Auglýsing

Það hefur verið áhuga­vert að fylgj­ast með þeirri skaða­minnk­un­ar­her­ferð sem Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra, helst­u ráð­gjafar hans, fjöl­margir þing­menn Fram­sókn­ar­flokks­ins og annað hart stuðn­ings­fólk hafa staðið fyr­ir­ und­an­farna daga. Í hana var ráð­ist í kjöl­far þess að þeir komust á snoðir um að alþjóð­legur hópur rann­sókn­ar­blaða­manna ætl­aði að upp­lýsa að eig­in­kona ráð­herr­ans, Anna Sig­ur­laug Páls­dótt­ir, ætti félag skráð í þekktu skatta­skjóli. Þar geymir hún rúm­lega millj­arð króna. Auk þess er hún stór kröfu­hafi í slitabú föllnu bank­anna.

Í raun hefur fram­kvæmd þeirrar her­ferðar verið eitt það ­fyr­ir­sjá­an­leg­asta sem átt hefur sér stað í íslenskri póli­tík í lengri tíma. Þ.e. að setja út hinar skað­legu upp­lýs­ingar og sýna með því ætlað frum­kvæði, en bíta ­síðan fast á móti af heil­agri vand­læt­ingu þegar eðli­leg og nauð­syn­leg umræða, ­með rétt­mætum spurn­ing­um, hefst. Rús­ínan í PR-pylsu­end­anum var síðan rosa­lega skrýt­inn pist­ill for­sæt­is­ráð­herra þar sem hann leggur út frá því hversu ólið­andi það sé að „ráð­ist sé á ætt­ingja eða maka stjórn­mála­manna til þess eins að koma á þá högg­i“.

Það sem þessi her­ferð, og blind þátt­taka allra í kring­um ­Sig­mund Davíð í henni, opin­berar er að hann er umkringdur með­virku já-­fólki. Það er til­búið til að taka undir allt sem hann segir og fórna algjör­lega eig­in ­trú­verð­ug­leika og mark­tæki með því að bera fár­veika málsvörn hans á opin­ber ­torg eins og um raun­veru­leika sé að ræða.

Aðskiln­aður er ekki val­kvæður

Nú skulum við fara yfir nokkrar stað­reynd­ir. Kjarn­inn hef­ur ­reynt, án árang­urs, að fá svör um erlendar eignir ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands og fjöl­skyldna þeirra frá 15. mars 2015. Sig­urður Már Jóns­son, upp­lýs­inga­full­trú­i ­rík­is­stjórn­ar­inn­ar, og aðrir sem hann hefur blandað í mál­ið, hafa ítrek­að ­neitað að veita þær upp­lýs­ing­ar. Það var eig­in­kona for­sæt­is­ráð­herra sem ­upp­lýsti sjálf um erlendar eignir sínar þegar við blasti að það stóð til að op­in­bera þær upp­lýs­ingar í erlendum stór­blöð­um. Í kjöl­farið tók Jóhannes Þór Skúla­son, aðstoð­ar­maður for­sæt­is­ráð­herra, að sér það hlut­verk að svara öll­u­m ­spurn­ingum fjöl­miðla um mál­ið. Hann sendi einnig, óum­beð­ið, gögn sem eiga að ­sýna fram á rétt skatt­skil eig­in­konu for­sæt­is­ráð­herra á fjöl­miðla.

Það eru því ekki fjöl­miðlar eða óprút­tn­ir ­stjórn­ar­and­stæð­ingar sem blönd­uðu eig­in­konu for­sæt­is­ráð­herra inn í eitt­hvað ­mál. Það voru hann, hún og ráð­gjafar þeirra.

Auglýsing

Bæði Anna Sig­ur­laug og Sig­mundur Davíð hafa reynt í sín­um ­mál­flutn­ingi að selja þann sann­leik að aðskilja þurfi með öllu hennar fjár­mál og stjórn­mála­mann­inn Sig­mund Dav­íð. Það er nán­ast fyndin eft­irá­skýr­ing í ljósi þess hvernig for­sæt­is­ráð­herra hefur talað áður. Nægir þar að rifja upp við­tal við þá nýkjör­inn for­mann Fram­sókn­ar­flokks­ins sem birt­ist í Frétta­blað­inu 21. febr­ú­ar 2009. Þar seg­ir: „Ég er í ágætu skjóli svo lengi sem konan mín gefst ekki upp á mér, ég fæ þá að borða og menn þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að það sé hægt að ná til mín með fyr­ir­greiðslu eða ég þurfi að setja mig í þá stöðu að ég skuldi mönnum greiða. Ég er því frjáls til að fylgja ein­göngu skoð­unum mínum og beita mér jafn­vel hart fyrir þeim.“ 

Árið 2009 var ­ríki­dæmi eig­in­konu hans ástæða þess að ekki var hægt að múta stjórn­mála­mann­in­um ­Sig­mundi Dav­íð. Árið 2016 segir hann hins vegar að ríki­dæmi hennar hafi ekk­ert ­með hann sem stjórn­mála­mann að gera.

