Auglýsing

Í þriðja sinn á sjö og hálfu ári er Ísland fyrsta frétt í heimspressunni. Fyrst var það allsherjarbankahrun. Síðan var það gosið í Eyjafjallajökli sem lamaði flugsamgöngur í Evrópu. Og nú eru það fréttir af aflandsfélagaeign Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra.

Í flestum stærstu fjölmiðlum heims er verið að greina frá, eða sýna myndbönd af, því þegar forsætisráðherra Íslands lýgur um aflandsfélagaeign sína í viðtali við sænskan sjónvarpsmann og rýkur svo út í bræðiskasti vegna þess að upp um hann komst. Þessar fréttir eru á BBC, The Guardian, DR, NRK, SVT, Suddeutche Zeitung, Aftenposten, Sky News, Le Monde og svo framvegis.

Þetta er staðan.

Augljósir hagsmunaárekstrar

Í dag blasir eftirfarandi við. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur orðið uppvís af því að blekkja kjósendur sína. Hann seldi þeim falska vöru í aðdraganda síðustu kosninga með því að upplýsa ekki um að hann, eða konan hans, væri aflandsfélagaeigandi og kröfuhafi í bú föllnu bankanna. Eina ástæðan fyrir því að aflandseign forsætisráðherrahjónanna er orðin opinber er vinna þeirra fjölmiðla sem stóðu að umfjölluninni sem birtist í gær.

Þetta voru upplýsingar sem kjósendur hans áttu rétt á að vita af og hann valdi að leyna þeim, væntanlega vegna þess að hann vissi að þær væri í algjörri andstöðu við þann pólitíska persónuleika sem hann hafði mótað fyrir sig. Forsætisráðherra hefur með þessu framferði sýnt af sér ótrúlegan óheiðarleika.

Auglýsing

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson seldi helmingshlut sinn í Wintris á gamlársdag 2009. Þá hafði félagið þegar lýst kröfum í bú föllnu bankanna fyrir rúman hálfan milljarð króna. Daginn eftir tók svokölluð CFC-löggjöf gildi hérlendis. Samkvæmt henni hefði forsætisráðherra þurft að skila sérstöku framtali um aflandseign sína ásamt greinargerð um sundurliðaðar tekjur, skattalegar leiðréttingar, arðsúthlutun og útreikninga á hlutdeild í hagnaði eða tapi á grundvelli ársreiknings. Hann kom sér undan þessu með því að selja sinn hluta í félaginu til verðandi eiginkonu sinnar á einn Bandaríkjadal.

Með því að vera sjálfur kröfuhafi í slitabú bankanna var forsætisráðherra fullkomlega vanhæfur til að koma að allri vinnu og ákvörðunartöku sem snéri að slitum þeirra. Þeir hagsmunaárekstrar eru svo augljósir að það er nánast vandræðlegt að þröngur hópur í kringum forsætisráðherrann virðist einn allra ekki sjá það.

Eins og sértrúarsöfnuður

Forsætisráðherra hefur vitað frá 11. mars að hann laug og gekk út úr viðtali sem yrði sýnt út um allan heim. Aðstoðarmenn hans reyndu meira að segja að koma í veg fyrir birtingu þess ásamt því sem þeir slettu aur á þá fréttamenn sem komu að vinnslu málsins í samskiptum við erlenda fjölmiðla. Í stað þess að sýna auðmýkt og ábyrgð gagnvart þeirri stöðu sem upp var komin ákvað forsætisráðherra að finna aðra sökudólga en sjálfan sig fyrir henni. Og hann fékk mýmarga þingmenn Framsóknarflokksins og ráðgjafa sína alla með í þann leiðangur.

Í rúmar tvær vikur reyndi þessi hópur að selja okkur þá skýringu að um væri að ræða óbilgjarnt moldviðri. Risastórt hlutdrægt fjölmiðlasamsæri drifið áfram af Ríkisútvarpinu og minni miðlum eins og Kjarnanum og Stundinni vegna þess að þeir hati Framsóknarflokkinn svo mikið. Það sé nánast landráð að efast um hæfi Sigmundar Davíðs til að taka ákvarðanir. Hann sé stjórnmálalegt ofurmenni og ákvarðanir hans það góðar fyrir þjóðina alla að þær séu hafnar yfir öll lög, reglur, viðmið og tortryggni. Treystið leiðtoganum, hann veit best, sagði hjörðin. Framferðið minnti mun frekar á viðbrögð sértrúarsafnaðar við ágjöf á leiðtoga þeirra en eitthvað sem búast hefði mátt við frá 100 ára gömlum stjórnmálaflokki sem hefur leikið lykilhlutverk í mótun lýðræðissamfélagsins á Íslandi.

