, heldur allt hitt í verkum hennar sem ork­aði tví­mælis og kjós­endur sættu sig ekki við.

Auglýsing

Allt of mörg stór verk­efni skil­uðu allt of litlum árangri

Þrátt fyrir að fyrsta hreina t­veggja­flokka vinstri­st­jórn lýð­veld­is­sög­unnar hefði notið rúm­lega 60 pró­sent ­stuðn­ings í könn­unum mán­uði eftir að hún var kosin var fljótt að fjara und­an­ henni. Það var eins og þeir sem henni stýrðu hafi litið svo á að um ein­stakt tæki­færi til að stjórna án aðkomu Fram­sókn­ar- eða Sjálf­stæð­is­flokks og þeirra ­mála­miðla sem slík stjórn­ar­sam­störf fela í sér væri að ræða. Sam­hliða því langstærsta ­sam­tíma­verk­efni sem nokkur rík­is­stjórn hefur staðið frammi fyrir - að end­ur­reisa heilt efna­hags­kerfi án þess að skilja þjóð­ina eftir í gjör­breytt­u­m veru­leika - ákvað vinstri­st­jórnin að ráð­ast einnig í allar þær stóru breyt­ing­ar og gælu­verk­efni sem ýmsir innan hennar höfðu gengið með í mag­anum allan sinn ­stjórn­mála­fer­il.

Því var ráð­ist í umsókn­ar­ferli að ­Evr­ópu­sam­band­inu, þrátt fyrir að ekki væri meiri­hluti fyrir því inn­an­ ­rík­is­stjórn­ar, þings eða þjóð­ar. Lík­lega hefur ekk­ert eyði­lagt jafn mikið fyr­ir­ ­mögu­leikum Íslands á að ganga í Evr­ópu­sam­bandið og sú van­hugs­aða veg­ferð. Það var ráð­ist í vinnu við stór­tækar breyt­ingar á stjórn­ar­skrá, sem vissu­lega eru ­nauð­syn­leg­ar, en þurfa að vera í algjöru aðal­hlut­verki þegar þær eru mót­aðar og rædd­ar, ekki í auka­hlut­verki efna­hags­legrar end­ur­reisnar eins og þær vor­u ­síð­ast. Nið­ur­staðan er sú að enn hafa engar breyt­ingar orðið á stjórn­ar­skránn­i. 

Til við­bótar var tekin ákvörðun um að setja fullt af skattfé á hverju ári í bygg­ingu og rekstur Hörpu á sama tíma og mikil nið­ur­skurð­ar­krafa var á nán­ast allar stoðir sam­fé­lags­ins. Það var á­kveðið að ríkið myndi fjár­magna kjör­dæma­verk­efni á borð við gerð Vaðla­heið­ar­ganga. Stór­iðju­fram­kvæmdir í völdum kjör­dæmum fengu íviln­an­ir. Skattar voru hækk­aðir. Banka­kerf­ið var end­ur­reist á nán­ast nákvæm­lega sama hátt og það var áður, án út­rás­ar­starf­sem­innar og á nýrri kenni­tölu. Kaupauka­kerfi voru tekin upp í þessum bönkum á meðan að þeir voru enn að fullu á ábyrgð rík­is­ins ef illa færi og í rík­is­bank­anum fengu kröfu­hafar það meira að segja í gegn að starfs­mönn­um yrði gef­inn hlutur í bank­anum fyrir að standa sig vel við inn­heimtu á nokkrum lána­söfn­um, og þar með voru kröfu­hafar farnir að móta eig­enda­stefnu rík­is­ins. 

Svo þarf auð­vitað að nefna þau tvö­ ­at­riði sem mestu máli skiptu: rík­is­stjórnin náði engum tökum á hús­næð­is­vanda ­þjóð­ar­innar og missti að lokum allan trú­verð­ug­leika sinn í Ices­a­ve-­mál­in­u svo­kall­aða. Fyrir utan þá stan­lausu stöðu­bar­áttu sem átti sér stað innan stjórn­ar­flokk­anna milli ein­stak­linga með stór egó, og skil­aði rík­is­stjórn­inni á end­anum í minni­hluta á Alþingi.

Lof­orð um pen­inga­gjafir, afnám og kylfur

Þetta nýttu aðrir flokkar sér í að­drag­anda síð­ustu kosn­inga. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn -óum­deil­an­legur sig­ur­veg­ari þeirra – komst til valda á grunni lof­orða um for­dæma­lausar skaða­bóta­greiðslur úr rík­is­sjóði upp á tugi millj­arða króna vegna verð­bólgu­skota sem höfðu þegar leið­rétt sig sjálf, óút­færðra lof­orða um afnám verð­trygg­ingar og á baki Ices­a­ve, sem flokk­ur­inn hefur eignað sér heið­ur­inn af. Svo lof­uðu þeir að berja á erlendum kröfu­höf­um. Með kylf­um.

