Auglýsing

Opin­berun Ket­ils Sig­ur­jóns­sonar Orku­blogg­ara á starfs­hátt­u­m Norð­ur­áls hefur eðli­lega vakið mikla athygli. Ket­ill sagði frá því að íslenskur ­banka­stjóri hefði sagt sér að fyr­ir­tækið ætl­aði að reyna að ráða almanna­tengla til að stýra her­ferð gegn mál­flutn­ingi hans, en Ket­ill hefur lengi skrifað af ­mik­illi þekk­ingu um hversu lágt verð stór­iðja á Íslandi greiðir fyrir þá orku ­sem hún nýt­ir. Hann sagði að banka­stjór­inn hafi bætti við að „þeir ætla að eyði­leggja þig“.

Ket­ill lýsir því reyndar í grein sinni að fyrst hafi fram­kvæmda­stjóri hjá Norð­ur­áli reynt að ráða hann í óskil­greint verk­efni, í kjöl­far þess að Ket­ill hafði rætt við frétta­skýr­ing­ar­þátt um orku­sölu til­ ál­vera. Þarna virð­ist mjög aug­ljós­lega vera um til­raun til að kaupa sér­fræð­ing til hlýðni að ræða.

Ket­ill rak lengi vel sjálf­stæðan vett­vang þar sem hægt var að nálg­ast upp­lýs­ingar um íslensk orku­mál í sam­starfi við ýmsa hags­mun­ar­að­ila. Þeim að­ilum sem tóku þátt í halda vett­vangnum uppi fækk­aði hins vegar hratt und­an­farin miss­eri og aðrir sem ætl­uðu sér að koma að honum hættu við. Þessi ­þróun átti sér stað eftir að Ket­ill fór að gagn­rýna það verð sem Norð­ur­ál greiðir fyrir orku og tala fyrir mögu­legri lagn­ingu sæstrengs til að auka arð­semi Íslend­inga af orku­sölu. Ket­ill segir að þetta hafi komið í kjöl­far þess að honum hafi verið færðar fregnir af því að Ragnar Guð­munds­son, for­stjóri Norð­ur­áls, væri að hringja í stjórn­endur fyr­ir­tækja og kvarta yfir sam­starf­i þeirra við Ket­il.

Auglýsing

Nú hefur Ket­ill ákveðið að snúa sér að öðrum verk­efn­um, utan­ Ís­lands.

Leitað í utandeild­ina

Líkt og kom fram í frétta­skýr­ingu á Kjarn­anum í des­em­ber þá stendur nú yfir gríð­ar­lega hörð bar­átta um afnot að sjálf­bærum orku­auð­lindum íslensku þjóð­ar­inn­ar. Sú bar­átta er til­komin vegna þess að raf­orku­samn­ingur sem Norð­ur­ál, sem á og rekur álver á Grund­ar­tanga, gerði við Lands­virkjun seint á tíunda ára­tug síð­ustu aldar renn­ur út árið 2019 og verið er að reyna að end­ur­semja um hann.

Gild­andi samn­ing­ur ­þykir í flestum sam­an­burði slakur fyrir Lands­virkj­un, og þar af leið­and­i ­ís­lensku þjóð­ina sem á fyr­ir­tæk­ið. Lands­virkjun vill nú fá hærra verð fyrir ork­una, enda sá samn­ingur sem nú er í gildi einn af ó­dýr­ustu gild­andi orku­sölu­samn­ingum til álvera sem er til í heim­inum í dag. Hörður Arn­ar­son, for­stjóri Lands­virkj­un­ar, hélt sér­stakan blaða­manna­fund í des­em­ber síð­ast­liðnum til að und­ir­strika ein­dregið þá stefnu fyr­ir­tæk­is­ins að vilja hærra verð fyrir þá dýr­mætu nátt­úru­auð­lind sem því er falið varð­veisla á fyrir hönd þjóð­ar­inn­ar. Í máli hans kom einnig skýrt fram að hann teld­i Norð­ur­ál, og eig­endur þess, vera að beita öllum mögu­legum með­ulum til að halda verð­inu til sín sem lægstu.

