Auglýsing

Það virð­ast margir spyrja sig að því hvað það var nákvæm­lega ­sem gerði það að verkum að á þriðja tug þús­und manns mættu og mót­mæltu á Aust­ur­velli mánu­dag­inn 4. apr­íl. Mót­mæli sem gáfu atburða­rás kraft sem leiddi til þess að ­Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son hrökkl­að­ist úr stóli for­sæt­is­ráð­herra og nokk­ur­s ­konar ný rík­is­stjórn var mynduð á gömlum merg. Margar ástæður eru nefndar fyr­ir­ þess­ari þró­un. For­sæt­is­ráð­herra sagði ósatt, hann varð upp­vís að for­dæma­lausum­ hags­muna­á­rekstrum, hann opin­ber­aði eigið skiln­ings­leysi á sið­ferði með því að ­segj­ast byggja sitt á lögum og regl­um.

En lík­lega er stærsta skýr­ingin sú að þetta var síð­asta hálm­strá­ið. Kast­ljós­þátt­ur­inn sem opin­ber­aði ráða­menn sem aflands­fé­laga­eig­end­ur, og upp­lýs­ingar um að nokkur hund­ruð Íslend­ingar hið minnsta væru það líka, stað­festi að á Íslandi búa tvær þjóð­ir. Þeir sem eiga, stýra, deila og drottna, og svo hin­ir.

Umboðið dregið til­ baka

Algjör trún­að­ar­brestur varð gagn­vart rík­is­stjórn­inni í byrjun síð­asta mán­að­ar. 70 pró­sent misstu traust gagn­vart henni sam­kvæmt könn­un­um. 63 pró­sent misstu traust á Alþingi og 67 pró­sent á stjórn­mál­u­m al­mennt. Þetta er for­dæma­laus trún­að­ar­brest­ur. Og það var ekki hægt að vísa í þing­meiri­hluta sem varð til í kosn­ingum fyrir þremur árum síðan sem ástæðu til­ þess að snið­ganga trún­að­ar­brest­inn. Segja kjós­endum bara að halda kjaft­i, ­rík­is­stjórnin sé með 38 þing­menn og að meiri­hlut­inn ráði.

Auglýsing

Alveg skýrt var að það þurfti að boða til kosn­inga. Umboð­ið ­sem rík­is­stjórn­in, og stjórn­mál yfir­höf­uð, fékk í apríl 2013 var horf­ið. Og haust­kosn­ingar eru lík­ast til besti kost­ur­inn í þeim efn­um. Það var rétt á­kvörðun að setja þær á dag­skrá.

En rík­is­stjórnin hefði átt að nálg­ast málið á allt ann­an hátt en hún gerði. Af meiri auð­mýkt og skiln­ingi gagn­vart við­brögð­un­um. Sig­mundur Davíð hefur til að ­mynda ekki beðist afsök­unar á neinu nema því að hafa staðið sig illa í við­tali og telur sig hafa verið leiddan með óbil­girni í gildru af óheið­ar­leg­um frétta­mönn­um. Sig­mundur Davíð sér eftir því að upp um hann kom­st, ekki því sem hann gerði.

Fokreiður Bjarni Bene­dikts­son að hella sér yfir stöð­u ­stjórn­ar­and­stöð­unn­ar, gef­andi hroka­fullar yfir­lýs­ingar um mót­mæl­endur og verða ­sér til skammar alþjóð­lega með frammi­stöðu í við­tali við franska sjón­varps­stöð var heldur ekki við­mótið sem aðstæð­urnar verð­skuld­uðu. Það má vel vera að ­Bjarna þyki ósann­gjarnt að fólk fetti fingur út í aflands­fé­laga­eign hans. En það breytir því ekki að í augum flestra sæmir slík eign ekki manni sem til­heyr­ir­ tvíeyk­inu sem leiðir þjóð­ina. Hún er merki um rof. Það sýndi sig vel í könn­un ­Fé­lags­vís­inda­stofn­unar sem birt var 6. apríl síð­ast­lið­inn. Þar vildu nær átta af hverjum tíu að Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son segði af sér og sex af hverj­u­m ­tíu að Bjarni gerði það.

Það hefði ekki verið góð hug­mynd að kjósa í maí. Að­drag­and­inn fyrir alla sem hyggja á fram­boð í þing­kosn­ingum hefði verið allt of skamm­ur. Það hefði leitt til þess að fólki hefði verið raðað á lista í flýt­i og mál­efna­vinnu í aðdrag­anda kosn­inga hefði verið ábóta­vant. Nið­ur­staðan hefð­i verið sú að þeir val­kostir sem stæðu okkur kjós­endum til boða hefðu ekki ver­ið af þeim gæðum sem við eigum heimt­ingu á.

Ósætti um skipt­ing­u auðs

Kap­ít­al­ismi er í grunn­inn gott kerfi til að auka hag­sæld og lífs­gæði. Sagan sýnir það svart á hvítu. Fram­leiðsla markast þá af mark­aðslög­mál­u­m og stuðlar að skap­andi fram­þró­un. Sam­kvæmt ein­faldri skil­grein­ingu á kap­ít­al­isma þá snýst hann um að kap­ít­alist­arnir eigi fram­leiðslu­tækin en frjál­st vinn­andi fólk fær laun fyrir að selja vinnu­afl sitt og vinna við þau.

