Auglýsing

Í þriðja sinn á sjö og hálfu ári er Ísland fyrsta frétt í heims­press­unni. Fyrst var það alls­herj­ar­banka­hrun. Síðan var það gosið í Eyja­fjalla­jökli sem lam­aði flug­sam­göngur í Evr­ópu. Og nú eru það fréttir af aflands­fé­laga­eign ­Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar for­sæt­is­ráð­herra.

Í flestum stærstu fjöl­miðlum heims er verið að greina frá­, eða sýna mynd­bönd af, því þegar for­sæt­is­ráð­herra Íslands lýgur um aflands­fé­laga­eign sína í við­tali við sænskan sjón­varps­mann og rýkur svo út í bræðiskasti vegna þess að upp um hann komst. Þessar fréttir eru á BBC, The Gu­ar­di­an, DR, NRK, SVT, Sudd­eutche Zeit­ung, Aften­posten, Sky News, Le Monde og svo fram­veg­is.

Þetta er stað­an.

Aug­ljós­ir hags­muna­á­rekstrar

Í dag blasir eft­ir­far­andi við. Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son hefur orðið upp­vís af því að blekkja kjós­endur sína. Hann seldi þeim falska vöru í aðdrag­anda síð­ustu kosn­inga með því að upp­lýsa ekki um að hann, eða ­konan hans, væri aflands­fé­laga­eig­andi og kröfu­hafi í bú föllnu bank­anna. Eina á­stæðan fyrir því að aflandseign for­sæt­is­ráð­herra­hjón­anna er orðin opin­ber er vinna þeirra fjöl­miðla sem stóðu að umfjöll­un­inni sem birt­ist í gær.

Þetta voru upp­lýs­ingar sem kjós­endur hans áttu rétt á að vita af og hann valdi að leyna þeim, vænt­an­lega vegna þess að hann vissi að þær væri í algjörri and­stöðu við þann póli­tíska per­sónu­leika sem hann hafði mót­að ­fyrir sig. For­sæt­is­ráð­herra hefur með þessu fram­ferði sýnt af sér ótrú­legan ó­heið­ar­leika.

Auglýsing

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son seldi helm­ings­hlut sinn í Wintris á gaml­árs­dag 2009. Þá hafði félagið þegar lýst kröfum í bú fölln­u ­bank­anna fyrir rúman hálfan millj­arð króna. Dag­inn eftir tók svoköll­uð CFC-lög­gjöf gildi hér­lend­is. Sam­kvæmt henni hefði for­sæt­is­ráð­herra þurft að skila ­sér­stöku fram­tali um aflandseign sína ásamt grein­ar­gerð um sund­ur­lið­aðar tekj­ur, skatta­leg­ar ­leið­rétt­ing­ar, arðsút­hlutun og útreikn­inga á hlut­deild í hagn­aði eða tapi á grund­velli árs­reikn­ings. Hann kom sér undan þessu með því að selja sinn hluta í félag­inu til verð­andi eig­in­konu sinnar á einn Banda­ríkja­dal.

Með því að ver­a ­sjálfur kröfu­hafi í slitabú bank­anna var for­sæt­is­ráð­herra full­kom­lega van­hæf­ur til að koma að allri vinnu og ákvörð­un­ar­töku sem snéri að slitum þeirra. Þeir hags­muna­á­rekstrar eru svo aug­ljósir að það er nán­ast vand­ræð­legt að þröng­ur hópur í kringum for­sæt­is­ráð­herr­ann virð­ist einn allra ekki sjá það.

Eins og sér­trú­ar­söfn­uður

For­sæt­is­ráð­herra hefur vitað frá 11. mars að hann laug og gekk út úr við­tali sem yrði sýnt út um allan heim. Aðstoð­ar­menn hans reyndu meira að segja að koma í veg fyr­ir­ birt­ingu þess ásamt því sem þeir slettu aur á þá frétta­menn sem komu að vinnslu máls­ins í sam­skiptum við erlenda fjöl­miðla. Í stað þess að sýna auð­mýkt og ábyrgð gagn­vart þeirri stöðu sem upp var komin ákvað for­sæt­is­ráð­herra að f­inna aðra söku­dólga en sjálfan sig fyrir henni. Og hann fékk mýmarga þing­menn Fram­sókn­ar­flokks­ins og ráð­gjafa sína alla með í þann leið­ang­ur.

