Auglýsing

Fyrir fjórum dögum fékk ég tölvu­póst frá fram­boði Hill­ar­y Clinton sem var frekar ógn­vekj­andi. Ég er skráður á net­fanga­lista fram­boða Hill­ary og Don­ald Trump, fyrst og fremst til að fylgj­ast með og hvaða boð­skap þessir tveir fram­bjóð­endur hafa fram að færa.

Að und­an­förnu hefur slag­ur­inn orðið harð­ari og stór orð falla alla daga, banda­ríska alrík­is­lög­reglan FBI liggur undir ámæli og bak­land beggja fram­boða er með allt á yfir­snún­ingi til að ná fram sigri 8. nóv­em­ber. 

Auglýsing


Það er erfitt að fylgja öllu því sem fram kem­ur, en í stórum dráttum er staðan sú að ­mjótt er að munum og það getur allt gerst. Lík­urnar eru sagðar Hill­ar­y hag­felld­ari nú þegar fimm dagar eru til kosn­inga. FiveT­hir­tyEight met­ur ­sig­ur­líkur Hill­ary um 65 pró­sent en Trump 35 pró­sent. Fyrir aðeins tveim­ur vikum voru lík­urnar 87 pró­sent.

En aftur að póst­in­um. Hann var frekar stutt­ur, en í hon­um komu fram skila­boð um dag­blað kyn­þátta­hat­ar­ana í Ku Klux Klan (KKK), sam­taka ­sem byggja blindu hatri á svörtum og hafa í seinni tíð borið út boð­skap gegn hatri á inn­flytj­end­um, væri opin­ber­lega búið að lýsa yfir stuðn­ingi við Don­ald J. Trump. Blaðið heitir því ógeð­fellda nafni, í ljósi mál­stað­ar­ins, Kross­far­inn (The Crusader).

The Crusader, dagblað KKK.

Það merki­leg­asta við stuðn­ing­inn er að Trump sjálfur hef­ur ­neitað að fjar­lægja sig KKK og þannig lagt blessun sína yfir að sam­tökin styðj­i fram­bjóð­anda Repúblik­ana. Þetta reitti meðal ann­ars Paul Ryan, einn af ­for­ystu­mönnum Repúblik­ana og fyrr­ver­andi vara­for­seta­efni flokks­ins, til reið­i og sagði hann að þetta daður Trump við sam­tök kyn­þátta­hat­ara væri óásætt­an­leg­t. Hvað sem má segja um fyrri fram­bjóð­endur flokks­ins, þá hafa þeir alltaf dreg­ið ­skýrar línur þegar kemur að kyn­þátta­hatri og algjör­lega hafnað því.

Þetta atriði er reyndar bara eitt af mörgum sem tóna við ras­is­mann hjá Trump, bæði kyn­þátta­hat­rið en ekki síður menn­ing­ar­legan ras­is­ma þar sem talað er gegn minni­hluta­hópum og þá einkum og sér í lagi inn­flytj­end­um. ­Mál­flutn­ing­ur­inn er síðan allur í slag­orðum og frös­um, og aldrei á dýpt­ina eins og sást glögg­lega í sjón­varp­s­kapp­ræð­unum þrem­ur, sem Trump skíttap­aði. Hans bar­átta snýst öðru fremur um að tala til allra þeirra sem eru óanægðir og fá þá til að snú­ast gegn „kerf­inu“ og hafna Hill­ary.

Mikil spenna í Flór­ída

Í stuttu máli er staðan í Banda­ríkj­unum þannig, að rík­i þessa stór­veldis standa afar mis­jafn­lega og er menn­ing­ar­legur munur oft með­ ó­lík­ind­um. Strand­ríkin í vestri og austri hafa styrkst mikið efna­hags­lega á und­an­förnum árum, á meðan mörg mið­ríki, allt frá suðri til norð­urs, standa verr.

Sé horft yfir stöð­una frá vestri til aust­urs þá er vest­ur­strand­ar­ríkin þrjú, Kali­forn­ía, Oregon og Was­hington, nær alveg á bandi Hill­ary, miðað við kann­an­ir. Mikil spenna verður í Nevada, þar sem sig­ur­líkur Hill­ary eru nú ­metnar 49,2 pró­sent en Trumps 50,8 pró­sent. Í Nýju-­Mexíkó eru lík­urnar með­ Hill­ary en FiveT­hir­tyEight metur 82 pró­sent líkur á hún vinni þar. Í öll­u­m öðrum suð­ur­ríkj­um, frá Arizona í vestri til Virgínu í austri, eru lík­urnar nú frekar með Trump. ­Mikil bar­átta verður fyr­ir­sjá­an­lega í tveimur ríkjum á aust­ur­strönd­inni. Í Flór­ída og Norð­ur­-Kar­olínu. Staðan í Flór­ída er nú afar tví­sýn, en lík­urnar eru heldur með Trump eins og þær eru settar fram í á vef FiveT­hir­tyEight, eða 50,6 ­pró­sent líkur á að hann sigri en 49,4 á að Hill­ary hafi bet­ur. Í öðrum ríkjum á aust­ur­strönd­inni hefur Hill­ary stuðn­ing vísan, en mið­ríkin eru meira og minna á bandi Trump.

