Auglýsing

Það virð­ast margir spyrja sig að því hvað það var nákvæm­lega ­sem gerði það að verkum að á þriðja tug þús­und manns mættu og mót­mæltu á Aust­ur­velli mánu­dag­inn 4. apr­íl. Mót­mæli sem gáfu atburða­rás kraft sem leiddi til þess að ­Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son hrökkl­að­ist úr stóli for­sæt­is­ráð­herra og nokk­ur­s ­konar ný rík­is­stjórn var mynduð á gömlum merg. Margar ástæður eru nefndar fyr­ir­ þess­ari þró­un. For­sæt­is­ráð­herra sagði ósatt, hann varð upp­vís að for­dæma­lausum­ hags­muna­á­rekstrum, hann opin­ber­aði eigið skiln­ings­leysi á sið­ferði með því að ­segj­ast byggja sitt á lögum og regl­um.

En lík­lega er stærsta skýr­ingin sú að þetta var síð­asta hálm­strá­ið. Kast­ljós­þátt­ur­inn sem opin­ber­aði ráða­menn sem aflands­fé­laga­eig­end­ur, og upp­lýs­ingar um að nokkur hund­ruð Íslend­ingar hið minnsta væru það líka, stað­festi að á Íslandi búa tvær þjóð­ir. Þeir sem eiga, stýra, deila og drottna, og svo hin­ir.

Umboðið dregið til­ baka

Algjör trún­að­ar­brestur varð gagn­vart rík­is­stjórn­inni í byrjun síð­asta mán­að­ar. 70 pró­sent misstu traust gagn­vart henni sam­kvæmt könn­un­um. 63 pró­sent misstu traust á Alþingi og 67 pró­sent á stjórn­mál­u­m al­mennt. Þetta er for­dæma­laus trún­að­ar­brest­ur. Og það var ekki hægt að vísa í þing­meiri­hluta sem varð til í kosn­ingum fyrir þremur árum síðan sem ástæðu til­ þess að snið­ganga trún­að­ar­brest­inn. Segja kjós­endum bara að halda kjaft­i, ­rík­is­stjórnin sé með 38 þing­menn og að meiri­hlut­inn ráði.

Auglýsing

Alveg skýrt var að það þurfti að boða til kosn­inga. Umboð­ið ­sem rík­is­stjórn­in, og stjórn­mál yfir­höf­uð, fékk í apríl 2013 var horf­ið. Og haust­kosn­ingar eru lík­ast til besti kost­ur­inn í þeim efn­um. Það var rétt á­kvörðun að setja þær á dag­skrá.

En rík­is­stjórnin hefði átt að nálg­ast málið á allt ann­an hátt en hún gerði. Af meiri auð­mýkt og skiln­ingi gagn­vart við­brögð­un­um. Sig­mundur Davíð hefur til að ­mynda ekki beðist afsök­unar á neinu nema því að hafa staðið sig illa í við­tali og telur sig hafa verið leiddan með óbil­girni í gildru af óheið­ar­leg­um frétta­mönn­um. Sig­mundur Davíð sér eftir því að upp um hann kom­st, ekki því sem hann gerði.

Fokreiður Bjarni Bene­dikts­son að hella sér yfir stöð­u ­stjórn­ar­and­stöð­unn­ar, gef­andi hroka­fullar yfir­lýs­ingar um mót­mæl­endur og verða ­sér til skammar alþjóð­lega með frammi­stöðu í við­tali við franska sjón­varps­stöð var heldur ekki við­mótið sem aðstæð­urnar verð­skuld­uðu. Það má vel vera að ­Bjarna þyki ósann­gjarnt að fólk fetti fingur út í aflands­fé­laga­eign hans. En það breytir því ekki að í augum flestra sæmir slík eign ekki manni sem til­heyr­ir­ tvíeyk­inu sem leiðir þjóð­ina. Hún er merki um rof. Það sýndi sig vel í könn­un ­Fé­lags­vís­inda­stofn­unar sem birt var 6. apríl síð­ast­lið­inn. Þar vildu nær átta af hverjum tíu að Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son segði af sér og sex af hverj­u­m ­tíu að Bjarni gerði það.

