Synirnir trylla Frakkland...og heiminn

Fótbolti, þjóðarstolt, tollahlið, ostar sem eru ekki Gotti, toxoplasmi og vangaveltur um hvort það sé slæmt að vera tekinn í bakaríið.

Hannes Þór Halldórsson
Auglýsing

Það leit ágæt­lega út á korti að skjót­ast frá smá­bænum í Suð­ur­-Frakk­landi, þar sem ég og fjöl­skyldan mín erum í sum­ar­fríi, til St. Etienne á fót­bolta­leik. Þús­und kíló­metra akstur fram og til baka á innan við sól­ar­hring er hins vegar leiði­gjarn­ari í fram­kvæmd en ég sann­færði mig um við skipu­lagn­ingu hans.

Það er þó öllum sem búa á ferða­manna­fylltu Íslandi hollt að keyra um hrað­brautir meg­in­lands Evr­ópu, þar sem veg­irnir eru frá­bærir og þeir sem nota þá borga fyrir notk­un­ina í tolla­hlið­um. Í hvert sinn sem ég greiddi sam­visku­lega fyrir þetta öryggi og þessi gæði lang­aði mig að vera með Ólöfu Nor­dal, ráð­herra sam­göngu­mála, í far­þega­sæt­inu til að benda henni á að það er svo aug­ljós­lega bæði galið og stór­hættu­legt að láta skattfé 330 þús­und manna þjóðar duga til að borga fyrir lélegt vega­kerfi sem hátt í tvær millj­ónir manna nota í dag.

Þá átt­aði ég mig á því að ég væri örugg­lega kom­inn með toxoplasma í heil­ann sem orsakað hefði breyt­ingu á hegðun minni og hugs­un, enda búinn að eyða hátt í viku í hinu hræði­lega Evr­ópu­sam­bandi að borða osta sem eru ekki Gotti og bragð­ast raun­veru­lega vel, nauta­kjöt úr útlenskum dýrum og súpa af rósa­víni keyptu í stór­mark­aði sem, ótrú­legt en satt, gerði það ekki að verkum að ég gerð­ist óhófs­drykkju­mað­ur.

Auglýsing

-son bætti -sen 

Til að stytta mér stundir var ég búinn að safna upp nokkrum þáttum af bestu fót­bolta­hlað­vörpum heims, Foot­ball Weekly og Men in Blaz­ers. Þar er farið yfir, oft á ljóð­ræn­an, vit­rænan og oft stór­kost­lega fynd­inn hátt, það helsta sem er að ger­ast í þess­ari skrýtnu íþrótt sem heillar svo marga.

Það var prýði­leg upp­hitun fyrir það sem var framund­an. Roger Benn­ett, Everton-­með­-hald­andi snill­ing­ur­inn sem er í aðal­hlut­verki í Men in Blaz­ers þátt­un­um, er nýkom­inn heim til Banda­ríkj­anna eftir Íslands­heim­sókn og lýsir því yfir við hvert tæki­færi hvað hann sé heill­aður af okkur og okk­ar. Benn­ett, sem er Eng­lend­ing­ur, hefur ekki getað haldið með því lands­liði frá árinu 1986 eftir að hann braut rúðu þegar Mara­dona skor­aði með hendi guðs gegn Trevor Steven og félögum í enska lands­lið­inu í einum fræg­asta lands­leik allra tíma. Þess vegna heldur hann með Íslandi í ár.

Foot­ball Weekly pilt­arnir eru með dag­legan þátt á meðan að EM stendur yfir þar sem þeir gera upp það helsta sem gerð­ist þann dag­inn og spá í það sem er framund­an. Óhætt er að mæla með þeim fyrir alla sem vilja meira, dýpra og skemmti­legra. 

Synirnir hafa vakið aðdáun víða um heim.Umfjöllun þeirra um íslenska lands­liðið hefur reyndar að mestu snú­ist um ein­kenni­leg­heit frekar en getu liðs­ins. Þeir hafa til að mynda bent á að íslenska liðið hafi slegið ára­tuga­gam­alt met Dana í leiknum gegn Portú­gölum í gær. Á sjö­unda ára­tugnum tefldu Danir fram liði þar tíu leik­menn báru eft­ir­nafn sem end­aði á -sen. Íslend­ingar bættu það met með því að tefla fram ell­efu leik­mönnum í gær sem end­uðu á -son. 