Áþreif­an­leg spenna

Spennan fyrir kosn­ing­arnar er nán­ast áþreif­an­leg hér í Banda­ríkj­un­um. Í Was­hington ríki, sem í gegnum tíð­ina hefur verið sterkt víg­i Demókrata, má skynja mikla hræðslu við kosn­ing­arn­ar. Hvað ger­ist ef Trump vinn­ur? Þó vafa­lítið muni lífið ganga sinn vana­gang, þá ótt­ast margir sem ég hef rætt við, að Banda­ríkin verði óör­ugg­ari og sund­ur­lyndið mun leiða til­ ­mik­illa átaka. Að grunni til er Banda­ríkin inn­flytj­enda­land og byggt upp af inn­flytj­end­um. Þær ögr­anir sem Trump hefur byggt bar­áttu sína á er ekki aðeins til þess fallin að vekja hneykslan heldur líka hræðslu.

Þegar ég ræddi við for­eldra bekkj­ar­fé­laga sonar míns, hér í Kirkland í útjaðri Seatt­le, þá skynj­aði ég þetta sterkt. Hér er mik­ill suðu­pott­ur og stórt inn­flytj­enda­sam­fé­lag, ekki síst fólks frá Asíu sem starfar í tækni­fyr­ir­tækjum á svæð­inu, Amazon og Microsoft einna helst. Fólk hræð­ist að hat­rið fari á flug í Banda­ríkj­un­um. Sagan sýnir að þetta geti gerst og af­leið­ing­arnar eru ógn­væn­leg­ar. Harð­ari átök, bæði póli­tísk og hags­muna­tengd, inn­an­lands­. ­Meiri stríðs­á­tök í heim­inum eru líka ofar­lega í huga fólks. Gleymum því ekki að Banda­ríkin hefur pen­inga­prent­un­ar­vald að baki tæp­lega tveimur þriðju af gjald­eyr­is­vara­forða heims­ins, en Banda­ríkja­dalur er lang­sam­lega stærsta við­skipta­mynt heims­ins. Alþjóða­vætt varn­ar­hlut­verk lands­ins mót­ast ekki síst af þessum víð­tæku og oft flóknu hags­mun­um. For­seti Banda­ríkj­anna þarf því að búa yfir miklum mann­kost­um, yfir­vegun og djúpri þekk­ingu á gangi heims­mál­anna. Það hefur ekki sést glitta neitt í þetta hjá Trump. Ekki í eina sek­úndu.

Eins og mál standa nú þá gæti þessi hat­urs­boð­skapur Trumps – sem er eins víðs­fjarri hug­mynd­inni um frjálsan alþjóða­væddan heim og hugs­ast ­getur – unnið í kosn­ing­unum eftir fimm daga. Það hræðir fólk. Heilt yfir eru þó taldar meiri líkur á að Hill­ary vinni.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Ráðherra segir að pakkaferðafrumvarp hennar hafi ekki meirihluta á þingi
Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur um að heimila ferðaskrifstofum að borga neytendum í inneignarnótum í stað peninga mun ekki verða afgreitt á Alþingi. Hluti stjórnarþingmanna styður það ekki.
Kjarninn 4. júní 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Varist hræðsluáróður – Handbók um endurheimt þjóðareignar
Kjarninn 4. júní 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Hálfur milljarður í þróun á bóluefni frá Íslandi
Framlag Íslands skiptist þannig að 250 milljónir króna fara til bólusetningarbandalagsins Gavi og sama upphæð til CEPI sem er samstarfsvettvangur fyrirtækja og opinberra aðila um viðbúnað gegn farsóttum.
Kjarninn 4. júní 2020
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Hverjir eru þínir bakverðir?
Kjarninn 4. júní 2020
Fosshótel Hellnar er hluti af Íslandshótelum.
722 samtals sagt upp hjá tveimur hótelum og Bláa lóninu
Samtals var 722 starfsmönnum sagt upp í þremur stærstu hópuppsögnum maímánaðar; hjá Bláa lóninu, Flugleiðahóteli og Íslandshóteli. Vinnumálastofnun bárust 23 tilkynningar um hópuppsagnir í maí.
Kjarninn 4. júní 2020
Reynt að brjótast inn í tölvukerfi Reiknistofu bankanna
Brotist var inn í ysta netlag og eru engar vísbendingar um að komist hafi verið inn í kerfi Reiknistofu bankanna og viðskiptavina.
Kjarninn 4. júní 2020
Kristbjörn Árnason
Núverandi ríkisstjórn er ein alvarlegustu mistök stjórnmálanna hin síðustu ár
Leslistinn 4. júní 2020
Kóralrifið mikla hefur fölnað mikið á undanförnum árum.
Kóralrifið mikla heldur áfram að fölna
Fölnun Kóralrifsins mikla í mars síðastliðnum er sú umfangsmesta hingað til. Febrúar síðastliðinn var heitasti mánuður á svæðinu síðan mælingar hófust.
Kjarninn 4. júní 2020
Meira úr sama flokkiLeiðari
None