Auglýsing

Við fjöl­skyldan kynnt­umst vel hjónum frá Egypta­landi þegar við bjuggum í New York og höfum haldið ágætu sam­bandi við þau. Þau eiga tvo lífs­glaða gutta á sama aldri og strák­arnir okkar og reynd­ust okkur afar vel. Voru alltaf til­búin að aðstoða og rétta fram hjálp­ar­hönd þegar þess þurfti.

Mað­ur­inn er efni­legur vís­inda­maður og stundar dokt­ors­nám í töl­fræði og hefur vinna hans vakið athygli innan fræða­sam­fé­lags­ins í Col­umbia háskóla. Hann hefur verið að þróa töl­fræði­líkön til að gera úrvinnslu úr líf­fræði­rann­sóknum áreið­an­legri. Konan hans er ekki síður dug­leg en þau luku bæði BS og MS námi við Uni­versity of Mis­so­uri áður en þau fluttu sig til New York. 

Þau eru múslimar og halda miklu sam­bandi við fjölda múslima í New York, ekki síst fólk frá mið­aust­ur­lönd­um. Þau koma bæði úr fátæku bak­landi og hafa þurft að hafa mikið fyrir því að kom­ast áfram í líf­inu, með dugn­að, heið­ar­leika og metnað að leið­ar­ljósi. 

Auglýsing

Beygður og sár

Eftir að frétt­irnar bár­ust út um að ömur­leg og sið­laus stjórn Don­alds J. Trumps, Banda­ríkja­for­seta, hefði bannað komu fólks til Banda­ríkj­anna frá sjö ríkjum þar sem múslimar eru í miklum meiri­hluta og ákveðið að taka ekki á móti flótta­mönnum í sárri neyð, þá hafði ég sam­band við fólkið og spurði hvernig það hefði það. Ég vissi að bannið næði ekki til þeirra en eftir nokkur sam­töl okkar um við­horf sem múslimar mæta og hafa þurft að þola, í gegnum allt fram­boð Don­alds Trump, þá vissi ég að þetta væri líka erfitt fyrir þau og alla múslima.  

Það er skemmst frá því að segja að mað­ur­inn var beygður og sár þegar ég tal­aði við hann. Hann leit svo á að það væri verið að nið­ur­lægja hann og fjöl­skyldu hans og meira og minna allt sam­fé­lag múslima með þess­ari ákvörð­un. Konan hans tók í sama streng. Þetta var átak­an­legt, bein­lín­is. 

Ástæðan er sú að und­ir­liggj­andi í þess­ari ömur­legu ákvörðun Trumps - sem nær líka til fólks sem er með græna kortið og full­gilda heim­ild til að vera í land­inu var­an­lega að öllu jöfnu - er kyn­þátta­hatur og frels­is­skerð­ing. Alveg tærir for­dóm­ar. Aug­ljóst virð­ist að ákvörð­unin fari gegn stjórn­ar­skrá Banda­ríkj­anna en það verður að koma í ljós hvort það verði farið með ákvörð­un­ina fyrir dóm­stóla til að fá úr því skor­ið. Glund­roði ríkti á flug­völlum heims­ins vegna þess­arar ákvörð­unar í gær og var henni mót­mælt vítt og breitt, eins og nær öllu sem Trump hefur gert frá því hann hóf störf. 

Mórölsk skila­boð hans til umheims­ins - sem er eitt vega­mesta hlut­verk for­set­ans - hafa verið full­kom­lega hörmu­leg á allan hátt og valdið sundr­ungu og reiði, nær hvert sem litið er. Stuðn­ings­menn for­dóma­fullra við­horfa hans gleðj­ast vafa­lítið enda er þeim ekki við­bjarg­andi.