Önnur ein­kenni­leg stað­reynd er sú að það eru fleiri leik­menn sem spila í íslensku deilda­keppn­inni að spila í Copa Amer­ica þetta árið en á EM. Þ.e. einn, Duwa­yne Kerr, mark­vörður Stjörn­unn­ar, situr á tré­verk­inu hjá Jamaíka. Svo hefur auð­vitað verið týnt til þetta klass­íska að lík­urnar fyrir íslenskan karl­mann á fót­bolta­spil­un­ar­aldri á að kom­ast í lands­liðið séu 2000 á móti einum (lík­urnar á því að Leicester yrðu enskir meist­arar voru 5000 á móti einum hjá veð­bönkum fyrir síð­asta tíma­bil) og að átta pró­sent þjóð­ar­innar væri mætt til að styðja við bakið á íslenska karla­lands­lið­inu á fyrsta loka­móti þess (til að halda áfram „mið­að-við-höfða­tölu“ leiknum sem við elskum svo mikið þá er það eins og að 4,3 millj­ónir Eng­lend­inga væru í Frakk­landi í sama til­gang­i). Þeir veltu tölu­vert fyrir sér íslenska orða­til­tæk­inu „teknir í bak­arí­ið“

En að leikn­um.

Jap­anir í háum fimmum

Ég við­ur­kenni fús­lega að hafa verið áhyggju­fullur þegar ég sett­ist við hlið­ina á japönskum starfs­bræðrum mínum í blaða­manna­stúkunni í St. Etienne. Byrj­un­ar­liðið var það sama og hafði fleytt Íslandi í gegnum und­an­riðl­anna að mestu (Ís­land not­aði ein­ungis 16 leik­menn í und­ankeppn­inni. Ekk­ert lið not­aði færri leik­menn). Frá því að þátt­takan á loka­mót­inu var tryggð í fyrra­haust hefur hins vegar staðið yfir stór­tæk til­rauna­starf­semi og allskyns leik­menn hafa fengið tæki­færið til að sanna sig, mest megnis með frekar slæ­legum úrslita­ár­angri. Þess vegna var ekki sjálf­sagt að þessir ell­efu her­menn myndu detta strax í takt­inn sem þeir höfðu í gegnum und­ankeppn­ina þótt að þeim væri stillt upp sam­an.

Auk þess hafði ég áhyggjur af spennustig­inu. Hvernig þeir myndu ráða við það. Margir þess­arra stráka hafa látið það bera sig ofur­liði tví­vegis áður, þegar þeir léku í loka­keppni U-21 árs liða og svo í umspils­leiknum gegn Króa­tíu úti.

Svo hafði ég áhyggjur af því að Hannes væri ekki búinn að spila nógu mikið síðan að hann meidd­ist, að Kol­beinn væri lask­aður á sál­inni eftir súrt tíma­bil, að Kári væri of hægur fyrir inn­an­hús­bolt­ann minn á fimmtu­dög­um, og þar af leið­andi ekki boð­legur á þessu sviði.

Sumir myndu kalla þetta óþarfa nei­kvæðni, en ég kýs að líta á þetta sem vænt­inga­stjórn­un. Það er betra að láta koma sér á óvart en að valda von­brigð­um. Og mér var sann­ar­lega komið á óvart.

Hátt og langt

Það var eig­in­lega draum­kennd upp­lifun að horfa á Ísland spila á loka­móti. Að horfa á eitt horn vall­ar­ins vera algjör­lega blátt, utan örfárra manna sem töldu EM vera blaz­er-við­burð, að syngja „Ferða­lok“ fyrir leik af ofsa­krafti og rúlla svo upp döprum portú­gölskum áhan­gendum á öllum sviðum stuðn­ings­mennsku það sem eftir lifði leiks.



Fyrri hálf­leikur var ekki góð­ur. Liðið hreyfði sig á löngum köflum eins og karlar á Fuss­ball­-­borði, í flatri 4-4-2 línu. Það var samt sem áður alveg aug­ljóst frá fyrstu mín­útu að Ísland gæti gert eitt­hvað í þessum leik ef þeir stilltu sig aðeins til. Ótrú­legur stuðn­ingur og óþol­andi mann­kostir stærstu leik­manna Portú­ga­la, sér­stak­lega Ron­aldo og Pepe, hjálp­uðu ugg­laust til að bæta þess­ari smá við­bót sem þarf til að lið sem skortir tækni­lega getu bæti það upp með óseðj­andi vilja og ákveðni.

Seinni hálf­leikur var mun betri, og ótrú­legt en satt hafði maður alltaf ein­hvern veg­inn á til­finn­ing­unni að við myndum ná ein­hverju út úr þessum leik. Það er auð­vitað ljóð­rænt að Birkir Bjarna­son, sem lítur út eins og að He-Man og Fabio hafi eign­ast barn, skuli hafa skor­að, gang­andi aug­lýs­ing fyrir vík­ingaí­mynd­ina sem okkur Íslend­ingum er svo annt um að tengja okkur við.