Kröfu­hafa­bani og krónu­vernd­ari

Það kusu fáir Sig­mund Davíð eða Fram­sókn­ar­flokk­inn vegna þess að hann ætl­aði að gera tíu ára ­bú­vöru­samn­ing, vegna þess að hann ætl­aði að færa frið­lýs­ing­ar­vald frá­ Minja­stofnun undir for­sæt­is­ráðu­neyt­ið, vegna þess að þeir vildu lækk­a veiði­gjöld, koma í veg fyrir nýja stjórn­ar­skrá eða vegna þess að þeir vildu að ­Evr­ópu­sam­bands­að­ild­ar­um­sókn yrði hætt án aðkomu þings eða þjóð­ar. Ekk­ert af of­an­greindu var í kosn­inga­bæk­lingi Fram­sóknar eða orð­ræðu Sig­mundar Dav­íðs ­fyrir kosn­ing­ar.

Nei, hann var kos­inn ­sem leið­rétt­ari og krónu­vernd­ari. Það voru málin sem skil­greindu hans póli­tíska ­per­sónu­leika. Hann vill vernda íslenska mat­vöru­fram­leiðslu til að spara gjald­eyri. Hann vill greiða tug­millj­arða króna skaða­bætur fyrir verð­bólgu­skot í stað þess að skoða upp­töku nýrrar mynt­ar. Hann fór meira að segja á íslenska kúr­inn til að sýna hversu dásam­legt allt sem er íslenskt væri. 

Samt kjós­a ­for­sæt­is­ráð­herra­hjónin að búa ekki í krónu­hag­kerf­inu. Þau geyma pen­ing­anna sína ann­ars stað­ar. Og þeir pen­ingar hafa, í krónum talið, hækkað mjög í verði frá­ hruni, enda krónan veikst umtals­vert á því tíma­bili. Það er sann­ar­lega ekki ólög­legt, en það er mjög á skjön við þá ímynd sem búin hefur verið til um mann­inn og seld kjós­end­um. Og það er sið­ferð­is­lega ámæl­is­vert að þykj­ast vera annar en þú ert.

Hitt meg­in­at­rið­ið ­sem Sig­mundur Davíð hefur lagt út frá í sinni póli­tík er að hann sé mað­ur­inn til að leysa úr því risa­stóra efna­hags­lega vanda­máli sem slitabú bank­anna og losun fjár­magns­hafta eru. Hann var kröfu­hafa­bani. Þar hefur „við og þið“ hug­mynda­fræðin verið tekin upp á nýtt og áður óþekkt stig í íslenskri umræðu. Fólk­ið í kringum Sig­mund Davíð hefur bein­línis ásakað þá sem hafa ekki kok­gleypt sí­breyti­legar stefnur for­sæt­is­ráð­herr­ans í mál­inu um að ganga erinda erlendra ­kröfu­hafa. Vegið gróf­lega að mann­orði og fram­færslu fólks með vægð­ar­lausum atvinnurógi. Nú er komið í ljós að eig­in­kona Sig­mundar Dav­íðs er, og hefur ver­ið allan þann tíma sem hann hefur verið for­sæt­isáð­herra, erlendur kröfu­hafi. Og hann sagði engum frá því, vænt­an­lega vegna þess að honum finnst það ekki koma nein­um við.

Van­hæfið er algjört

En það kemur sann­ar­lega öllum við. Vegna þess að eig­in­kona hans á mörg hund­ruð milljón króna beina hags­muni af því hvernig slitabú föllnu bank­anna eru gerð upp þá var hann alltaf van­hæfur til að koma að þeirri aðgerð. Látum liggja á milli hluta hvort aðkoma hans að aðgerð­inni sé í and­stöðu við stjórn­sýslu­lög - það hlýtur að vera skoðað af þar til bærum eft­ir­lits­stofn­unum á næstu vikum - en hún er sann­ar­lega í and­stöðu við gild­andi siða­reglur ráð­herra. Þar segir t.d. í a-lið 2.greinar að ráðherra skuli forð­ast hags­muna­á­rekstra og gætir þess að per­sónu­leg tengsl hafi ekki áhrif á störf sín." Í c-lið sömu greinar segir að ráð­herra eigi að upp­lýsa fjár­hags­leg hags­muna­tengsl eða önnur slík tengsl sem valdið geta hags­muna­á­rekstr­um." Þessar siða­reglur eru í fullu gildi og hafa verið það frá árinu 2011. Hægt er að lesa þær hér. Þær eiga að veita leið­sögn um það hvers konar fram­ganga hæfir svo veiga­miklu emb­ætti eins og for­sæt­is­ráð­herra­staða er en jafn­framt gefa þær almenn­ingi færi á að bera hegðun ráð­herra saman við skráðar og útgefnar regl­ur.