Hafið sam­band

Ég hvet fólk til að setja sig í sam­band við múslíma í Banda­ríkj­unum sem það þekkir, stappa í það stál­inu og reyna að gleðja það með ein­hverjum hætti. Þegar Banda­ríkin - með öllu sínu ægi­valdi hers og fjár­mála (65 pró­sent gjald­eyr­is­forða heims­ins er í Banda­ríkja­dal) - er farið að haga sér með þessum hætti þá gætir áhrif­anna um allan heim og í öðrum löndum líka. Það er skelfi­leg­t. 

Þetta er bein árás á venju­legt heið­ar­legt fólk og líka gildi vest­rænna sam­fé­laga. Banda­ríkin eru að grunni til inn­flytj­enda­sam­fé­lag og stundum eru þau skil­greind sem eina landið í heim­inum sem hefur fjöl­þjóð­legan kjarna sem sitt helsta ein­kenni. Landið verður bein­línis til í kringum hin ýmsu þjóð­erni sem byggja það upp. 

Ég skynja stöðu mála í Banda­ríkj­unum sem hættu­lega um þessar mund­ir, og and­staðan við þessa ákvörðun stjórnar Trumps hér á Seatt­le-­svæð­inu er gríð­ar­leg, nán­ast áþreif­an­leg. Það sama á við um mörg önnur svæði, ekki síst borg­ar­sam­fé­lögin í land­inu.

Staðan er líka álitin alvar­leg út frá efna­hags­legum for­sendum þar sem öll vest­ur­strönd­in, frá Kali­forníu gegnum Oregon og í gegnum Was­hington ríki, á bein­línis allt undir inn­flytj­end­um. Tækni­fyr­ir­tækin á þessum svæði hafa öll látið í sér heyra og mót­mælt þess­ari ömur­legu árás á fólk. 

Mörg hund­ruð starfs­menn Goog­le, Microsoft, Amazon og Apple kom­ast ekki í inn í landið og það sama má segja um fleiri fyr­ir­tæki, meðal ann­ars fjár­mála­fyr­ir­tækin sem starfa um allan heim. Mót­mæli hafa líka komið það­an. En það segir sína sögu að þessir tæknirisar, sem eru leið­andi í heim­inum á sviði nýsköp­un­ar, skuli taka jafn harða afstöðu gegn þessu hatri sem birt­ist með ömur­legu ferða­banni og mann­rétt­inda­brot­u­m. 

Borg­irnar í Banda­ríkj­unum - ein­hverjir mögn­uð­ustu mann­lífspottar sem fyr­ir­finn­ast í ver­öld­inni - hafa líkað gripið til varna. Má nefna Boston, New York, Seatt­le, Portland, Austin, LA, San Francisco og miklu fleiri því til stað­fest­ing­ar. Marty Walsh, borg­ar­stjór­inn í Boston, flutti magn­þrungna ræðu um stefnu Trumps í inn­flytj­enda­málum á dög­unum og sagð­ist ekki að ætla að snúa bak­inu við inn­flytj­end­um, alveg sama hvað. Ráð­húsið í borg­inni yrði opnað upp á gátt frekar en að reka þá úr borg­inni, ef þess þyrfti.Kyn­þátta­hat­ari sem dóms­mála­ráð­herra

Það sem er alvar­leg­ast við þessa nýju hvítu karl­menn í Hvíta hús­inu er að það glittir ekki enn í neina dýpt í neinu sem komið hefur frá þeim. Þvert á móti virð­ist full­komin van­hæfni ráða ferð­inni, ofan í skugga­lega öfga­fullan mál­flutn­ing margra þeirra sem standa Trump næst. Steve Bann­on, sem stofn­aði kyn­þátta­hat­ursá­róð­ur­svef­inn Breit­bert, kemur þar upp í hug­ann og einnig Jeff Sessions, til­von­andi dóms­mála­ráð­herra. Konur sem útskrif­ast hafa úr Harvard við­skipta­há­skól­an­um, 650 tals­ins, mót­mæltu því harð­lega þegar Bannon var kom­inn inn í teymið hjá Trump og sögðu hann boð­bera kyn­þátta­hat­urs og kven­fyr­ir­litn­ing­ar.