Í rúmar tvær vik­ur ­reyndi þessi hópur að selja okkur þá skýr­ingu að um væri að ræða óbil­gjarnt mold­viðri. Risa­stórt hlut­drægt fjöl­miðla­sam­særi drifið áfram af Rík­is­út­varp­inu og minni miðl­u­m eins og Kjarn­anum og Stund­inni vegna þess að þeir hati Fram­sókn­ar­flokk­inn svo ­mik­ið. Það sé nán­ast land­ráð að efast um hæfi Sig­mundar Dav­íðs til að taka á­kvarð­an­ir. Hann sé stjórn­mála­legt ofur­menni og ákvarð­anir hans það góðar fyr­ir­ ­þjóð­ina alla að þær séu hafnar yfir öll lög, regl­ur, við­mið og tor­tryggn­i. ­Treystið leið­tog­an­um, hann veit best, sagði hjörð­in. Fram­ferðið minnti mun frekar á við­brögð sér­trú­ar­safn­aðar við ágjöf á leið­toga þeirra en eitt­hvað sem ­bú­ast hefði mátt við frá 100 ára gömlum stjórn­mála­flokki sem hefur leik­ið lyk­il­hlut­verk í mótun lýð­ræð­is­sam­fé­lags­ins á Íslandi.

Í ljósi þeirra ­upp­lýs­inga sem birtar voru í gær hljóta menn eins og Karl Garð­ars­son og Þor­steinn Sæmunds­son að skamm­ast sín djúpt fyrir sína fram­göngu und­an­farn­ar vik­ur. Þeirra vegna vona ég að þeir hafi verið blekktir af for­sæt­is­ráð­herra fremur en að þeir hafi ákveðið að taka þátt í leik­sýn­ingu hans með full­ri ­með­vit­und.

Á sama tíma var allt ­reynt til að drepa mál­inu á dreif með skipu­lögðum hætti. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn í heild sinn fór í þann leið­angur að leggja fram frum­varp um að afnema 110 ára ­leynd­ar­reglu í til­raun til beina athygl­inni frá Sig­mundi Davíð að síðust­u ­rík­is­stjórn. Sú spuna­til­raun reynd­ist ein­hver sú verst ígrund­aða í stjórn­mála­sög­unni, enda reynd­ist reglan hafa verið sett í tíð núver­and­i ­rík­is­stjórn­ar, þing­menn Fram­sókn­ar­flokks­ins kusu með henni og henni hefur þess utan aldrei verið beitt. Þá var reynt að tengja aðila sem engar upp­lýs­ing­ar voru um í gögn­unum við málið með til­bún­ingi heim­ilda.

Óbæt­an­legur skaði á orð­stir

Ítrekað hefur verið hamrað á því af þing­mönn­um Fram­sókn­ar­flokks­ins að allir skattar hafi verið greiddir vegna aflandseigna ­for­sæt­is­ráð­herra­hjón­anna. Það liggur þó alls ekk­ert fyr­ir. Þau hafa neitað að svara fyr­ir­spurn Kjarn­ans um hvort þau hafi skilað skýrslu ásamt grein­ar­gerð í sam­ræmi við CFC-lög­gjöf og skatt­rann­sókn­ar­stjóri hefur sagt að emb­ættið hafi engin tök á að sann­reyna þær upp­lýs­ingar sem eig­endur aflands­fé­laga skrá á skatt­skýrslur sín­ar. Það þarf því að leggja fram mun umfangs­meiri gögn til að ­styðja við þá síbylju að Sig­mundur Davíð hafi staðið skil á öllum skött­um. Það er eðli­leg krafa að slík gögn verði lögð fram í ljósi þess að for­sæt­is­ráð­herra og eig­in­kona hans völdu að geyma eignir sínar í einu þekktasta skatta­skjóli ver­ald­ar.

Auk þess er rúm­lega ár síðan að Kjarn­inn hóf að spyrj­ast ­fyrir um erlendar eignir ráð­herra. Aldrei á þeim tíma datt for­sæt­is­ráð­herra, eða öðrum ráð­herrum með eignir í aflands­fé­lög­um, í hug að það væri rétt að svara þeirri fyr­ir­spurn. Það gerð­ist ekki fyrr en ljóst var að upp um þau kæm­ist.

