Auglýsing

Fyrir fjórum dögum fékk ég tölvu­póst frá fram­boði Hill­ar­y Clinton sem var frekar ógn­vekj­andi. Ég er skráður á net­fanga­lista fram­boða Hill­ary og Don­ald Trump, fyrst og fremst til að fylgj­ast með og hvaða boð­skap þessir tveir fram­bjóð­endur hafa fram að færa.

Að und­an­förnu hefur slag­ur­inn orðið harð­ari og stór orð falla alla daga, banda­ríska alrík­is­lög­reglan FBI liggur undir ámæli og bak­land beggja fram­boða er með allt á yfir­snún­ingi til að ná fram sigri 8. nóv­em­ber. 

Auglýsing


Það er erfitt að fylgja öllu því sem fram kem­ur, en í stórum dráttum er staðan sú að ­mjótt er að munum og það getur allt gerst. Lík­urnar eru sagðar Hill­ar­y hag­felld­ari nú þegar fimm dagar eru til kosn­inga. FiveT­hir­tyEight met­ur ­sig­ur­líkur Hill­ary um 65 pró­sent en Trump 35 pró­sent. Fyrir aðeins tveim­ur vikum voru lík­urnar 87 pró­sent.

En aftur að póst­in­um. Hann var frekar stutt­ur, en í hon­um komu fram skila­boð um dag­blað kyn­þátta­hat­ar­ana í Ku Klux Klan (KKK), sam­taka ­sem byggja blindu hatri á svörtum og hafa í seinni tíð borið út boð­skap gegn hatri á inn­flytj­end­um, væri opin­ber­lega búið að lýsa yfir stuðn­ingi við Don­ald J. Trump. Blaðið heitir því ógeð­fellda nafni, í ljósi mál­stað­ar­ins, Kross­far­inn (The Crusader).

The Crusader, dagblað KKK.

Það merki­leg­asta við stuðn­ing­inn er að Trump sjálfur hef­ur ­neitað að fjar­lægja sig KKK og þannig lagt blessun sína yfir að sam­tökin styðj­i fram­bjóð­anda Repúblik­ana. Þetta reitti meðal ann­ars Paul Ryan, einn af ­for­ystu­mönnum Repúblik­ana og fyrr­ver­andi vara­for­seta­efni flokks­ins, til reið­i og sagði hann að þetta daður Trump við sam­tök kyn­þátta­hat­ara væri óásætt­an­leg­t. Hvað sem má segja um fyrri fram­bjóð­endur flokks­ins, þá hafa þeir alltaf dreg­ið ­skýrar línur þegar kemur að kyn­þátta­hatri og algjör­lega hafnað því.

Þetta atriði er reyndar bara eitt af mörgum sem tóna við ras­is­mann hjá Trump, bæði kyn­þátta­hat­rið en ekki síður menn­ing­ar­legan ras­is­ma þar sem talað er gegn minni­hluta­hópum og þá einkum og sér í lagi inn­flytj­end­um. ­Mál­flutn­ing­ur­inn er síðan allur í slag­orðum og frös­um, og aldrei á dýpt­ina eins og sást glögg­lega í sjón­varp­s­kapp­ræð­unum þrem­ur, sem Trump skíttap­aði. Hans bar­átta snýst öðru fremur um að tala til allra þeirra sem eru óanægðir og fá þá til að snú­ast gegn „kerf­inu“ og hafna Hill­ary.

Mikil spenna í Flór­ída

Í stuttu máli er staðan í Banda­ríkj­unum þannig, að rík­i þessa stór­veldis standa afar mis­jafn­lega og er menn­ing­ar­legur munur oft með­ ó­lík­ind­um. Strand­ríkin í vestri og austri hafa styrkst mikið efna­hags­lega á und­an­förnum árum, á meðan mörg mið­ríki, allt frá suðri til norð­urs, standa verr.