Það hefði ekki verið góð hug­mynd að kjósa í maí. Að­drag­and­inn fyrir alla sem hyggja á fram­boð í þing­kosn­ingum hefði verið allt of skamm­ur. Það hefði leitt til þess að fólki hefði verið raðað á lista í flýt­i og mál­efna­vinnu í aðdrag­anda kosn­inga hefði verið ábóta­vant. Nið­ur­staðan hefð­i verið sú að þeir val­kostir sem stæðu okkur kjós­endum til boða hefðu ekki ver­ið af þeim gæðum sem við eigum heimt­ingu á.

Ósætti um skipt­ing­u auðs

Kap­ít­al­ismi er í grunn­inn gott kerfi til að auka hag­sæld og lífs­gæði. Sagan sýnir það svart á hvítu. Fram­leiðsla markast þá af mark­aðslög­mál­u­m og stuðlar að skap­andi fram­þró­un. Sam­kvæmt ein­faldri skil­grein­ingu á kap­ít­al­isma þá snýst hann um að kap­ít­alist­arnir eigi fram­leiðslu­tækin en frjál­st vinn­andi fólk fær laun fyrir að selja vinnu­afl sitt og vinna við þau.

Það er þó hægt að útfæra kap­ít­al­isma á margs­konar hátt. Á Norð­ur­lönd­unum eru til að mynda mjög blönduð hag­kerfi þar sem ríkið leik­ur stórt hlut­verk í efna­hags­kerf­inu. Þótt Íslend­ingar séu lík­ast til flest­ir ­fylgj­andi því að hér sé rekið kap­ít­al­ískt mark­aðs­hag­kerfi sam­hliða sterku vel­ferð­ar­kerf­i þá er aug­ljóst ósætti um hvernig auð­ur­inn sem kerfið myndar eigi að skipt­ast á milli fólks. Hér­lendis hefur hann safn­ast hratt upp á fárra höndum vegna þess að völdum hópi hefur verið gert kleift með laga­setn­ingu að búa til gríð­ar­legan arð af nýt­ingu nátt­úru­auð­linda. Með því að nýta stjórn­mála­lega stöðu til að ­færa útvöldum valin við­skipta­tæki­færi. Með því að hand­velja ríkt fólk sem á pen­inga til að græða enn meiri pen­inga.

Þessi litli hópur Íslend­inga er sá sem á banka­reikn­inga er­lend­is. Sem var í einka­banka­þjón­ustu hjá gömlu íslensku bönk­unum sem stofn­uð­u aflands­fé­lög þar sem ríku Íslend­ing­arnir gátu falið pen­ing­ana sína fyrir hin­um Ís­lend­ing­un­um, skatt­inum og síðar meir lán­ar­drottnum sem vildu fá skuldir sín­ar greidd­ar. Pen­inga sem urðu til á Íslandi.

Um hvað snýst þetta?

Það er ekki bara til­finn­ing að auður sé að safn­ast saman á færri hönd­um. Sam­kvæmt nýj­ustu tölum Hag­stofu Íslands um eignir og skuld­ir ein­stak­linga óx auður tekju­hæstu tíundar lands­manna á vinnu­mark­aði, 19.711 ­manns, um 88,2 millj­arða króna á árinu 2014. Það var 16,2 millj­örðum krón­um ­meira en fátæk­ari helm­ingur vinn­andi lands­manna, rúm­lega eitt hund­rað þús­und ­manns, jók eignir sínar um á sama tíma.  

Auður þessa efsta lags íslensks sam­­fé­lags hefur raunar vaxið ævin­týra­­lega á rúm­­lega ára­tug­i. Árið 2002 áttu Íslend­ingar 885 millj­­arða króna í hreinni eign. Síðan þá hef­ur auður þeirra auk­ist um 1.626 millj­­arða króna. Af þeim auði hafa 603 millj­­arð­ar­ króna runnið til efstu tíund­­ar­inn­­ar, eða 37 pró­­sent við­­bót­­ar­auðs­ins.

Auk þess á rík­­asta ­tí­und þjóð­­ar­innar yfir helm­ing allra verð­bréfa. Mark­aðsvirði þeirra verð­bréfa, ­sem eru til dæmis hluta­bréf í fyr­ir­tækjum lands­ins, er mun hærra en upp­­­gef­ið ­nafn­virði. Því er eigið fé rík­asta hóps­ins því miklu mun meira en tölur Hag­­stofu Ís­lands gefa til kynna. Bilið er enn stærra.