En mik­il­væg­ast er að fram­ferði for­sæt­is­ráð­herra hefur vald­ið ó­trú­legum skaða á orðstír Íslands á alþjóða­vett­vangi. Sá skaði er óbæt­an­leg­ur ­nema með því að ráð­herr­ann víki. Sig­mundur Davíð verður að taka þá gríð­ar­leg­u heild­ar­hags­muni fram yfir eigið egó.

Nið­ur­læg­ing fyr­ir­ Ís­land

Sam­an­tekið er staðan sem nú blasir við nið­ur­lægj­andi fyrir Ísland og Íslend­inga. Hún er líka skýr. For­sæt­is­ráð­herra er ekki sætt og það er ­spurn­ing um hvenær, ekki hvort, hann víki úr stóli sín­um. Hvernig það fer fram ræður hann sjálf­ur. Sig­mundur Davíð getur enn sýnt vott af auð­mýkt og virð­ing­u ­fyrir þjóð­inni með því að átta sig á að þær aðstæður sem eru uppi eru honum að ­kenna, ekki fjöl­miðlum eða almenn­ingi.

Ofan­greint sýnir að hlutur for­sæt­is­ráð­herra er stærstur í mál­inu. En aðrar upp­lýs­ingar sem birtar voru um kjörna full­trúa voru ekki síð­ur­ al­var­leg­ar. Yfir þær þarf að fara ítar­lega í kjöl­far þess að nið­ur­staða fæst varð­andi stöðu Sig­mundar Dav­íðs.,

Hversu langan tíma sem brott­hvarf for­sæt­is­ráð­herra tekur þá er ljóst að enn og aftur hefur traust milli almenn­ings og stofn­ana ­sam­fé­lags­ins hrun­ið. Blóðið spýt­ist úr opna sár­inu sem mynd­að­ist við banka­hrun­ið. Litlir plástrar duga skammt í þetta sinn. 

Gjaldtaka vegna fiskeldis dugar ekki fyrir kostnaði við bætta stjórnsýslu og eftirlit
Þeir fjármunir sem rekstraraðilar fiskeldis eiga að greiða fyrir afnot af hafsvæðum í íslenskri lögsögu á næsta ári eru minni en það sem ríkissjóður ætlar að setja í bætta stjórnsýslu og eftirlit með fiskeldi.
Kjarninn 19. september 2019
Seðlabanki Bandaríkjanna lækkar vexti og segir óvissu í heimsbúskapnum
Þetta er önnur lækkunin á skömmum tíma, en þar áður höfðu vextir ekki lækkað í áratug.
Kjarninn 18. september 2019
Innlendar eignir nú 72 prósent af eignum lífeyrissjóða
Lífeyrissjóðir landsmanna hafa stækkaðir mikið í eignum talið, á undanförnum árum. Innlán sjóðanna nema tæplega 170 milljörðum.
Kjarninn 18. september 2019
Bergþór Ólason orðinn nefndarformaður á ný
Nýr formaður umhverfis- og samgöngunefndar var kjörinn í dag með tveimur atkvæðum.
Kjarninn 18. september 2019
Íslendingar endurvinna minnst á Norðurlöndunum
Magn heimilisúrgangs á hvern íbúa hér á landi hefur aukist með hverju ári frá hruni og náði magnið nýju hámarki árið 2017 með rúmlega 650 kílóum á hvern íbúa. Jafnframt endurvinna Íslendingar minnst af heimilissorpi af öllum Norðurlöndunum.
Kjarninn 18. september 2019
Takmarka þarf notkun á reiðufé í spilakössum til að stöðva peningaþvætti
Í aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti er lagt til að lögum verði breytt þannig að nafnlausir spilarar í spilakössum geti ekki sett háar fjárhæðir í þá, tekið þær síðan út sem vinninga og látið leggja þær inn á sig sem löglega vinninga.
Kjarninn 18. september 2019
Leggj­a enn og aftur fram frum­­varp um refs­ing­ar við tálm­un
Umdeilt tálmunarfrumvarp hefur verið lagt fram á ný á Alþingi.
Kjarninn 18. september 2019
Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Meira úr sama flokkiLeiðari
None