Í ljósi þeirra upplýsinga sem birtar voru í gær hljóta menn eins og Karl Garðarsson og Þorsteinn Sæmundsson að skammast sín djúpt fyrir sína framgöngu undanfarnar vikur. Þeirra vegna vona ég að þeir hafi verið blekktir af forsætisráðherra fremur en að þeir hafi ákveðið að taka þátt í leiksýningu hans með fullri meðvitund.

Á sama tíma var allt reynt til að drepa málinu á dreif með skipulögðum hætti. Framsóknarflokkurinn í heild sinn fór í þann leiðangur að leggja fram frumvarp um að afnema 110 ára leyndarreglu í tilraun til beina athyglinni frá Sigmundi Davíð að síðustu ríkisstjórn. Sú spunatilraun reyndist einhver sú verst ígrundaða í stjórnmálasögunni, enda reyndist reglan hafa verið sett í tíð núverandi ríkisstjórnar, þingmenn Framsóknarflokksins kusu með henni og henni hefur þess utan aldrei verið beitt. Þá var reynt að tengja aðila sem engar upplýsingar voru um í gögnunum við málið með tilbúningi heimilda.

Óbætanlegur skaði á orðstir

Ítrekað hefur verið hamrað á því af þingmönnum Framsóknarflokksins að allir skattar hafi verið greiddir vegna aflandseigna forsætisráðherrahjónanna. Það liggur þó alls ekkert fyrir. Þau hafa neitað að svara fyrirspurn Kjarnans um hvort þau hafi skilað skýrslu ásamt greinargerð í samræmi við CFC-löggjöf og skattrannsóknarstjóri hefur sagt að embættið hafi engin tök á að sannreyna þær upplýsingar sem eigendur aflandsfélaga skrá á skattskýrslur sínar. Það þarf því að leggja fram mun umfangsmeiri gögn til að styðja við þá síbylju að Sigmundur Davíð hafi staðið skil á öllum sköttum. Það er eðlileg krafa að slík gögn verði lögð fram í ljósi þess að forsætisráðherra og eiginkona hans völdu að geyma eignir sínar í einu þekktasta skattaskjóli veraldar.

Auk þess er rúmlega ár síðan að Kjarninn hóf að spyrjast fyrir um erlendar eignir ráðherra. Aldrei á þeim tíma datt forsætisráðherra, eða öðrum ráðherrum með eignir í aflandsfélögum, í hug að það væri rétt að svara þeirri fyrirspurn. Það gerðist ekki fyrr en ljóst var að upp um þau kæmist.

En mikilvægast er að framferði forsætisráðherra hefur valdið ótrúlegum skaða á orðstír Íslands á alþjóðavettvangi. Sá skaði er óbætanlegur nema með því að ráðherrann víki. Sigmundur Davíð verður að taka þá gríðarlegu heildarhagsmuni fram yfir eigið egó.

Niðurlæging fyrir Ísland

Samantekið er staðan sem nú blasir við niðurlægjandi fyrir Ísland og Íslendinga. Hún er líka skýr. Forsætisráðherra er ekki sætt og það er spurning um hvenær, ekki hvort, hann víki úr stóli sínum. Hvernig það fer fram ræður hann sjálfur. Sigmundur Davíð getur enn sýnt vott af auðmýkt og virðingu fyrir þjóðinni með því að átta sig á að þær aðstæður sem eru uppi eru honum að kenna, ekki fjölmiðlum eða almenningi.

Ofangreint sýnir að hlutur forsætisráðherra er stærstur í málinu. En aðrar upplýsingar sem birtar voru um kjörna fulltrúa voru ekki síður alvarlegar. Yfir þær þarf að fara ítarlega í kjölfar þess að niðurstaða fæst varðandi stöðu Sigmundar Davíðs.,

Hversu langan tíma sem brotthvarf forsætisráðherra tekur þá er ljóst að enn og aftur hefur traust milli almennings og stofnana samfélagsins hrunið. Blóðið spýtist úr opna sárinu sem myndaðist við bankahrunið. Litlir plástrar duga skammt í þetta sinn. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Þögnin rofin á ný
Hundruð íslenskra kvenna hafa í vikunni stigið fram opinberlega með sínar erfiðustu minningar, í kjölfar þess að stuðningsbylgja reis upp með þjóðþekktum manni sem tvær konur segja að brotið hafi á sér. Lærði samfélagið lítið af fyrri #metoo-bylgjunni?
Kjarninn 8. maí 2021
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki að ná markmiðum sínum og ætlar að dæla fé til hluthafa á næstu árum
Umfram eigið fé Arion banka var 41 milljarður króna í lok mars síðastliðins. Bankinn ætlar að greiða hluthöfum sínum út um 50 milljarða króna á næstu árum. Hann hefur nú náð markmiði sínu um arðsemi tvo ársfjórðunga í röð.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiLeiðari
None