Auglýsing

Fyrir fjórum dögum fékk ég tölvu­póst frá fram­boði Hill­ar­y Clinton sem var frekar ógn­vekj­andi. Ég er skráður á net­fanga­lista fram­boða Hill­ary og Don­ald Trump, fyrst og fremst til að fylgj­ast með og hvaða boð­skap þessir tveir fram­bjóð­endur hafa fram að færa.

Að und­an­förnu hefur slag­ur­inn orðið harð­ari og stór orð falla alla daga, banda­ríska alrík­is­lög­reglan FBI liggur undir ámæli og bak­land beggja fram­boða er með allt á yfir­snún­ingi til að ná fram sigri 8. nóv­em­ber. 

Auglýsing


Það er erfitt að fylgja öllu því sem fram kem­ur, en í stórum dráttum er staðan sú að ­mjótt er að munum og það getur allt gerst. Lík­urnar eru sagðar Hill­ar­y hag­felld­ari nú þegar fimm dagar eru til kosn­inga. FiveT­hir­tyEight met­ur ­sig­ur­líkur Hill­ary um 65 pró­sent en Trump 35 pró­sent. Fyrir aðeins tveim­ur vikum voru lík­urnar 87 pró­sent.

En aftur að póst­in­um. Hann var frekar stutt­ur, en í hon­um komu fram skila­boð um dag­blað kyn­þátta­hat­ar­ana í Ku Klux Klan (KKK), sam­taka ­sem byggja blindu hatri á svörtum og hafa í seinni tíð borið út boð­skap gegn hatri á inn­flytj­end­um, væri opin­ber­lega búið að lýsa yfir stuðn­ingi við Don­ald J. Trump. Blaðið heitir því ógeð­fellda nafni, í ljósi mál­stað­ar­ins, Kross­far­inn (The Crusader).

The Crusader, dagblað KKK.

Það merki­leg­asta við stuðn­ing­inn er að Trump sjálfur hef­ur ­neitað að fjar­lægja sig KKK og þannig lagt blessun sína yfir að sam­tökin styðj­i fram­bjóð­anda Repúblik­ana. Þetta reitti meðal ann­ars Paul Ryan, einn af ­for­ystu­mönnum Repúblik­ana og fyrr­ver­andi vara­for­seta­efni flokks­ins, til reið­i og sagði hann að þetta daður Trump við sam­tök kyn­þátta­hat­ara væri óásætt­an­leg­t. Hvað sem má segja um fyrri fram­bjóð­endur flokks­ins, þá hafa þeir alltaf dreg­ið ­skýrar línur þegar kemur að kyn­þátta­hatri og algjör­lega hafnað því.

Þetta atriði er reyndar bara eitt af mörgum sem tóna við ras­is­mann hjá Trump, bæði kyn­þátta­hat­rið en ekki síður menn­ing­ar­legan ras­is­ma þar sem talað er gegn minni­hluta­hópum og þá einkum og sér í lagi inn­flytj­end­um. ­Mál­flutn­ing­ur­inn er síðan allur í slag­orðum og frös­um, og aldrei á dýpt­ina eins og sást glögg­lega í sjón­varp­s­kapp­ræð­unum þrem­ur, sem Trump skíttap­aði. Hans bar­átta snýst öðru fremur um að tala til allra þeirra sem eru óanægðir og fá þá til að snú­ast gegn „kerf­inu“ og hafna Hill­ary.

Mikil spenna í Flór­ída

Í stuttu máli er staðan í Banda­ríkj­unum þannig, að rík­i þessa stór­veldis standa afar mis­jafn­lega og er menn­ing­ar­legur munur oft með­ ó­lík­ind­um. Strand­ríkin í vestri og austri hafa styrkst mikið efna­hags­lega á und­an­förnum árum, á meðan mörg mið­ríki, allt frá suðri til norð­urs, standa verr.

Sé horft yfir stöð­una frá vestri til aust­urs þá er vest­ur­strand­ar­ríkin þrjú, Kali­forn­ía, Oregon og Was­hington, nær alveg á bandi Hill­ary, miðað við kann­an­ir. Mikil spenna verður í Nevada, þar sem sig­ur­líkur Hill­ary eru nú ­metnar 49,2 pró­sent en Trumps 50,8 pró­sent. Í Nýju-­Mexíkó eru lík­urnar með­ Hill­ary en FiveT­hir­tyEight metur 82 pró­sent líkur á hún vinni þar. Í öll­u­m öðrum suð­ur­ríkj­um, frá Arizona í vestri til Virgínu í austri, eru lík­urnar nú frekar með Trump. ­Mikil bar­átta verður fyr­ir­sjá­an­lega í tveimur ríkjum á aust­ur­strönd­inni. Í Flór­ída og Norð­ur­-Kar­olínu. Staðan í Flór­ída er nú afar tví­sýn, en lík­urnar eru heldur með Trump eins og þær eru settar fram í á vef FiveT­hir­tyEight, eða 50,6 ­pró­sent líkur á að hann sigri en 49,4 á að Hill­ary hafi bet­ur. Í öðrum ríkjum á aust­ur­strönd­inni hefur Hill­ary stuðn­ing vísan, en mið­ríkin eru meira og minna á bandi Trump.