Áherslur Sjálf­stæð­is­flokks­ins ­fyrir síð­ustu kosn­ingar voru í raun ekk­ert mjög frá­brugðnar því sem flokk­ur­inn lofar vana­lega. Lægri skattar og styrk­ari efna­hags­stjórn. Svona í gróf­um ­drátt­um. Þetta skil­aði flokknum þeim árangri að hann varð aftur stærsti ­stjórn­mála­flokkur lands­ins, en nið­ur­staða kosn­ing­anna, 26,7 pró­sent fylgi, er sú næst versta sem hann hefur fengið á lýð­veld­is­tím­an­um. Eina skiptið sem út­koman hefur verið verri var árið 2009, í kjöl­far hruns­ins. ­Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn vann því engan sigur í kosn­ing­unum 2013. Þvert á móti.

Margt hefur breyst til betri veg­ar á Íslandi á vakt þeirrar rík­is­stjórnar sem nú situr að völd­um. Skuldir rík­is­ins hafa lækk­að, tekjur hækk­að, rík­is­sjóður er rek­inn með afgangi, verð­bólga hef­ur verið sögu­lega lág í ótrú­lega langan tíma, kaup­máttur auk­ist og hag­vöxtur er ­með því mesta sem mælist í hinum vest­ræna heimi. Þá stendur losun hafta fyr­ir­ dyrum og atvinnu­leysi er vart mæl­an­legt. Yfir hverju eru þá hægt að kvarta? ­Sjáið þið ekki veisl­una kjós­end­ur?

Vanda­málið sem for­svars­menn ­rík­is­stjórnar Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar for­sæt­is­ráð­herra átta sig hins vegar ekki á, eða vilja að minnsta kosti ekki horfast í augu við, er að fleiri og fleiri Íslend­ingar mæla ekki árangur og lífs­gæði ein­vörð­ungu í hag­töl­um. Það er allt hitt sem gerst hefur á vakt rík­is­stjórn­ar­innar sem ger­ir það að verkum að hún er nú jafn óvin­sæl og sú sem sat á undan henni þegar rúmt ár er í kosn­ing­ar. Og óvin­sæld­irnar virð­ast aukast með hverjum mán­uð­inum sem líð­ur.

Allt hitt...­sem er ansi margt

Allt hitt er ansi margt. Þar má ­nefna hið for­dæma­lausa og ömur­lega leka­mál Hönnu Birnu Krist­jáns­dóttur, sem var vara­for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins þegar það stóð yfir. Mál Ill­uga Gunn­ars­sonar, einnar helstu von­ar­stjörnu Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sem varð upp­vís að því að ver­a al­gjör­lega fjár­hags­lega háður manni sem hann veitti við­skipta­lega fyr­ir­greiðslu á erlendum vett­vangi í starfi sínu sem ráð­herra.

Það má tína til öll þau mál sem ráð­herrar rík­is­stjórn­ar­innar hafa ráð­ist í en hafa ekki fengið braut­ar­gengi. T.d. nátt­úrupassi Ragn­heiðar Elínar Árna­dótt­ur, kvóta­frum­varp Sig­urð­ar­ Inga Jóhanns­son­ar, hinar furðu­legu bréfa­send­ingar Gunn­ars Braga Sveins­sonar til­ ­Evr­ópu­sam­bands­ins sem engir tveir virð­ast sam­mála um hvað þýði, van­geta Eygló­ar Harð­ar­dóttur að koma nokkrum anga af hús­næð­is­mála­á­herslum sínum í gegn­um ­rík­is­stjórn þrátt fyrir orkust­anga­send­ingar, bylt­inga­kenndur pró­sentu­reikn­ingur hennar og sirkus­inn í kringum afnám verð­trygg­ingar sem eng­inn stjórn­mála­maður virð­ist vilja útskýra hvað eigi að ­fela í sér.  

Það má nefna lækkun veiði­gjalda á mold­ríka og óhugn­ar­lega valda­mikla stétt útvegs­manna. Svikin lof­orð um þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um Evr­ópu­sam­bands­við­ræð­ur. Kjara­deilur án nokk­urr­ar hlið­stæðu. Hin ævin­týra­lega ósann­gjarna og órétt­læt­an­lega „Leið­rétt­ing“ sem bæði þiggj­endur og greið­endur virð­ast bless­un­ar­lega hafa áttað sig á að er voða­verk og ekki talið rík­is­stjórn­inni til­ ­neinna tekna. Stans­lausar árásir á RÚV vegna frétta­flutn­ings sem virð­ist í huga margra hafa áhrif á þá fjár­muni sem fyr­ir­tæk­inu er skammt­að.