Það virð­ist ver­a ­sem að Norð­urál hafi lent í vand­ræðum með að ráða fag­fólk til að ganga erinda ­sinna gegn Katli og Lands­virkj­un. Þess í stað leit­uðu stjórn­endur þeirra í ut­andeild almanna­tengsla og ráð­gjafar og réðu þaðan mann­skap sem virð­is­t til­bú­inn að leggj­ast niður á plan sem þekkt­ist bara hjá hinum skelfi­lega miðli AMX á árum áður, í mál­flutn­ingi sín­um. Hræðslu­á­róð­ur­inn og ávirð­ing­arnar sem ­bornar eru fram á vefjum eins og Auð­lind­unum okkar og Vegg­ur­inn.is eru þó þess eðl­is, og svo kjána­leg­ar, að þær valda lík­ast til meiri skaða en árangri fyr­ir­ þá sem fyrir þetta greiða.

Háskóla­menn hræddir við valda­fólk

Það er sann­ar­lega ekki eins­dæmi að aðilar sem hafa rík­a hags­muni af því að halda skipan mála á Íslandi óbreyttri beiti sér með þessum hætti gegn þeim sem dirfast að hafa, oft á tíðum mjög vel rök­studda, aðra ­skoðun á mál­un­um. Í maí 2014 greindi Kjarn­inn frá könnun sem sýndi að sjött­i hver háskóla­maður á Íslandi hafði komið sér hjá því að tjá sig við fjöl­miðla ­vegna ótta við við­brögð valda­fólks úr stjórn­mála- og efna­hags­lífi. Þar kom einnig í ljós að meiri­hluti háskóla­manna taldi að akademísku frelsi fræði- og ­vís­inda­manna á Íslandi stfi ógn af gagn­rýni eða hót­unum frá valda­fólki í stjórn­mál­um, efna­hags- og atvinnu­lífi.

Skömmu síðar birti Kjarn­inn umfjöllun þar sem sagt var frá­ því hvernig  Jón Steins­son, dós­ent í hag­fræði við Col­umbi­a-há­skól­ann í New York, hefði fengið að finna fyrir því að ­skrifa reglu­lega um hita­mál sam­fé­lags­ins í íslenska fjöl­miðla, sér­stak­lega um ­fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerf­ið, auð­linda­nýt­ingu og skatta­mál. Jón greindi frá því að ­gagn­rýni hans á ann­ars vegar kvóta­kerfið og hins vegar Sjálf­stæð­is­flokk­inn og Da­víð Odds­son hafi kallað fram sér­stak­lega hörð við­brögð. Honum hafi til að ­mynda verið sagt að hann myndi aldrei geta fengið vinnu á Íslandi. Gróf­asta ­dæmið hafi hins vegar verið þegar áhrifa­maður í íslensku atvinnu­lífi sendi bréf til deild­ar­for­seta Col­umbi­a-há­skólams þar sem hann gerði athuga­semdir við skrif Jóns í íslenska miðla. „Ef þessir menn reyna að hafa áhrif á yfir­mann hag­fræði­deildar í Col­umbia, sem þeir hafa aug­ljós­lega engin tök á, þá get­ur ­maður bara ímyndað sér hvernig það er þegar ein­hver í háskólum á Íslandi skrif­ar svona,“ sagði Jón.

Umræðu­burð­ar­dýrin ósýni­legu

Fjöl­miðlar sem starfa í örsam­fé­lag­inu Íslandi, og ætla sér­ að vera gagn­rýnir og upp­lýsandi, finna sann­ar­lega fyrir áhrifum valda­fólks í stjórn­málum og atvinnu­lífi. Það hefur bein áhrif á til­veru­grund­völl þeirra ef þeir ­þjónka ekki völdum hags­mun­um. Sá þrýst­ingur og það áreiti kemur jafnt úr um­hverfi stjórn­mála og úr atvinnu­líf­inu í formi róg­burð­ar, skertra tekju­mögu­leika og árásar á trú­verð­ug­leika ef miðl­arnir dansa ekki réttan dans.

Þessi hags­muna­gæsla er oftar en ekki í höndum almanna­tengla eða ráð­gjafa sem sjást ekki opin­ber­lega, en hanna atburð­ar­rás­ina. Það mætt­i ­kalla þá umræðu­burð­ar­dýr. Þeirra hlut­verk er að hafa þannig áhrif á umræð­una að hags­munir fámennra hópa græði á henni, í stað almenn­ings. Fyrir það fá þeir greitt háar fjár­hæð­ir.