Áþreif­an­leg spenna

Spennan fyrir kosn­ing­arnar er nán­ast áþreif­an­leg hér í Banda­ríkj­un­um. Í Was­hington ríki, sem í gegnum tíð­ina hefur verið sterkt víg­i Demókrata, má skynja mikla hræðslu við kosn­ing­arn­ar. Hvað ger­ist ef Trump vinn­ur? Þó vafa­lítið muni lífið ganga sinn vana­gang, þá ótt­ast margir sem ég hef rætt við, að Banda­ríkin verði óör­ugg­ari og sund­ur­lyndið mun leiða til­ ­mik­illa átaka. Að grunni til er Banda­ríkin inn­flytj­enda­land og byggt upp af inn­flytj­end­um. Þær ögr­anir sem Trump hefur byggt bar­áttu sína á er ekki aðeins til þess fallin að vekja hneykslan heldur líka hræðslu.

Þegar ég ræddi við for­eldra bekkj­ar­fé­laga sonar míns, hér í Kirkland í útjaðri Seatt­le, þá skynj­aði ég þetta sterkt. Hér er mik­ill suðu­pott­ur og stórt inn­flytj­enda­sam­fé­lag, ekki síst fólks frá Asíu sem starfar í tækni­fyr­ir­tækjum á svæð­inu, Amazon og Microsoft einna helst. Fólk hræð­ist að hat­rið fari á flug í Banda­ríkj­un­um. Sagan sýnir að þetta geti gerst og af­leið­ing­arnar eru ógn­væn­leg­ar. Harð­ari átök, bæði póli­tísk og hags­muna­tengd, inn­an­lands­. ­Meiri stríðs­á­tök í heim­inum eru líka ofar­lega í huga fólks. Gleymum því ekki að Banda­ríkin hefur pen­inga­prent­un­ar­vald að baki tæp­lega tveimur þriðju af gjald­eyr­is­vara­forða heims­ins, en Banda­ríkja­dalur er lang­sam­lega stærsta við­skipta­mynt heims­ins. Alþjóða­vætt varn­ar­hlut­verk lands­ins mót­ast ekki síst af þessum víð­tæku og oft flóknu hags­mun­um. For­seti Banda­ríkj­anna þarf því að búa yfir miklum mann­kost­um, yfir­vegun og djúpri þekk­ingu á gangi heims­mál­anna. Það hefur ekki sést glitta neitt í þetta hjá Trump. Ekki í eina sek­úndu.

Eins og mál standa nú þá gæti þessi hat­urs­boð­skapur Trumps – sem er eins víðs­fjarri hug­mynd­inni um frjálsan alþjóða­væddan heim og hugs­ast ­getur – unnið í kosn­ing­unum eftir fimm daga. Það hræðir fólk. Heilt yfir eru þó taldar meiri líkur á að Hill­ary vinni.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ófyrirséður viðbótarkostnaður vegna nýs Herjólfs 790 milljónir
Íslenska ríkið greiðir 532 milljónir króna í viðbótarkostnað vegna lokauppgjörs við pólska skipasmíðastöð og 258 milljónir króna til rekstraraðila Herjólfs til að mæta ófyrirséðum kostnaðarauka vegna seinkunar á afhendingu.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Kvikan
Kvikan
Íslenskar valdablokkir, brottvísun þungaðrar konu og Play ... komið til að vera?
Kjarninn 12. nóvember 2019
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Markmiðið að stuðla að því að upplýst verði um lögbrot og ámælisverða háttsemi
Forsætisráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um vernd uppljóstrara. Markmið laganna er að stuðla að því að upplýst verði um lögbrot og aðra ámælisverða háttsemi og þannig dregið úr slíku hátterni.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Svo virðist sem viðleitni stærstu lífeyrissjóða landsins til að hægja á umferð lántöku vegna húsnæðiskaupa hjá sér sé að virka.
Lífeyrissjóðir hafa lánað 15 prósent minna til húsnæðiskaupa en í fyrra
Stærstu lífeyrissjóðir landsins hafa verið að þrengja lánaskilyrði sín til að reyna að draga úr ásókn í sjóðsfélagslán til húsnæðiskaupa. Það virðist vera að virka. Mun minna hefur fengist lánað hjá lífeyrissjóðum það sem af er ári en á sama tíma í fyrra.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Ketill Sigurjónsson
Sífellt ódýrari vindorka í Hörpu
Kjarninn 11. nóvember 2019
Samherji sendir yfirlýsingu vegna yfirvofandi umfjöllunar RÚV
Útgerðarfyrirtækið Samherji hefur sent frá sér yfirlýsingu, vegna yfirvofandi umfjöllunar RÚV.
Kjarninn 11. nóvember 2019
Magnús Halldórsson
Brjálæðið og enn of stór til að falla
Kjarninn 11. nóvember 2019
28 milljónir í launakostnað ólöglegu Landsréttardómaranna
Laun þriggja þeirra fjögurra dómara við Landsrétt, sem mega ekki dæma eftir að Mannréttindadómstóll Evrópu sagði skipan þeirra ólögmæta, kalla á 28 milljón króna viðbótarútgjöld ríkissjóðs.
Kjarninn 11. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiLeiðari
None