Van­hæfið og hags­muna­á­rekstr­arnir blasa svo aug­ljós­lega við og það ­skiptir engu máli að Sig­mundur Davíð hafi sagt við eig­in­konu sína í ein­rúmi að eina leið­in til að end­ur­reisa sam­fé­lagið væri að afskrifa kröf­urnar henn­ar. Það skipt­ir heldur engu máli að hún hafi svarað hon­um, einnig í ein­rúmi, að „eina leiðin til að end­ur­reisa sam­fé­lagið væri að afskrifa mikið af kröfum á bank­ana og það myndi þýða að margir sem þeg­ar hefðu tapað miklu á gjald­þroti þeirra myndu tapa enn meiru.

Það skiptir meira að segja engu máli þótt að Sig­mundur Dav­íð hafi barist hart fyrir því að kröfu­haf­ar, þar með talin eig­in­kona hans, mynd­u bera sem minnst úr býtum við upp­gjör á slita­bú­un­um. Það virð­ist hann nefni­lega hafa gert. Sig­mundur Davíð er samt van­hæfur til­ að koma að mál­inu vegna hags­muna­á­rekstra á nákvæm­lega sama hátt og sá sem á kvóta er van­hæfur til að koma að ákvörð­unum um úthlutun hans og á sama hátt og dóm­ari má ekki dæma í mál­u­m ­skyld­menna sinna. Fyrir skemmstu komst umboðs­maður Alþingis til dæmis að þeirri ­nið­ur­stöðu að Árni Sig­fús­son væri van­hæfur um að taka ákvarð­anir um úthlut­an­ir úr Orku­sjóði til rík­is­stofn­unar sem bróðir hans stýr­ir. Þar voru engir ­per­sónu­legir fjár­hags­legir hags­munir und­ir, en van­hæfið þótti samt algjör­lega ­skýrt sam­kvæmt stjórn­sýslu­lög­um.

Hið alvar­lega trún­að­ar­brot verður að hafa af­leið­ingar

Það skal vera alveg ­skýrt að þetta mál snýst ekki um að eng­inn megi eiga pen­ing. Það snýst ekki um að nýta sér maka til að koma höggi á stjórn­mála­mann. Þetta snýst ekki um að skattar hafi verið greiddir á réttan hátt eða að Íslend­ingar eigi pen­inga í er­lendum skatta­skjól­um. Það snýst um gróft trún­að­ar­brot milli for­sæt­is­ráð­herra og alls almenn­ings. Það snýst um það að ­for­sæt­is­ráð­herra þjóð­ar­innar var van­hæfur til að taka þátt í öllum ákvörð­un­um ­vegna los­unar hafta og slitum þrota­búa gömlu bank­anna, vegna þess að eig­in­kona hans var kröfu­hafi. Hún, og þar af leið­andi hann, höfðu beina fjár­hags­lega hags­muni af nið­ur­stöðu máls­ins. 

Til við­bótar þarf nú að upp­lýsa um allar erlendar eignir allra ráð­herra, fjöl­skyldna þeirra og allra ann­arra sem komu beint að hafta­los­un­ar­ferl­inu. Það getur ekki verið nokkur vafi á um að það fólk hafi hagn­ast per­sónu­lega af nið­ur­stöðu máls­ins. Í aðdrag­anda for­seta­kosn­inga er mikið talað um að græða þurfi þjóð­arsár­ið. Sárið sem opn­að­ist við banka­hrunið og blæð­ir tor­tryggni yfir öll lög sam­fé­lags­ins. Sem gerir það að verkum að van­traust er á nán­ast allar stofn­anir sam­fé­lags­ins. Stjórn­mála­menn verða að leiða það bata­ferli í orði og á borði.

Trún­að­ar­brot for­sæt­is­ráð­herra sem átt hefur sér stað er eitt það alvar­leg­asta, ef ekki það alvar­leg­asta, sem orðið hefur í íslenskum stjórn­mál­um. Og það verður að hafa afleið­ing­ar. Stjórn­mála­stétt­in verður að ákveða, með trú­verð­ugum hætti, hverjar þær afleið­ingar eiga að vera. Ann­ar­s ­getum við ein­fald­lega pakkað saman og hætt þessum sam­fé­lags­leik okk­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None