Við sjáum þetta mjög ­skýrt í þeirra aðför sem Ket­ill Sig­ur­jóns­son hefur orðið fyrir þar sem stór­fyr­ir­tæki ­sem rekur stór­iðju hér­lendis er ábyrgt. Við sjáum þetta mjög skýrt í þeirri ­at­burð­ar­rás sem Jón Steins­son lýsti og rakin er hér að ofan. Við sjáum þetta mjög skýrt í þeirri for­dæma­lausu árás sem gerð er á stoðir íslensks rétt­ar­kerfis vegna þess að það hefur dæmt menn í fang­elsi fyrir efna­hags­glæpi. Og við sjáum þetta á hverjum degi í íslenskum fjöl­miðl­um, þar sem pen­ingar og völd styðja við þá sem þykja þókn­an­legir en reynt er að svelta hina til hlýðni eða dauða.

Þjóð­ar­hags­munir

Almenn­ingur verður að átta sig á að það eru þjóð­ar­hags­mun­ir okkar allra að þessi öfl fái ekki að vinna. Að þeirra þröngu fjár­hags­legu- eða ­valda­hags­munir verði teknir fram­fyrir hags­muni heild­ar­inn­ar. Það eru þjóð­ar­hags­mun­ir að opin­ber íslensk orku­fyr­ir­tæki sem fá að nýta auð­lindir okkar nái að há­marka virði þeirrar orku sem þau selja okkur öllum til hags­bóta. Það eru þjóð­ar­hags­mun­ir að rétt­látt verð sé greitt fyrir nýt­ingu á sjáv­ar­auð­lind­inni. Og það eru ­þjóð­ar­hags­munir að fjöl­miðlar sinni aðhalds­hlut­verki sínu með því að gagn­rýna og upp­lýsa almenn­ing.

Það er fámenn klíka sem vill halda málum á Íslandi nákvæm­lega eins og þau eru. Þar sem arð­semi auð­linda okkar rennur í fáa vasa og þar sem ­valda­þræðir liggja allir á hendi fárra aðila. Það eru mestu þjóð­ar­hags­mun­ir ­ís­lensks almenn­ings að leysa upp þessa stöðu og spyrna við henni. Það má ekki ­leyfa mönnum sem vilja eyði­leggja okk­ur, og umræðu­burð­ar­dýrum þeirra, að gera það.   

Hefnendurnir
Hefnendurnir
Hefnendurnir CLXXX - Bavíaninn sem át móður sína
Kjarninn 21. ágúst 2019
Jón Ólafsson, stofnandi Icelandic Glacial.
Icelandic Glacial stefnir að fjögurra milljarða hlutafjáraukningu
Drykkjarvöruframleiðandinn Icelandic Glacial efnir til hlutafjáraukningar að fjárhæð 31 milljón Bandaríkjadala eða tæplega fjögurra milljarða íslenskra króna sem boðin verður bæði núverandi og nýjum fjárfestum.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Forgangsatriði hjá ríkisstjórninni að hlífa fjármagnseigendum
Samkvæmt ASÍ virðist það vera forgangsatriði hjá ríkisstjórninni að hlífa fjármagnseigendum við að greiða sitt til samfélagsins eins og launafólki ber að gera. Á meðan bóli ekkert á skattalækkunum fyrir lágtekjufólk.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Fleiri gifta sig utan þjóðkirkjunnar
Helmingur þeirra para sem gekk í hjónaband í síðasta mánuði gifti sig innan þjóðkirkjunnar. Hlutfall kirkjunnar í hjónavígslum hefur farið minnkandi á síðustu árum en um aldarmótin var hlutur þjóðkirkjunnar rúmlega 71 prósent.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Kristbjörn Árnason
Barlómur verslunareigenda og veitingamanna fer nú með himinskautum.
Leslistinn 21. ágúst 2019
Vilhjálmur Birgisson
Vill að Landsvirkjun niðurgreiði störf í áliðnaðinum
Formaður Verkalýðsfélags Akraness óttast um starfsöryggi félagsmanna sinna vegna samninga Landsvirkjunar við Elkem Ísland á Grundartanga og Norðurál.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Réttindi Íslendinga sem flytja til Bretlands eftir Brexit skerðast
Sendiráð Íslands í London segir að réttindi Íslendinga sem búsettir eru í Bretlandi fyrir Brexit muni ekki skerðast í kjölfar útgöngu. Sendiráðið segir það hins vegar áhyggjuefni hversu fáir Íslendingar hafi sótt um svokallaðan Settled Status.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Benedikt Jóhannesson
Meðal svikara, þjófa og ræningja í Evrópusambandinu
Kjarninn 21. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiLeiðari
None