Sé horft yfir stöð­una frá vestri til aust­urs þá er vest­ur­strand­ar­ríkin þrjú, Kali­forn­ía, Oregon og Was­hington, nær alveg á bandi Hill­ary, miðað við kann­an­ir. Mikil spenna verður í Nevada, þar sem sig­ur­líkur Hill­ary eru nú ­metnar 49,2 pró­sent en Trumps 50,8 pró­sent. Í Nýju-­Mexíkó eru lík­urnar með­ Hill­ary en FiveT­hir­tyEight metur 82 pró­sent líkur á hún vinni þar. Í öll­u­m öðrum suð­ur­ríkj­um, frá Arizona í vestri til Virgínu í austri, eru lík­urnar nú frekar með Trump. ­Mikil bar­átta verður fyr­ir­sjá­an­lega í tveimur ríkjum á aust­ur­strönd­inni. Í Flór­ída og Norð­ur­-Kar­olínu. Staðan í Flór­ída er nú afar tví­sýn, en lík­urnar eru heldur með Trump eins og þær eru settar fram í á vef FiveT­hir­tyEight, eða 50,6 ­pró­sent líkur á að hann sigri en 49,4 á að Hill­ary hafi bet­ur. Í öðrum ríkjum á aust­ur­strönd­inni hefur Hill­ary stuðn­ing vísan, en mið­ríkin eru meira og minna á bandi Trump.

Áþreif­an­leg spenna

Spennan fyrir kosn­ing­arnar er nán­ast áþreif­an­leg hér í Banda­ríkj­un­um. Í Was­hington ríki, sem í gegnum tíð­ina hefur verið sterkt víg­i Demókrata, má skynja mikla hræðslu við kosn­ing­arn­ar. Hvað ger­ist ef Trump vinn­ur? Þó vafa­lítið muni lífið ganga sinn vana­gang, þá ótt­ast margir sem ég hef rætt við, að Banda­ríkin verði óör­ugg­ari og sund­ur­lyndið mun leiða til­ ­mik­illa átaka. Að grunni til er Banda­ríkin inn­flytj­enda­land og byggt upp af inn­flytj­end­um. Þær ögr­anir sem Trump hefur byggt bar­áttu sína á er ekki aðeins til þess fallin að vekja hneykslan heldur líka hræðslu.

Þegar ég ræddi við for­eldra bekkj­ar­fé­laga sonar míns, hér í Kirkland í útjaðri Seatt­le, þá skynj­aði ég þetta sterkt. Hér er mik­ill suðu­pott­ur og stórt inn­flytj­enda­sam­fé­lag, ekki síst fólks frá Asíu sem starfar í tækni­fyr­ir­tækjum á svæð­inu, Amazon og Microsoft einna helst. Fólk hræð­ist að hat­rið fari á flug í Banda­ríkj­un­um. Sagan sýnir að þetta geti gerst og af­leið­ing­arnar eru ógn­væn­leg­ar. Harð­ari átök, bæði póli­tísk og hags­muna­tengd, inn­an­lands­. ­Meiri stríðs­á­tök í heim­inum eru líka ofar­lega í huga fólks. Gleymum því ekki að Banda­ríkin hefur pen­inga­prent­un­ar­vald að baki tæp­lega tveimur þriðju af gjald­eyr­is­vara­forða heims­ins, en Banda­ríkja­dalur er lang­sam­lega stærsta við­skipta­mynt heims­ins. Alþjóða­vætt varn­ar­hlut­verk lands­ins mót­ast ekki síst af þessum víð­tæku og oft flóknu hags­mun­um. For­seti Banda­ríkj­anna þarf því að búa yfir miklum mann­kost­um, yfir­vegun og djúpri þekk­ingu á gangi heims­mál­anna. Það hefur ekki sést glitta neitt í þetta hjá Trump. Ekki í eina sek­úndu.

Eins og mál standa nú þá gæti þessi hat­urs­boð­skapur Trumps – sem er eins víðs­fjarri hug­mynd­inni um frjálsan alþjóða­væddan heim og hugs­ast ­getur – unnið í kosn­ing­unum eftir fimm daga. Það hræðir fólk. Heilt yfir eru þó taldar meiri líkur á að Hill­ary vinni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None