Auglýsing

Bless­un­ar­lega er það þannig í okkar alþjóða­lega heimi að stjórn­mála- og emb­ætt­is­menn eru ekki okkar gæfusmið­ir, þegar kemur að efna­hags­legri vel­sæld. Vissu­lega þurfa þeir að vanda til verka í sínum störfum og láta gott af sér leiða, en oft fá þeir of mikla athygli þegar kemur að umræðu um stöðu efna­hags­mála. Kast­ljósið ætti stundum frekar að bein­ast að „smá­at­rið­un­um“ sem samt eru aðal­at­rið­in.

Þörf á nýjum mörk­uðum

Ein­stak­lingar í fyr­ir­tækja­rekstri þurfa oft að sýna klók­indi og sveigj­an­leika til að koma vörum og þjón­ustu á markað erlend­is. Þegar kemur að útflutn­ingi íslenska hag­kerf­is­ins er ein stað­reynd sér­stak­lega slá­andi. Það er hversu illa íslenskum fyr­ir­tækjum hefur gengið að koma vörum inn á markað í Banda­ríkj­unum og einnig í Asíu.

Tölur Hag­stofu Íslands um útflutn­ing sýna glögg­lega að Ísland á of mikið undir EES-­mark­aðn­um. Þetta á við um nær allar útflutn­ings­grein­ar. Það er ekki óvenju­legt enda byggir við­skipta­sam­band Íslands við Evr­ópu á ára­tuga­langri upp­bygg­ingu, ekki síst í sjáv­ar­út­vegi.

Auglýsing

Heild­arutan­rík­is­verslun við evr­ópska­efna­hags­svæðið (EES) í fyrra nam 489 millj­örð­um. Á sama tíma nam utan­rík­is­versl­unin 35 millj­örðum gagn­vart Banda­ríkj­un­um. Töl­urnar fyrir Asíu­markað eru síðan enn lægri.

Hér má sjá hvernig utanríkisverslun var eftir markaðssvæðum, annars vegar EES-svæðið og hins vegar Bandaríkin. Mynd: Hagstofa Íslands.

Óhag­stæð geng­is­þróun

Evr­ópa er vett­vangur alþjóð­legra við­skipta og hefur á efna­hags­leg upp­bygg­ing ríkja í álf­unni, sem hafa náð mestum árangri, byggt á sterki stöðu í alþjóða­væddum heimi við­skipti.

Fljótt á litið þurfa íslensk útflutn­ings­fyr­ir­tæki að ein­blína enn meira á að kom­ast inn á nýja mark­aði. Veik staða Bret­lands eftir Brex­it-­kosn­ing­una í sum­ar, hefur grafið undan mik­il­vægum útflutn­ings­mark­aði fyrir íslenskar sjáv­ar­af­urð­ir.

Pundið kostar nú 140 krónur en kost­aði 206 krónur fyrir rúm­lega ári. Horf­urnar eru ekki bjartar á mark­aðn­um. Í fyrra fór um 12 pró­sent af öllum útflutn­ingi okkar til Bret­lands og um 19 pró­sent af erlendum ferða­mönnum koma frá Bret­landi. Útlit er fyrir að gjald­eyr­is­inn­streymi verði áfram mikið vegna vaxtar í ferða­þjón­ustu og styrk­ing krón­unnar gæti því vel haldið áfram.

Það er mik­il­vægt að fyr­ir­tæki nái að verja stöðu sína á mark­aði eins og þeim breska, en þetta sýnir mik­il­vægi þess að leita leiða til að nema ný lönd.

Ísland á mikið undir ákvörð­unum flug­fé­laga

Það eru líka erf­ið­leikar í Rúss­landi (við­skipta­bann) og í Níger­íu. Þar hefur gjald­eyr­is­skortur gert efna­hags­líf­inu lífið leitt og skapað erf­ið­leika fyrir fyr­ir­tæki sem hafa flutt inn vörur til lands­ins.

Íslenskur efna­hagur á mikið undir ákvörð­unum fólks og fyr­ir­tækja út í heimi. Til dæmis hafa ákvarð­anir erlendra flug­fé­laga um að hefja reglu­lega flug­ferðir til Íslands verið gríð­ar­lega áhrifa­miklar á Íslandi. Lík­legt má telja að hér væri ekki nándar nærri eins mik­ill hag­vöxtur ef erlend flug­fé­lög hefðu ekki sýnt land­inu jafn mik­inn áhuga og raun ber vitni. Má þar nefna félög eins og Easy Jet og Delta sem hafa fluttu mörg hund­ruð þús­und manns til lands­ins síðan þau byrj­uðu að bjóða upp á ferðir til Íslands.

Hér má sjá upplýsingar um vægi inn- og útflutnings á einstökum mörkuðum. Evrópa er stærst, en Bandaríkin og Kína eru einnig risavaxnir markaðir. Heimild: IMF.

Ekki treysta bara á stjórn­málin

Banda­ríkja­mark­aður er litlu minni en Evr­ópa í heild og Kína sömu­leið­is. Þá eru ótalin önnur lönd Asíu, sem sum hver hafa vaxið hratt und­an­farin ár.

Hvernig er hægt að opna þessar dyr? Ég held að það sé ekki gert við borð stjórn­mála­manna nema að litlu leyti. Við­skipta­samn­ingar milli ríkja einir og sér hjálpa heldur ekki.

Orð Mich­ael Porters, pró­fess­ors við Harvard háskóla, koma upp í hug­ann. Hann sagði í erindi sínu í Háskóla­bíó í nóv­em­ber 2010, að fyr­ir­tæki og fjár­festar hefðu mik­inn sveigj­an­leika og gætu tengst inn á ótrú­leg­ustu mark­aði. Þar sem stundum ríkti glund­roði. Mik­il­væg­ast af öllu væru góðar og áreið­an­legar upp­lýs­ingar til að taka ákvarð­an­ir. Stjórn­mála­menn gætu svo stutt við með stöð­ugu reglu­verki.

Lang­tíma sókn­ar­á­ætlun

Þó eðli­legt sé að deila um vaxta­stefn­una á Íslandi, opin­ber fjár­mála og inn­viði á Íslandi, þá væri hjálp­legt að skapa jafn frjóa umræðu um hvernig megi styrkja útflutn­ings­hlið hag­kerf­is­ins með fleiri stoð­um. Horfa þá frekar ofan í smá­at­riðin fremur en útlín­urn­ar.

Vel hugs­an­legt er að fyr­ir­tæki í útflutn­ingi - af öllum stærðum og gerðum - þurfi að vinna saman á þessu sviði og móta sókn­ar­á­ætlun til langs tíma. En ekk­ert fram­lag er þó mik­il­væg­ara en það, að hvert og eitt fyr­ir­tæki gaum­gæfi mark­að­ina erlendis fyrir sína vöru og þjón­ustu. Ef fyr­ir­tæki ná að brjóta ísinn á nýja mark­að­ina en eru nú þegar opnir þá mun það drífa áfram vöxt og skapa góð og æski­leg störf fyrir hag­kerf­ið.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None