Auglýsing

Í þriðja sinn á sjö og hálfu ári er Ísland fyrsta frétt í heims­press­unni. Fyrst var það alls­herj­ar­banka­hrun. Síðan var það gosið í Eyja­fjalla­jökli sem lam­aði flug­sam­göngur í Evr­ópu. Og nú eru það fréttir af aflands­fé­laga­eign ­Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar for­sæt­is­ráð­herra.

Í flestum stærstu fjöl­miðlum heims er verið að greina frá­, eða sýna mynd­bönd af, því þegar for­sæt­is­ráð­herra Íslands lýgur um aflands­fé­laga­eign sína í við­tali við sænskan sjón­varps­mann og rýkur svo út í bræðiskasti vegna þess að upp um hann komst. Þessar fréttir eru á BBC, The Gu­ar­di­an, DR, NRK, SVT, Sudd­eutche Zeit­ung, Aften­posten, Sky News, Le Monde og svo fram­veg­is.

Þetta er stað­an.

Aug­ljós­ir hags­muna­á­rekstrar

Í dag blasir eft­ir­far­andi við. Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son hefur orðið upp­vís af því að blekkja kjós­endur sína. Hann seldi þeim falska vöru í aðdrag­anda síð­ustu kosn­inga með því að upp­lýsa ekki um að hann, eða ­konan hans, væri aflands­fé­laga­eig­andi og kröfu­hafi í bú föllnu bank­anna. Eina á­stæðan fyrir því að aflandseign for­sæt­is­ráð­herra­hjón­anna er orðin opin­ber er vinna þeirra fjöl­miðla sem stóðu að umfjöll­un­inni sem birt­ist í gær.

Þetta voru upp­lýs­ingar sem kjós­endur hans áttu rétt á að vita af og hann valdi að leyna þeim, vænt­an­lega vegna þess að hann vissi að þær væri í algjörri and­stöðu við þann póli­tíska per­sónu­leika sem hann hafði mót­að ­fyrir sig. For­sæt­is­ráð­herra hefur með þessu fram­ferði sýnt af sér ótrú­legan ó­heið­ar­leika.

Auglýsing

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son seldi helm­ings­hlut sinn í Wintris á gaml­árs­dag 2009. Þá hafði félagið þegar lýst kröfum í bú fölln­u ­bank­anna fyrir rúman hálfan millj­arð króna. Dag­inn eftir tók svoköll­uð CFC-lög­gjöf gildi hér­lend­is. Sam­kvæmt henni hefði for­sæt­is­ráð­herra þurft að skila ­sér­stöku fram­tali um aflandseign sína ásamt grein­ar­gerð um sund­ur­lið­aðar tekj­ur, skatta­leg­ar ­leið­rétt­ing­ar, arðsút­hlutun og útreikn­inga á hlut­deild í hagn­aði eða tapi á grund­velli árs­reikn­ings. Hann kom sér undan þessu með því að selja sinn hluta í félag­inu til verð­andi eig­in­konu sinnar á einn Banda­ríkja­dal.

Með því að ver­a ­sjálfur kröfu­hafi í slitabú bank­anna var for­sæt­is­ráð­herra full­kom­lega van­hæf­ur til að koma að allri vinnu og ákvörð­un­ar­töku sem snéri að slitum þeirra. Þeir hags­muna­á­rekstrar eru svo aug­ljósir að það er nán­ast vand­ræð­legt að þröng­ur hópur í kringum for­sæt­is­ráð­herr­ann virð­ist einn allra ekki sjá það.

Eins og sér­trú­ar­söfn­uður

For­sæt­is­ráð­herra hefur vitað frá 11. mars að hann laug og gekk út úr við­tali sem yrði sýnt út um allan heim. Aðstoð­ar­menn hans reyndu meira að segja að koma í veg fyr­ir­ birt­ingu þess ásamt því sem þeir slettu aur á þá frétta­menn sem komu að vinnslu máls­ins í sam­skiptum við erlenda fjöl­miðla. Í stað þess að sýna auð­mýkt og ábyrgð gagn­vart þeirri stöðu sem upp var komin ákvað for­sæt­is­ráð­herra að f­inna aðra söku­dólga en sjálfan sig fyrir henni. Og hann fékk mýmarga þing­menn Fram­sókn­ar­flokks­ins og ráð­gjafa sína alla með í þann leið­ang­ur.