Þegar það kemur í ljós að hluti þessa hóps geymir ekki einu sinni pen­ing­ana sína í íslenska hag­kerf­inu er ekki skrýtið að fólk verði reitt. Rofið milli þeirra sem eiga fjár­magnið og eign­irnar og þeirra sem fá borgað fyrir að skapa auð­inn er ­full­komn­að. Þeir sem eiga þurfa ekki að takast á við tug­pró­senta geng­is­fall, verð­bólgurús­sí­bana og fjár­magns­höft líkt og launa­fólkið sem fær borgað í ís­lenskum krón­um. Á meðan að launa­fólkið tekur á sig leið­rétt­ingu hag­kerf­is­ins eftir óhóf­s­tíð fyrir hrun í gegnum veskið árum saman hagn­að­ist ríka fólkið á geng­is­fall­inu vegna þess að það geymdi pen­ing­ana sína í aflands­fé­lög­um. Og gat svo flutt pen­ing­ana sína aftur inn í íslenska hag­kerfið í gegn­um fjár­fest­inga­leið Seðla­banka Íslands, sem leynd ríkir yfir hverjir nýttu sér, keypt ­eignir á bruna­út­sölu með 20 pró­sent afslætti, og þar með orðið enn rík­ari.

Þeir sem leidd­u ­rík­is­stjórn­ina sem kosin var til valda í síð­ustu kosn­ingum til­heyra efsta lag­inu. Sig­mundur Davíð og Bjarni Bene­dikts­son eru af auð­fólki komn­ir. Og margar aðgerðir rík­is­stjórnar þeirra voru tor­tryggðar vegna þess að þær þótt­u frekar þjón­usta hina best settu en launa­fólkið í land­inu.

Opin­ber­unin í Kast­ljós­þætt­inum sunnu­dag­inn 3. apr­íl, sem nær átta af hverjum tíu lands­mönn­um fannst fag­leg­ur, stað­festi þessa til­finn­ingu í hugum margra. Þess vegna ­mót­mæltu svona marg­ir. Þess vegna styður ein­ungis fjórð­ungur þjóð­ar­inn­ar ­rík­is­stjórn­ina. Þess vegna er allt traust milli almenn­ings og stjórn­mála­legra stofn­ana lands­ins horf­ið. 

Gjaldtaka vegna fiskeldis dugar ekki fyrir kostnaði við bætta stjórnsýslu og eftirlit
Þeir fjármunir sem rekstraraðilar fiskeldis eiga að greiða fyrir afnot af hafsvæðum í íslenskri lögsögu á næsta ári eru minni en það sem ríkissjóður ætlar að setja í bætta stjórnsýslu og eftirlit með fiskeldi.
Kjarninn 19. september 2019
Seðlabanki Bandaríkjanna lækkar vexti og segir óvissu í heimsbúskapnum
Þetta er önnur lækkunin á skömmum tíma, en þar áður höfðu vextir ekki lækkað í áratug.
Kjarninn 18. september 2019
Innlendar eignir nú 72 prósent af eignum lífeyrissjóða
Lífeyrissjóðir landsmanna hafa stækkaðir mikið í eignum talið, á undanförnum árum. Innlán sjóðanna nema tæplega 170 milljörðum.
Kjarninn 18. september 2019
Bergþór Ólason orðinn nefndarformaður á ný
Nýr formaður umhverfis- og samgöngunefndar var kjörinn í dag með tveimur atkvæðum.
Kjarninn 18. september 2019
Íslendingar endurvinna minnst á Norðurlöndunum
Magn heimilisúrgangs á hvern íbúa hér á landi hefur aukist með hverju ári frá hruni og náði magnið nýju hámarki árið 2017 með rúmlega 650 kílóum á hvern íbúa. Jafnframt endurvinna Íslendingar minnst af heimilissorpi af öllum Norðurlöndunum.
Kjarninn 18. september 2019
Takmarka þarf notkun á reiðufé í spilakössum til að stöðva peningaþvætti
Í aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti er lagt til að lögum verði breytt þannig að nafnlausir spilarar í spilakössum geti ekki sett háar fjárhæðir í þá, tekið þær síðan út sem vinninga og látið leggja þær inn á sig sem löglega vinninga.
Kjarninn 18. september 2019
Leggj­a enn og aftur fram frum­­varp um refs­ing­ar við tálm­un
Umdeilt tálmunarfrumvarp hefur verið lagt fram á ný á Alþingi.
Kjarninn 18. september 2019
Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Meira úr sama flokkiLeiðari
None