Meira en 1.100 laga­pró­fess­or­ar, þar af margir af virt­ustu pró­fess­orum Banda­ríkj­anna, mót­mæltu skipan Sessions með yfir­lýs­ingu. Ástæðan er sú að Sessions er kyn­þátta­hat­ari og hefur verið í ára­tugi. Allt frá því hann tók þátt í að bera út kyn­þátta­hatur í Ala­bama hefur hat­rið fylgt hon­um. Það sem einkum situr í laga­pró­fess­or­unum er það að Sessions nýtur þess vafa­sama heið­urs að hafa verið hafnað sem alrík­is­dóm­ara vegna kyn­þátta­hat­urs. Eftir nákvæma skoðun á hans mál­flutn­ingi var það nið­ur­stað­an. Að hann væri óhæfur sökum kyn­þátta­hat­ur­s. 

Hann hefur einnig verið meðal mestu and­stæð­inga inn­flytj­enda í banda­rískum stjórn­málum árum saman og mun vafa­lítið beita sér fyrir sínum sjón­ar­miðum sem dóms­mála­ráð­herra.

Hér eru aðeins nefnd fá dæmi, en fleiri ískyggi­leg dæmi um stjórn­ar­herrana mætti telja til. Og aug­ljósa og oft ótrú­lega skýra hags­muna­á­rekstra sömu­leið­is.

Það er óboð­legt að svona sé komið fram við fólk og von­andi verður eitt­hvað til þess að Trump og félagar hans og ráð­gjafar hrökk­list frá völdum sem allra fyrst. Fjögur ár af þessum grunna, heimsku­lega og sið­lausa mál­flutn­ingi - og nú stefnu - er alltof langur tími.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Leggja fram ólíkar breytingar á erfðafjárskatti
Fjármálaráðherra og þingmenn Viðreisnar hafa lagt fram tvö ólík frumvörp um breytingar á lögum um erfðafjárskatt. Mikill munur er á frumvörpunum en annað tekur meðal annars mið af skattstofni dánarbúsins en hitt af arfgreiðslum hvers erfingja fyrir sig.
Kjarninn 18. október 2019
Kristbjörn Árnason
Koxgráa spillingar þjóðfélagið Ísland!
Leslistinn 18. október 2019
Punktur Punktur
Punktur Punktur
Punktur Punktur – Nr. 5 Guðmundur Atli Pétursson - ljósahönnuður hjá RÚV.
Kjarninn 18. október 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Stóraukin áhersla á náttúruvernd
Kjarninn 18. október 2019
Molar
Molar
Molar – Lækkanir, Austin Texas og Guðmundur Jaki
Kjarninn 18. október 2019
Seðlabankinn dæmdur til að veita blaðamanni Fréttablaðsins upplýsingar
Seðlabanki Íslands var í morgun dæmdur til að afhenda blaðamanni Fréttablaðsins upplýsingar um samning sem Már Guðmundsson, þáverandi seðlabankastjóri, gerði við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans.
Kjarninn 18. október 2019
Ísland á gráa listann vegna peningaþvættis
Ísland hefur verið sett á gráa lista FATF ásamt Mongólíu og Simbabve. Aðgerðir sem ráðist hefur verið í síðastliðið eitt og hálft ár reyndust ekki nægjanlegar.
Kjarninn 18. október 2019
Helgi Magnússon eignast allt Fréttablaðið – Jón Þórisson nýr ritstjóri
Fjárfestirinn Helgi Magnússon hefur keypt þann hluta í Torgi, útgáfufélagi Fréttablaðsins, sem hann átti ekki fyrir. Til stendur að sameina Fréttablaðið og Hringbraut.
Kjarninn 18. október 2019
Meira úr sama flokkiLeiðari
None