Það er þó hægt að útfæra kap­ít­al­isma á margs­konar hátt. Á Norð­ur­lönd­unum eru til að mynda mjög blönduð hag­kerfi þar sem ríkið leik­ur stórt hlut­verk í efna­hags­kerf­inu. Þótt Íslend­ingar séu lík­ast til flest­ir ­fylgj­andi því að hér sé rekið kap­ít­al­ískt mark­aðs­hag­kerfi sam­hliða sterku vel­ferð­ar­kerf­i þá er aug­ljóst ósætti um hvernig auð­ur­inn sem kerfið myndar eigi að skipt­ast á milli fólks. Hér­lendis hefur hann safn­ast hratt upp á fárra höndum vegna þess að völdum hópi hefur verið gert kleift með laga­setn­ingu að búa til gríð­ar­legan arð af nýt­ingu nátt­úru­auð­linda. Með því að nýta stjórn­mála­lega stöðu til að ­færa útvöldum valin við­skipta­tæki­færi. Með því að hand­velja ríkt fólk sem á pen­inga til að græða enn meiri pen­inga.

Þessi litli hópur Íslend­inga er sá sem á banka­reikn­inga er­lend­is. Sem var í einka­banka­þjón­ustu hjá gömlu íslensku bönk­unum sem stofn­uð­u aflands­fé­lög þar sem ríku Íslend­ing­arnir gátu falið pen­ing­ana sína fyrir hin­um Ís­lend­ing­un­um, skatt­inum og síðar meir lán­ar­drottnum sem vildu fá skuldir sín­ar greidd­ar. Pen­inga sem urðu til á Íslandi.

Um hvað snýst þetta?

Það er ekki bara til­finn­ing að auður sé að safn­ast saman á færri hönd­um. Sam­kvæmt nýj­ustu tölum Hag­stofu Íslands um eignir og skuld­ir ein­stak­linga óx auður tekju­hæstu tíundar lands­manna á vinnu­mark­aði, 19.711 ­manns, um 88,2 millj­arða króna á árinu 2014. Það var 16,2 millj­örðum krón­um ­meira en fátæk­ari helm­ingur vinn­andi lands­manna, rúm­lega eitt hund­rað þús­und ­manns, jók eignir sínar um á sama tíma.  

Auður þessa efsta lags íslensks sam­­fé­lags hefur raunar vaxið ævin­týra­­lega á rúm­­lega ára­tug­i. Árið 2002 áttu Íslend­ingar 885 millj­­arða króna í hreinni eign. Síðan þá hef­ur auður þeirra auk­ist um 1.626 millj­­arða króna. Af þeim auði hafa 603 millj­­arð­ar­ króna runnið til efstu tíund­­ar­inn­­ar, eða 37 pró­­sent við­­bót­­ar­auðs­ins.

Auk þess á rík­­asta ­tí­und þjóð­­ar­innar yfir helm­ing allra verð­bréfa. Mark­aðsvirði þeirra verð­bréfa, ­sem eru til dæmis hluta­bréf í fyr­ir­tækjum lands­ins, er mun hærra en upp­­­gef­ið ­nafn­virði. Því er eigið fé rík­asta hóps­ins því miklu mun meira en tölur Hag­­stofu Ís­lands gefa til kynna. Bilið er enn stærra.

Þegar það kemur í ljós að hluti þessa hóps geymir ekki einu sinni pen­ing­ana sína í íslenska hag­kerf­inu er ekki skrýtið að fólk verði reitt. Rofið milli þeirra sem eiga fjár­magnið og eign­irnar og þeirra sem fá borgað fyrir að skapa auð­inn er ­full­komn­að. Þeir sem eiga þurfa ekki að takast á við tug­pró­senta geng­is­fall, verð­bólgurús­sí­bana og fjár­magns­höft líkt og launa­fólkið sem fær borgað í ís­lenskum krón­um. Á meðan að launa­fólkið tekur á sig leið­rétt­ingu hag­kerf­is­ins eftir óhóf­s­tíð fyrir hrun í gegnum veskið árum saman hagn­að­ist ríka fólkið á geng­is­fall­inu vegna þess að það geymdi pen­ing­ana sína í aflands­fé­lög­um. Og gat svo flutt pen­ing­ana sína aftur inn í íslenska hag­kerfið í gegn­um fjár­fest­inga­leið Seðla­banka Íslands, sem leynd ríkir yfir hverjir nýttu sér, keypt ­eignir á bruna­út­sölu með 20 pró­sent afslætti, og þar með orðið enn rík­ari.

Þeir sem leidd­u ­rík­is­stjórn­ina sem kosin var til valda í síð­ustu kosn­ingum til­heyra efsta lag­inu. Sig­mundur Davíð og Bjarni Bene­dikts­son eru af auð­fólki komn­ir. Og margar aðgerðir rík­is­stjórnar þeirra voru tor­tryggðar vegna þess að þær þótt­u frekar þjón­usta hina best settu en launa­fólkið í land­inu.

Opin­ber­unin í Kast­ljós­þætt­inum sunnu­dag­inn 3. apr­íl, sem nær átta af hverjum tíu lands­mönn­um fannst fag­leg­ur, stað­festi þessa til­finn­ingu í hugum margra. Þess vegna ­mót­mæltu svona marg­ir. Þess vegna styður ein­ungis fjórð­ungur þjóð­ar­inn­ar ­rík­is­stjórn­ina. Þess vegna er allt traust milli almenn­ings og stjórn­mála­legra stofn­ana lands­ins horf­ið. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None