Í rúmar tvær vik­ur ­reyndi þessi hópur að selja okkur þá skýr­ingu að um væri að ræða óbil­gjarnt mold­viðri. Risa­stórt hlut­drægt fjöl­miðla­sam­særi drifið áfram af Rík­is­út­varp­inu og minni miðl­u­m eins og Kjarn­anum og Stund­inni vegna þess að þeir hati Fram­sókn­ar­flokk­inn svo ­mik­ið. Það sé nán­ast land­ráð að efast um hæfi Sig­mundar Dav­íðs til að taka á­kvarð­an­ir. Hann sé stjórn­mála­legt ofur­menni og ákvarð­anir hans það góðar fyr­ir­ ­þjóð­ina alla að þær séu hafnar yfir öll lög, regl­ur, við­mið og tor­tryggn­i. ­Treystið leið­tog­an­um, hann veit best, sagði hjörð­in. Fram­ferðið minnti mun frekar á við­brögð sér­trú­ar­safn­aðar við ágjöf á leið­toga þeirra en eitt­hvað sem ­bú­ast hefði mátt við frá 100 ára gömlum stjórn­mála­flokki sem hefur leik­ið lyk­il­hlut­verk í mótun lýð­ræð­is­sam­fé­lags­ins á Íslandi.

Í ljósi þeirra ­upp­lýs­inga sem birtar voru í gær hljóta menn eins og Karl Garð­ars­son og Þor­steinn Sæmunds­son að skamm­ast sín djúpt fyrir sína fram­göngu und­an­farn­ar vik­ur. Þeirra vegna vona ég að þeir hafi verið blekktir af for­sæt­is­ráð­herra fremur en að þeir hafi ákveðið að taka þátt í leik­sýn­ingu hans með full­ri ­með­vit­und.

Á sama tíma var allt ­reynt til að drepa mál­inu á dreif með skipu­lögðum hætti. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn í heild sinn fór í þann leið­angur að leggja fram frum­varp um að afnema 110 ára ­leynd­ar­reglu í til­raun til beina athygl­inni frá Sig­mundi Davíð að síðust­u ­rík­is­stjórn. Sú spuna­til­raun reynd­ist ein­hver sú verst ígrund­aða í stjórn­mála­sög­unni, enda reynd­ist reglan hafa verið sett í tíð núver­and­i ­rík­is­stjórn­ar, þing­menn Fram­sókn­ar­flokks­ins kusu með henni og henni hefur þess utan aldrei verið beitt. Þá var reynt að tengja aðila sem engar upp­lýs­ing­ar voru um í gögn­unum við málið með til­bún­ingi heim­ilda.

Óbæt­an­legur skaði á orð­stir

Ítrekað hefur verið hamrað á því af þing­mönn­um Fram­sókn­ar­flokks­ins að allir skattar hafi verið greiddir vegna aflandseigna ­for­sæt­is­ráð­herra­hjón­anna. Það liggur þó alls ekk­ert fyr­ir. Þau hafa neitað að svara fyr­ir­spurn Kjarn­ans um hvort þau hafi skilað skýrslu ásamt grein­ar­gerð í sam­ræmi við CFC-lög­gjöf og skatt­rann­sókn­ar­stjóri hefur sagt að emb­ættið hafi engin tök á að sann­reyna þær upp­lýs­ingar sem eig­endur aflands­fé­laga skrá á skatt­skýrslur sín­ar. Það þarf því að leggja fram mun umfangs­meiri gögn til að ­styðja við þá síbylju að Sig­mundur Davíð hafi staðið skil á öllum skött­um. Það er eðli­leg krafa að slík gögn verði lögð fram í ljósi þess að for­sæt­is­ráð­herra og eig­in­kona hans völdu að geyma eignir sínar í einu þekktasta skatta­skjóli ver­ald­ar.

