Alþjóðavæðingin er lausnin ekki vandamálið

Auglýsing

Don­ald Trump, sem tekur við sem for­seti Banda­ríkj­anna í vik­unni, er nú að sýna á spilin þegar kemur að efna­hags­stefnu sinni. Hann vill færa störf í bíla­iðn­aði til Banda­ríkj­anna frá öðrum ríkjum og virð­ist sér­stak­lega horfa til þess að gera það með skött­um, mið­stýr­ingu rík­is­valds­ins. 

Nú þegar hefur hann komið þeim skila­boðum til þýska bíla­fram­leið­and­ans BMW að ef hann standi við áform sín, um að byggja upp fram­leiðslu í Mexíkó, þá muni BMW fá að finna fyrir því. Nefnir hann sér­stak­lega 35 pró­sent skatt á allan bíla­inn­flutn­ing fyr­ir­tæk­is­ins til Banda­ríkj­anna frá Mexíkó.

Mið­stýr­ing rík­is­valds­ins

Sam­bæri­leg skila­boð komu fram hjá honum þegar hann fjall­aði um áform Ford. Fyr­ir­tækið hafði áformað að byggja upp fram­leiðslu í Mexíkó upp á 1,6 millj­arða Banda­ríkja­dala, eða sem nemur nærri 200 millj­örðum króna, en ákvað að breyta til og bíða með helm­ing fjár­fest­ing­ar­inn­ar. Í stað­inn var byggt upp í fram­leiðslu fyr­ir­tæk­is­ins í Michig­an. Þetta þýddi að um þús­und störf urðu til í Michigan sem ann­ars hefðu orðið til í Mexíkó. Ekki liggur fyrir enn hvort fyr­ir­tækið ætli að færa starf­semi til Mexíkó síð­ar. 

Auglýsing

Þessi mál og önnur vekja mann til umhugs­unar um á hvaða leið heim­ur­inn er og hvernig mark­aðs­bú­skap­ur­inn - alþjóða­væð­ingin sjálf - mun þró­ast á næstu miss­er­um. Þar er grunn­hug­myndin um að heim­ur­inn sé eitt mark­aðs­svæði og rekst­ur­inn leiti í far­veg þar sem hag­kvæm­ast er að byggja hann upp. Þetta hefur verið leið­ar­stefið í miklum vexti alþjóð­legra fyr­ir­tækja und­an­farna ára­tugi. Sam­hliða þessu skeiði hefur fólki sem býr við sára fátækt fækkað stöðugt.



Kostir og gallar

Í þess­ari alþjóð­legu þróun eru svæði sem ekki eru með sterka sam­keppn­is­hæfa inn­viði afar við­kvæm. Gott dæmi eru mið­ríki Banda­ríkj­anna sem eru ekki með hafn­ar­svæði og nýsköp­un­ar­starf er hverf­andi lítið miðað við nýsköp­un­ar­suðu­pott­ana á vest­ur­strönd­inni og á aust­ur­strönd­inni. Blóm­strandi alþjóð­leg hag­kerfi á vest­ur­strönd­inni, þar sem um 50 millj­ónir manna búa, eiga lítið sem ekk­ert sam­eig­in­legt með slökum hag­kerfum mið­ríkj­anna, svo dæmi sé tek­ið. 

Fátt bendir til ann­ars en að mun­ur­inn milli þess­ara ríkja, þegar kemur að efna­hags­legum styrk og upp­bygg­ingu nýsköp­un­ar, muni aukast mikið á næstu miss­er­um. Aukin tækni­væð­ing vinnur með svæðum sem hafa sam­keppn­is­hæft umhverfi, með góðum tengslum háskóla og atvinnu­lífs, en hún er versti óvinur svæða með við­kvæma inn­viði, ósam­keppn­is­hæf mennta­kerfi og litla nýsköp­un.

Upp­gjör

Hið póli­tíska lands­lag í Banda­ríkj­unum ber nú merki þess að mikið upp­gjör sé nú farið af stað við alþjóða­væð­ing­una og er ekki hægt að úti­loka að Banda­ríkin verði enn ólík­ari inn­byrðis á næstu árum en þau eru núna. Er þá tölu­vert mikið sag­t. 

Á meðan í Evr­ópu

Í Bret­landi skynjar maður áform stjórn­valda um að yfir­gefa Evr­ópu­sam­bandið og reglu­verk innri mark­aðar Evr­ópu sem óvissu­leið­ang­ur. Óhætt er að segja að Nicola Stur­geon, fyrsti ráð­herra Skotlands, sé gagn­rýnin á stöðu mála. 

Leið­ang­ur­inn getur bæði endað vel og illa, en eins og mál standa nú þá er ómögu­legt að átta sig á því nákvæm­lega hvernig rík­is­stjórn Ther­esu May ætlar sér að spila úr stöð­unni þannig að vel fari. Gleymum ekki einu í þessu sam­hengi: ekk­ert jákvætt hefur gerst eftir að Brexit kosn­ingin fór fram. Þvert á móti hefur efna­hagur Bret­lands ekki styrkst og gengi punds­ins gagn­vart helstu við­skipta­myntum hefur hrun­ið. 

Fyrir Ísland er staðan í Bret­landi mik­il­væg. Um tólf pró­sent af öllum vöru­út­flutn­ingi Íslands fór til Bret­lands í fyrra og 19 pró­sent erlendra ferða­manna komu það­an. Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, sagði í til­kynn­ingu í til­efni af upp­gjöri félags­ins fyrir árið 2015 að áformin um Brexit hefðu ekki góð áhrif á íslenskan sjáv­ar­út­veg. Krónan styrkt­ist um meira en 30 pró­sent gagn­vart pund­inu í fyrra en með­al­tals­styrk­ingin gagn­vart öðrum myntum var 18 pró­sent. Minna fæst því fyrir þorskinn en áður og arð­semin er minni hjá útgerð­ar­fé­lög­unum vegna þess­ara við­skipta.

Eins og hér sést, þá eru fólgin mikil tækifæri í því að efla viðskipti við Bandaríkin og einnig Asíu. Evrópa er langsamlega mikilvægasta efnahagssvæði Íslands.

Það verður að koma í ljós hvernig málin þró­ast en það er full ástæða fyrir íslensk stjórn­völd að fylgj­ast náið með gangi mála og reyna að vernda hags­muni Íslands og opna á ný tæki­færi. 

Nýir mark­aðir

Það er ekki hægt að taka upp póli­tískan átta­vita í þeim aðstæðum sem eru nú í heim­inum og segja hvert skuli haldið með neinu öryggi, en á heild­ina litið ætti Ísland að horfa til þess að opna leiðir inn á nýja mark­aði. Svarið við tví­sýnum aðstæðum ætti að vera aukin alþjóða­væð­ing og áfram­hald­andi upp­bygg­ing á sam­keppn­is­hæfni lands­ins á þeim for­send­um. Mennta­kerfið og nýsköp­un­ar­starf eru þar í önd­vegi.

Hvað sem líður und­ar­legum yfir­lýs­ingum verð­andi for­seta Banda­ríkj­anna um bíla­fram­leið­endur og ýmis­legt fleira þá breytir því ekk­ert, að þekk­ing á alþjóða­væddum heimi mun skipta sköpum inn í fram­tíð­ina. Ein­angrun býður hætt­unni heim á meðan opið sam­fé­lag eykur lík­urnar á fjöl­breyttum stoð­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None