Gæðum skammtað og stans­laus átök

Allskyns mál hafa líka komið upp­ ­sem gefa það til kynna að úthlutun gæða sé, væg­ast sagt, ábóta­vant. Útdeil­ing ­styrkja með sms-­send­ingum til flokks­bræðra, hund­ruð millj­óna króna fjár­veit­ing til lands­hluta sem telst til höf­uð­vígis ann­ars stjórn­ar­flokks­ins til að fjölga þar störfum þrátt fyrir að atvinnu­leysi sé þar minnst á öllu land­inu og tug­millj­óna króna ráð­gjafagreiðslur til fyrrum ráð­herra og þing­manna stjórn­ar­flokk­anna. Svo ekki sé minnst á sölu rík­is­banka á greiðslu­korta­fyr­ir­tæki á und­ir­verði á bak­við ­luktar dyr til val­ins hóps þrátt fyrir að eig­enda­stefna rík­is­ins kalli á opið og gagn­sætt ferli.

Þá mál vel draga þá ályktun að stans­laust hnútakast for­sæt­is­ráð­herra, sem telur sig oftar en ekki mis­skil­inn, við fjöl­miðla, Kára Stef­áns­son, borg­ar­stjór­ann í Reykja­vík og ansi marga aðra ­trufli kjós­end­ur. Áhugi hans á skipu­lags­mál­um, sem hefur nú umbreyst í vilja til­ að færa skipu­lags­vald sveita­fé­laga til for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins, er líka hættur að vera krútt­legur og orð­inn dálítið óhugn­ar­leg­ur. Þar má nefna hug­myndir um við­bygg­ingu við Alþing­is­húsið, áhuga á að ráða stað­setn­ingu nýs Lands­spít­ala, hina kostn­að­ar­sömu færslu á hafn­ar­garð­inum, til­raunir til að breyta útlit­i Hafn­ar­torgs í póst­kort sem fellur að hans smekk, flutn­ing ráðu­neyta þangað og til­raunir flokks ­for­sæt­is­ráð­herra að taka skipu­lags­vald á flug­vall­ar­svæðum af sveit­ar­fé­lög­um. 

Þjóð vill vald­efl­ingu

Ljóst má vera að nýj­ustu kann­anir, sem sýna sam­an­lagt fylgi stjórn­ar­flokk­anna langt undir fylgi Pírata og stuðn­ing við rík­is­stjórn­ina á svip­uðu róli og stuðn­ingur við rík­is­stjórn Jóhönn­u ­Sig­urð­ar­dóttur var þegar rúmt ár lifði af síð­asta kjör­tíma­bili, eru farnar að ­valda miklum áhyggjum innan raða þeirra. Þrátt fyrir að for­sæt­is­ráð­herra tíund­i það í hverju ávarpi á fætur öðru hversu gott við höfum það undir hans stjórn­, ­þrátt fyrir að rík­is­stjórnin aug­lýsi hversu frá­bær hún sé í völdum fjöl­miðlum og þrátt fyrir inn­reið ung­liða með rót­tækar áherslur í for­ystu Sjálf­stæð­is­flokks­ins þá heldur fylgið áfram að rjátl­ast af þeim.

Þótt ofan­greint skipti allt máli þegar ástæður fylgis­taps­ins eru ­greindar er óþolið gagn­vart verkum rík­is­stjórn­ar­innar ekki stóra breyt­an. Stóra breytan er aukið sjálfs­traust al­menn­ings til að stíga úr úr þeim veru­leika að hann þurfi jakka­fata- eða dragt­ar­k­lætt fólk með flokk­skír­teini til þess að segja honum hvern­ig hlut­irnir séu og hvað sé honum fyrir bestu. Fólk treystir sjálfu sér til að ­nálg­ast upp­lýs­ingar og leggja mat á sann­leiks­gildi þess sem lagt er fyrir framan það. Sam­hliða þá vill það frekar taka fleiri ákvarð­anir um ­sam­fé­lagið sem það lifir í sjálft, í stað þess að útvista þeim til fólks sem end­ur­speglar það á engan hátt á fjög­urra ára fresti. Þess vegna vilja Íslend­ingar ekki kjósa stjórn­ar­flokk­ana og þess vegna vilja þeir heldur ekki kjósa hefð­bundnu stjórn­ar­and­stöðu­flokk­ana. 

Almenn­ingur vill vald­efl­ingu. Og telur að Píratar geti fært þeim hana.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None