Auk þess er rúm­lega ár síðan að Kjarn­inn hóf að spyrj­ast ­fyrir um erlendar eignir ráð­herra. Aldrei á þeim tíma datt for­sæt­is­ráð­herra, eða öðrum ráð­herrum með eignir í aflands­fé­lög­um, í hug að það væri rétt að svara þeirri fyr­ir­spurn. Það gerð­ist ekki fyrr en ljóst var að upp um þau kæm­ist.

En mik­il­væg­ast er að fram­ferði for­sæt­is­ráð­herra hefur vald­ið ó­trú­legum skaða á orðstír Íslands á alþjóða­vett­vangi. Sá skaði er óbæt­an­leg­ur ­nema með því að ráð­herr­ann víki. Sig­mundur Davíð verður að taka þá gríð­ar­leg­u heild­ar­hags­muni fram yfir eigið egó.

Nið­ur­læg­ing fyr­ir­ Ís­land

Sam­an­tekið er staðan sem nú blasir við nið­ur­lægj­andi fyrir Ísland og Íslend­inga. Hún er líka skýr. For­sæt­is­ráð­herra er ekki sætt og það er ­spurn­ing um hvenær, ekki hvort, hann víki úr stóli sín­um. Hvernig það fer fram ræður hann sjálf­ur. Sig­mundur Davíð getur enn sýnt vott af auð­mýkt og virð­ing­u ­fyrir þjóð­inni með því að átta sig á að þær aðstæður sem eru uppi eru honum að ­kenna, ekki fjöl­miðlum eða almenn­ingi.

Ofan­greint sýnir að hlutur for­sæt­is­ráð­herra er stærstur í mál­inu. En aðrar upp­lýs­ingar sem birtar voru um kjörna full­trúa voru ekki síð­ur­ al­var­leg­ar. Yfir þær þarf að fara ítar­lega í kjöl­far þess að nið­ur­staða fæst varð­andi stöðu Sig­mundar Dav­íðs.,

Hversu langan tíma sem brott­hvarf for­sæt­is­ráð­herra tekur þá er ljóst að enn og aftur hefur traust milli almenn­ings og stofn­ana ­sam­fé­lags­ins hrun­ið. Blóðið spýt­ist úr opna sár­inu sem mynd­að­ist við banka­hrun­ið. Litlir plástrar duga skammt í þetta sinn. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Páll Hermannsson
Sundabraut og Sundahöfn
Kjarninn 22. nóvember 2019
Samruninn bjargaði Hringbraut frá þroti
Hringbraut var á leið í þrot og því bjargaði samnruninn við Torg, útgáfufélags Fréttablaðsins, því sem bjargað varð.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Kraumandi óánægja hjá starfsfólki Hafró
Starfsfólk Hafrannsóknarstofnunar hefur miklar áhyggjur af því að hagræðing hjá stofnuninni muni höggva í kjarnastarfsemi stofnunarinnar.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Þóra Sveinsdóttir
Eru konur kannski menn?
Kjarninn 22. nóvember 2019
Ilia Shumanov
Hægt að lágmarkað skaðann vegna peningaþvættis með ákveðnum skrefum
Aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International mun á umræðufundi í dag fjalla um hvernig alþjóð­legir hringir séu oft­ast einu skrefi á undan yfir­völdum og hvert hlut­verk milli­liða sé í pen­ingaþvætti.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Risatogarinn Heineste kyrrsettur
Yfirvöld í Namibíu hafa ákveðið að kyrrsetja risatogarann Heineste sem er í eigu félags í Namibíu sem Samherji á hlut í, samkvæmt RÚV.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Miðflokkurinn með 16,8 prósent – Sjálfstæðisflokkur með 18,1 prósent
Sjálfstæðisflokkurinn missir þrjú prósentustig af fylgi milli kannana og hefur aldrei mælst lægra. Miðflokkurinn tekur það fylgistap til sín.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Blása til mótmæla – Vilja að Kristján Þór segi tafarlaust af sér
Boðað er til mótmæla á morgun, laugardag, en helstu kröfur mótmælenda eru að sjávarútvegsráðherra segi af sér embætti, Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiLeiðari
None