Ég hafði reynt, með slæ­legum árangri, að sýna fag­lega still­ingu í blaða­manna­stúkunni og sýna ekki miklar til­finn­ingar þegar hlutir gerð­ust í leikn­um. Ég skil reyndar ekki af hverju, enda aug­ljóst á gömlu Sæv­ars Jóns­son­ar-lands­lið­s­treyj­unni frá 1988 sem ég var íklæddur að ég var afar hlut­læg­ur. Þegar Birkir skor­aði réð ég hins vegar ekki við mig og rauk upp með öskrum, líkt og allir aðrir landar mín­ir. Íslenska karla­lands­liðið hafði skorað mark á loka­móti í knatt­spyrnu. Og var við það að taka stig af Portú­göl­um. Jap­an­irnir fíl­uðu þetta og gáfu mér háar fimm­ur.

Það skal við­ur­kennt að ég elska ljótan fót­bolta. Hátt og langt er alveg minn kaffi­bolli. Og íslenska liðið bauð upp á það í hrönn­um. Ekk­ert end­ur­spegl­aði leik­skipu­lagið betur en sú stað­reynd að Aron Einar Gunn­ars­son var lát­inn taka nær öll inn­köst liðs­ins, sama hvar þau voru á vell­inum og grýta bolt­anum eins langt og hann gat. Á einum tíma­punkti tók hann slíkt við horn­fána íslenska marks­ins. Í fót­bolta, ólíkt stjórn­mál­um, helgar til­gang­ur­inn með­al­ið. Íslensku stuðn­ings­menn­irnir elsk­uðu þetta með mér. Hverri tæk­lingu, kýl­ingu og „bo­dýtékki“ var fagnað líkt og liðið hefði skorað eftir hjól­hesta­spyrnu.

Síð­ustu mín­út­urnar voru þó afar taugatrekkj­andi. Þegar Ron­aldo skaut úr auka­spyrnum 33 og 34 á loka­móti (hann hefur aldrei skorað úr slíkri á slíku) í upp­bót­ar­tíma hélt ég að ég væri að fá heila­blæð­ingu. En það hefur örugg­lega bara verið toxopla­sm­inn út af ESB-­fæð­inu.

Stoltið hellt­ist síðan yfir mann þegar tyrk­neski dóm­ar­inn flaut­aði leik­inn loks af. Stolt vegna frammi­stöðu liðs­ins, vegna frammi­stöðu stuðn­ings­manna og vegna þess að við erum ekki eins slæmar mann­eskjur og Ron­aldo og Pepe.

Hel­vítis Ices­ave og Gary Lineker

Auð­vitað fagn­aði íslensk þjóð villt og galið eftir þennan stór­kost­lega leik. Við erum lang­minnsta þjóð sem leikið hefur á loka­móti, skorað mark á loka­móti og fengið stig á loka­móti. Það er ein­stakur árangur og sýnir að það er hægt að fara langt á því að vera rugl­aður og sýna sam­heldni. Heim­ur­inn, og Gary Lineker, var sam­mála.

Það er nefni­lega dásam­legt hvað skrýtin íþrótt getur sam­einað þjóð sem hefur það sem þjóðar­í­þrótt að ríf­ast á inter­net­inu. Þótt það væri ekki nema í nokkrar mín­út­ur.

Svo kíkti maður á sam­fé­lags­miðl­anna og sá að sig­ur­inn var orðin að karp­fæðu. Þeir sem telja sig sann­ari Íslend­inga en aðra voru farnir að nota hlægi­leg ummæli freku krakka-gín­unar Ron­aldo um smæ­lingja­hug­ar­far Íslend­ingar sem pillu á ein­hverja ímynd­aða and­stæð­inga. Að þetta væri svipað við­horf og þeir sýni. Reyndar er þetta sami hópur og skil­greinir lífið og sam­fé­lagið út frá Ices­a­ve. Það fyndna við þessi ein­földu og vit­grönnu merki­miða­fræði er að þeir sem hana stunda, og nota til að ásaka aðra um að sundra eða svíkja, sundra mest sjálf­ir. Það gerir nefni­lega aðra ekki að föð­ur­lands­svik­ur­um, land­ráða­mönnum eða öðru slíku ein­fald­lega vegna þess að þeir sjá ekki til­veru sína sömu íhalds­sömu og sér­hags­muna­gæslu­blind­uðu augum og þeir.

En látum það ekki trufla gleð­ina. Áfram til Marseille til að sigra Ung­verja. Heim­ur­inn heldur með okk­ur. Lít­il­magn­an­um. Stórasta landi í heimi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None